Morgunblaðið - 08.05.1991, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 08.05.1991, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. MAI 1991 37 heimili, er bar húsráðendum fagurt vitni. Þar bjuggu þau uns þau fluttu til Reykjavikur í ágúst 1972. Síðan hefur heimili þeirra verið á Háaleitisbraut 51 hér í borg. Fundum okkar Olla bar saman fyrst árið 1953, er ég kynntist Halldóru, næstelstu dóttur Land- lystarhjónanna. Sérstök eindrægni og samheldni ríkti innan þeirrar fjölskyldu. Sem dæmi má nefna, að við fjórmenningarnir opinberuð- um sameiginlega trúlofun okkar 17. júní 1954 að ósk þeirra systra, en þær höfðu deilt saman herbergi í 18 ár. Olli og Gunna gengu í hjónaband 20. desember 1955 á silfurbrúðkaupsdegi Landlystar- hjónanna. Börnin urðu fimm: Guðmundur Jóhann, fæddur 14. janúar 1956, starfandi læknir á Höfn í Horna- firði, kvæntur Eddu Björk Arnar- dóttur kennara, Sigríður Bina, fædd 26. janúar 1968, nemi í hjúk- runarfrfræðum við IIÍ, Þórhildur Ýr, fædd 14. febrúar 1969, stúdent frá MH, Gyða Björg, fædd 20. júní 1970, nemi I MH, og Olga Hrönn, fædd 27. janúar 1973, nemi í MS. Barnabörnin eru orðin fjögur. Þijár dætranna eru í föðurgarði. í Vestmannaeyjum var æsku- heimili Gunnu, Landlystarheimilið, miðstöð ijölskyldulífsins. Þar var komið saman á hátíðar- og gleði- stundum. Þótt húsakynnin væru þröng, fann enginn til þess, hjarta- hlýja og umhyggja réðu þar ríkj- um. Fjölskyldurnar skiptust á tíð- um heimsóknum, varla leið svo dagur, að við hittumst eigi. Ærsl og kátína ungu barnanna okkar var gleðigjafi. Ofáar eru þær stundir, er við höfum átt á heimili þeirra hjóna. Þau voru óvenju sam- hent og gestrisin, sannkallaðir höfðingjar heim að sækja. Olli stóð við hlið Gunnu í öllu, er að heimil- inu laut. Heimilið og börnin voru þeim allt. Hann hafði yndi af mat- argerð og lagði sig fram til að veisluborðið gæti orðið sem glæsi- legast. Þess vegna fór hann á matreiðslunámskeið til að ná sem mestri leikni í þeirri grein. Að eðlisfari var Olli hæglátur maður, góðhjartaður og greindur. Orðvar svo af bar. Honum lá aldr- ei illt orð til nokkurs manns. Menn treystu honum gjarnan fyrir vandamálum sínum, hann tók þátt í þeim á sinn hægláta hátt og gaf góð ráð. Hann hafði gaman af ættfræði og eyddi ófáum stundum við rannsóknir á því sviði hin síð- ari ár. Einnig var hann vel hag- mæltur, en fór dult með það. Þó lét hann eina og eina stöku íjúka við sérstök tækifæri. Olli var fé- lagslyndur maður. Hann gekk í Oddfellow-stúkuna Skúla fógeta í apríl 1977 og gegndi þar trúnaðar- störfum. Þessi félagsskapur var honum dýrmætur og þar eignaðist liann nýja félaga og vini, er voru honum mikils virði. Sem fyrr segir var fjölskyldan honum allt. Hann tók ríkan þátt í gleði og sorg barna sinna, hjálpaði þeim við námið og leiðbeindi á allan hátt. Varla leið svo kvöldstund, að hann sæti ekki með þeim yfir skólabókunum. Umhyggja hans fyrir börnunum eftir að Gunna dó var einstök. Hann bar harm sinn í hljóði, en þeir er best til þekktu, sáu hversu mjög honum var brugðið. Eftir á finnst okkur eins og hann hafi