Morgunblaðið - 08.05.1991, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 08.05.1991, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. MAÍ 1991 Olgeir J. Jóhanns- son - Minning Fæddur 26. júlí 1933 Dáinn 30. apríl 1991 í fáum orðum viljum við minnast vina okkar, sem fallin eru frá fyrir aldur fram. Þeim hjónum Olgeiri og Guðrúnu, sem lést fyrir rúmu ári, kynntumst við þegar Edda Björk, dóttir okkar, hóf sambúð með syni þeirra Guðmundi Jó- hanni. Þau kynm voru frá fyrstu stundu yndisleg. Áttum við margar ánægjulegar samverustundir og höfðingar voru þau heiðurshjón heim að sækja. Sárt er að börn Olla og Gunnu og barnaböm þeirra skyldu ekki eiga þess kost að njóta lengri sam- vista með þeim. Við samhryggj- umst fjölskyldunni á Háaleitis- brautinni og ættingjum öllum. Minningu þeirra hjóna geymum við í hjarta okkar með hlýju og þakklæti. Áslaug Guðbrandsdóttir, Orn Bjarnason. í dag kveð ég elskulegan föður minn sem lést í Borgarspítalanum 30. apríl eftir skamma legu. Bana- mein hans var heilablóðfall. Pabbi fæddist á Fáskrúðsfirði á afmælisdegi móður sinnar og ólst þar upp en fluttist síðar til Vest- mannaeyja þar sem hann kynntist móður minni Guðrúnu Guðmunds- dóttur, í Eyjum stundaði hann sjó- mennsku eins og svo margir ungir og hraustir menn en lærði síðar múraraiðn hjá frænda okkar Hjör- leifí Guðnasyni og stofnaði ásamt honum og fleiri múrurum fyrirtæk- ið Bygging hf. Nokkru áður en við fluttum til Reykjavíkur tók hann við starfí byggingafulltrúa bæjar- ins. Eftir komuna til Reykjavíkur árið 1972 hóf hann aftur störf við sína iðngrein og vann við hana fram til dauðadags. Fyrir nokkrum árum gerðist pabbi félagi í Oddfellow- reglunni og gegndi þar ýmsum mikilvægum trúnaðarstörfum. Þar eignaðist hann góða félaga enda var hann ávallt vinur vina sinna. Fyrir rúmu einu og hálfu ári urðum við öll fyrir miklu áfalli er móðir okkar lést skyndilega en pabbi og mamma voru þá nýlögð IMPEX hillukerfi án boltunar LANDSSMIÐJAN HF. Verslun: Sölvhólsgotu 13 Sími (91)20680 af stað í langþráð sumarleyfí. Eftir fráfall hennar axlaði hann þá byrði með sóma að halda heimili með systrum mínum sem allar eru í námi. Pabbi var alltaf dugnaðar- forkur til vinnu bæði innan heimil- is sem utan, listakokkur sem gam- an hafði af að útbúa og prófa ýmislegt í þeim efnum. Fráfall mömmu hafði mikil áhrif á fjölskyldu okkar. Því kemur þessi skyndilegi missir okkur enn meira í opna skjöldu. Það var mikið kappsmál hjá foreldrum mínum að við systkinin skyldum hljóta góða menntun. Lögðu þau allt kapp á að svo mætti verða. Best getum við þakkað þeim með því að standa okkur vel og sjá til þess að veita börnum okkar það sem þau veittu okkur en það var umfram allt ásf öryggi og hlýja. Pabbi var mikill barnakarl. Barnabörnin eru nú orðin fjögur og sakna þau afa síns mikið. Mér er minnisstætt þegar við kvöddum hann á sumardaginn fyrsta þegar yngsti sonur minn hljóp á móti honum, tók um háls hans og kyssti hann bless. Að þetta væri síðasta kveðja hans til afa var ekki hægt að sjá fyrir. Skömmu eftir lát móður minnar eignaðist næstelsta systir mín litla stúlku, Guðrúnu Helgu. Hún veitti honum margar ánægjustundir og færði líf og fjör inn á heimili hans. Nú þegar við kveðjum kæran föður og þökkum honum fyrir allt þá er það okkar huggun að mamma og pabbi hafa nú hist að nýju eftir skamman aðskilnað og haldast nú aftur í hendur á öðrum og enn betri stað. Guðmundur Jóhann Að hryggjast og gleðjast hér um fáa daga að heilsast og kveðjst það er lífsins saga. (P.J.