Morgunblaðið - 08.05.1991, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 08.05.1991, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. MAÍ 1991 Níu ára börn í herþjónustu Kúrdíska flóttamenn skortir allar lífsnauðsynjar. Úr því vill Rauði krossinn bæta. eftir Jakobínu Þórðardóttur Það er alkunna að þau stríð sem nú eru háð bitna fyrst og fremst á varnarlausu fólki, konum, börnum og gamalmennum. Meira en níu af hveijum tíu sem deyja eða særast í stríði eru óbreyttir borgarar. Það er löngu liðin tíð að hermenn einir beijist í styijöldum. Ein óhugnanleg staðreynd í þessu sambandi er að í þeim 37 stríðum sem nú eru háð í heiminum eru að minnsta kosti 200 þúsund böm meðal þeirra sem beijast. Börn víða um heim eru alin upp í hatri og þjálfuð til að beijast og drepa. Börn allt niður í níu ára aldur eru kvödd til herþjónustu í hinum ýmsu skæruliðastríðum sem nú geisa. Jafnvel eru þess dæmi að sex ára börn beri hríðskotabyssur og kunni að nota þær. Samkvæmt sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi barna eru all- ir undir 18 ára aldri skilgreindir sem börn nema lögræðisaldur sé lægri samkvæmt lögum viðkomandi lands. En leiðtogar heims hafa ekki borið gæfu til að koma sér saman um að þessi skilgreining nái til her- skyldu. Þess í stað era aðildarríki alþjóðlegra mannúðarlaga aðeins bundin af því að taka ekki yngri börn en 15 ára í herþjónustu. Því fer fjarri að sú regla sé virt í verki. í Burma veija 12 ára dreng- ir yfirráðasvæði skæruliða í frum- skóginum. Skæruliðar í E1 Salvador þjálfa barnungar stúlkur jafnt sem drengi í vopnaburði. í Mosambík ræna skæraliðar bömum sem þeir síðan neyða til allskyns ofbeldis- verka. Okkur era í fersku minni frásagnir af bamungum Rauðum Khmeram sem tóku þátt í fjölda- morðum á óbreyttum borguram, jafnvel foreldrum sínum og af morð- sveitum barna í her Idi Amins. í stríði íraka og írana á árunum 1980 til 1988 sendu íranir þúsund- ir óvopnaðra bama út á vígvellina til þess eins að verða sprengjum óvinanna að bráð. En þó þetta ger- ist ekki lengur eru börn enn notuð í hernaði á þessum slóðum, ekki aðeins í íran og írak þar sem her- SÓL ÚR SORTA Alheimsótak til hjólpar stríðshrjáðum skyldualdur er 15 ár, heldur einnig í Afganistan þar sem ríkisstjómin hefur aðeins takmörkuð yfirráð yfir hluta landsins. Her stjórnarinnar í Afganistan heldur sig við 15 ára mörkin en öðrú máli gegnir um skæruliðahópana sem beijast gegn ríkishernum og hver við annan. í skæruliðahópunum beijast börn við hlið fullorðinna. Ungir drengir eru hvattir til að beijast jafnvel af foreldram sinum. í Afganistan eru börn ekki i neinum stríðsleik sem þau hafa séð í sjónvarpi, þau eru að fást við raunveruleikann í stríðs- hijáðu landi. Alheimsátak til hjálpar stríðs- hijáðum gengur á íslandi undir kjörorðinu „Sól úr sorta". Hinn 12. maí gengst Rauði kross íslands fyrir söfnun til hjálpar stríðshijáð- Að lokuum kosningum eftir Sigurbjörn Þorkelsson Nú er kosningakarpinu lokið að sinni og fólk ætti að geta farið að einbeita sér að því að hafa það sem best í sumar. Eins og gengur vora það efna- hagsmál, atvinnumál, samgöngu- mál og kjaramál sem vora efst á baugi í kosningaumræðunni svo nefnd séu einhver mál. Vantaði eitthvað í umræðuna? Það er athyglisvert að þegar stjórnmálamenn ræða um framfarir í atvinnulífi og að nýta eigi þann ofurkraft sem býr í íslendingum, er yfirleitt aldrei komið inn á eitt af mikilvægustu undirstöðuatriðum þess að einstaklingurinn, börnin, unglingarnir eða aðrir aldurshópar séu búnir undir þátttöku í lífrnu með sem bestum hætti. Það hvflir mikil ábyrgð á ríkisvaldinu eða sveitarstjórnum að búa heimilunum í landinu þann stakk að foreldrar og aðrir uppalendur í landinu geti „Með þátttöku í kristi- legu safnaðarstarfi verður einstaklingur- inn hæfari til þess að umgangast bæði jafn- aldra sína, sem og fólk á öðrum aldri.