Morgunblaðið - 11.05.1991, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 11.05.1991, Blaðsíða 26
?s 26 <?6Í IAM .11 flUOAQÍlAOUAJ Q1GAJ8KUDHOM MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. MAÍ 1991 Morgunblaðið/Bjöm Bjömsson Gunnar Pétursson t.v. afhendir Guðmundi Ragnarssyni 150 þús- und krónur frá Kiwanisklúbbnum Drangey. Kiwanis- og Lionsfélagar gefa fé til kaupa á ljósaskáp Sauðárkróki. Á FUNDI Kiwanisklúbbsins Drangeyjar nú fyrir skömmu afhenti Gunnar Pétursson fyrir hönd klúbbsins kr. 150 þúsund til nýstofnaðra samtaka Psorias- is- og exem-sjúklinga í Skaga- firði (SPOEX), og veitti Guð- mundur Ragnarsson framlaginu viðtöku. Framlag Kiwanisklúbbsins er ætlað til kaupa á sérstökum ljósa- skáp sem verið er að hanna og komið verður fyrir í Sjúkrahúsi Skagfírðinga á Sauðárkróki. Áður hafði Lionskiúbbur Sauð- árkróks fært sjúkrahúsinu kr. 300 þúsund til sama verkefnis. Gert er ráð fyrir að skápurinn verði kominn í notkun í sumarbyijun. - BB. Skrifaði nið- ur hugsanir í ljóðformi - segir Oddný Kristín Ottars- dóttir, höfundur nýrrar ljóðabókar ÞANKAR einmana hjarta nefnist nýútkomin ljóðabók eftir Oddnýju Kristínu Óttarsdóttur. í bókinni sem er 31 bls. eru 27 ljóð. Kápumynd er eftir Andrínu Jóns- dóttur. Útgefandi er höfundur. Oddný Kristín Óttarsdóttir er hreyfíhömluð. Hún lauk stúdents- prófi í fyrra frá Menntaskólanum í Kópavogi. Ljóð eftir hana hafa birst í Lesbók Morgunblaðsins. Um ljóðin í Þönkum einmana hjarta komst Oddný Kristín svo að orði í samtali við Morgunblaðið að hún hefði „skrifað niður hugsanir sínar í Ijóðformi“. „Ég hafði ætlað mér að skrifa skáldsögu, en mig skortir æfingu til þess, að minnsta Oddný Kristín Ottarsdóttir kosti enn sem komið er,“ bætti hún við. Oddný Kristín sagðist hafa það að reglu að reyna að skrifa eitthvað á hveijum degi. í ljóðinu Veruleikinn yrkir hún: Draumur minn flæddi burt með repinu og eftir stóð sálin. Alisnakin. í hálku og krapa og beið leysinganna. Ljóðabókin Þankar einmana hjarta fæst hjá höfundi, Hátúni 12 í Reykjavík. Aðalfundur Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga: Landsvirkjun taki virkari þátt í jöfnun orkuverðs í landinu Steingrímur Ingvarsson kjörinn formaður Selfossi. STEINGRÍMUR Ingvarsson bæjarfulltrúi á Selfossi var kjörinn formað- ur Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga á aðalfundi samtakanna 26. apríl síðastliðinn. Á fundinum var samþykkt að fela stjórn samtakanna að selja að minnsta kosti tvo þriðju hluta húseignar sinnar á Selfossi. Á fundinum var samþykkt ályktun um að Landsvirkjun taki virkari þátt í jöfnun orkuverðs í landinu. Á aðalfundinum var lögð fram greinargerð um endurskipulagningu á samtökunum. Niðurstaða hennar er í grófum dráttum sú að lagt er til að samtökin tengist meira héraðs- nefndunum þannig að þau verði sam- tök héraðsnefnda í stað þess að sveit- arfélögin séu beinir aðilar. Á fundinum kom fram að þetta endurskoðunarverkefni er eitt það veigamesta sem liggur fyrir hjá sam- tökunum. Ljóst er að sveitarstjórna- menn telja nauðsynlegt að marka samtökunum skýrari stefnu ogmark- mið þannig að starfsemi þeirra