Morgunblaðið - 11.05.1991, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 11.05.1991, Blaðsíða 31
30 MORGUNBU.ÐI5U*A.UGARDAGUR 11. MAÍ 1991 a ii Otgefandi Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 100 kr. eintakið. Hjálpum Afgönum og Kúrdum Tæknin hefur fært þjóðir heims í nábýli. Það er ekki nema dagsferð á fákum tækninnar til fjarlægustu heimshorna. Við getum og horft á atburði - á sjónvarps- skjá - hinum megin á hnettin- um, samtímis og þeir eiga sér stað. Þannig var Persaflóastríðið, sem hófst með hemámi íraka á Kúveit, eins konar „fasta- gestur“ á heimilum fólks vikum saman. Styijöldin sú setur mark sitt á heimsmynd sam- tímans enn í dag, þótt Kúveit sé frjálst á ný og friður kominn á milli fjölþjóðahersins og ír- aka. Hörmungar kúrdísks flótta- fólks í írak - og við landa- mæri Tyrklands og írans - era hrikalegar. Starfsmaður Al- þjóða Rauða krossins, dr. Mikchel Taihandes, sem lengi hefur unnið við hjálparstörf, segist aldrei hafa litið meiri hörmungar - og líkir þeim við martröð. Stríðið í Afganistan, sem hófst 1978, geisar enn með tilheyrandi hörmungum. Níu af hveijum tíu fómarlömbum styijalda eru óbreyttir borgar- ar. Börnin, sem minnst mega sín, verða gjarnan verst úti, bæði líkamlega og andlega. Það er dæmigert fyrir stríð af þessu tagi, að um 30 milljónum jarðsprengna hefur verið dreift um byggðir landsins á undan- gengnum áram. Það þarf því engum að koma á óvart, að tugþúsundir Afgana hafa misst útlim eða útlimi af völdum stríðsins, meirihlutinn undir 18 ára aldri. Því miður eru stríðin í Afg- anistan og við Persaflóa ekki einangruð fyrirbæri. Stað- bundin átök geisa víða í veröld- inni. Afleiðingarnar era hvar- vetna þær sömu. En fleira veld- ur. hörmungum í mannheimi: ytri aðstæður og illt stjórnar- far. Talið er að um tvö hundr- uð þúsund manns hafi farizt í fellibyl í Bangladesh fyrir fá- einum dögum og hætta er talin á hungursneyð og farsóttum í kjölfar hans. Hernaðarátök og þurrkar, sem rýra uppskera, hafa skapað viðvarandi neyð- arástand í ýmsum löndum Afríku. Þar deyr daglega fjöldi bama úr vannæringu og sjúk- dómum. Rauði kross íslands gengst fyrir landssöfnun undir kjör- orðunum Sól úr sorta á morg- un, 12. maí. Þessi söfnun er liður í alheimsátaki til hjálpar stríðshijáðum, sem Rauði krossinn stendur fyrir í meir en hundrað ríkjum heims. Söfnunin hér á landi er bundin við tvö verkefni: í fyrsta lagi stuðning við það ógæfusama fólk, sem misst hefur útlimi, fót eða handlegg, í stríðinu í Afgangistan. Rauði krossinn hefur rekið gervilima- verkstæði í Kabúl, höfuðborg Afganistans, síðastliðin tvö ár. Þar starfa sérfræðingar að smíði stoðtækja og gervilima, en kenna jafnframt lands- mönnum fag sitt. Nýtt verk- stæði, sem að er stefnt, mun margfalda afköstin, en þús- undir eru á biðlista eftir slíkum tækjum. í annan stað verður söfnun- arfé varið til að lina þjáningar landflótta Kúrda, sem búið hafa við nær ólýsanlegar hörm- ungar. Það er brýnt verkefni, sem vert er stuðnings allra góðra manna. Sitt hvað má betur fara í íslenzku samfélagi. Meðal okk- ar eru ýmsir, sem eiga um sárt að binda ogþarfnast hjálp- ar og hlýhugar frá samferða- fólkinu. Hagur okkar sem heildar er engu að síður góður, samanborið við aðbúnað og kjör þjóða, eins