Morgunblaðið - 08.05.1991, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 08.05.1991, Blaðsíða 12
12 I MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. MAÍ 1991 ELFA LÆKNASTOFA FLUTT Læknastofan sem áðurvartil húsa í Síðumúla 34 erflutt í Síðumúla 37, 3. hæð. LÆKNASTOFAN SÍDUMÚLA 37 SÍMI686200 háfar úr stáli, kopar og í 5 litum Metsölublað á hvetjum degi! Einar Farestveit&Co.hf. Borgartúni 28, símar: (91) 622900 og 622901 - Næg bílastæði VÖLUSPÁ þessara afla, og koma fyrir í nokkrum myndum, t.d. annarri þeirra sem Jóhann Karl Spánar- konungur hefur eignast, „Huginn og Muninn yfír Snæfellsjökli" (nr. 14). Drungaleg formin í stærri verk- unum víkja hins vegar fyrir sterku samspili lita í minni myndunum, sem virka sterkar á áhorfandann fyrir vikið; „Sól tér sortna“ (nr. 29) og „Troða halir helveg“ (nr. 27) eru þannig sterk myndræn tjáning á þeim örlögum, sem Völuspá ætlar veröldinni. Baltasar tekur nokkra áhættu með sýningunni í Hafnarborg. Hann hefur valið að fjalla um efni sem íslendingar eru fæstir mjög kunnugir, þó það sé geymt í einni af þeim fáu perlum, sem íslensk menning hefur lagt til heimsbókmenntanna. Það efni ijallar ekki um skemmtan og gleð- skap, heldur endalok heimsins, átök og illar spár. Það getur því aldrei orðið létt og fögur mynd- sýn, sem byggist á slíkum efnivið, og því óvíst að nokkur markaður sé fyrir verkin. En hvað sem hver segir þá felst listin ekki í fögru yfirborði, heldur inntakinu; Balt- asar hefur fundið hjá sér þörf fyrir að takast á við þetta efni, og árangurinn er þess virði fyrir sýningargesti. Það væri athug- andi fyrir gesti að glugga í bók- menntirnar, sem listamaðurinn byggir á, og líta svo'við í Hafnar- borg til að meta þá myndsýn, sem þar birtist. Sýning Baltasars í Hafnarborg stendur til sunnudagsins 12. maí. Myndlist Eiríkur Þorláksson Það er ekki oft sem listunnend- ur fá tilefni til að hyggja sérstak- lega að því myndefni sem lista- menn velja að fást við í verkum sínum, en þó gerist það stöku sinnum. Val viðfangsefna er mjög persónubundið, og misjafnt hversu langt það er sótt. I mörg- um tilvikum gera listamenn þætti úr sínum eigin reynsluheimi að myndefni sínu, en aðrir fást við sitt nánasta umhverfi, annaðhvort í landfræðilegum eða listasögu- legum skilningi. Það er hins vegar afar sjaldgæft að íslenskir lista- menn taki sér fyrir hendur að vinna út frá sögulegum eða bók- menntalegum efnum, og má það heita furðulegt, í ljósi þess að menningararfur þjóðarinnar frá fyrri öldum byggir fyrst og fremst á bókmenntum. í menningarmiðstöð Hafnfirð- inga í Hafnarborg stendur nú yfir sýning á málverkum eftir Baltas- ar, þar sem listamaðurinn hefur leitað fanga í hinum íslensku Eddukvæðum, einkum í hina stór- fenglegu örlagasögu heimsins, Völuspá. Baltasar, sem nú hefur búið hér á landi í þijátíu ár, tekst þarna á við efni, sem innfæddir myndlistarmenn hafa lítt sinnt. Við starf sitt nýtur hann þess ef til vill að hafa alist upp í öðru menningarumhverfi, því að eftir að hafa valið sér nýtt föðurland hefur -hann ferskari áhuga á sögu þess og bókmenntum en þeir sem ólust upp við þann menningararf. Hið fyrsta sem gestir á sýning- unni taka eftir í hálf-rökkvuðum salnum er stærð myndanna. Margar eru hátt á þriðja metra á hæð, og flest verkin í aðalsalnum eru vel stór; þessi yfir-stærð ver- kanna kallar fram í hugann er- lenda heitið „monumental", og er sjaldgæft að sýningar hér á landi byggist á þannig myndum. Því næst má nefna að yfirbragð myndanna er dökkt, drungalegt og stórgert, eins og hæfir mynd- efninu; Þjóðveijar myndu nota hugtakið „Sturm und Drang (storm og átök) yfir efnistök sem þessi, og virðist það eiga vel við myndefnið. Myndirnar eru efnis- miklar og þykkar, og hinir stóru drættir ráða þar mestu — en þó eru smáatriðin mikilvæg fyrir endanlegan heildarsvip, þannig að sú myndsýn, sem kvæðin vekja hjá listamanninum, komist til skila. Áferð og lýsing skipta einnig miklu máli í ‘framsetningu Baltas- ars. 011 verkin eru unnin með akrýl á striga, og efnið er gert þykkt og áferðarmikið til áherslu á ákveðinni hrynjandi, sem birtist vel, þegar myndirnar eru skoðað- ar gegnt ljósinu. Síðan eru endan- leg form máluð ofan í áferðina, þannig að ýft yfirborð og litir gera ýmist að vinna saman eða togast á, eftir því hversu nálægt myndinni skoðandinn stendur. — Lýsingin í salnum er síðan höfð eins lítil og unnt er í hveiju til- viki, og er beitt frá hlið, til að áferðin njóti sín sem best; birtan virðist því koma innan frá mynd- unum sjálfum. Einkum skilar þessi uppsetning sér vel í þeim myndum þar sem áferðin skapar þungamiðju formanna, eins og í „Helför Óðins“ (nr. 5), sem er ein sterkasta og um leið einfaldasta myndbyggingin á sýningunni. Sé litið frekar til einstakra verka á þessari sýningu, kemur í ljós að sú myndsýn, sem þessar fornu bókmenntir vekja lista- manninum, er skiljanlega afar dramatisk. Þarna eru á ferðinni duldir kraftar, sem vaka yfír ógn- andi veröldinni — en vitandi þó að .mennirnir eru sjálfum sér verstir. Hrafnar Óðins eru tákn Baltasar: „Huginn og Muninn yfir Snæfell- sjökli." 1990-91.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.