Morgunblaðið - 11.05.1991, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 11.05.1991, Blaðsíða 47
reei íam .íi auoAaflADUAj GiaAjaMuoflOM MÖRGUNBLAÐIÐ LAUGARDA'GUri Tí. llXf 199'f Sigurður fyrir tveimur árum og Guðríður á sl. ári, hve hugur Þórð- ar var æ hjá þeim og bróðurum- hyggjan var slík, að þess mun ég alltaf minnast. Hann hafði síma- samband við þau er til þekktu, oft á dag og á kvöldin, er starfið var úti, sat hann hjá þeim. Þannig var Þórður, hann var ávallt boðinn og búinn til hjálpar ef þess var einhver kostur. Það var mikið happ að hafa Þórð sér við hlið í því að flytja Skjala- safn Búnaðarbankans í rýmra hús- næði, hann var verklaginn og út- sjónarsamur og allt það sem hann tók sér fyrir hendur gekk upp ef svo má til orða taka. Mér finnst það æði stórt atriði, að samstarfsmenn séu þannig, að þegar stijálar stundir gefast frá starfi og kaffibollinn er við hönd- ina, að hægt sé að ræða við þá um þau ýmsu málefni, sem bera hæst á hveijum tíma, og kannski ennþá frekar það sem löngu er liðið — og Þórður var þannig, að það var æði gaman að tala við hann. Hann var fróður, minnugur og skemmtilegur. Það voru mjög margar sögurnar, sem hann sagði mér af Snæfells- nesi, en hann var venzlaður hinum frábæra klerki, séra Arna Þórarins- syni, og einmitt á Snæfellsnesi gjörðist margt. Þórði urðu það æði- mikil viðbrigði, er Skjalasafnið var flutt úr dimmum og óvistlegum kjallara við Síðumúlann í björt hús- akynni á Smiðjuvegi 4, sem ber hátt yfir og þaðan er víðsýnt. Ég minnist þess, að á einum fögrum sumardegi er sólin ljómaði á flóann og hin fögru fjöll á Snæfellsnesi hillti upp, þarna sáum við Hest, Skyrtunnu og Ljósuljöll, auk ann- arra íjalla, þá sagði Þórður: „Ég sé bara heim til mín héðan,“ og þetta var sagt af þeirri áherzlu, er einkennir þá sem unna sinni heima- byggð. Ekki er unnt að skrifa um Þórð utan að geta um áhuga hans á skák. Hann var góður skákmaður og þá á ég við þá sem á fínu máli eru kallaðir amatörar og hann hefði án efa sómt sér vel í einhverri sveit Búnaðarbankans. Á árunum milli 1930 og 1940 var starfandi sjóður í tengslum við Búnaðarbankann, sem nefndist Kreppulánasjóður. Skjöl tilheyrandi þessum sjóði voru geymd í aðal- viskusemi hans og hollusta við bæinn sinn. Eyjólfur byrjaði störf hjá Njarð- víkurbæ fyrst um 1960, þá um þriggja ára skeið. Hann kemur síð- an aftur til starfa hjá bænum 1976 og starfaði hér óslitið síðan til dauðadags. Starfsfólki Njarðvíkurbæjar er efst í huga við fráfall okkar góða samstarfsmanns þakklæti fyrir ánægjuleg kynni og þakklæti fyrir að hafa haft svo mikla hetju sem hann var, en það sást best í bar- áttu hans við þann sjúkdóm sem dró hann að lokum til dauða. „Eitt sinn skal hver deyja“, segir í sálminum og við það verðum við dauðlegar manneskjurnar að sætta okkur. Bæjarstjórn Njarðvíkur og starfsfólk Njarðvíkurbæjar kveðja góðan dreng, sem var okkur góður og tryggur félagi. Megi minning hans lifa. Við vottum aðstandend- um hans okkar dýpstu samúð. F.h. Njarðvíkurbæjar, Kristján Pálsson, bæjarstjóri. Á liðnum vikum, þegar vorið var að tylla tánum á landið og vekja líf við hvert fótmál, háði Eyjólfur fé- lagi minn og samstarfsmaður snarpa en stutta lokabaráttu, sem hann var dæmdur til að tapa. Nú þegar leiðinni er lokið finnst mér tíminn síðan Eyjólfur gekk að verk- um sínum með ákafa og dugnaði ótrúlega