og Afgana og Kúrda, sem hijáðar eru bæði af styijöldum og stjórnvöldum. Sama gildir um samanburð við þjóðir, þar sem náttúrahamfar- ir hafa bætt gráu ofan á svart, eins og í Bangladesh og ýmsum ríkjum Afríku. í ljósi slíks sam- anburðar eram við meir en aflögufær. Við skuldum for- sjóninni hjálp við þessar þjóðir. Átak Rauða krossins til hjálpar stríðshijáðum þjóðum, sem nú er efnt til í velferð- arríkjum heims, er afar brýnt. Við sjáum ríkulegan rökstuðn- ing fyrir þessu átaki í fréttum dag hvem. Það er siðferðileg skylda okkar að sinna kalli þessarar alþjóðlegu hjálpar- stofnunar; kalli Rauða kross íslands, sem afmarkar stuðn- ing sinn að þessu sinni við Afgani og Kúrda. A. morgun, sunnudag, verð- ur leitað til þín, lesandi góður, um þátttöku í söfnuninni. Morgunblaðið hvetur hvern og einn til að leggja sitt af mörk- um, eftir þvi sem efni og að- stæður leyfa, svo að sól megi rísa úr sorta þessara bágstöddu og hjálparþurfandi þjóða. Jón Steinar, kvót- inn og réttlætið Lögmanni svarað eftir Markús Möller Jón Steinar Gunnlaugsson, hrl., skrifaði greinar hér í blaðið í síðustu viku um réttlæti og veiðirétt. Meg- inatriðin í grein hans voru tvö: 1) Að óréttlátt væri að taka gjald fyr- ir veiðar af þeim sem keypt hafa skip með kvóta, þar eð þeir hafi þegar greitt fyrir veiðiréttinn, enda verði kvótalaust skip einskis virði vegna offjárfestingar. 2) Að þeir sem ekki fá ókeypis veiðirétt verði engu verr' settir en ef þeir þyrftu að kaupa hann af ríkinu. Ekki fæ ég betur séð en að röksemdafærslan sé í báðum tilfellum ónýt. Fyrri fullyrðing er kyndug frá lögfræðingi. Útgerðaraðilum hefur alla tíð verið kunnugt um að kvóta- rétturinn var takmarkaður og óviss. Fram til síðustu áramóta voru í gildi tímbundin kvótalög, og frá ársbyijun 1988 hefur fyrsta grein kvótalaganna kveðið svo á að fiski- stofnarnir við landið séu sameign íslensku þjóðarinnar. Á þessari grein var enn hert í lögunum sem tóku gildi um síðustu áramót. Ef einhveijum þóknast að túlka rétt sinn til kvótans rúmt, þá gerir hann það klárlega á eigin ábyrgð. Hafi einhver keypt rétt af manni sem ekki á með að selja hann, er réttur eigenda, íslenska þjóðin, tæplega bótaskyldur þótt hann krefjist eign- ar sinnar. Annars er áhyggjan sem Jón hefur af forsjálni útgerðarmanna, byggð á ókunnugleika. Engum dett- ur í hug að kaupa „eilífðarkvóta" fyrir verð sem er í Ííkingu við af- vaxtað virði kvótaleigunnar. Verð „eilífðarkvóta" er nú um eða innan við fimmföld ársleiga, en ætti að vera að minnsta kosti tíföld ef framtíðareign á kvótanum væri tal- in trygg. Útgerðarmönnum er eins líklega óhætt að borga fimmfalda leigu fyrir eilífðarvonina, því flestir eða allir sem aðhyllast kvótagjöld eða auðlindaskatt eða hvað menn kjósa að kalla það, gera ráð fyrir að útgerðin fái nokkurn aðlögun- artíma áður en gjaldheimta hefst. Margir hafa einmitt nefnt fimm ár. Útgerðarmenn eru sem sé ekki þeir kjánar sem Jón virðist óttast. Seinni fullyrðing Jóns er beinlínis og augljóslega röng. Hann gleymir því að tekjurnar af veiðigjaldinu eru til ráðstöfunar til að lækka skatta eða minnka halla eða hreinlega til útgreiðslu til allra landsmanna. Leiguvirði kvóta eftir minnkun flot- ans verður trúlega af stærðargráð- unni 10-20 milljarðar króna á