vit- að, að skammt væri til skapadæg- urs. Má þar nefna, að nokkrum dögum fyrir andlát sitt fór hann í heimsókn til æskustöðvanna á Fá- skrúðsfirði að heimsækja móður sína, sem þar býr á dvalarheimili aldraðra. Komið er að leiðarlokum og margs er að minnast. Minningarn- ar hrannast upp. Efst í huga mér er þakklæti fyrir það, sem Olli var mér og mínum. Mætur maður er fallinn frá. En minning hans björt og skær mun lifa í hugum okkar, sem eftir erum. Sigtryggur Helgason Gísli Björns- son - Kveðjuorð Fæddur 15. apríl 1935 Dáinn 27. apríl 1991 Nú þegar vinur minn og starfsfélagi, Gísli Björnsson, hefur yfirgefið þennan heim og leiðir skilið um hríð, ber mér að þakka allt of stutta en ánægjulega sam- leið, Þegar ég hóf störf í lögreglunni í Reykjavík, i ársbyijun 1965, var stór hluti lögregluliðsins menn sem voru komnir yfir miðjan aldur og hafði verið svo um nokkra hríð. Því var hópur yngri manna í liðinu talsvert áberandi og var Gísli Björnsson einn þeirra. Fljótlega varð mér ljóst að Gísli var ákaflega vel gerður maður og drengur góður. Lundarfar hans var alveg einstakt og er ég lít yfir far- inn veg, man ég hreinlega ekki eftir að hann hafi nokkru sinni skipt skapi, svo teljandi sé. Sem nýliða í lögreglunni fannst mér því sérstaklega gott að leita til Gísla og fá hjá honum ráð, því hann var alltaf svo yfiiwegaður og rólegur, sama hvað á gekk. Árið 1968 vorum við Gísli send- i_r út til New York ásamt Haraldi Árnasyni, til þess að vinna tíma- bundið í aðalstöðvum Sameinuðu þjóðanna sem gæsluliðar. Þetta var mikið ævintýri fyrir okkur alla og eftii-væntingin mikil. Æðruleysi Gísla var svo smitandi, að ýmis vandamál sem upp komu við bú- ferlaflutningana urðu að engu. Þessi tími er mér ógleymanlegur og ekki síst fyrir hvað Gísla tókst á stuttum tíma að ávinna sér mikla virðingu og hlýhug manna af hin- um ýmsu þjóðernum og uppruna. Öllum sem kynntust Gísla var ljóst að þar var á ferðinni foringi, enda var hann fljótlega valinn til að gegna slíkum störfum í lögregl- unni. Ég varð þess aðnjótandi að vinna undir stjórn Gísla í nokkur ár, þegar við störfuðum saman í fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík. Ég held að ég geti full- yrt að hvergi í lögreglu er jafn krefjandi og erfitt að starfa eins og að fíkniefnamálunum. Þar komu hæfileikar Gísla vel í ljós og hversu dýrmætt er að eiga slíka skaphöfn sem hans. Barátta Gísla við erfiðan sjúk- dóm hefur verið jöng og erfið og því mál að linni. í ljósi þess að ég er fullviss um að leiðir okkar Gísla muni liggja aftur saman síðar verð- ur fráfall hans, langt fyrir aldur fram, ekki eins sárt. Elínu, Laufeyju og Birni votta ég fyllstu samúð mína. Bjarnþór Aðalsteinsson Minning: Bjarni B. Víglunds- son, Vestmannaeyjum Fæddur 26. maí 1955 Dáinn 28. apríl 1991 Þegar okkur að morgni sunnu- dagsins 28. apríl bárust þau hörmu- legu tíðindi að Bjarni bróðir hefði látist af slysförum um borð í Berg VE 44, varð allt svart og kalt. Því- lík fregn. Tilfinningin sem grípur mann við slíka fregn er ólýsanleg. Allt verður svo hljótt og þrúgandi við slík tíðindi. Okkur koma í