Morgunblaðið - 08.05.1991, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 08.05.1991, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. MAÍ 1991 /, þat erekkJ tnm sök, afc þá &t he'imskur. * * Ast er. . . . . . öryggið sem foreldr- arnir veita. TMReg. U.S. PatOff.—all rights reserved ° 1991 Los Angeles Times Syndicate Fjölskylda hans er öskuvond út af giftingnnni, aðallega konan hans. Ég er búinn að biðjast fyrir- gefningar... HÖQNI HREKKVÍSI Evrópskt efnahagssvæði í vor kaus þjóðin sér landstjórn og er greinilegt að stjórnarmynstrið er annað en hún ætlaðist til. Núver- andi stjórnvöid eiga möguleika á að gera fullveldi okkar að engu, fjögur ár nægja til þess. Breytilegar skoð- anakannanir sýndu að þjóðin var hikandi í afstöðu til flokka og mál- efna. Olli því villandi og ruglingsleg- ur málfutningur þeirra er aðhyllast evrópskt efnahagssvæði og síðar meir inngöngu í EB. Ég óttast að þátttaka íslands í evrópsku efna- hagssvæði sé stórhættuleg og sótt meira af kappi en forsjá. Jón Bald- vin með Alþýðuflokkinn sér að baki er sá er harðast sækir að fjötra ís- lendinga í erlendar efnahagsviðjar, og ber því við að aldrei verði um fiskveiðar útlendinga að ræða í skiptum fyrir sölu á afurðum okkar. Ég undrast hví svo mælskur og vel gefinn maður, sem Jón Baldvin, skuli ekki leggja línurnar betur og skilmerkilegar fyrir þjóðina, svo sem kosti og galla slíkra samninga. Fjærsýni hans veldur mér áhyggj- um, hann ætti að líta sér nær, og sjá hvílík perla í Atlandshafinu föð- urland hans er, hvað það hefur upp á margt að bjóða og hvað útlending- ar hafa eftir miklu að sækjast öðru en fiskimiðunum, t.d. allt sem er ekki nefnt og eins og haft í felum. Það er landið allt með gæðum þess og gögnum. Svo eitthvað sé nefnt þá eru það orkulindir, ár, vötn, jarð- ir, eyjar, afréttir og aðrir óteljandi ósagðir möguleikar. í skiptum fyrir SNÍKJUR Allir, eða velflestir, atvinnurek- endur, fá aragrúa af beiðnum um fjárstuðning við hin margvíslegustu málefni. Fyrir mína parta er ekki nema sjálfsagt og guðvelkomið að styrkja mannúðarmál og allt sem lýtur að bættu uppeldi æskunnar í landinu, en það færist mjög í vöxt að samtök fólks sem ekkert mark- mið hefur annað en að skemmta sjálfu sér, svo sem bridsklúbbar, golfklúbbar o.þ.h. gangi um sníkj- andi, og þá þykir mér skörin vera farin að færast upp í bekkinn. Mitt tómstundagaman er lestur góðra bóka, en aldrei hefur hvarflað að mér að grípa til betlistafsins til að geta betur fullnægt þeirri áráttu minni. B.A. hvað er allt þetta. Að selja bestu fiskafurðir sem fást í heimi til landa sem hvort eð er sárvantúr þessa vöru. Þeir menn sem leika sér með frelsi þjóðarinnar skulu hugsa sig vel um, því verði þar einhveijum á, okkur í óhag, kallast sá ekkert annað en svikari við þjóð sína. Ég mun síðar í öðrum pistli skýra hvað þjóðin á í vændum ef að þessum samningum verður, svo sem þann fjölda útlendinga sem hingað mun streyma o.s.fl. Albert Jensen Það gæti orðið þitt barn! Börnin í umferðinni eru börnin okkar. Þar sem þau eru á eða við akbrautir er nauðsynlegt að sýna sérstaka aðgát. Öll viljum við vernda börnin fyrir hættum í umferðinni. Það gerum við best með því að sýna gott fordæmi. Víkveiji skrifar Brátt líður að því að útsýnis- húsið á hitaveitutönkunum á Öskjuhlíð verði opnað almenningi. Hefur Víkveiji heyrt að það kunni að verða gert fyrir 17. júní. Sam- hliða því sem unnið er að fullsmíði mannvirkisins sjálfs er verið að ganga frá utan dyra. Gerð hafa verið stæði fyrir bíla, vegurinn að húsinu hefur verið malbikaður og útiljós loga um hlíðina alla. Aður en húsið verður opnað þarf að taka tillit til fleiri vegfarenda en þeirra sem aka í bílum. Um ára- tugaskeið hafa góðar göngubrautir verið að tönkunum eftir hitaveitu- stokknum. Hann hefur nú verið grafinn í jörðu án þess að nýjar gangbrautir hafi verið lagðar. Þar sem göngustígur lá að Bústaðavegi uppi á háhæðinni er nú svað beggja vegna vegarins og hefur vei’ið í all- an vetur. Víkverji skorar á borgaryfirvöld að gera tafarlaust ráðstafanir til að auðvelda fótgangandi að komast að útsýnishúsinu og yfir Bústaða- veginn. í því efni nægir ekki að leggja göngubrautir heldur þarf einnig að tryggja öryggi þeirra sem ekki eru á bílum. Jafnframt er óhjá- kvæmilegt að græða sárin sem mynduðust við að hitaveitustokkur- inn var brotinn og æðin grafin í jörðu. XXX egar ekið er eftir Bústaðaveg- inum frá gatnamótum Hring- brautar og Miklubrautar í austur blasir minningarkapella um séra Friðrik Friðriksson við öllum. Kap- ellan er enn í smíðum og hefur greinilega verið vel að þeim fram- kvæmdum öllum staðið, en aðeins tæpt ár er liðið síðan Davíð Odds- son tók fyrstu skóflustungu að henni. Húsið er fallegt og fellur vel að öðrum byggingum á íþrótta- og athafnasvæði knattspyrnufélagsins Vals. Andspænis Valssvæðinu eru bækistöðvar Landleiða. Þar hafa menn einnig unnið að framkvæmd- um. Víkveiji er hins vegar enn þeirrar skoðunar, að frágangur og umgengni á þessu svæði sé ekki eins,og krafist er á tímum umhverf- isverndar. Ef til vill er ógjörningur að uppfylla þær kröfur á slíkum vinnusvæðum og vaknar þá sú spurning hvort ekki eigi að draga úr sjónmenguninni með vönduðum skíðgarði. Loks vill Víkveiji vekja máls á gömlu áhyggjuefni sínu, þegar hann hugar að þessu svæði í Reykjavík, það er leiðinni frá Kringlumýrarbraut eftir Bústaða- vegi niður í miðbæ. Er hér vísað til suðurhlíðar Hringbrautar sem snýr að Umferðarmiðstöðinni og öllum þeim mikla fjölda ferða- manna, innlendra og erlendra, sem leggur leið sína um hana. Um ára- bil hefur þetta verið ein helsta njóla- og óhirðuhlíðin í borginni. Virðist Víkveija það ekki hafa neitt breyst, þótt stórmannlega hafi verið staðið að gatnaframkvæmdum við Miklat- org. Borgarstofnanir eins óg Raf- magnsveita og Hitaveita eru annál- aðar fyrir snyrtimennsku og góðan frágang. Ýmislegt bendir til að hið sama eigi ekki við um þá sem vinna að gatnagerð á vegum Reykjavíkur- borgar. Þegar að er gáð kemur í ljós, að of víða er látið undir höfuð leggjast að sinna lokafrágangi með þeim hætti að til fyrirmyndar sé.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.