ári. Þetta fé má hvort heldur nýta til að lækka virðisaukaskatt um 6-12 stig eða greiða hveiju mannsbarni í landinu 40-80 þúsund krónur á ári. Margan munar um minna. Það eru satt að segja mikil von- brigði að sjá Jón Steinar Gunn- laugsson stilla sér þar í hóp sem hann er nú. Jón hefur öðrum frem- ur barist fyrir að stjórnvöld héldu sig innan marka stjórnarskrárinnar og staðið gegn billegum brögðum til að ganga á svig við anda henn- ar. En Jóni virðist ekki hafa dottið í hug að afgjaldslaust framsal kvóta til valins hóps útgerðarmanna gangi á svig við 69. grein stjórnarskrár- innar. Þar stendur, að engin bönd megi leggja á atvinnufrelsi manna, nema almenningsheill krefjist. Það fer varla á milli mála, að meðan fiskimiðin voru almenningar og öll- um fijáls, var rétturinn til að veiða almennur réttur íslendings til að stunda atvinnu. Hann mátti því aðeins skerða að almannaheill krefðist þess. Þörfín er vissulega fyrir hendi vegna alkunnrar hættu á ofnýtingu almenninga. Hins vegar þykir mér einstætt, að vegna stjórn- arskrárinnar sé skylt að takmarka aðganginn með þeim hætti að al- menningur hafi fyllsta gagn af. Það er augljóslega óheimilt og ósæmi- legt að afhenda fáum útvöldum afraksturinn af almennri réttar- Markús Möller „Vegna stjórnarskrár- innar er skylt að tak- marka aðganginn með þeim hætti að almenn- ingur hafi fyllsta gagn af. Það er augljóslega óheimilt og ósæmilegt að afhenda fáum út- völdum afraksturinn af almennri réttarskerð- ingu.“ skerðingu. Það er í hróplegu ósam- ræmi við feril og fyrri skrif Jóns Steinars ef hann hættir ekki að veija slíka rangsleitni. Höfundur er hagfræðingur. Skuldbindingar fyrri ríkisstjórnar frá áramótum 12,3 milljarðar: Þrengja augljóslega stöðu ríkis- sjóðs til að ná niður útgiöldum - segir Friðrik Sophusson fjármálaráðherra SAMNINGAR og skuldbindingar sem stofnað var til af fyrrverandi ríkisstjórn á timabilinu 1. janúar til 30. apríl á þessu ári eru samtals að upphæð rúmlega 12,3 milljarðar króna, sem eiga að greiðast á næstu árum. Ríflega helmingur upphæðarinnar, 6,4 milljarðar, er með fyrirvara um samþykki Alþingis. „Það er augljóst að þessar skuldbind- ingar þrengja stöðu ríkissjóðs til að ná niður útgjöldunum, ekki einung- is á þessu ári heldur jafnframt á næstu árum, því að hér er verið að taka ákvarðanir um ráðstöfun á fjármagni sem ekki verður notað til annarra hluta á næstu árum,“ sagði Friðrik Sophusson fjármálaráð- herra í samtali við Morgunblaðið í gær. Af þessum 12,3 milljörðum króna eiga rúmlega 2,4 milljarðar að koma til greiðslu á þessu ári, þar af eru um 1.850 milljónir með heim- ild Alþingis, en 567 milljónir með fyrirvara um samþykki Alþingis. Greiðslur vegna búvörusamnings eru stærsti liðurinn af heildarupp- hæðinni, sem er með fyrirvara um samþykki Alþingis, um 4,9 milljarð- ar króna. Til framhaldsskóla eru ætlaðar 43 milljónir króna á þessu ári, 1.012 milljónir alls sem skipt- ast þannig að Menntaskólinn í Kópavogi er með 466 milljónir, Fjöl- brautaskóli Suðurnesja 180 milljón- ir, Fjölbrautaskólinn á Sauðárkróki 173 milljónir og Fjölbrautaskóli Suðurlands 193 milljónir. Fyrirheit voru gefin um að Ieita heimildar í fjáraukalögum um greiðslur sam- tals að upphæð 524 milljónir króna, þar af eru 250 milljónir