Morgunblaðið - 08.05.1991, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 08.05.1991, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. MAÍ 1991 Bændur á Eyjafjarðarsvæðinu langt komnir með kvótann: Blóðugt að sjá á eftir mjólkinni í svelginn - segir Kristinn Jónsson bóndi í Holtseli Ytri-Tjörnum. MorgunDlaOiö/Kúnar Pör Fulltrúar Verkmenntaskólans á Akureyri og Félags málmiðnaðar- manna á Akureyri við undirritun samningsins, frá vinstri Guðmund- ur Hjaltason, Haukur Jónsson, Bernharð Haraldsson, Hákon Hákon- arson og í efri röð eru Brynjar Skaptason, Magnús Ottósson og Páll Reynisson. Félag málmiðnaðarmanna á Akureyri: Samningur við VMA um fræðslu fyrir félagsmenn UNDIRRITAÐUR hefur verið samningur á milli Félags málmiðnaðar- manna á Akureyri og Verkmenntaskólans á Akureyri um að kennar- ar við skólann sjái um kennslu á námskeiðum sem málmiðnaðarmönn- um stendur til boða að sækja. í tilefni 50 ára afmælis félagsins í vetur var ákveðið að gefa félagsmönnum kost á að sækja námskeið í ensku eða ritvinnslu sér að kostnaðarlausu, en greiddi félagið gjald fyrir félagsmenn til að stunda líkamsrækt kysu þeir það fremur en hin námskeiðin. Hákon Hákonarson formaður Félags málmiðnaðarmanna á Akur- eyri sagði að með samningnum væri verið að hrinda af stað endur- menntun fyrir málmiðnaðarmenn í bænum. Umræddur samningur „Afró 91“ í Dynheimum NEMENDUR í Starfsdeild- inni Löngumýri 9 og 15 sýna grímuspunadansinn „Afró ’91“ í Dynheimum á morgun, fimmtudag, kl. 14. Nemendur hafa í samvinnu við kennara í spuna, tónlist og myndlist samið dans, tónlist og gert grímur, en þessi sýning á þessu magnaða verki verður aðeins í þetta eina sinn. Að loknum spunadansinum flytur „Starfsdeildarhijómsveit- in“ ásláttarverkið „Börnin í sandkassanum" og syngur auk þess nokkur lög. Að sýningu lokinni býðst gestum að skoða myndverk nemenda Starfs- deildarinnar, en kaffi og með- læti verður selt á hóflegu verði. (Úr frcttatilkynningu) væri í beinum tengslum við afmæl- isgjöf félagsins til félagsmanna, en einnig væri í gangi öflugt endur- menntunarkerfi innan fagsins í heild. „Ég vona að þessi samningur verði upphafið að nánara sam- starfi. I nokkur undanfarin ár höf- um við staðið fyrir endurmenntun fyrir okkar menn, en ævinlega ver- ið á hrakhólum með húsnæði, þann- ig að það hefur valdið erfiðleikum í framkvæmd og á stundum komið niður á gæðum auk þess sem þetta aðstöðuleysi hefur kostað okkur stórfé. Við erum því afar ánægðir með að samstarf hefur tekist við Verkmenntaskólann um þetta mál,“ sagði Hákon. ALLMARGIR bændur á Eyja- fjarðarsvæðinu eru nú að verða langt komnir með framleiðslu- rétt sinn á mjólk og stafar að nokkru leyti að því að mjög margir nýttu sér í fyrra heim- ild til að taka 15% af kvóta yfirstandandi árs og kemur það í bakseglin nú, þar sem aðeins fást. yfirfæranleg 5% af kvóta næsta árs. Bændurnir í Holtseli í Eyjafirði, Guðmundur Jón Guðmundsson og Kristinn Jóns- son eru þegar farnir að hella niður injólk og sagði Kristinn að blóðugt væri að sjá á eftir þessum verðmætum í svelginn. Á félagsbúinu eru 46 kýr og hefur búið 210 þúsund lítra kvóta. Meðalnyt þeirra er 5.200 lítrar sem er góður árangur þegar um svo margar kýr er að ræða. Af þeim 210 þúsund lítra heildar- kvóta sem félagsbúið hefur yfir að ráða eiga þeir bændur eftir sem svarar eins og hálfsmánaðar inn- leggi, en þeir vilja heldur eiga það til góða seinnipart sumars. Það sem einnig gerir að verkum að mjólkurframleiðslan er svo mikil sem raun ber vitni er að fóðrið frá síðastliðnu sumri var með afbrigðum