Morgunblaðið - 11.05.1991, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 11.05.1991, Blaðsíða 48
 Jón Hallgríms- son - Minning Fæddur 21. október 1944 Dáinn 3. maí 1991 Svo örstutt er bil milli blíðu og éls og brugðist getur lánið frá morgni til kvelds. En gott átt þú, sál hver, sem Guð veitir frið, þó gæfan þín sé hverful um veraldar svið. (Matthías Jochumsson) Það eina sem telja má vissu í lífi okkar mannanna er dauðinn, en alltaf kemur hann samt óþægilega við okkur og aldrei erum við alveg tilbúin að taka heimsókn hans. Frá- fall Jóns Hallgrímssonar var hér engin undantekning. Það tekur stund að átta sig á því að vinur hefur verið brott kvaddur en frest fáum við engan þegar kallið kemur. Jón fæddist 21. október 1944 á Akureyri og voru hann og tvíbura- bróðir hans, Indriði, elstu synir þeirra Hallgríms Indriðasonar og Lilju Jónsdóttur sem lengst bjuggu á Kristsnesi og unnu við hælið þar. Önnur böm þeirra em Kristín, sem búsett er í Reykjavík, Hólmgeir sem býr í Mývatnssveit og Helga sem býr í Hvammi í Eyjafirði. Indriði lést árið 1979 langt um aldur fram og nú hefur Jón verið kallaður. Þeir bræður voru alla tíð mjög sam- rýndir, og varla var Nonni svo nefndur að Diddi fylgdi ekki ein- hvers staðar með. Og nú höfum við séð eftir þeim báðum yfir móðuna miklu. Þótt leiðir þeirra bræðra skildu þegar Indriði fór í Menntaskólann á Akureyri en Jón á Bændaskólann á Hvanneyri, var samband þeirra bræðra mjög náið og kært. Hugur Jóns stefndi til þess að gerast bóndi enda var hann mikill dýravinur og leið vel í kyrrð sveitarinnar. Eftir stutta búsetu á Reykhúsum varð hann fyrir alvarlegu dráttarvélar- slysi sem gerði honum heilsufars- lega ómögulegt að stunda búskap. Alltaf átti sveitin þó í honum sterk ítök. Árið 1968 gekk Jón í hjónaband með Sólveigu Guðmundsdóttur, sjúkraliða, og eignuðust þau þijár dætur, Lilju, f. 1968, sem gift er Birni Erlendssyni og eiga þau eina dóttur, Sólveigu Evu; Ingu Völu, f. 1969, sem lýkur stúdentsprófi frá MA í vor; og litlu Höllu Ólöfu sem nú er aðeins fjögurra ára. Þau Sól- veig og Jón hafa alla tíð verið mjög samhent og heimili þeirra í Dals- gerði opið gestum og gangandi. Jón var glaðlyndur og höfðingi heim að sækja. Hjá þeim var bæði húsrúm og hjartarúm enda bæði mjög gest- risin. Þegar samferðamenn eru kvaddir hinstu kveðju leitar hugurinn ósjálfrátt til baka og menn festa augu á minningarbrotum úr sam- eiginlegri ævisögu. Ég sé fyrir mér þá bræður, Indriða og Jón, á góðum degi með bernskuvinum sínum úr Eyjafirðinum, kringum borðið í Dalgerði að spila á spil. Það er hleg- ið hátt og hláturinn er einlægur og smitandi. Glettnin og kátínan ríkir. Ég sé Jón við orgelið eða með harm- oníkuna. Það er sungið margraddað enda þeir bræður báðir tónelskir og höfðu yndi af söng. Þetta var góður og notalegur félagsskapur. Þessar minningar eru gefandi, þær eru það sem þessir elskulegu bræð- ur gáfu samferðamönnum sínum af auðlegð hjarta síns. Orð eru alltaf lítils megnug þeg- ar stór áföll verða í lífi okkar. En þau eru eina tjáningarformið sem okkur er tiltækt á svona stundum og því sendum við Hallgrímur að- standendum Jóns okkar innilegustu samúðarkveðjur. Við biðjum Guð að styrkja Sólveigu og dæturnar, foreldra og systkini og samferða- menn Jóns sem misst hafa góðan vin. Öll eigum við sameiginlega minninguna um þennan óeigin- gjarna, ljúfa mann sem gladdi sam- ferðamenn sína og breiddi um sig birtu hvar sem hann fór. Guð blessi minningu Jóns Hall- grímssonar. Sigrún Klara Hannesdóttir