vegna Þjóð- Náttúrulækningafélag íslands: Telur aðvörun Læknafé- lagsins ekki standast lög STJÓRN Náttúrulækningafélags íslands kemur saman um helgina og segir Eiríkur Ragnarsson, framkvæmdastjóri NLFÍ, að lögfræðingur félagsins muni leggja það til við stjórnina að lögð verði fram kæra á hendur Læknafélagi íslands. Hefur LÍ varað félagsmenn sína við að sækja um læknisstöðu við Heilsuhæli Náttúrulækningafélagsins í Hvera- gerði. Eiríkur Ragnarsson segir lög- fræðing NLFÍ telja að aðvörun LÍ standist ekki lög um stéttarfélög og vinnudeilur. Verði lagt til við stjórn- ina að LÍ verði gert að ógilda eða afturkalla þessa aðvörun. „Við mun- um einnig gera þá kröfu að Lækna- félagið breyti sínum félagslögum þar sem þau standast ekki íslensk lög að mati okkar lögfræðings," segir hann. Forsaga málsins er að læknir á heilsuhælinu sagði nýlega upp störf- um og var staða hans auglýst laus til umsóknar. Stjórn Læknafélags íslands samþykkti hins vegar að vara félagsmenn sína við að sækja um stöðuna þar sem læknirinn hefði sagt henni lausri vegna erfiðra lækn- isfræðilegra skilyrða. Gísli Einarsson, yfirlæknir á heilsuhælinu, segir í Morgunblaðinu sl. þriðjudag að ágreiningur hafi komið upp við framkvæmdastjórann um innihald læknisfræðilegra með- ferða fyrir um ári síðan. Þann 20. desember sl. hafi svo stjóm heilsu- hælisins ákveðið að forsvarsmenn meðferðanna, yfirlæknir og hjúkrun- arforstjóri, skyldu hafa samráð við framkvæmdastjóra um innihald meðferða og kæmi upp ágreiningur milli þessa aðila skyldi honum skotið til stjórnar. Gísli segir ágreiningin snúast um fræðslu og ráðgjöf en Afkoma fiskeldisfyrir- tækja er mjög slæm - segir landbúnaðarráðherra AFKOMA fiskeldisfyrirtækja í landinu er mun verri en Halldór Blöndal landbúnaðarráðherra hafði reiknað með. Heildarkostnaður fyrirtækj- anna við að fá afurðarlán nemur um 24% á rekstrarlánin. ábyrgðadeildarinnar, um 6% í trygg- ingar og síðan fjármagnskostnaður ofan á það. Þetta er slík fjárhæð að það stendur ekkert fyrirtæki undirv þessu,“ sagði Halldór. „Ég hef falið fyrirtækinu Talna- könnun að gera úttekt á stöðu fisk- eldisins og vonast til þess að niður- staða liggi fyrir fljótlega. Á grund- velli hennar mun ég leggja tillögur fyrir ríkisstjórnina um hvað verður gert,“ sagði Halldór Biöndal. „Aðkoman að þessari atvinnugrein er verri en ég átti von á. Laxinn hefur verið í svelti og það er ískyggi- legt nú þegar sumarið fer í hönd og vaxtartíminn er mestur," segir Halld- ór Blöndal landbúnaðarráðherra um stöðu fiskeldisins. „Til þess að fískeldisfyrirtækin geti fengið afurðarlán í bönkum og ábyrgðir hjá ábyrgðadeild fiskeldis- lána verður heildarkostnaðurinn um 24% á rekstrarlánin, um 7% vegna læknum beri skylda til að fræðsla standist þær kröfur sem gerðar séu. Eiríkur Ragnarsson segir ágrein- ingin hafa komið upp við vinnslu rekstrar- og þróunaráætlunar til fjögurra ára en það _sé hlutverk stjórnar stofnunarinnar samkvæmt lögum að vinna slíka áætlun. Hafi hún falið starfshópi að útfæra hana. „Það hefur enginn ágreiningur verið um læknisverk eða læknisfræðilega meðferð heldur um áherslur. Bæði ég og hjúkrunarforstjóri lögðum áherslu á að fyrirbyggjandi aðgerð- um yrði gert hátt undir höfði en það hefur verið aðalstefnumál NLFÍ í