“ einbeitt sér að því að gera böm landsins að sem hæfustum þjóðfé- lagsþegnum. Fjárfesting sem gefur arð Ásamt því að hlúa vel að heimil- unum og skólakerfinu er ein áhrifa- ríkasta leiðin til heilbrigðara og heilsteyptara mannlífs sú að styðja vel við bakið á þeim aðilum sem starfa að kristilegu starfi. Með því að efla stuðning við hina kristnu kirkju landsins til aukins safnaðar- starfs meðal barna, unglinga, for- eldra, einstæðinga, aldraðra og syrgjenda, svo að einhveijir hópar Sigurbjörn Þorkelsson séu nefndir, er víst að einstaklingur- inn verður hæfari til þátttöku í þjóð- félaginu. Með þátttöku í kristilegu safnaðarstarfi verður einstakling- urinn hæfari til þess að umgangast bæði jafnaldra sína, sem og fólk á öðrum aldri. Hann tekur þátt í heil- brigðu starfi sem tekur á manninum öllum. Hann tekur þátt í starfi sem miðað er við boðskap Biblíunnar um kærleiksboðskap Guðs og fagnaðarerindið um son hans frels- ara okkar Jesú Krist. Ég fullyrði að ein besta fjárfest- ing sem ríkið, sveitarfélög og fyrir- tæki í landinu geta fjárfest í til að eignast þegna sem læra að um- gangast aðra á kristilegan og heil- brigðan hátt og til að verða hæfari í atvinnu og þjóðlífi er að styðja við bakið á kristnum söfnuðum landsins og fijálsum kristilegum félögum eða leikmannahreyfingum, sem vinna að útbreiðslu hins kristna boðskapar og lífs meðal þjóðarinn- ar. Björt framtíð Islands og ís- lensku þjóðarinnar eru kristnir einstaklingar. Kristin þjóð í kristnu landi. „Fel Drottni vegu þína og treyst honum, hann mun vel fyrir sjá.“ — Sálm. 37:5. Höfundur er framkvæmdastjóri Gídeonfélagsins á íslandi. Jakobína Þórðardóttir um. Þá munu sjálfboðaliðar ganga í hvert hús og safna framlögum. Söfnunarfé verður varið til hjálpar Kúrdum á flótta frá írak og limlest- um fórnarlömbum stríðsins í Afgan- istan. í Kabúl, höfuðborg Afganistan, er áformað að byggja gervilima- verkstæði til að bæta aðstöðuna til gervilima- og stoðtækjasmíði þar í landi. í Kabúl eru nú 2.700 manns á biðlista eftir gerviútlim hjá litlu verkstæði sem Alþjóðaráð Rauða krossins rekur þar. Nýja verkstæðið á að leysa af hólmi það gamla og auka framleiðsluna margfalt. Auk þeirra sem era á biðlista eru tugþús- undir limlestra hvergi á skrá. Þörfin fýrir slíkt verkstæði er gífurleg og eftirspurnin eftir gervi- útlim mun verða mikil og marga áratugi fram í tímann. Jarðsprengj- ur sem lagðar vora í jörð í stríðinu sjá fyrir því. Það er daglegt brauð að einhver láti lífið eða örkumlist af völdum þessara sprengna og stór hluti þeirra eru börn. Um 70 nemar í gervilimasmíði era nú við nám hjá sjö sérfræðing- um sem starfa á vegum Rauða krossins í Afganistan. Þeir munu geta rekið verkstæðið hjálparlaust þegar kunnáttan og aðstaðan verð- ur fyrir hendi og síðan kennt öðrum. Söfnunin „Sól úr sorta“ mun þama geta haft veraleg áhrif á líf fjölda manna, ekki síst barna, sem orðið hafa vígtólum að bráð. Orlög Kúrda sem flúið hafa ofríki þarf ekki að fara mörgum orðum um. Daglegar fréttamyndir lýsa þeim hörmungum betur en orð fá gert. Þetta fólk skortir allt og við getum hjálpað. Sérhvert framlag kemur að gagni. Ekki er að efa að íslend- ingar muni vilja leggja hönd á plóg- inn og taki vel á móti sjálfboðaliðum Rauða krossins 12. maí. Höfundur er deildarstjóri alþjóðadeildar Rauða kross íslands. TILBOÐSDAGAR! Við bjóðum ykkur Knorr sósur og pastarétti á sérstöku tilboðsverði í Hagkaupsbúðunum næstu vikur. Vörukynning verður í Hagkaup, Skeifunni, miðvikudaginn 8. maí kl. 14.00 - 18. 30, föstudaginn 10. maí kl. 14.00 - 19.30 og laugardaginn 11. maí kl. 10.00 - 16.00. Tilboðsverð: Kr. Knorr sveppasósa 59 Knorr Bearnaise-sósa (4 í pakka) 147 Knorr Lasagna 209 -þegar viö eldum góðan mat! HAGKAUP

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.