Morgunblaðið - 08.05.1991, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 08.05.1991, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKÚDAGUR 8. MAÍ 1991 fclk í fréftum ÞJÁNINGAR Aðskotahluturinn reyndist sprengja Það er gömul saga og ný, að þeir sem mest þjást í styijöldum og hryðjuverk- um eru sakleysingjarnir. Á myndinni er 12 ára gamall norður írskur drengur að nafni Paul Roscoe sem slas- aðist hroðalega í norður- hluta Belfast eigi alls fyrir löngu. Paul og félagi hans voru að athuga torkennilegan hlut sem þeir fundu á förn- um vegi og komust að því að um sprengjú var að ræða. Þeir komust að því með þeim hætti að hún sprakk í loft upp er Paul hélt á henni og var eitthvað að pota í hana. Sprengjuflísar þeyttust í all- ar áttir, m.a. í báðar fætur Pauls, brjóst, annan hand- legg og andlit. Sagt er um Paul að hann sé mikiil aðdáandi knatt- spyrnuíþróttarinnar og hann hafi stundað hana af kappi. Þegar hann fékk meðvitund í fyrsta skipti eftir slysið og hafði hafði áttað sig á ásig- komulagi sínu hafi það fyrsta sem hann sagði verið: „Hvenær get ég leikið knatt- spyrnu á ný?“ Paul Roscoa asamt moður sinni á sjúkrahúsi í Belfast. STYKKISHÓLMUR Sænsk stórsveit í heimsókn Stórsveit tónlistarskólans í Örebro í Svíþjóð sótti okkur Hólmara heim dagana 29. apríl til 1. maí sl. í sveitinni er 21 hljóðfæra- leikari á aldrinum 14 til 20 ára ásamt söngkonu. Með í förinni voru 2 stjórnendur, Stefan Skoglund og Rolf Ekström, og annar af yfir- kennurum Tónlistarskólans, Ann-Margret Runheim. Sveitin hélt tónleika fyrir nemendur grunnskólans og lék einnig hérna á dansleik 30. apríl. Að sögn forsvarsmanna Tónlistarskóla Stykkishólms, sem sáu um skipulag og mót- tökur, var hér á ferð vel æfð- ur og áhugasamur hópur. Var leikur þeirra og prúðmannleg framkoma mjög rómuð af áheyrendum og fengu þeir lof og þökk fyrir komuna. Þess má geta að Örebro í Svíþjóð er vinabær Stykkis- hólms og hafa þar á milli far- ið fram heimsóknir og vinátt- usamskipti. - Árni Morgunblaðið/Árni Helgason Stórsveit Tónlistarskólans í Örebro. Fjölmenni var við opnun sýningarinnar. MYNDLIST Fjölmenni mætti á opnun Hauks Dórs Myndlistamaðurinn manns mætti á opnun sýn- Haukur Dór opnaði ingarinnar og þaði veiting- sýningu í Gallerí Borg fyrir ar á meðan það virti fyrir helgina. Hann sýnir all sér myndlistina sem fyrir nokkur ný verk sem unnin augu bar. Meðfylgjandi eru með olíu á striga og myndir KGA eru til marks akryl á pappír. Fjöldi um það. Morgunblaðið/KGA Listamaðurinn hefur þegið blómvönd og ræðir list sína við einn gesta sinna. PRÓF - KVÖLD Inga GuSrún prófdómari tekur vel ó móti þér DÝFINGAR Allt stórt sem kemur frá Texas? Það er alkunna, að sagt er að allt sé stóit sem komi frá Texas. Eru það einkum Texasbúar sjálfir sem halda því á lofti, en þeir eru trúlega manna óhlut- lausastir í málinu. „Dýfing- armeistarinn" á myndinni er hins vegar nokkur staðfest- ing á staðhæfingunni. Stað- festing holdi klædd, eða kannski holdi og spiki klædd. Hann heitir Mike Parteano og er frá Texas. Svo sem sjá má er ekki um hefðbundnar Olympískar dýfingar að ræða, enda myndi brettið trúlega brotna undan Mike. Nei, það er ver- ið að keppa í öðru, á ensku heitir þetta HM-keppnin í „Belly flop“ sem gæti skammlaust útlaggst spik- dýfingar. Eitthvað mun gefið fyrir tækni og áræði, en einnig er flóðbylgja hvers keppanda mæld og ræður miklu um úrslit keppninnar, hver ryður mesta vatninu frá sér og næsr hæstri bylgjunni. Hliðargrein sem einnig er keppt í við þetta tækifæri mætti kalla fallbyssudýfing- ar. í þeirri grein er dýfing- arköppunum skotið úr sirk- usfkllbysiú á'háf út ögiþeir’ freista þess að rétta sig af þokka og stíl. Það er víst til tekst í fallbyssudýfingun- og smella í sjónum með allur gangur á því hvernig um... 0IVING CHAMPíöNSHr ■■ f Miké Pártélamo „sfingur sér“ til súnds.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.