fimmtíu ár að forðast sjúkdóma. Þetta er ekki deila um læknisfræði heldur viðfangsefni stofnunarinnar." Hann segir umrædda stjórnar- samþykkt vera rangtúlkaða af yfír- læknunum. Ef hún væri lesin í heild væri skýrt tekið fram að fram- kvæmdastjóri væri ekki yfírmaður lækna og hjúkrunarforstjóra í fag- legum málum. „Það er líka ekkert í fræðum Náttúruiækningafélagsins, sem kemur fram íjstarfsemi heilsu- hælisins, sem ekki stenst nútíma þekkingu. Það hefur verið margít- rekað og bókað af stjórn hælisins að þess sé krafíst af okkur sem vinn- um þarna að við gerum ekkert sem ekki stenst nútíma þekkingu. Þarna fer hvorki fram fúsk né kukl. Ef það hefur gerst hafa þessir yfirlæknar brugðist sínu hlutverki." Ríkisendurskoðun hefur á undan- förnum mánuðum unnið að skýrslu um fjárreiður heilsuhælisins og var henni skilað til heilbrigðisráðuneyt- isins í fyrradag. Eiríkur segir að hann og stjórn NLFÍ muni ekki fá skýrslu þessa í hendur fyrr en næsta þriðjudag og að um leið og fært er verði æðsta stofnun félagsins, lands- þing, kölluð saman til að ræða þessi alvarlegu mál. Séra Jón A. Baldvinsson, sr. Ólafur Skúlason, messa. Valgeir Ástráðsson og biskupinn, sr. Biskupinn vísiterar söfnuðinn í London Frá Andrési Péturssyni, London. ÍSLENDINGAR í Lundúnum fengu góða heimsókn fyrir nokkru er séra Ólafur Skúlason biskup Islands vísiteraði íslenska söfnuðinn í borginni. Á sama tíma var séra Valgeir Ástráðsson og kór Selja- kirkju á ferð í borginni og var því haldin sameiginleg messa með þessum aðilum. Séra Jon A. Baldvinsson, prestur íslenska safnaðar- ins I London, og séra Valgeir þjónuðu fyrir altari en biskupinn flutti stólræðuna. Kór Seljakirkju söng fyrir messu undir stjórn Kjartans Sigurjónssonar og fylltu Islendingar sænsku kirkjuna en þar hefur söfnuðurinn aðsetur. Biskupinn lýsti yfir ánægju sinni með allar móttökur í Englandi. Ein aðalástæðan fyrir ferð hans hefði verið að vera viðstaddur krýningu erkibiskupsins af Kantaraborg og hefði það verið mikil iífsreynsla. Hins vegar væri heimsóknin til ís- lendinganna í Lundúnum og í Grimsby ekki síður mikilvæg fyrir hann sem yfirmann íslensku kirkj- unnar. Það hefði komið honum á óvart hve margir íslendingar frá Humber-svæðinu hefðu komið til messunnar í Grimsby en það sýndi hug íslendinga til kirkjunnar. Athöfnin í Grimsby var á margan hátt mjög merkileg því þar þjónuðu bæði biskup ensku biskupakirkj- unnar í Grimsby og svo séra Ólafur Skúlason fyrir altari og kvaðst bisk- up ekki vita til þess að biskupar frá þessum tveim kirkjum hefðu áður messað saman. „Það hafa verið við- ræður í gangi í nokkurn tíma milli margra mótmælendakirknanna og þessi athöfn er gott dæmi um góð- an árangur slíkra funda. í fyrstu voru viðræðurnar að mestu leyti um þá hluti sem sundruðu kirkju- deildunum en nú hefur sú stefna verið tekin að ræða um þá hluti sem sameini kirkjunnar menn. Það hefur borið góðan ávöxt og ég hef trú á því að samskiptin eigi eftir að auk- ast enn meir í framtíðinni," sagði biskupinn. Séra Ólafur sagði að honum fyndist mikilvægt að halda tengsl- um við söfnuði erlendis. Reyndar væru nú einungis tveir íslenskir prestar starfandi utan íslands, í Kaupmannahöfn og svo í Englandi. Það væri hins vegar mikiivægt að fá fleiri til