verði markvissari. Bæjarstjórn Vestmannaeyja sagði sig úr samtökunum í fyrra. Fulitrúar þeirra mættu því ekki til þessa aðal- fundar. Þeir mættu hins vegar á aðalfund Atvinnuþróunarsjóðs Suð- urlands en úrsögn úr honum tekur eitt ár. Vestmannaeyjabær þarf því, samkvæmt reglum sjóðsins, að greiða árlegt framlag sitt til sjóðsins á þessu ári þó svo þeir gangi form- BISKUP íslands, herra Ólafur Skúlason, mun næstkomandi sunnudag, vígja sex guðfræði- kandídata til þjónustu í kirkj- unni. Hinir nýju prestar eru: Axel Árn- ason, sem vígist til Stóra-Núpspre- stakalls í Árnesprófastsdæmi, Bjami Þór Bjarnason er verður hér- aðsprestur í Kjalarnesprófstsdæmi, Egill Hallgrímsson sem vígist til Skagastrandarprestakalls í Húna- vantsprófastsdæmi, Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir sem vígist til þjónustu meðal aldraðra í Reykjavík, Ingileif Malmberg sem vígist til Norðfjarð- arprsetakalls í Austfjarðaprófasts- dæmi og Þór Hauksson sem verður aðstoðarprestur í Árbæjarpresta- lega úr sjóðnum að því loknu. Endur- greiðsla til þeirra á greiddum fram- lögum fer síðan fram á 20 árum. Fulltrúar Vestmannaeyja báru upp tillögu á aðalfundi sjóðsins að greiðslur til hans yrðu stöðvaðar á þessu ári. Sú tillaga var felld. í máli annarra fulltrúa kom fram að slíkt hefði þýtt stöðvun á starfsemi sjóðsins. Á aðalfundinum var meðal annars samþykkt ályktun um að jafnhliða umræðum um endurskipulagningu SASS verði starfsemi Atvinnuþróun- arsjóðs tekin til endurskoðunar með það að markmiði að hann geti orðið afl til styrktar atvinnulífi á Suðurl- andi. Mikil áhersla lögð á jöfnun orkuverðs Aðalfundurinn lagði mikla áherslu á að raforkuverð í landinu verði jafn- að þannig að allir landsmenn geti búið við sama orkuverð. Um sé að ræða mjög mikilvægt atriði til að kalli í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra. Vígsluvottar verða: séra Bragi Friðriksson prófastur í Garðabæ sem lýsir vígslu, séra Gunnar E. Hauksson á Þingeyri, séra Karl Sig- urbjörnsson í Hallgrímskirkju, séra Ólöf Ólafsdóttir prestur við hjúkr- unarheimilið Skjól, séra Sigríður Guðmarsdóttir á Súgandafirði og séra Þórir Stephensen fyrrum dóm- kirkjuprestur. Séra Jakob Ágúst Hjálmarsson dómkirkjuprestur mun þjóna fyrir altari. Dómkórinn syngur undir stjóm Maiteins Hungers Friðriks- sonar. Vígsluathöfnin hefst kl. 10.30 á sunnudag. snúa við þeirri byggðaröskun sem á sér stað. Til að ná þessu markmiði er lögð þung áhersla á að Landsvirkj- un leggi mun meira af mörkum en nú er. Bent er á þá leið að gjaldskrá Landsvirkjunar verði breytt á þann veg að sérstakur taxti, lægri en til annarra veitna, verði fyrir rafveitur í dreifbýli. Á þann hátt verði þeim gert kleift að bjóða viðskiptavinum sínum hliðstætt verð og aðrir raf- orkukaupendur njóta. Ennfremur krafðist aðalfundurinn þess að þær almenningsrafveitur sem nú kaupa rafmagn í heildsölu af RARIK komist í bein og milliliðalaus viðskipti við Landsvirkjun eins og lög kveða reyndar á um, að öðrum kosti greiði Landsvirkjun RARIK flutning- inn frá sölupunktum sínum til við- komandi almenningsrafveitna þann- ig að þær fái orkuna á því