Morgunblaðið - 08.05.1991, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 08.05.1991, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. MAI 1991 35 Hermann B. Þ. Jóhanns- son - Minningarorð Fæddur 22. október 1898 Dáinn 3. apríl 1991 Miðvikudaginn 3. apríl sl. andað- ist Hermann Borgar Þórarinn Jó- hannsson vistmaður á Hrafnistu við Kleppsveg í Reykjavík, 92 ára að aldri. Hann fæddist í Þverárdal í Sléttuhreppi í N-ísafjarðarsýslu, en ólst upp í Vestur-Aðalvík, þar til hann fluttist 11 ára gamall til Hnífs- dals þar sem hann bjó til ársins 1934. í Hnífsdal stundaði Hermann algeng störf til lands og sjávar. Árið 1934 fluttist hann til Isafjarðar og stundaði sjóinn þaðan, til ársins 1947 er hann fluttist til Reykjavík- ur. Hermann kvæntist 1933 Aðal- fríði Friðriksdóttur, fædd 13. mars 1906, dáin 1956. Hermanni og Aðal- fríði varð ekki barna auðið, en tóku í fóstur tvö börn, Hermann og Sig- ríði. Þau urðu fyrir þeirri bitru lífs- reynslu að missa þessi tvö börn sín í miklum eldsvoða 1946, er stærsta timburhúsið á ísafirði, Fell, brann til kaldra kola, en í þeim bruna lét- ust 5 manns. I bruna þessum misstu þau aleigu sína og mun Aðalfríður aldrei hafa náð sér fullkomlega eft- ir þennan hörmulega atburð, en hún lést sem fyrr segir árið 1956 í Reykjavík. Árið 1947 eða nokkrum mánuð- um eftir þennan atburð fluttust þau hjónin til Reykjavíkur og hóf Her- mann störf hjá Kassagerð Reykja- víkur fljótlega eftir að hann kom til Reykjavíkur. Hermann var vel á sig kominn líkamlega, sterkbyggður og vanur erfiðisvinnu frá sjómanns- árunum á Isafirði, enda vel látinn meðal starfsbræðra sinna og yfir- boðara og stundaði sína vinnu af skyldurækni þar til hann lét af störf- um þá orðinn 85 ára. Á yngri áriim sínum stundaði Hermann íþróttir og var góður glímumaður og vel lið- tækur í knattspyrnu. Þessi áhugi hans á íþróttum entist honum fram á síðasta dag og naut hann þess að fylgjast með útsendingum sjón- varps á íþróttum og þá sérstaklega knattspyrnu og handbolta. Eftirtekt hans og þekking á nöfnum ein- stakra leikmanna var undraverð af svo fjörgömlum manni, en hann nefndi jafnvel nöfn þekktra leik- manna úr ensku knattspyrnunni. Ég átti því láni að fagna að kynn- ast Hermanni fyrir rúmum 20 árum þegar tengdamóðir mín Guðný Kristjánsdóttir og hann hófu sam- búð í Hátúni 10 í Reykjavík. Sam- búð þeirra þessi 20 ár hefur verið þeim mikils virði og gefið þeim mik- inn félagsskap. Hermann hefur eflaust verið einmana eftir missi konu sinni 1956 eða þau 14 ár, þar til að hann kynntist Guðnýju. Sam- búð þeirra hefur verið farsæl og hefur Guðný reynst honum vel og glætt líf hans gleði með samskiptum barna sinna tengdabarna og barna- barna við hann. Við hjónin nutum þess að koma í heimsóknir til þeirra, fyrst í Hátúni 10 og síðan á Hrafn- istu í Reykjavík og finna það öryggi sem þau bjuggu við og geta tekið þátt í því með þeim, hvað þau kunnu að meta allt það sem gert er þar fyrir gamla fólkið. Börn mín og barnabörn höfðu gaman af að heyra Hermann segja frá uppvexti sínum og og atvinnuháttum í byijun þess- arar aldar, enda hafði Hermann frá mörgu að segja, sem kom yngr kynslóðinni á óvart. Hermann vai greindur og heilsteyptur maður og hafði ákveðnar skoðanir á málum en aldrei heyrði ég hann nefní styggðaryrði um nokkurn mann eða málefni, enda virti hann skoðanir annarra og hlustaði á rök þeirra. Eftir að Hermann og Guðný fluttust að Hrafnistu fór Hermann að finna fyrir veikleika í fótum og átti erfítt með gang og síðasta árið fékk hann alla þjónustu inn á herbergið sitt, og fannst honum hann aldrei geta fullþakkað þá þjónustu. Áð leiðarlokum viljum við hjónin þakka Hermanni fyrir allt það sem hann var okkur og fjölskyldu okk- ar. Ég bið góðan Guð að styrkja og styðja Guðnýju, því söknuður henn- ar er mikill, en minningin um góðan dreng mun ætíð lifa meðal okkar og milda söknuðinn. Eftirlifandi systur Hermanns, Ragnheiði, sem dvelst að Hrafnistu, vottum við okkar dýpstu samúð. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn siðsta blund. (V.Briem) Blessuð sé minning hans. Skarphéðinn Guðmundsson Esther Jóhannsdóttir 'f X I' KVENrtLAGID HEIMAEY $ Vestmannaeyingar Hið árlega veislukaffi Kvenfélagsins Heimaeyjar verður haldið á Hótel Sögu, Súlnasal, sunnudag- inn 12. maíkl. 14.00. Allir Vestmanneyingar velkomnir. Stjórnin. Hillur fyrir vörubretti Traust og gott hillukerfi á góðu verdi. Hentar nánast allsstaðar og er fljótlegt í uppsetningu. Ávallt fyrirliggjandi. tA. ft O 0 Q 0 Q 0 O V O 0 ð 9 Leitid upplýsinga ■ HILLUKERFI OG LYFTARAfí - ÞAÐ EfíOKKAR FAG UMBOÐS- OG HEILDVERSLUNIN BlLDSHÖFÐA 16SÍMI672444 TELEFAX672580 Gleðileet nvtt ár dag, klukkan 18, hefst nýtt happdrættisár hjá DAS meö drætti í fyrsta flokki. Vinningar nema 29,3 milljónum króna og aðalvinningur er 5 milljónir króna. Enn er tækifæri til að freista gæfunnar og styrkja gott málefni því hægt er að kaupa miða hjá 93 umboðsmönnum um allt land. Samtals fara 288 milljónir króna í (aj _____| ■ Aðalvinningur 15 milljón króna DAS-hús íReykjavík. JR/FTTI ^ vinninga á þessu nýja happdrættisári DAS. Aðalvinningur er 15 "SÍESfcwíw ■< 60% af miðaverði fer í vinninga milljón króna DAS-hús í Vesturbænum í Reykjavík. Miðaverð er 500 kr. á mánuði. Af hverjum seldum miða fara 60% í vinninga og 40% til velferðarmála aldraðra. -þarsem vinningarnir fást

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.