starfa, t.d. í Gautaborg þar sem mörg hundruð íslendingar eru við nám og störf. Þetta væri hins vegar alltaf spurning um pen- inga og þar væri kirkjunni, eins og reyndar fleiri opinberum stofnun- um, þröngt skorinn stakkur. leikhúss og 129 milljónir vegna rekstraruppgjörs Ríkisspítala. Friðrik Sophusson sagði að greiðslur vegna búvörusamningsins á árunum 1992 til 1997 væru sam- tals metnar á um 17 milljarða króna, þar af tæplega fimrn millj- arða án heimilda. „Það er skrifað undir þetta allt, 4,9 milljarða sem eru að mestu umfram tillögur sjö- mannanefndar, með fyrirvara um samþykki Alþingis. Fyrir þessu er engin heimild," sagði hann. „Það er heldur ekkert samþykki Alþingis á bak við 1.012 milljónir króna á næstu tíu árum í framhaldsskóla.“ Friðrik sagði Alþingi ekkert hafa ijallað heldur um 524 milljóna króna greiðslur, sem ríkisstjórnin, fjármálaráðherra og/eða fjárveit- inganefnd hafi gefið fyrirheit um að leitað yrði heimildar fyrir í fjáraukalögum fyrir árið 1991. Hann var spurður hvort ný ríkis- stjórn hygðist eða gæti afturkallað einhveijar þessara útgjaldaákvarð- ana fyrri stjórnar. „Það sem ekki hefur verið borið undir Alþingi hef- ur í raun enga skuldbindandi þýð- ingu, en við þann vanda sem nú er við að glíma þarf að skoða þessi mál og öll önnur útgjaldaáform ríkisins til að draga úr lánsfjárþörf- inni og reyna að ná aftur efnahags- legum stöðugleika, sem fráfarandi ríkisstjórn hefur leynt og ljóst graf- ið undan," sagði Friðrik Sophusson. Aðlögun íslensks efnahagslífs að evrópska markaðnum: Heildaráhrifin j ákvæð fyrir afkomu ríkissjóðs - segir í skýrslu fjármálaráðuneytisins MARGT bendir til þess að aðlögun íslensks efnahagslífs að evrópska markaðnum muni hafa jákvæð áhrif á afkomu ríkissjóðs þegar á heild- ina er litið. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu fjármálaráðuneytisins um Evrópu 1992 og ríkisfjármálin. Þar segir ennfremur að aðlögun sé óhjá- kvæmileg, án tillits til þess hvort um aðild að EES eða EB verði að ræða og að aðiögunin muni hafa í för með sér lækkun ríkisútgjalda og agaðri hagstjórn með auknum kröfum til ríkisfjármála. í skýrslunni segir að áhrif aðlög- unarinnar komi fram bæði í auknum tekjum ríkisins vegna meiri umsvifa í efnahagslífinu og í sparnaði í ríkisútgjöldum. Þessi áhrif gætu mælst á bilinu 4-6 milljarðar króna þegar upp er staðið eða sem svarar til 1-1,5% af landsframleiðslu. Ekki er í skýrslunni tekin afstaða til þess hvort hagsmunum íslands sé betur borgið með eða án aðildar að evrópska efnahagssvæðinu (EES) eða Evrópubandalaginu (EB). Geng- ið er þó út frá þeirri forsendu að íslenskt efnahagslíf þurfi fyrr eða síðar að laga sig að breyttum aðstæð- um í Evrópu, hvort sem er innan eða utan viðskiptabandalaga. „Annars verður hætta á stöðnun í atvinnulífi hér á landi líkt og gætt hefur innan Evrópubandalagsins og sem beinlínis varð tilefni 1992-áætlunarinnar,“ segir í skýrslunni. Fram kemur að samsetning skatta hér á landi gæti breyst í veigamiklum atriðum við aðlögun að skattkerfum annarra Evrópuríkja, þessi aðlögun sé reyndar þegar hafin með upptöku staðgreiðsluskatts og virðisauka- skatts og fyrstu skrefum í endur- skoðun skattlagningar fyrirtáekja. Rætt er um að næstu skref í átt til aðlögunar gætu orðið frekari