stuttur. Eftir á að hyggja mun það þó vera nærri tvö ár, sem liðin eru frá því hann fyrst kenndi sér meins. Leiðir okkar Eyjólfs lágu fyrst saman þegar hann réðst til starfa hjá Njarðvíkurhreppi upp úr 1960 sem vinnuvélastjóri. Samstarf okk- ar í það sinn stóð áðeins í nokkur misseri þar sem Eyjólfur kaus_ þá að hverfa til annars starfa. Árið 1976 kom Eyjólfur svo aftur til 0É 47 banka Búnaðarbankans og hafði Þórður oft á orði, að það væri gam- an að hafa þessi skjöl á Skjalasafn- inu, en vegna þess að ýmislegt ann- að þurfti að ganga fyrir varð ekki úr því fyrr en nú á allra síðustu dögum. Þegar ég heimsótti Þórð, þá helsjúkan, sagði ég honum frá því, að þessi skjöl væm komin til okkar, hann sagði þá, „það hefði verið gaman að líta á þau“, en því miður varð það ekki. Við ræddum um þessi skjöl og hann sagði, að líklega væru þessir pappírar jafn- verðmætir og Jarðabók Árna Magn- ússonar og Páls Vídalín, því að þarna er nákvæm skrá yfir allar jarðir og ábúendur, er þá voru á landinu, svo og efnahag hvers og eins. Þórður Áskell Magnússon fædd- ist 29. desember 1922 að Mikla- holti í Miklaholtshreppi í Hnapp adalssýslu. Hann stundaði fyrst nám við héraðsskólann í Reykholti, en lauk síðan kennaraprófi frá Kennaraskólanum. Hann kenndi í Miklaholts- og Eyjaskólahverfi, síð- ar í Reynis- og Deildarárskóla- hverfi í V-Skaftafellssýslu, við Mýr- arhúsaskóla og síðan alla tíð frá 1948 við Austurbæjarskólann í Reykjavík. Þórður var tvíkvæntur, fyrri kona hans var Hrefna Sigríður Bjarna- dóttir, sem er látin, og síðari kona er Sigurlaug Siguijónsdóttir, sem lifir mann sinn og annaðist hann af alúð í hinum miklu þrautum allt þar til yfir lauk. Þórður átti ijögur börn með hvorri konu og eru barnabörn og barnabarnabörn orðin mörg. Nú kveð ég með söknuði minn góða vin og samstarfsmann, þakka honum af öllu hjarta fyrir góðar samverustundir innan um gömul og lúð blöð, sem geyma lítið brot af sögu þjóðar okkar. Ég bið þann hæsta að styrkja ekkju hans, börn og aðra aðstand- endur í sorg þeirra — þar er góður drengur genginn. Hnildór Ólafs- Kveðja: * Finnbogi A. Þor- steinsson frá Haugum Fæddur 16. febrúar 1923 Dáinn 20. apríl 1991 Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Við þökkum kærum frænda okk- ar, Finnboga Ástvaldi, fyrir sam- verustundir liðinna ára. Útför hans fer fram í dag, 11. maí, frá Stafholtskirkju kl. 14. Snorri, Magga, Bjarney, Emma, Steini og fjölskyldur. starfa hjá sveitarfélaginu og starf- aði þar til dauðadags. Mest af þeim tíma var liann að- stoðarverkstjóri og auk þess kom það í hans hlut að sjá um eftirlit og viðhaldsvinnu við vatnsveituna. Það leiddi af sjálfu sér af sam- starf okkar varð mikið og náið þar sem ég var mestan hluta þessa tíma verkstjóri á sama vinnustað. Eyjólfur var fæddur árið 1930. Fyrstu minningar hans um lífsbar- áttuna voru því frá erfiðustu árum kreppunnar. Bernskuheimkynni hans voru í Staðarhverfinu, útróðr- arstað vestan Grindavíkur. Lífsbar- áttan þarna var hörð og afkoman byggðist á sjósókn frá hafnlausri strönd og nýtingu þeirra fátæklegu landgæða sem þarna er að finna. Þetta hverfi er nú löngu fallið úr byggð og tímans tönn eyðir smátt og smátt ummerkjum um það mannlíf sem þar var fyrr á öldinni. Ungur að árum fluttist Eyjólfur til Keflavíkur. Svo sem títt var á þeim árum byrjaði hann fljótt að vinna hveija þá vinnu sem