Morgunblaðið - 08.05.1991, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 08.05.1991, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. MAI 1991 39 Birni Guðjónssyni hljóðfæraleikara, sem lengi hefur stjórnað Skólahljóm- sveit Kópavogs við mikinn orðstír; þau eiga tvö börn, Jónas, f. 1958, tónlistarkennara, og Önnu Þóru, f. 1962, sjúkraliða. Guðný er mennta- skólakennari og gift Jonasi Haralds- syni lögfræðingi hjá Landssambandi íslenzkra útvegsmanna; þau eiga tvö börn, Valgerði, f. 1973, og Jónas Þór, f. 1975, sem bæði eru við menntaskólanám. Sigríður Lúðvíksdóttir var glæsi- leg kona, sem átti sér mikinn metn- að. Þess sáust merki í hvívetna, ekki sízt í því, hversu gott og fag- urt heimili hún bjó fjölskyldu sinni. Hún var glaðlynd og hafði góða söngrödd. Fór það ekki fram hjá neinum þegar lagið var tekið í faðmi fjölskyldunnar, sem ávallt kom sam- an á jólum ög afmælisdögum þeirra systkina. Trygglyndi við ættingja og vini var áberandi þáttur í fari henn- ar. Og ákveðin var hún í skapi og lét engan segja sér fyrir um skoðan- ir. En þegar litlir snáðar, frændur hennar, höfðu lagt á sig langt ferða- lag um margar götur borgarinnar að húsi hennar við Sólvallagötu, var hún hin góða frænka, sem tók þeim opnum örmum og bauð þeim upp á mjólk, og heimsins beztu kökur. Fjölskyldu Sigríðar Lúðvíksdóttur votta ég mína innilegustu samúð nú þegar vegir skiljast. Sigurður Gizurarson Amma okkar, Sigríður Lúðvíks- dóttir, er dáin. Það verður svolítið einkennilegt að halda áfram að tak- ast á við lífið án hennar. En hún var orðin gömul, 87 ára og södd líf- daga, þó meira líkamlega en á sál. Sálin hennar ömmu Sigríðar var nefnilega svo stór. Hjá henni rúmuð- ust alveg ótrúlega margir og hve góðu og nánu sambandi hún hélt við alla þá, sein hún kynntist, var alveg sérstakt. Hun hafði þann hæfileika að sýna svo vel, hve vænt henni þótti um fólk. Hún átti alltaf næga hlýju og umhyggju til að veita. Við barnabörn og barnabarnabörn henn- ar nutum þessara eiginleika hennar alla tíð og hefðum við ekki getað fengið betri fyrirmynd í þeim efnum. Hún kenndi okkur að vera ekki of dómhörð og einnig að fyrirgefa. Amma Sigríður ólst upp á Nes- kaupstað í stórum systkinahópi og var því vön að hafa margt í kringum sig. Sjálf eignaðist hún þijár dætur, en tvær þeirra komust á legg. Þegar við barnabörnin og barnabarnabörn- in komum til sögunnar hafði hún alltaf nægan tíma fyrir okkur. Hún passaði okkur í tíma og ótíma, hún kenndi okkur að lesa og prjóna og hún lét okkur alltaf finna með hlýju sinni, hve við værum velkomin til hennar. Amma Sigríður var mjög stjórnsöm kona. Hún sá til þess í mörg ár, að allir kæmu til hennar á laugardögum í hrísgijónavelling og slátur. Hun sá til þess að öll af- mæli væru haldin hátíðleg. Á jólun- um hélt hún stór fjölskylduboð. Á þennan hátt tryggði hún, að við kæum oft saman og héldum hópinn. Síðustu ár ævinnar bjó amma Sig- ríður í Seljahlíð, dvalarheimili fyrir aldraða. Þar gafst henni kostur á því að sinna ýmissi handavinnu, sem hafði verið hennar tómstundaiðja alla