Morgunblaðið - 11.05.1991, Side 1

Morgunblaðið - 11.05.1991, Side 1
80 SIÐUR B/LESBOK STOFNAÐ 1913 104. tbl. 79. árg. LAUGARDAGUR 11. MAI 1991 Prentsmiðja Morgunblaðsins Miðausturlönd; Bessmertnykh og Baker í friðarferð Jerúsalem, Washing^on. Reuter. ALEXANDER Bessmertnykh, utanríkisráðherra Sovétríkjanna, koni í opinbera heimsókn til Israels í gær og sagði við komuna, að hann teldi vera góðar horfur á samningum um frið í Miðausturlöndum. Er þetta í fyrsta sinn sem sovéskur utanríkisráðherra kemur til ísra- els. James Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, lagði samdægurs upp í sína fjórðu ferð til Miðausturlanda og er haft eftir heimildum, að þetta sé hans úrslitatilraun til að fá ísraela og araba til að setjast að samningaborði. Bessmertnykh sagði, að vegna þróunarinnar í alþjóðastjórnmálum og í Miðausturlöndum væri nú ein- stakt tækifæri fyrir ríkin í þessum heimshluta_ að ná sáttum og hann skoraði á ísraela að láta það ekki ganga sér úr greipum. Hann minnt- ist hins vegar ekki á deilumál eins. og byggðir gyðinga á hernumdu svæðunum eða hvenær sovétstjórnin hygðist taka aftur upp stjórnmála- samband við ísrael. Sovétstjórnin er andvíg ísraelsk- um byggðum á hernumdu svæðun- um og hún sækist eftir þátttöku í hugsanlegri ráðstefnu um frið í Miðausturlöndum. ísraelsstjórn hef- ur hins vegar lýst yfir, að hún sam- þykki ekki aðild Sovétmanna fyrr en stjómmálasambandi hafi verið komið á. Bessmertnykh ræddi í gær við David Levy, starfsbróður sinn, ísraelskan, og fleiri ráðamenn en fór síðan til Kairó í Egyptalandi. Þar hittir hann James Baker á sunnu- dag. Fyrsti áfanginn í ferð Bakers er Sýrland en þaðan fer hann til Jórd- aníu og Egyptalands og til ísraels á þriðjudag. Er haft eftir heimiidum í Washington, að hann ætli að leggja fyrir ísraela áætlun um friðarsamn- inga og gera þeim þann eina kost að játa henni eða neita. Nú hafa Israelar og arabaríkin öll fallist á halda friðarráðstefnu en ísraelar vilja engin afskipti Sameinuðu þjóð- anna af henni en Sýrlendingar vilja, að hún verði á vegum samtakanna. ísraelar hafna þátttöku Palestínu- manna, annarra en þeirra, sem búa í Jerúsalem, en arabar segja, að Palestínumenn eigi að ráða sínum fulltrúum. Þá vilja arabaríkin, að unnt sé að kveðja ráðstefnufulltrúa saman svo oft sem þurfa þykir en ísraelar leggja til, að ráðstefnan standi aðeins í einn dag og leggi drög að tvíhliða viðræðum þeirra og arabaríkjanna. Reuter Yitzhak Shamir, forsætisráðherra Israels, og Alexander Bessmert- nykh, utanríkisráherra Sovétríkjanna, takast í hendur í ísraelska forsætisráðuneytinu. Svo háttsettur Sovétmaður hefur ekki komið til Israels síðan ríkið var stofnað 1948. Aðild að EB: Svisslend- ingar fresta stefnumótun Bern. Reuter. RENE Felber, utanríkisráðherra Sviss, tilkynnti á fréttamanna- fundi í gær að ákvarðanatöku um hvort Svisslendingar eigi að sækja um aðild að Evrópubandalaginu (EB) hefði verið frestað. Yfirvöld telja að viðræður um Evrópska efnahagssvæðið hafi forgang. Þegar Felber var spurður hvort Svisslendingar hygðust sækja um aðild að EB einhverntíma í fyrirsjá- anlegri framtíð og fóma þannig hluta af aldagömlu sjálfstæði sínu sagði hann: „Við þurfum ekki að flýta okkur. Spurningum um hlutleysi og varnir landsins verður að svara, við teljum að Evrópska efnahagssvæðið eigi að hafa forgang. Við erum ekki að loka dyrunum að Evrópu." Ráðherrar EB og EFTA hittast í . Brussel á mánudag til að reyna m.a. að finna lausn á deilum um fiskveiði- réttindi, vöruflutninga milli landa og sameiginlegan dómstól. Sjá EB-fréttir á bls. 28. Utanríkisráðherra Armeníu; Förum fram á siðferðislega aðstoð gegn Sovéthemum Jerevan, Moskvu, Bakú, Kazakli. Reuter, Daily Telegraph. ARMENSKIR embættismenn segja að sovéskar herþyrlur hafi skotið á armenska þorpið Par- John Major, forsætisráðherra Bretlands; Efnahagsþvinganir uns Saddam fer frá Nikosíu, Washington, Bagdad. Reuter. JOHN Major forsætisráðherra Bretlands lýsti því yfir i gær að Bretar myndu beita neitunarvaldi innan öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna gegn tillögum um að aflétta viðskiptabanni á Irak uns Saddam Huss- ein hefði látið af