verði sem þeim ber. Aðalfundurinn telur bæði eðlilegt og sanngjarnt að jöfnun orkuverðs verði framkvæmd með þessum hætti þar sem Landsvirkjun hefur verið byggð upp með átaki allra lands- manna enda þótt eignarhluti Reykja- víkurborgar gefi annað til kynna. Aðalfundurinn krafðist þess að nú þegar verði gert stórátak í styrkingu rafdreifikerfísins í sveitum landsins. í því efni er lagt til að stórátak verði gert í þrífösun rafmagns í sveitum landsins en með því gefst bændum tækifæri til að snúa sér í auknum mæli að öðrum atvinnugreinum. Fjöldi annarra ályktana var sam- þykktur á fundinum, svo sem ályktun um að þess verði gætt að Suðurland haldi að fullu sínum hluta varðandi landbúnaðarframleiðslu og allra leiða verði leitað til að styrkja stöðu at- vinnugreinarinnar í héraðinu. Sig. Jóns. ------- ■ SÖLUMARKAÐUR var opn- aður þann 5. maí sl. i Hvera- gerði, Hveraportið. Hveraportið verður opið alia sunnudaga kl. 13-20 og er á góðum stað í Tívol- ihúsinu. Þar er nóg húsrými og góð söluaðstaða til að selja allt mögu: legt notað og nýtt á góðu verði. í Tívolíinu er margt um manninn á sunnudögum en þá eru jafnframt ýmsar uppákomur. Tívolíið er opið daglega í allt sumar milli kl. 13-20 og kl. 12-20 um helgar. Prestvígsla í Dómkirlg- unni á sunnudaginn Einleikstónleikar: f píanóleik verður fólk aldrei fuUnuma - segir Elín Anna fsaksdóttir, píanóleikari Elín Anna ísaksdóttir píanóleikari ELÍN Anna ísaksdóttir heitir ungur pianóleikari sem heldur einleikaraprófstónleika í ís- lensku Óperunni á mánudags- kvöld. Tónleikarnir eru síðari hluti einleikaraprófs Elínar Önnu en fyrri hluta prófsins tók hún í Háskólabíói í vetur. Á efnisskrá tónleikanna á mánudag eru verk eftir Bach, Chopin, Beethoven og Mompou. Tónleikarnir hefjast kl. 20.30 og er aðgangur ókeypis. Elín Anna hóf nám í píanóleik tíu ára gömul. Fyrstu árin var hún í einkatímum hjá Hildi Karlsdótt- ur en undanfarin ár hefur hún stundað nám í Tónlistarskólanum í Reykjavík. Þar hefur hún haft þijá aðalkennara, þær Arndísi Steingrímsdóttur, Margréti Ei- ríksdóttur og Önnu Þorgrímsdótt- ur. „Undanfarin fjögur ár hef ég stundað nám hjá Önnu Þorgríms- dóttur en ég hef frá upphafí verið afskaplega heppin með mína kennara,“ sagði Elín Anna, í sam- tali við Morgunblaðið. Fyrri hluta einleikaraprófs tók Elín Anna á hljómsveitartónleik- um í Háskólabíói í vetur, þar sem hún spilaði píanókonsert nr. 1 eftir Mendelson. Tíu nemendur frá Tónlistar- skólanum taka einleikarapróf um þessar mundir. „Skólinn stendur mjög vel að þessum prófum. Okk- ur er öllum gefínn kostur á að koma fram opinberlega, sem er ákaflega dýrmæt reynsla og alit önnur en sú sem við fáum á tón- leikunum sem haldnir eru innan skólans tvisvar.