ævi, og var hún sannkallaður listamaður á því sviði. Handavinnu- stundirnar voru henni afar dýrmæt- ar og bera heimili okkar allra glöggt merki þess dugnaðar og afkasta, sem hún megnaði í formi rokkokó- stóla, rúmteppa, dúka, púða, mynda, svunta, pottaleppa og fleira og fleira. Vitum við til þess að verk hennar prýða fleiri heimili, t.d. starfsmanna Seljahlíðar, sem reyndust henni sérs- takleg vel. Nu, þegar amma Sigríður er horf- in sjónum okkar, kemur til okkar kasta að nýta það sem hún kenndi okkur, standa saman og vera dugleg í að takast á við lífið. Öll hittumst við einhvern tímann aftur. Hennar skarð verður erfitt að fylla og við eigum eftir að sakna hennar mikið, en liver veit nema lítil Sigríður eigi eftir að líta dagsins ljós á næstunni og bæta fyrir söknuðinn. Við eigum góða mynd af ömmu Sigríði í huga okkar og við kveðjum hana í dag. F.h. barnabarna og barnabarnabarna, Sigríður Ólafsdóttir. Minning: Guðbjörg Fanney Sigmjónsdóttir Hinn 2. maí sl. andaðisí mamma mín og amma okkar Guðbjörg Fanney Siguijónsdóttir á St. Jós- epsspítala í Landakoti. Hún var fædd 20. september 1917 hér í Reykjavík, dóttir hjónanna Sigur- bjargar Bjarnadóttur frá Engigarði í Mýrdal, V-Skaft., og Siguijóns Bjarpasonar frá Hraungerði í Álfta- veri, V-Skaft. Önnur börn þeirra hjóna voru Bjarni, f. 20. apríl 1915, og Halldóra Guðlaug, f. 26. septem- ber 1926. Erfiðleikar og sorgir kvöddu oft dyra hjá mömmu og ömmu, þá leit- aði hún til Guðs og hann hjálpaði henni gegnum allar raunir. Hún átti einnig ánægjustundir í lífinu, og mest að sjá börn sín, barnabörn og tengdabörn vera hina mætustu þjóðfélagsþegna. Eftirlifandi börn hennar eru: Helgi Steinar, f. 3. maí 1936, múr- ari, kvæntur Báru B. Lárusdóttur. Jóna Sigurbjörg, f. 27. apríl 1938, átti Sigmund Böðvarsson lögfræð- ing. Sigrún, f. 30. september 1949, gift Jóni Bóassyni vélstjóra. Karl Jóhannes, f. 19. nóvember 1949, pípulagningarmaður, kvæntur Kristínu Þórisdóttur. Siguijón Már, f. 29. október 1953, húsasmiður, maki Sigríður Marit Guðnadóttir. Mamma og amma okkar var + Eiginmaður minn og faðir okkar, ÞÓRÐUR Á. MAGNÚSSON kennari, Skeggjagötu 2, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 10. maí kl. 10.30. Sigurlaug Sigurjónsdóttir og börn. t Útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐRÚNAR SÍMONARDÓTTUR BECH, sem andaðist 2, maí sl., verður gerð frá Fossvogskirkju föstudag- inn 10. maí nk. kl. 13.30. Auður Þorbergsdóttir, Hannes Kr. Davfðsson, Guðrún Katrín Þorbergsdóttir, Ólafur Ragnar Grímsson, Þór Þorbergsson, Arnfríður Hallvarðsdóttir, Þorbergur Þorbergsson, Hildur Bjarnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, GÍSLI ÓLAFSSON, húsvörður, Hamrahlíð 17, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 10. maí kl. 15.00. Blóm vinsamlegast afþökkuð. Þeim sem vildu minnast hins látna er bent á Blindrafélagið og Krabbameinsfélagið. Sigrún Þorsteinsdóttir, Þóra G. Gísladóttir, Haukur Hafsteinsson, Margrét Gisladóttir, Gisli Gíslason, Ágústa Guðmarsdóttir, Ólafur Sveinn Gíslason, Guðrún Gísladóttir, og