Á. Eg vil kveðja vin minn Olgeir með fáeinum orðum. Kynni okkar. hófust á unglings- árunum á Fáskrúðsfirði. í minning- unni björt, glöð og Ijúf. Síðan skildu leiðir. Alltaf vissum við þó hvort af öðru í gegnum árin og ræktum góðan vinskap er við hittumst í önn dagsins, enda Olgeir Ijúfur mann- kostamaður. Er ég vann á Grensás- deildinni fyrir nokkrum árum lá móðir hans þar um 3 mánuði og var óþreytandi að segja mér hversu Olgeir sinn og Guðrún væru henni mikils virði og ég fékk ófáar sögur af sonardætrunum og bróður þeirra sem þá var í læknisfræði. Guð styrki hana nú, en hún lifir son sinn í hárri elli á Elliheimilinu Upp- sölum á Fáskrúðsfirði. Sonur minn, nú bóndi að Vattar- nesi við Reyðarfjörð, og Olgeir voru vinnufélagar fyrir fáum áPum síðan og þekktust vel, og þar á fornum slóðum okkar beggja hittumst við á ný fyrir rúmu ári er- ég var í heirhsókn hjá syni mínum og tengdadóttur en Olgeir að vitja ættmenna sinna og vina skömmu eftir skyndilegan og ótímabæran dauða konu sinnar. Olgeir var mjög stoltur af sínum æskuslóðum og ★ GBC-Pappírstætarar Þýsk tramleiösla Ýmsar stærðir og gerðlr fáanlegar OTTO B. ARNAR HF. Skipholti 33 • 105 Reykjavik Simar 624631 / 624699 oft var karpað um hvaða fjöll væru fallegust, hvort Skrúðurinn væri fallegri frá Fáskrúðsfirði séð eða Vattarnesi. Við þekktumst sem mjög góðir vinir í rúmt ár, þá var okkar tími liðinn. Fyrir þær stundir er ég afar þakklát og vil í framhaldi af því lýsa þakklæti mínu til barna hans, ég fæ seint þakkað hversu vel þau tóku mér. Þau sýndu það vel hversu góða foreldra þau áttu, það sást glöggt að á þeirra fallega heimili hafði verið vakað yfir velferð þeirra, og mikill má söknuður þeirra vera að hafa misst báða for- eldra sína á tæpum tveimur árum, afabörnin hans fjögur hafa misst mikið að mega ekki njóta hans lengur. Litla Guðrún Helga var hans perla. Hún hefur búið á heim- ili afa síns ásamt móður sinni Þór- hildi Ýr. Olgeir sagði mér margar afrekssögur af þeirri litlu stúlku. Olgeir var félagi í Oddfellowregl- unni, st. Skúla fógeta no 12. Vinum hans þar þakka ég vel fyrir mín góðu kynni af þeirra starfí, og hversu vel mér var tekið í þeirra hógi. Ég færi kveðjur barna minna, tengda- og barnabarna, þau kynnt- ust honum sem perlu af manni. Dauðastríð hans var stutt en hart og mér mikil lífsreynsla. Guð blessi minningu Olgeirs. Helena Hálfdanardóttir Góður vinur og svili minn, 01- geir Jóhannsson, er látinn aðeins 58 ára að aldri. Það er erfítt að skilja og erfitt að sætta sig við að maður á góðum aldri sé svo fyrir- varalaust numinn á brott, einmitt þegar komið er að því að njóta þess er til var sáð. Olli hafði orð á því við mig upp á síðkastið að kom- inn væri tími til þess að minnka við sig vinnu og fara að njóta lífs- ins í ríkara mæli. Með Olla er genginn góður drengur, sannkallaður öðlingur og er mikill harmur kveðinn að fjöl- skyldu hans og ástvinum. Við svilarnir áttum það sameig- inlegt að hafa misst eiginkonur okkar mjög skyndilega og langt um aldur fram, aðeins með tveggja ára millibili. Eftir að ég missti mína konu af slysförum í janúar 1987 kom ekki síst í ljós hvaða mann Olli hafði að geyma. Mun ég seint gleyma þeirri hugulsemi, hjartahlýju og nærgætni sem hann miðlaði mér og börnum mínum við þær aðstæð- ur. Olli missti konu sína eftir stutta sjúkdómslegu í Kaupmannahöfn 15. sept. 1989. Þá voru þau á leið í hvíldarferð til sólarlanda. Þetta var þungur harmur fjölskyldunnar, en Olli með aðstoð dætra sinna hélt áfram að halda hið glæsilega heimili við Háaleitisbraut eins og