á ári. Þó þeir séu mjög góðir og nauðsynlegur hluti af náminu reyna þessir tónleikar á mann á allt annan hátt,“ sagði Elín Anna. Elín Anna stefnir að því að fara í framhaldsnám erlendis næsta haust. „Að mínu mati er það nauðsynlegt að halda áfram námi eftir einleikaraprófið hér því prófíð er miklu frekar fyrsta skref á ákveðinni braut heldur en enda- punktur. I þessu námi getur fólk endalaust haldið áfram og það má í raun segja að fólk verði aldr- ei fullnuma í píanóleik,“ sagði Elín Anna. Hún sagðist í framtíðinni hafa hug á að kenna píanóleik auk þess að halda tónleika. „Kennsla verður alltaf hluti af starfínu. Það er bæði nauðsynlegt og mjög ánægjulegt að mínu mati að kenna, en jafnframt vonast ég til að geta haldið tónleika. Ég hef einkum áhuga á kammertónlist því þar fær maður tækifæri til að vinna með öðrum, ólíkt því sem er við undirbúning einleikstón- leika,“ sagði Elín Anna. Að sögn Elínar Önnu hafa margir mánuðir farið í undirbún- ing einleikstónleikanna. „Þegar fólk er ungt og óreynt er einn vetur lágmarkstími í undirbúning tveggja tónleika. Þessi undirbún- ingstími er þó afar lærdómsrík- ur,“ sagði Elín Anna. Á tónleikunum á mánudags- kvöld mun hún leika Prelúdíu og fúgu nr. VIII í es-moll eftir J.S. Bach, Pathetique sónötuna eftir Beethoven, Tilbrigði um stef Chopin’s eftir F. Mompou og Sc- herzo nr. 2 í b-moll op. 31 eftir Chopin. 27 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. MAÍ 1991 Morgunblaðið/Júlíus Sýningin Kópur ’91 opnuð í dag Kópavogsvika hefur staðið alla þessa viku. Hápunktur vikunnar er sýningin Kópur ’91, sem opnuð verður í dag, laugardag, kl. 10 í íþróttahúsinu Digranesi. Þar kynna rúmlega 60 fyrirtæki og þjónustu- aðilar í Kópavogi starfsemi sína. Auk þess verða ýmsar uppákomur á sýningunni. Sýningin verður opin í dag og á morgun. í gær voru sýnendur í óða önn að koma sér fyrir. Ljósbrot í Galleríi List INGA Elín opnar sýningu á gler- og keramíklistmunum í Galleríi List, Skipholti 50b, í dag, laugardag. Þetta er önnur einkasýning Ingu Elínar. Sýn- inguna kallar hún Ljósbrot enda gegnir ljósið mikilvægu hlut- verki í verkunum, því að ýmist er um að ræða lampaskúlptúra og loftljós eða glermyndir í glugga. Verkin á sýningunni eru öll ný en glöggt má þó sjá í þeim tengsl við fyrri verk Ingu Elínar, einkum í meðferð sígildra forma og áherslu á fegurð og notagildi. Inga Elín stundaði nám í Mynd- lista- og handíðaskóla íslands og síðan í Skolen for brugskunst í Kaupmannahöfn, þaðan sem hún lauk námi úr keramík- og glerlist- ardeild árið 1988. Á árinu 1987 vann Inga Elín að hönnun ýmissa glermuna fyrir Hadeland glerverk- smiðjuna í Noregi. Meðal þeirra voru glerkönnur sem hafa verið á boðstólum í Epal. Árið 1988 hlaut Inga Elín Kunsthaandværkere- prisen í Kaupmannahöfn. Hún hefur nú vinnustofu í gömlu verksmiðjuhúsunum á Ála- fossi og rekur þar jafnframt lítið gallerí. (Fréttatilkynning) Hafnarborg: Sýningu Baltasars lýkur um helgina SÝNINGU listmálarans Baltas- ars í Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar, lýkur nú um þessa helgi. Syning- in hefur staðið yfir frá 25. apríl og hafa á þriðja þúsund manns komið og skoðað hana. Þijátíu verk eru á sýningu Balt- asars, öll máluð á síðustu tveimur árum. Fjalla þau eingöngu um hin fornu Eddukvæði og seiðmagnað- an myndheim þeirra. Meðal verka á sýningunni eru þau tvö verk, sem Jóhann Karl 1. Spánarkonungur og drottning hans Soffía pöntuðu fyrir einkasafn sitt meðan þau dvöldu hér á landi á síðasta ári. Er þetta síðasta tækifærið til að virða þau fyrir