og Hallgrímur Indriðason. Þegar vinir kveðja þennán heim streyma minningarnar gegnum huga okkar sem eftir lifum. Ein af annarri birtast þær ljóslifandi fyrir hugskotssjónum okkar, og við trú- um því vart að þessu sé lokið og við fáum ekki fleiri í minningasjóð- inn. Við höfum svo óendanlega margs að minnast frá næstum 19 ára sam- veru hér í Dalsgerði 1, með Jóni Hallgrímssyni, sem við erum að kveðja. Þær minningar eru allar ljúfar og góðar. Oft var glatt á hjalla og mikið sungið þegar Jón mætti í hópinn með harmonikkuna. Hann spilaði líka á orgel, enda var' hann músíkalskur, hafði góða söng- rödd og söng í kórum. Ilann hafði yfirleitt unun af allri tónlist. Við minnumst líka skemmtilegu „húsferðalaganna" sem við fórum í. Þá var Jon ómissandi með harm- onikkuna. Oft var setzt niður við tjaldstaðinn ef veður var gott að kvöldi og kveiktur varðeldur, þar sem ungir og gamlir hófu upp raust sína í kvöldkyrrðinni við undirleik Jóns. Oftast var hann glaður og kátur, með hnyttin tilsvör á vörum, sem urðu fleyg Iengi á eftir, innan þessa kunningjahóps. En Jon átti sínar erfiðu stundir. Ef til vill erfiðari en við gerðum okkur grein fyrir, og hörmum það, að hafa ekki getað orðið honum meira að liði. Fyrir rúmum 20 árum lenti hann í alvarlegu slysi, og er sennilegt að hann hafi búið að afleiðingum þess, allar götur síðan. Þá voru þau ný- lega gift, Sólveig Guðmundsdóttir og hann, og byijuðu að búa á Reyk- húsum í Eyjafírði, hann útskrifaður búfræðingur frá Hvanneyri. Þá var Sólveig ófrísk að næstelztu dóttur- inni, svo þetta hefur vierð erfið lífs- reynsla fyrir komunga konu. En hún stóð við hlið hans í gegnum alla erfíðleika og veikindi eins og klettur og hjálpaði honum eftir mætti. Eftir þetta hættu þau búskap og fluttu til Akuréyrar. En sveitin átti alla tíð mikil ítök í Jóni. Hann hafði gaman af skepnum og var um ára- bil afleysingamaður hjá Búnaðar- sambandinu. Þá var stundum sagt, bæði í gamni og alvöru, að hann væri jafnvígur á að leysa af hólmi bændur sem húsfreyjur á bæjum, því hann var einstaklega húslegur í sér og þar að auki fádæma hjálp- samur maður. Oft sást Jon með svuntu heimafyrir við matargerð og bakstur, til að létta undir með Sólveigu, sem vann alltaf mikið utan heimilisins. Þau eignuðust 3 dætur. Elzt er Lilja, sem er flutt að heiman. Henn- ar maður er Bjöm Erlendsson frá Hjalla í Reykjavík og eiga þau 2 litlar telpur. Næst er Inga Vala, trúlofuð Ingólfí Samúelssyni, sem er Akureyringur. Halla Ólöf, heitir þriðja dóttirin. Hún er langyngst, aðeins 4ra ára og augasteinn pabba síns. Foreldrar Jóns eru hjónin Lilja Jónsdóttir og Hallgrímur Indriða- son. Þau hafa áður orðið fyrir þeirri sáru sorg að missa son í blóma lífs- ins, vel gefinn og góðan dreng. Hann hét Indriði og var tvíbura- bróðir Jóns, og hefur bróðurmissir- inn óefað gengið nærri Jóni þó hann bæri harm sinn í hljóði. Við vottum Sólveigu, dætrunum, foreldrum hans, svo og öðrum úr fjölskyldunni okkar dýpstu samúð, og biðjum um styrk til þeirra í sorg- inni. Söngurinn og hláturinn er hljóðnaður í Dalsgerði 1, í bili. Sagt er að tíminn lækni öll sár, a.m.k. mildi. Það hefír fyrr verið sam- einazt með tár á kinn, hér í þessu húsi. En kannski sorgin sameini ekkert síður en gleðin. Minningin um góðan og hjarta- hlýjan dreng lifír áfram og hugur okkar mun fylgja honum um bjart- ari heima. Þér fylgi guð til friðarins landa, fylgd’ann þér yfir dauðans haf, og blessa mun þinn eilífa anda alheimsins guð, sem lífið þér gaf. Við kveðjum þig. Á ströndinni