að- lögun tekjuskatta fyrirtækja með breikkun á skattstofni og lækkuðu skatthlutfalli. Þá segir að huga þurfi að skattlagningu fjármagnstekna til samræmis við það sem gildir í öðrum löndum og í tengslum við það að endurskoða álagningu eignarskatta með það fyrir augum að koma í veg fyrir tvísköttun. „Lokaskrefið í þess- um áfanga gæti síðan orðið að lækka neysluskatta, en þar vegur virðis- aukaskatturinn þyngst,“ segir í skýrslunni. Um lækkun ríkisútgjalda segir að heildaráhrif aðlögunar gætu numið 1-2,5 milljörðum króna. Sparnaður- inn komi einkum fram í auknu að- haldi að ríkisstyrkjum til atvinnu- vega, aukið frelsi í viðskiptum með landbúnaðarvörur og meiri hag- kvæmni í búrekstri gæti einnig skilað sér í lægra búvöruverði og þannig dregið úr þörf fyrir niðurgreiðslur og sagt er líklegt að vextir lækki þegar fram í sækir vegna áhrifa innri markaðarins, sömu áhrif hafi opnun íslenska fjármagnsmarkaðarins. í skýrslunni segir að aukið efna- hagssamstarf við Evrópuríkin þrengi svigrúm til sjálfstæðrar gengisstefnu og aukið frelsi l’jármagnsfíutninga milli landa takmarki hagstjórnar- möguleika á sviði peningamála. Meiri kröfur verði þá gerðar til ríkisfjár- mála sem hagstjórnartækis til að bregðast við sveiflum í þjóðarbú- skapnum heldur en nú er. Þá segir að skattkerfið þurfi að vera sveigjan- legt til þess að stuðla að stöðugleika í efnahagslífinu. „Jafnframt þarf að ná betri tökum á útgjaldahlið ríkis- sjóðs og hverfa frá varanlegum hall^- rekstri. Hér hlýtur að koma til álita að takmarka yfírdráttarheimildir ríkissjóðs í Seðlabanka líkt og tíðkast víða í Evrópu. Með því gæti skapast nauðsynlegt aðhald að útgjalda- ákvörðunum stjórnvalda og um leið forsendur fyrir meira jafnvægi í þjóð- arbúskapnum," segir í skýrslu fjár- málaráðuneytisins. # Morgunblaðið/Björn Sveinsson Islandsmeistararnir í skólaskák þeir Þórleifur Karlsson og Jón Vikt- or Gunnarsson. Fjölmennasta skák- móti íslands lokið Egilsstöðum. JÓN Viktor Gunnarsson frá Reykjavík og Þórleifur Karlsson frá Akur- eyri urðu Islandsmeistarar í skólaskák, hvor í sinum aldursflokki. Ur- slitamótið fór fram í Fellabæ og kepptu þar 10 keppendur til úrslita í tveimur aldursflokkum. Keppni í skólaská hefst í febrúar ár hvert í öllum skólum landsins. Keppt er í tveimur aldursflokkum þ.e. 12 ára og yngri og 13-16 ára. Sigurvegarar úr hveijum skóla keppa síðan innbyrðis um titilinn sýslu- meistari. Sýslumeistarar keppa síðan sín á milli um titilinn kjördæmameist- ari. Kjördæmameistarar keppa síðan um Islandsmeistaratitlinn í skóla- skák. íslandsmótð í skólaskák er fjöl- mennasta og lengsta taflmót sem haldið er á Islandi. Að þessu sinni er áætlað að um 3.000 börn og ungl- ingar hafi tekið þátt í mótinu þar til nú í byrjun maí, þegar kjördæma- meistaramir 8 í hvorum aldursflokki komu saman og kepptu um íslands- meitaratitilinn. Til viðbótar einum kjördæmismeistara úr hverju kjör- dæmi fékk Reykjavík að senda auká- fulltrúa á mótið ásamt Austurlandi sem sá um framkvæmd mótsins. Úrslit mótsins urðu þau að Jón Viktor Gunnarsson frá Reykjavík sigi-aði í flokki 12 ára og yngri en hann er einungis 10 ára. I flokki 13 til 16 ára sigraði Þórleifur Karlsson frá Akureyri. — Björn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.