barnabörn. + Sonur okkar, faðir, bróðir, mágur og vinur, BALDVIN ÓLAFSSON, Fannafold 185, Reykjavík, sem lést af ,slysförum í Englandi 2. maí, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju föstudaginn 10. mai kl. 16.00. Anna Bergþórsdóttir, Guðni Friðriksson, Ellert Þórarinn Baldvinsson, Vilborg Gunnarsdóttir, Agnes Baldvinsdóttir, Olga Guðnadóttir, Kristján Halldórsson, Agnes Guðnadóttir, Konráð Alfreðsson, Þorbjörg Guðnadóttir, Steinunn Guðnadóttir, Helga Elísdóttir. + Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, OLGEIR JÓHANNSSON, Háaleitisbraut 51, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Háteigskirkju í dag, miðvikudaginn 8. maí kl. 13.30. Guðmundur Olgeirsson, Edda Björk Arnardóttir, Sigríður Bína Oigeirsdóttir, Þórhildur Ýr Olgeirsdóttir, Gyða Björg Olgeirsdóttir, Atii Ríkharðsson, Olga Hrönn Olgeirsdóttir og barnabörn. + Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, KRISTÓLÍNU GUÐMUNDSDÓTTUR, Baldursgötu 26. Pétur H. Karlsson, börn, tengdabörn og barnabörn. + Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og stuðn- ing við fráfall og útför elskulegs eiginmanns míns og föður okkar, KRISTINS PÉTURS FRIÐBJÖRNSSONAR, Hlégerði 3, Hnífsdal. Guð blessi ykkur öll. Kristín Kristjánsdóttir, Sólrún Kristinsdóttir, Kolbrún Kristinsdóttir, Guðrún Kristinsdóttir. + Þakka innilega samúð og hlýhug við andlát og útför móðursyStur minnar, HERDÍSAR JÓHANNSDÓTTUR, Dalbraut27. Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks á deild 6A, Borgarspítal- anum, starfsfólks á Dalbraut 27, forstjóra kaffibrennslu Ó. John- son & Kaaber og kærra vina hinnár látnu. Fyrir hönd vandamanna, Hulda Ingvarsdóttir. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, mágs og frænda, JOHNSE. DEVANEYS, Suðurvöllum 2, Keflavík. Kaj Devaney, Elizabeth Devaney, David Devaney, Carol Devaney, Deirdre Devaney, Guðrún Jörgensen. Sigrún Snorradóttir, Stefanía Snorradóttir. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, FINNS MAGNÚSSONAR frá ísafirði. Sérstakar þakkir til hjúkrunar- og starfsfólks á deild A-3 Hrafn- istu, Reykjavík. Helga Stefánsdóttir, Elsa Finnsdóttir, Örn Arnar Ingólfsson, Magnús E. Finnsson, Stefán Finnson, Einfríður Aðalsteinsdóttir og barnabörn. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, STEINÞÓRS MAGNÚSSONAR, Stekkjarholti 20, Akranesi. Sérstakar þakkir til starfsfólks A-deildar Sjúkrahúss Akraness. Sumarlína Jónsdóttir, Súsanna Steinþórsdóttir, Jón Jóhannsson, Ingibjörg Steinþórsdóttir, Jón Kr. Baidursson, Jónina Steinþórsdóttir, Böðvar Ingvason, Sigurður M. Steinþórsson og barnabörn. mikil hagleikskona. Hún var gest- risin og minnumst við mæðgur þeg- ar við heimsóttum hana. Við áttum því láni að fagna, að eiga hana að bestu vinkonu okkar. Okkur er það ómetanlegt veganesti. Alltaf var jafn ganian að koma til hennar. Við þökkurn elsku mömmu og ömmu fyrir allar ánægjustundirnar og samfylgdina og biðjum guð að geyma hana í sumarlandinu. Bless- uð sé minning hen'nar. Jóna, Sif og Huld.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.