ekkert hefði í skorist. Hver hús- móðir mætti vera stolt af því hvern- ig Olli leysti það hlutverk af hendi, þrátt fyrir það að stunda erfiðis- vinnu sem múrari alla virka daga vikunnar og jafnvel einnig um helg- ar. Olli kom gjarnan við hjá mér á Grensásveginum að vinnudegi loknum og þáði bolla af kaffí og var þá gjarnan spjallað um daginn og veginn. Ég beið með eftirvæntingu eftir heimsóknum Olla og verður eftir þeim mikil eftirsjá og söknuður. Aldrei staldraði Olli lengi við þar sem skyldur biðu gagnvart hans fjölskyldu. Þá kom ætíð fram hví- líka ábyrgðartilfinningu Olli bar til sinnar fjölskyldu. Olli var miklum mannkostum búinn og hafði ég miklar mætur á vini mínum og svila. Það koma upp í huga minn margar ógleymanlegar minningar um samverustundir með þeim mætu hjónum Olla og Gunnu. Með þessum fátæklegu orðum vil ég kveðja góðan vin og svila minn sem alltaf reyndist mér og mínu fólki vel. Ég og fjölskylda mín vottum börnum Olgeirs og barnabörnum ásamt ástvinum dýpstu samúð. Reynald Jónssou Mig langar með fáum orðum að kveðja föður minn Olgeir Jóhanns- son. Pabbi var maður sem ávallt var til staðar og hægt var að tala við, bæði sem pabba og vin. Hann hafði ómældan skammt af þolinmæði sem var nauðsynleg til að tjónka við fjórar dætur, hverja á sínu ár- inu, og frekar fram úr hófi. Fólk sem þekkir til fjölskyldu minnar hefur oftsinnis spurt hvernig for- eldrar mínir hafí farið að með okk- ur systurnar svona ungar. Svarið við því er að foreldrar mínir ásamt bróður mínum voru mjög samstillt- ur hópur sem gat hvað sem var. Eftir fráfall móður minnar mæddi mikið á pabba og víst er að þetta eina og hálfa ár sem leið frá því mamma dó og þar til pabbi kvaddi þennan heim mun hafa ver- ið erfiðara fyrir pabba en við getum gert okkur í hugarlund. Eftir lát mömmu lá fyrir pabba að taka við heimilinu og skilaði hann hlutverki sínu á frábæran hátt. Ég og systkini mín erum stolt af því að hafa átt þennan mann fyrir föður og við erum sannfærð um að nú sé hann hamingjusamur hjá mömmu eftir stuttan aðskilnað. Guð haldi sinni verndarhendi yfír pabba og mömmu og ég þakka þeim fyrir allt það sem þau voru mér og systkinum mínum í lifanda lífi. Sigríður Bína Þriðjudaginn 30. apríl lést 01- geir Jóhannsson, eða Olli eins og við kölluðum hann alltaf. Olli var alveg einstakur máður, hæglátur og góður. Fólki leið svo vel í návist hans að það var farið að segja honum sín hjartans mál áður en það vissi af, og alltaf var hann tilbúinn að sitja og hlusta á mann af sinni einstöku þolinmæði. Það voru alltaf allir velkomnir inn á heimili hans og Gunnu frænku sem líka er látin, börn jafnt sem fullorðnir. Alltaf var slegið upp veislu eins og einhver ætti afmæli ef maður kom í heimsókn. Ég minnist þess í Vestmannaeyjum þegar ég var þar eitt sumar 10 ára gömul hjá ömmu og afa í Landlyst, þá var ekki svo sjaldan að ég fór upp á Háteigsveg til þeirra Olla og Gunnu og fékk mjólk og köku og eitthvað gott. Það var alltaf tekið á móti manni með opnum örmum, oft kom maður færandi hendi með sóleyjavönd og njóla sem var alltaf sett í vasa með aðdáunaraugum eins og maður hefði komið með rósavönd. Þegar þjóðhátíðin nálg- aðist saumaði Gunna frænka á mig fallegar útvíðar buxur sem þá voru í tísku. Fallegri buxur hafði ég aldrei séð. Þetta var gott sumar og á ég margar góðar- endurminn- ingar frá þeim tíma og það er ekki minnst þeim að þakka. Löngu seinna þegar ég og mað- urinn minn bjuggum í Noregi komu Olli og Gunna ásamt dætrum sín- um í heimsókn. Þau voru þá á ferðalagi um