gott, en einnig hefur verð á kjarnfóðri verið afar hagstætt síðustu misseri þannig að allar aðstæður til mikillar mjólkurframleiðslu hafa verið eins ákjósanlegar og hugsast getur. Mikil aukning varð á innveginni mjólk hjá Mjólkursamlagi Kaupfé- lags Eyfirðinga á liðnu ári, en þar leggja bændur á Eyjafjarðarsvæð- inu inni sína mjólk. Aukningin ' nam 1,1 milljón lítra eða 5,7%, er. samlagið tók samtals á móti rúmlega 21,6 milljónum lítra. - Benjamín Morgunblaðið/Rúnar Þór Bæjarlækurinn við Holtsel er hvítur um mjaitatímann, en bændur á félagsbúinu eru farnir að hella niður mjólk, þar sem kvóti þeirra er langt kominn. Á myndinni er Kristinn Jonsson bóndi á féiagsbú- inu í Holtseli að hella niður mjólkinni. Félagsstofnun stúdenta: Bygging’ þriggja stúdentagarða við Klettastíg boðin út í þessum mánuði Leiðbein- andi í júgur- bólguvömum _ Ytrí-Tjörnura. ÓLAFUR Jónsson dýralæknir hefur verið ráðinn til starfa hjá Mjólkursamlagi KEA og Búnað- arsambandi Eyjafjarðar. Hann vann fyrir nokkrum árum við júgurbólgurannsóknir hér á svæðinu og samdi viðamikla skýrslu upp úr því verkefni. Ólafur tekur nú upp þráðinn þar sem frá var horfið og mun leiðbeina á þeim búum þar sem frumutala í mjólk er of há, en fljótiega mun koma út reglugerð þar sem óheimilt verð- ur að taka mjólk til sölumeðferðar ef frumutala fer yfir 750 þúsund pr/mill í tvö skipti í röð. .. — Benjamín - stefnt að því að eitt þeirra verði tilbúið í haust RÁÐGERT er að bjóða út byggingu stúdentagarða á vegum Félags- stofnunar stúdenta á Akureyri síðar í þessum mánuði og er ætlunin að hefja framkvæmdir í byijun júní. Um er að ræða byggingu þriggja fjölbýlishúsa við Klettastíg, gegnt lögreglustöðinni við Þórunnarstræti. Valtýr Hreiðarsson talsmaður Fé- lagsstofnunar stúdenta á Akureyri sagði að byggð yrðu þrjú fjölbýlis- hús, í tveimur þeirra verða níu tveggja og þriggja herbergja íbúðir fyrir fjölskyldufólk, en það þriðja verður með tólf herbergjum og eink- um ætlað einstaklingum. Húsin þijú eru samtals um 1.800 fermetrar að stærð. Gert er ráð fyrir að nemendur við skólann verði um 175 á næsta skóla- ári og er reiknað með að um helming- ur þeirra séu utanbæjar og þurfi því þak yfir höfuðið á meðan á námi stendur. Þegar liafa verið byggðir stúdentagarðar við Skarðshlíð þar sem rými er fyrir 34 fullorðna ein- staklinga auk barna, en í þeim þrem- ur fjölbýlishúsum sem reist verða við Klettastíg verður rými fyrir 48 full- orðna auk barna þannig að búast má við um 70 íbúum á svæðinu. Valtýr sagði byggingahraðann ráðast af fjái-veitingum, en endanleg- ir útreikningar um kostnað vegna byggingaframkvæmdanna liggja ekki fyrir. Hann sagði að við bygg- ingu húsanna væri við það miðað að þau þyrftu sem minnst viðhald í framtíðinni og þá væri einnig á með- al nýjunga að byggt er sérstakt hús fyrir sorp, sem einnig verður nýtt sem hjólageymsla. Áhersla verður einnig lögð á góð leiksvæði fyrir börnin, bæði úti og inni. Þegar íbúð- irnar verða tilbúnar er ætlunin að leigja þær út yfir sumarmánuðina til annarra en námsmanna ef þær eru lausar. Byggingarnar verða boðnar út í lok þessa mánaðar og framkvæmdir hefjast væntanlega í júníbytjun, en stefnt er að því að taka a.m.k. eitt húsanna í notkun næsta haust. N0RÐURHLID Félagsstofnun stúdenta ráðgerir að byggja nýja stúdentagarða við Klettastíg, gegnt lögreglustöð við Þórunnarstræti. Þar munu rísa þrjú fjölbýlishús, tvö með tveggja og þriggja herbergja íbúðum fyr- ir fjölskyldufólk og eitt þeirra með herbergjum fyrir einstaklinga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.