Morgunblaðið - 11.05.1991, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 11.05.1991, Blaðsíða 28
■ ^Q^9OT^ÐM^AfiDAqyfii^/MA)ía,9ei ? Ætlum okkur ekki hlut- verk heimslögreglunnar - segir Lawrence S. Eagleburger, aðstoð- arutanríkisráðherra Bandaríkjanna Washington. Frá Asgeiri Sverrissyni, blaðamanni Morgunblaðsins. ÞÓTT Bandaríkjamenn hafi verið tilbúnir til að gegria forystuhlut- verki er þjóðir heims sameinuðust um að frelsa Kúveit úr klóm Saddams Husseins íraksforseta er ekki þar með sagt að bandarísk stjórnvöld líti svo á að Persaflóastríðið hafi orðið til þess að skapa fordæmi á vettvangi svæðisbundinna deilumála. Þetta kom fram í máli Lawrence S. Eagieburgers, aðstoðarutanríkisráðherra Banda- ríkjanna, á fundi með blaðamönnum hér í Washington á miðvikudags- kvöld. Eagleburger, sem hefur gífurlega reynslu á sviði alþjóðamála og er ef til vill þekktastur fyrir að hafa verið sérlegur aðstoðarmað- ur Henrys Kissingers og Richards Nixons, lagði áherslu á að af- skipti Bandaríkjamanna af deiluefnum myndu ávallt og ævinlega ráðast af aðstæðum og eðli þeirra vandamála sem upp kynnu að koma. „Við ætlum okkur ekki að taka að okkur hlutverk heimslög- reglunnar," sagði Eagleburger og bætti við að sú skoðun væri nokk- uð almenn erlendis að Persaflóastríðið, hrun kommúnismans og upplausnin I Sovétríkjunum hefði getið af sér grundvallarstefnu- breytingu í Bandaríkjunum. Eagleburger lagði á það áherslu að breytingarnar í Austur-Evrópu, sú óvissa sem þær hefðu skapað og stríðið fyrir botni Persaflóa væru til marks um nauðsyn nánari sam- vinnu Bandaríkjanna og banda- manna þeirra. Við blasti að gera þyrfti ákveðnar breytingar á sam- starfi þessu þar sem öldungis nýjar aðstæður hefðu skapast í Evrópu með hruni kommúnismans og sam- einingu Þýskaiands. Hann sagði atburði þessa hafa raskað því jafn- vægi og þeim stöðugleika er ríkti á dögum kalda stríðsins og að ábyrgð þeirra manna sem valist hefðu til forystustarfa bæði í Bandaríkjunum og Evrópu væri mikil. Mistækist þeim að „innsigla" breytingar þessar og bæru þeir ekki gæfu til að bregðast með rétt- um hætti við þeim vandamálum sem við blöstu og upp kynnu að koma gætu afleiðingamar orðið alvarleg- ar. „Mistakist þetta kann svo að fara að ástandið í upphafi næstu aldar verði líkt því og ríkti í upp- hafi 20. aldarinnar," sagði Eagle- burger og vísaði þar með til þess flókna og viðvarandi spennuástands sem einkenndi evrópsk stjómmál áður en fyrri heimsstyrjöldin skall á. Hlutur Evrópu í eigin vömum Eagleburger gaf mjög sterklega til kynna að Bandaríkjamenn væntu þess að hlutur Evrópuríkjanna bæði í eigin vömum og í viðbrögðum lýð- ræðisríkjanna við hugsanlegu spennuástandi utan vamarsvæðis þeirra yrði aukinn. í þessu viðfangi nefndi hann sérstaklega að Banda- ríkjamenn ættu við umtalsverða efnahagsörðugleika að glíma og við blöstu alvarleg vandamál á heima- velli sem bregðast þyrfti við. Marg- ir teldu t.a.m. ekki unnt að líða það lengur að fjöldi bandarískra ríkis- borgara þyrfti að sætta sig við að draga fram lífíð undir skilgreindum fátæktarmörkum. Aðrir legðu áherslu á að gera þyrfti róttækar umbætur á menntakerfínu og á vettvangi félagsmála. Ljóst væri að Bandaríkjamenn þyrftu í vaxandi mæli að beina sjónum sínum að vandamálum í eigin landi og hvað öryggis- og varnarmál varðaði lægi nú þegar fyrir að þessar staðreynd- ir myndu hafa umtalsverð áhrif. Stefnan að viðhalda liðsafla í Evrópu Aðstoðarutanríkisráðherrann kvaðst vera þeirrar skoðunar að saga Evrópu og óvissuástand í álf- unni austanverðri væm traustar röksemdir fyrir því að áfram yrðu staðsettar þar bandarískar hersveit- ir. Stefna bandarískra stjórnvalda væri sú að viðhalda liðsafla í Vest- ur-Evrópu enda væri gildismat þessara ríkja og Bandaríkjanna mjög svipað og saga þeirra sam- tvinnuð. Hefðu Evrópuríkin hins vegar aðra skoðun á málinu, ekki síst í ljósi samrunans sem þar á sér stað á flestöllum sviðum mannlegs samfélags, væri óhætt að slá því föstu að einangrunarsinnar í Bandaríkjunum myndu í vaxandi mæli láta til sín taka. Líkt og aðrir ráðamenn bæði í utanríkis- og vamarmálaráðuneyt- um Bandaríkjanna tók Eagleburger skýrt fram að breytingarnar í Aust- ur-Evrópu og sá yfírlýsti vilji ráða- manna þar að taka þátt í samstarfí vestrænna lýðræðisríkja mættu ekki verða til þess að ógna öryggis- hagsmunum Sovétmanna. Það