Norðurlönd til að heimsækja frændfólk Olla, einnig son þeirra og tengdadóttur sem bjuggu í Svíþjóð ásamt börnum. Á þessu ferðalagi gistu þau hjá okkur tvær nætur. Það var svo notalegt og gaman að fá þau í heimsókn. Þeim fannst Noregur fallegt land enda höfðu þau gaman af því að ferðast og kanna nýjar slóðir. Fyrir tæpum tveimur árum lést Gunna frænka langt um aldur fram. Olli varð skyndilega einn með dætrum sínum sem enn bjuggu heima. En hann lét ekki bugast heldur stóð hann eins og klettur í hafsjó. Hann sá um heimil- ið af einstakri natni. Hann hafði gaman af að elda góðan mat og hann var oft að prófa eitthvað nýtt á því sviði. Nokkrum dögum fyrir andlát Olla kom hann í heim- sókn til mín. Við fengum okkur kaffi og spjölluðum saman. Hann spurði um okkur systkinin, hvernig við hefðum það því honum var svo umhugað um að öllum liði vel og að engin leiðindi væru. Olli er farinn og á ég eftir að sakna hans mikið. Hann var góður vinur og ég tel mig heppna að hafa fengið að kynnast eins vön- duðum og góðum manni og hann var. Börnum, tengdabörnum, barna- börnum og öðrum ættingjum votta ég mína dýpstu samúð. Sigríður Osk Reynaldsdóttir Þegar dauðinn kveður dyra fer ekki hjá því, að maður staldri við og íhugi lífið og tilveruna. Hver er tilgangurinn, hví eru sumir hrifsaðir á brott frá okkur á morgni lífsstarfsins og aðrir mitt í önnum þess? Við mennirnir getum aðeins ígrundað þær mörgu spurningar, sem vakna í huga okkar, en enginn veit réttu svörin við lífsgátunni. Þau verða Okkur ætíð hulin. Við getum aðeins beygt okkur í auð- mýkt fyrir því, sem orðið er og reynt að halda áfram eftir mætti. Engin orð fá því lýst, hvernig mér varð við, er þær fréttir bárust snemma að sunnudagsmorgni 28. apríl sl., að kær vinur minn og svili, Olgeir Jónas Johannsson, hefði fengið heilablóðfall og væri ekki hugað líf. Þetta var ótrúlegt, þetta gat ekki átt sér stað. En raunveruleikinn er oft miskunnar- laus. Eiginkona Olgeirs, Guðrún Guðmundsdóttir, lést af völdum heilablóðfalls í Kaupmannahöfn 6. september 1989, 57 ára að aldri, er þau hjón voru á leið til Grikk- lands í sumarleyfi. Olli andaðist í Borgarspítalanum að kvöldi 30. apríl sl. Á aðeins tveimur árum hafa ijórir látist úr innsta kjama Landlystarfjölskyldunnar frá Vest- mannaeyjum. Olli var fæddur 26. júlí 1933 að Búðum á Fáskrúðsfírði, eldri sonur hjónanna Jósefínu Þórðar- dóttur og Jóhanns Jónassonar. Yngi-i bróðir hans er Björgvin vél- smiður á Eskifirði. Æskubyggðin var dæmigert sjávarþorp þeirra tíma. Fagur fjallahringur umlukti þorpið við fjarðarbotninn. Bryggj- urnar, fjaran og fjörðurinn var leiksvæði hinna ungu og þau kom- ust því snemma í tengsl við störf hinna fullorðnu, er miðluðu þeim af fróðleik sínum og starfsreynslu. Olli stundaði nám við Alþýðuskól- ann á Eiðum og lauk þaðan Iands- prófi árið 1949. Veturinn 1950 kemur hann fyrst til Vestmannaeyja á vetrarvertíð og stundaði þar sjóróðra í nokkrar vertíðir, m.a. sem vélstjóri. Á sumrum vann hann við múr- verk og lærði þá iðn hjá Hjörleifi Guðnasyni múrarameistara. Árið 1960 lauk hann sveinsprófi í iðn- inni og varð múrverk ævistarf hans. Olli kynntist eiginkonu sinni Guðrúnu Guðmundsdóttur frá Landlyst í Vestmannaeyjum árið 1953. Hún var elsta barn hjónanna, Þórhildar Guðnadóttur og Guð- mundar Hróbjartssonar. Fljótlega hófu þau byggingu einbýlishúss síns á Heiðavegi 60. Olli eyddi öll- um sínum frístundum við byggingu þess og í fyllingu tímans eignuðust þau þar glæsilegt og notalegt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.