störum, stöðugt þig munum, hvert sem við fórum. (Sig. Sv.) Gömlu vinirnir í Dalsgerði 1. Leiðrétting* Þau mistök urðu í minningar- grein um Friðrik Guðjónsson út- gerðarmann á bls. 56 í fimmtudags- blaði að undirskrift misritaðist. Hið rétta er að Björn Dúason ritaði þessa minningargrein. Beðist er velvirðingar á þéssum mistökum. t Fósturmóðir mín, tengdamóðir og amma okkar, GUÐFINNA GUÐMUNDSDÓTTIR frá Finnbogastöðum, andaðist á Hjúkrunarheimilinu Seli, Akureyri, 8. maí. Hulda Þórarinsdóttir, Gyða Þ. Halldórsdóttir, Halldór Arason, Ari Halldórsson. t Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐNI SIGURÐSSON, Háa-Rima, Þykkvabæ, lést 9. maí á Sjúkrahúsi Suðurlands. Jóna K. Guðnadóttir, Guðrún Guðnadóttir, Sigríður F. Guðnadóttir, Sigurður Guðnason, Guðjón Guðnason, Sigvaldi Ármannsson, Guðlaugur Árnason, Benedikt Júliusson, Jóhanna Hallgrímsdóttir, Magnea Gestsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær móðir mín, amma og langamma, ÁSDÍS ÞÓRKATLA MAGNÚSDÓTTIR, Hörgatúni 7, Garðabæ, verður jarðsungin frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði mánudaginn 13. maí kl. 15.00. Helga María Guðmundsdóttir, Guðmundur Ó. Hafsteinsson, Jón Júlíus Hafsteinsson, Gunnar R. Hafsteinsson, Ásdís Þ. Hafsteinsdóttir, Hafsteinn V. Hafsteinsson, G. Auður Hafsteinsdóttir, og barnabarnabörn. Lusille Yvette Mosco, Bára Jónsdóttir, Grétar B. Sigurðsson, Sigríður K. Þórisdóttir, Ágúst Grétarsson t Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát eiginkonu minnar, móður, tengdamóður, ömmu, tengdadóttur og systur, SIGRÍÐAR INGIBJARGAR HANNESDÓTTUR, Hlíðavegi 50, Ólafsfirði. Garðar Guðmundsson, Halldóra Garðarsdóttir, Maron Björnsson, Guðmundur Ólafur Garðarsson, Þuríður Sigmundsdóttir, Ólöf Garðarsdóttir, Barði Jakobsson, Hannes Garðarsson, Steinunn Aðalbjarnardóttir Ólöf Ingimundardóttir, Svandís Hannesdóttir, Hólmfriður Hannesdóttir, María Hannesdóttir, Ólafur Karlsson og barnabörn. t Elskuleg systir mín og móðursystir, SIGRÚN M. SCHNEIDER, Reynimel 51, andaðist á heimili sínu miðvikudaginn 8. maí. Lydia Schneider Jörgensen, Valgarð Jörgensen, Guðrún Barbara Tryggvadóttir, Guðjón Sigurbjartsson. t Áskær eiginmaður minn, faðir, sonur, bróðir og mágur, JOHN FLEMMING HANSEN, Austurbrún 4, Reykjavík, er látinn. Að ósk hins látna hefur minn- ingarathöfn farið fram. Sérstakar þakkir eru færðar Kjartani Magnússyni og starfsfólki á K-deild Landspítalans. Fjóla T rygg vadóttir, Mette Goth Hansen, Edyth M. Hansen, Ove Hansen, Kirsten Hansen, Povl Hansen, Anne Isaksen, Jan Isaksen. t Elskuleg móðir, fósturmóðir, tengdamóðir, amma og langamma okkar, ÁGÚSTA GUÐRÚN ÁRNADÓTTIR, Hábæ, Þykkvabæ, verður jarðsungin frá Hábæjarkirkju í dag, laugardaginn 11. maí, kl. 15.00. Þeim, sem vilja minnast hinnar látnu, er bent á minningarsjóð Hábæjarkirkju eða Hjúkrunarheimilið Skjól. Arný Elsa Tómasdóttir, Halldóra Óskarsdóttir, Jóna Birta Óskarsdóttir, Sigurlín S. Óskarsdóttir, Margrét Júlíusdóttir, barnabörn og langömmubörn. Valdimar Jónsson, Tómas Guðmundsson, Gísli Jónsson, t Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð, vináttu og studdu okkur á allan hátt við andlát og útför ÞÓRÓLFS EGILSSONAR, rafvirkjameistara, ísafirði. Guðrún Gísladóttir, Egill Þórólfsson, Þórgunnur Þórólfsdóttir, Halldór Þórólfsson, Sigrún Þórólfsdóttir, Gísli Örn Þórólfsson, Petrea Hallmannsdóttir, Magnús Árnason, Þórný Heiðarsdóttir, Björgvin Árnason, Aðalheiður Jónsdóttir og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.