bauðst. Fyrst ýmsa almenna verkamanna- vinnu, síðar var hann um tíma að- stoðarmaður í rafiðnaði, olíubílstjóri og vinnuvélastjóri svo nokkuð sé nefnt. Hann aflaði sér réttinda sem vélstjóri á fiskiskipum og gegndi því starfi dijúgan hluta starfsæv- innar. Eyjólfur var sérlega samvisku- samut' starfsmaður. Hann gætti þess af árvekni að hagsmunir þess sem hann starfaði fyrir væru ekki fyrir borð bornir. Hann lagði sig fram um að gjörnýta allt það efni sem hann átti að vinna úr og þótti vinnufélögum iians stundum nóg um nýtnina. Kannski hafa þarna verið að verki áhrif frá kreppuárun- um í Staðarhverfinu. Þar buðu lífs- kjörin ekki upp á bruðl. Hjá Njarðvíkurbæ féll það oft í hlut Eyjólfs að taka nýliða í vinnu- flokk sinn og kenna þeim vinnu- brögð, sem þeir þekktu ekki til áð- ur. Þetta var og er vandasamt starf, en Eyjólfur leysti það vel af hendi og þessir ungu menn urðu oft góð- ir kunningjar hans. Eyjólfur var maður bóngóður og greiðvikinn, ætíð reiðubúinn að annast ýms viðvik fyrir vini og vinnufélaga og spurði þá ekki að verðlaunum. Var reyndar enginn kröfugerðarmaður fyrir eigin hags- muni. En lífið var meira en starf, líka gáfust frístundir sem Eyjólfur nýtti með ýmsum hætti. Hann hafði gam- an af ferðalögum og veiðiskap og það var venja okkar og nokkurra annarra kunningja að skreppa í stangveiði saman einu sinni eða tvisvar á sumri. Þar var hann glað- ur á góðri stund, sagði frá skopleg- um atburðum frá liðnum tíma og kunni margar hnyttnar vísur. Eyjólfur var áhugasamur félagi í Stangveiðifélagi Keflavíkur og ætíð reiðubúinn að leggja fram starf við byggingu veiðihúsa og ýmsar aðrar framkvæmdir. Að sjálfsögðu gáfust einnig hlé á vettvangi vinnunnar, m.a. kaffi- tímarnir. Það var margt rætt á kaffistofunni eins og gengur og tók Eyjólfur jafnan mikinn þátt í þeim umræðum. Hann setti gjarnan fram skarpar skoðanir og lét sinn hlut hvergi í deiium enda stálminnugur og fylgdist vel með gangi þjóðmála. Segja má að hver vinnustaður sé samfélag út af fyrir sig og hafi sínar sérstöku hefðir og einkenni. Vinnustaður okkar hjá Njarðvík- urbæ hefur nú breytt um svip. Sá samviskusami dugnaðarmaður Eyj- ólfur Vilmundsson kemur ekki oftar til starfa. Við sem lengi höfum starfað við hlið hans söknum góðs félaga og finnst tómlegt um sinn. Börnum Eyjólfs og öðrum að- standendum sendi ég samúðar- kveðjur. Sigmar Ingason Þú ert öruggur með Atlas Copco FYRIRLIGGJANDI í VERSLUN OKKAR: Loftþjöppur, lofthamrar, handverkfæri, borstál, borkrónur, málningarsprautur, sandblásturstæki, loftstýribúnaður, loftstrokkar og margt fleira. Fullkomin varahluta- og viðgerðarþjónusta. EINKAUMBOÐ Á ÍSLANDI: LANDSSMIÐJAN HF. VERSLUN: SÖLVHÓLSGÖTU 13.101 REYKJAVlK SlMI (91) 20680 • TELEFAX (91) 19199 Loftþjöppur NUDDPOTTAR ÍSLENSKIR OG AMERÍSKIR í miklu úrvali - Verð fró kr. 75.000,- Allur búnaður fyrir vatns og loftnudd, auk annara fylgihluta: * * * * Hreinsitæki og hringrósardælur Ljós og dælurofar Yfirbreiðslur Vatns og loftnudd Allur fittings og tengihlutar Við bjóðum einungis AKRYL nuddpotta því AKRYL er eina varanlega efnið sem stenst íslenska veðróttu og vatn. 10 óra þekking - sala - og þjónusta. Leitið tilboða! Gerið gæða og verðsamanburð Opið laugardaga K.AUÐUNSSON HF. Sérverslun meö hreinlætistæki Grensásvegi 8 - Sími: 686088 NÝR DAGUR. SÍA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.