væri nánast óhugsandi að ríki þessi fengju aðild að Atlantshafsbanda- laginu (NATO) en á því hafa eink- um Tékkóslóvakía og Búlgaría mik- inn áhuga og kvaðst Eagleburger raunar efast um að aðild að banda- laginu væri nauðsynleg til að tryggja hagsmuni nýfijálsu ríkj- anna í Austur-Evrópu. Þar skipti mestu að finna lausn á þeim gríðar- Iegu efnahagsörðugleikum sem fyrrum leppríki sovéskra kommún- ista ættu við að stríða. Dómnefndin í Cannes Reuter 44. alþjóðlega kvikmyndahátíðin hófst í Cannes í Frakklandi á fimmtudag. A myndinni er dómnefnd hátíðarinnar en 24 kvikmynd- ir keppa um gullpálmann eftirsótta. Frá vinstri eru breski leikstjór- inn Allan Parker, bandaríska leikkonan Whoopi Goldberg, gríski tón- listarmaðurinn Vangelis, fransk-pólski leikstjórinn Roman Polanski, formaður nefndarinnar, og franski leikstjórinn Jean Paul Rappeneau. EB -FRÉTTIR Ráðherrafundur EFTA og EB í Brussel: EFTA-ráðherrar vinna að sameiginlegri yfirlýsingu Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. EMBÆTTISMENN Evrópubandalagsins og aðildarríkja Fríverslun- arbandalags Evrópu (EFTA) freista þess yfir helgina að ná samkom- ulagi um lokayfirlýsingu sameiginlegs ráðherrafundar sem verður á mánudag. Utanríkis- og viðskiptaráðherrar flestra aðildarríkja EFTA eru væntanlegir til Brussel á morgun, sunnudag. Utanríkis- ráðherra Austurríkis, sem situr í forsæti í EFTA-ráðinu um þessar mundir, situr annað kvöld kvöldverðarfund með utanrikisráðherra Luxemborgar, sem er forseti ráðherraráðs EB fyrra misseri þessa árs. Ekki er Ijós hvort ráðherrar EFTA koma saman til fundar seinna um kvöldið en næg tækifæri gefast til skrafs og ráðagerða á mánudag þar sem sameiginlegi ráðherrafundurinn hefst ekki fyrr en síðdegis. Það kemur í hlut embættis- manna að jafna þann minniháttar ágreining sem líklegastur er til að standa pólitískri lausn fyrir þrifum. Búist er við því að sameiginlegur fundur ráðherranna standi fram á kvöld og niðurstaðna sé ekki að vænta fyrr en að loknum sameigin- legum kvöldverði þeirra. Ef íslendingum tekst að inn- heimta þau loforð um stuðning við þeirra málstað, sem gefin hafa verið á undanförnum misserum, má búast við einhverri hreyfíngu í umræðunum um sjávarútvegsmál, annars þykir fátt benda til þess að árangur náist á því sviði. Annað tækifæri gefst hugsan- lega á sameiginlegum fundi EFTA- ráðsins með Frans Andriessen, sem fer með samningaviðræður af hálfu EB í Vínarborg fyrir lok þessa mánaðar. Almennt virðist lítillar bjartsýni gæta um að það takist að ljúka samningunum fyrir lok júní eins og stefnt hefur verið að. Aðalsamn- ingamenn EFTA funduðu í Brussel í gær en í dag verður að öllum lík- indum sameiginlegur fundur með aðalsamningamanni EB, Horst Krenzler. Grikkir kærðir Samtök ávaxta- og grænmetis- framleiðenda innan EB hafa kært stjórnvöld á Grikklandi öðru sinni vegna tæknilegra viðskiptahindr- ana á innflutningi á ávöxtum og grænmeti til Grikklands. Auk venj- ulegra vottorða um skordýraeitur í vörunni krefjast Grikkir vottorða um að í tilteknum farmi séu ekki ávextir eða grænmeti sem inni- halda eiturefni umfram leyfilegt hámark. Til þess að uppfylla þessi skil- yrði verður að hlaða flutningabíla og aka þeim að rannsóknarstofu í einhveiju aðildarríkja EB og bíða þar í tvo sólarhringa eftir niður- stöðum rannsókna. Samtökin full- yrða að þessar kröfur jafngildi inn- flutningsbanni til Grikklands. Svissnesk þingmannanefnd í Brussel Efnahagsnefnd svissneska þjóð- arráðsins átti á miðvikudag fund með Frans Andriessen,, sem fer með samskipti við ríki utan EB innan framkvæmdastjórnar banda- lagsins. Andriessen sagði nefndinni að hann teldi að Finnar og Norð- menn myndu fylgja í kjölfar Svía og Austurríkismanna inn í EB. Sviss hlyti því að reka lestina sem hefði alvarlegar afleiðingar, sér- staklega í tíma. Andriessen lagði áherslu á að taka yrði nýju lýðræð- isríkin, sem væru að koma fram á sjónarsviðið í Evrópu, inn í mynd- ina. Formaður svissnesku nefndar- innar leyndi ekki furðu sinni á ummælum Andriessen og þótti það nýmæli að Sviss væri dregið í dilk með Búlgaríu innan EB. Andries- sen sagði svissnesku nefndarmönn- unum að stofnanir EB væru miðað- ar við þarfír sex aðildarríkja. Um þessar mundir hýstu þær tólf og væri því aðild 24 ríkja óhugsandi við óbreyttar aðstæður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.