sér áður en þau verða send úr landi að sýningunni lokinni. Syning Baltasars í Hafnarborg er opin frá kl 14.00 til 19.00 og lýkur henni sunnudaginn 12. maí. Áðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir. Málfundur um stöðu þjóðkirkjunnar MÁLFUNDUR verður haldinn mánudaginn 13. maí kl. 20.30 í Safnaðarheimili Dómkirkjunnar í Gamla Iðnskólanum að Lækjar- götu 14a. Efni fundarins er um- ræða og skoðanaskipti um skipu- lagslega stöðu þjóðkirkjunnar. Málshefjandi er sr. Kristján Ein- ar Þorvarðarson og fundarstjóri sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson. Inga Elín glerlistamaður. í fréttatilkynningu um fundinn segir: “Kirkjuleg löggjöf síðustu ára hefur leitt til æ nákvæmari laga- setningar um hin innri mál kirkj- unnar. Það með öðru vekur upp spurningar um hvert við stefnum með stöðu- kirkjunnar í samfélag- skerfinu. Til eru þeir sem finnst öryggi fólgið í núverandi skipan, aðrir sjá kirkjuna ómynduga undir henni og enn aðrir sem telja það eitt hæfa í nútímanum að trúfélög séu fijáls og starfi sem mest á eig- in ábyrgð. Kosningar og stjórnarmyndun fela í sér tímamót og af því tilefni er hollt að horfa um öxl og framá- við, einnig í kirkjulegum málefnum, því eru prestar og áhugafólk um kirkjumál hvatt til að koma og taka þátt í umræðum." ♦ ♦ ♦---- Leiðrétting í frétt Morgunblaðsins fimmtu- daginn 9. maí um tónleika Karla- kórs Reykjavíkur, sem fram fara sunnudaginn 12. maí á Flúðum, er rangt farið með nafn píanóundir- leikarans er það er Anna Guðný Guðmundsdóttir. Morgunblaðið biðst velvirðingar á þessum mistök- um. Sigrún Eldjárn Sigrún Eldjám sýnir í SPRON í SPARISJÓÐI Reykjavíkur og nágrennis mun sunnudaginn 12. maí nk. kl. 14-16 verða opnuð sýning á verkum Sigrúnar Eld- járn í útibúinu í Álfabakka 12 í Mjódd. Á sýningunni gefur að líta 7 grafíkmyndir auk 12 olíu- málverka sem unnin eru á striga. Sigrún Eldjárn er fædd í Reykja- vík árið 1954. Hún lauk námi við Myndlista- og handíðaskóla Islands árið 1977 og var síðan við náms- dvöl í Póllandi 1978. Hún hefur haldið fjölda einkasýninga bæði hér á landi sem erlendis. Þá hefur Sigr- ún tekið þátt í samsýningum í Reykjavík og út um land með ís- lenskri grafík. Helstu sýningar erlendis: í Pól- landi, V-Þýskalandi, Bandaríkjun- um, S-Kóreu og víðar. Verk Sigrún- ar í opinberri eign: Listasafn Is- lands, Listasafn Reykjavíkurborg- ar, Listasafn ASÍ, fjármálaráðuney- tið o.fl. Sigrún hefur hlotið margar viður- kenningar fyrir list sína. Auk starfslauna listamanna hefur hún fengið viðurkenningu barnabóka- ráðs IBBY og barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar. Sigrún hefur skrifað níu barnabækur og mynd- skreytt þær auk þess sem hún hef- ur myndskreytt fjölda annarra bóka. Sýning Sigrúnar stendur yfir til 9. ágúst nk. og verður opin á opnun- artíma útibúsins frá kl. 9.15-16.00 alla virka daga. (Fréttatílkynning) ENN FULLKOMNARI... ...ENN BETRA VERÐ Glæsilegur staðalbúnaður m.a.: Vökvastýri, rafdrifnar rúður og fjarstýrðar samlæsingar o.fl.ofl. ... Verð frá 1.080 þús st.gr. (5 dyra) Lagmula 5. simi 681555
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.