völdum. Yfirlýsing Majors þykir bera vott um mikla óánægju meðal banda- manna vegna hernaðar íraka á hendur Kúrdum. „Við verðum að tryggja hvað sem það kostar að írak geti aldrei framar ógnað nágrönnum sínum með kjarnavopnum, efna- vopnum eða sýklavopnum," sagði Major. Stjórnvöld í írak hafa hafnað þeirri hugmynd að eftirlitssveitir Sameinuðu þjóðanna taki við hlut- verki vestrænu hermannanna á griðasvæði Kúrda í norðurhluta landsins. Javier Perez de Cuellar, fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði á fimmtudag að aðstoðarmað- ur sinn hefði rætt hugmyndina við ráðamenn í írak og þeir hefðu hafn- að henni algjörlega. írakar segja að aðgerðir vestrænu hersveitanna í írak séu gróf íhlutun í innanríkismál þeirra. Heimildarmenn innan banda- ríska hersins sögðu að um 800 manna írösk öryggissveit hefði verið send til Dahuk, mikilvægrar borgar innan griðasvæðisins. Viðræður kúrdísku sendinefndar- innar og írösku stjórnarinnar um sjálfstjórn Kúrda héldu áfram í gær og Massoud Barzani, sem fer fyrir nefndinni, sagði að þeim miðaði vel áfram. Talsmenn Barnahjálpar Samein- uðu þjóðanna sögðu í gær að 62 Irakar hefðu smitast af kóleru en ekki væri þó hætta á faraldri. Flest- ir þeirra, sem tekið hafa sjúkdóm- inn, eru fióttamenn við landamærin að Tyrklandi og íran. Dick Cheney, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði á fimmtudag að stjórnvöld í Saudi-Arabíu og fimm öðrum Persaflóaríkjum hefðu sam- þykkt tillögu Bandaríkjastjórnar um skipan öryggismála á svæðinu, með- al annars um fjölgun bandarískra hermanna. Þó hefðu ekki verið und- irritaðir neinir samningar um varn- arsamstarf að þessu sinni. akavar í gær. Tugir skriðdreka hafi einnig umkringt það, fót- gönguliðar skotið af byssum upp í loftið og heimtað að íbúarnir létu af hendi vopn sín. Armenar segja Sovétherlið styðja hernað Azera gegn Armenum og hafi það gert árásir á um tylft þorpa við landamæri Armeníu og Az- erbajdzhans undanfarna daga. Stjórn Armena stefnir að fullu sjálfstæði frá Sovétríkjunum. Ashot Jegíazaríjan, utanríkisráð- herra lýðveldisins, segir stjórn sína fara fram á að ríki heims veiti Armenum siðferðislegan stuðning og fordæmi það sem hann kallar tilraunir Sovétstjórn- arinnar til að grafa undan ör- yggi Iýðveldisins. Armensk stjórnvöld segja að 48 manns hafi fallið í árásum Sovét- liðsins og vopnaðra sveita Azera undanfarna daga. Azerar segja að um 20 manns hafi týnt lífi. Níu sovéskir hermenn særðust í gær- morgun, þar af tveir hættulega, er armenskir skæruliðar gerðu þeim fyrirsát í norð-vesturhluta Az- erbajdzhans, við þorpið Tatly, fá- eina km frá Parakavar sem er rétt við landamærin. Árásin á Parakav- ar var gerð nokkrum stundum síðar. Sovétherinn segist aðeins vera að framfylgja skipunum Míkhaíls Gorbatsjovs Sovétforseta um að afvopna „glæpamenn“ sem æsi til þjóðernisátaka. Á fimmtudag lýsti yfirstjórn Kákasushers Sovétstjórn- arinnar yfir því að gripið yrði til harðra aðgerða ef stjórnvöldum í Armeníu tækist ekki að kveða niður hernað armenskra skæruliðahópa. Reuter Azersk kona sýnir hvar armensk eldflaug hefur rofið húsvegg henn- ar í þorpi skammt frá landamærum Azerbajdzhans og Armeníu. Alls eru um 5.000 manns í hópun- um. Fjöldi sovéskra fallhlífaher- manna hefur verið sendur til Jerev- an, höfuðborgar Armeníu, en þar hefur ekki komið til átaka. Átökin milli þjóðanna eru einkum á landamærunum og í grennd við héraðið umdeilda, Nagorno-Karab- ak, sem er í Azerbajdzhan en byggt Armenum. „Þeir skjóta á okkur með eldflaugum þarna að handan, á hveijum degi,“ sagði azerskur bóndi í þorpinu Kheyrimly í norð- vestur-hluta Azerbajdzhans og benti í áttina að Armeníu. „Við sjáum þá aldrei, þeir bara skjóta og hverfa síðan á brott. Áður áttum við góð samskipti við Armena en nú er ekkert um slíkt og hefur ekki verið árum saman.“ Fimm sprengj- ur sundruðu húsi nágranna hans og tveir þorpsbúar særðust alvar- lega í árás armenskra skæruliða fyrir skömmu. Á svæðinu umhverf- is borgina Kazakh hafa bændur yfirgefið vínekrur sínar vegna árás- anna og fjölmörg hús eru í rústum. Sjá „Sanmingar við Armena..." á bls. 29.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.