hug ljóðlínur Tómasar Guðmundssonar: „Tilvera okkar er undarlegt ferða- lag við, erum gestir og hótel okkar er jörðin." Við spyrjum af hvetju þessi ótímabæri dauði Bjarna bróð- ur en svör fást ekki, þau fást eflaust þegar okkar tími kemur. Bjarni var fæddur á Akureyri 26. maí 1955. Foreldrar hans eru Hermína Marin- ósdóttir og Víglundur Arnljótsson. Olst Bjarni upp í stórum systkina- hóp en alls voru þau fjórtán systkin- in. Þau eru: Jóhann en hann er lát- inn, Sigurður, Jónína, Jóhanna, Helga, Jónhildur, Ingimar, Guðrún, Smári, Ragnheiður, Sóley, Gunn- hildur sem er látin og drengur sem dó í fæðingu. Eins oggefur að skilja hefur margt verið að gerast á svo stóru heimili og tók Bjarni þátt í ýmsu á sínum æskuárum bæði í leik og starfi. En æskuárin líða og Bjarni fer mjög ungur til sjós. Hann hafði sitt barnaskólapróf og svo var það skóli lífsins sem er oftast best- ur. Bjarni starfaði sem matsveinn alla sína sjómannstíð, hann var lis- takokkur og alveg sérstakt snyrti- menni, fylgir honum gott orð frá öllum sem með honum hafa starf- að. Bjarni hafði mjög gaman af börnum og fengu þau oft að finna fyrir stríðninni í honum og eiga þau vafalaust eftir að sakna þess. Árið 1976 kynntist Bjarni Brynj- ar Hafdísi Sveinsdóttur, og hófu þau búskap á Akureyri. Þau taka sig síðan upp og flytjast til Vest- mannaeyja árið 1984, hér bjuggu þá fyrir fjórar systur Bjarna þannig að honum og fjölskyldu hans var tekið opnum örmum. Bjarni og Hafdís höfðu þá eignast tvo syni, Ævar Þór, fæddur 1981, og Víg- lund Brynjar, fæddur 1978. Hafdís hafði áður eignast dóttur sína Bryn- hildi sem Bjarni annaðist sem hans eigin dóttir væri. Brynhildur er gift Jóhanni Pálssyni frá Akureyri og eiga þau eina dóttur, Hafdísi Eriu. Eiga þau nú öll mjog um sárt að binda, við biðjum algóðan Guð að styrkja þau og styðja. Minningarathöfn um Bjarna fór fram í Landakirkju 4. maí, þar komu saman vinir hans og vanda- menn og kvöddu Bjarna í hinsta sinn, skipsfélagar hans á Berg VE báru síðan kistuna úr kirkju. Var þetta yndisleg athöfn. Bjarni verður jarðsettur á æskuslóðum sínum, Akureyri, í dag, 8. maí. Nú að leiðarlokum viljum við þakka yndislegum dreng sem Bjarni bróðir var fyrir samfylgdina sem var alltof stutt en enginn ræður sínum næturstað. Við biðjum góðan Guð að gefa foreldrum okkar styrk á þessum erfiðu tímum sem og Hafdísi og börnum, tengdasyni og litlu Hafdísi Erlu sem sárt saknar afa síns. Systkinum mínum sendum við einnig samúðarkveðjur og öllum þeim sem syrgja Bjarna Brynjar Víglundsson. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vðrn í nótt. Æ, virzt mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, þvi nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. Gurra systir og fjölskylda. ---------------------- Leiðrétting Í minningargrein um Gísla Björnsson lögreglufulltrúa í blað- inu í gær, eftir Pál Jónsson, misrit- aðist ártal giftingarárs Gísla. Hann og kona hans, Elín Björg, giftu sig árið 1962, 17. nóvember, og leið- réttist það hér með. sAarCyí you^ME þW (ZfiLí

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.