Morgunblaðið - 11.05.1991, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 11.05.1991, Blaðsíða 56
56 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. MAÍ 1991 1 t H€EAAim Ég var hættur að þora út. á kvöldin þar til ég fékk ’ann ... 529 Ég gleymdi lyklinum og skellti mér bara inn um gluggann, vina mín ... HÖGNI HREKKVfSI Fljúgandi furðuhlutir 'Trékyllisvík: Einkennilegur ljósa- gangur við Drangaskörðl _ Trékyllisvík. ÁREIÐANLEGUR madur hér í sveit kvaðst hafa orðið var við einkennilegan Ijósagang yflr Drangaskörðum fyrr í mánuðin- uin. í fyrstu sagðist hann hafa veitt Ijósunum litla athygli, en við nánari athugum fannst honum sem Ijósin færu ýmist upp eða niður eða út til hliðar. Þegar þetta hafði gengið nokkra stund fóru ijósin að blikka og skipta iitum. Maðurinn, sem ekki vill láta nafn síns getið, fyígdist með t ljósagangi þessum í um 20 mínútur I áður en þau lyftust til lofts með i miklum hraða og hurfu síðan út fyr- ir sjóndeildahringinn. Maðurinn , sagðist ekki vera hjátrúarfuilur en j sagðist ekki treysta sér til að út- j skýra þetta.„ Ætli þetta hafi ekkij verið flugdiskur", sagði hann hlæj-] andi að lokum. _ v. Hansen. Margir menn halda á lofti þeirri kenningu, að fljúgandi furðuhlutir hafi heimsótt jörðina fyrir þúsund- um ára, og séu enn á sveimi á meðal jarðarbúa. Menn hafa þá séð þess greinileg dæmi í heilagri ritn- ingu, Biblíunni, að hún styður þessa kenningu með afbrigðum vel, í ljósi nútímatækni. Margir berorðir ritn- ingarstaðir tala um Drottin á himn- um, engla hans og hersveitir. Minnst er á leiftur, hjól, vængja- þyt, gný, hark frá hjólum, dunur, hönd Drottins, dýrð Drottins, eyð- ingarverkfæri, kerúba, serefa og hvirfilbylji. Vísa ég í fyrstu 11 kafla í spádómsbók Esekíels. Margir lesendur Biblíunnar hafa velt því fyrir sér hvort æðri vits- munaverur hafi heimsótt jörðina, vegna þess að hún gefur það til kynna á mörgum stöðum. Auk þess hefur fjöldi fólks orðið vart við fljúgandi furðuhluti og verur þær eða engla sem þeim fljúga. Fólk sem aldrei hafði séð farartæki sem flýg- ur á vængjum vindsins gat ekki með nokkru móti skilgreint slík fyr- irbæri á annan hátt en það gerði. Það talaði um eldlega vagna, dýrð Drottins og eirfugla. Þessi fyrir- bæri vorou þekkt um víða veröld og þurfum við Islendingar ekki að leita lengra en til trúar fornmanna landsins okkar Islands, sem voru flestir ásatrúar og trúðu á Þór, sem ók um himininn í vagni sínum með miklum látum. Einnig ber að geta þess að fólk um allan heim er enn þann dag í dag, að sjá þessa far- kosti annarra heima, og margir menn hafa átt þess kost að komast í náin kynni vð þessar verur, sem við getum allt eins kallað engla. Mannkynið virðist hafa seilst í tæknifróðleik þessara vitsmuna- vera, og smíðað sér farartæki, sem í augum englanna eru frumstæð mjög, á borð við Concord, Appolo og nú síðast geimskutluna. Með þessum skrifum er ég á engan hátt að boða guðleysi, eða ráðast á kristindóminn. Hins vegar kann kirkjunni að finnast að sér vegið, þar sem þessa kenningu er ekkiað finna í kenningum kirkjunn- ar. Ég vil þá svara því til, að kirkj- an sé, eins og margir vilja halda fram, á eftir sinni samtíð, og vilji með engu móti skoða þennan mögu- leika, þó svo að nútímatækni hafi varpað nýju ljósi á frásagnir hinnar heilögu bókar. Ef ég fer hins vegar með rangt mál, þá bið ég Guð og alla kristna menn afsökunar á villu minni. Að lokum vil ég vitna í orð Jesú Krists í Jóhannesarguðspjalli: „Því ég hef stígið niður af himni.“ (6:38.) „Þér eruð af þessum heimi, ég er ekki af þessum heimi.“ (8:23.) „Þegar ég er farinn burt og hef búið yður stað, kem ég aftur og mun taka yður til mín, til þess að þér séuð þar sem ég er.“ (14:3.) P.S. Samanber fréttina í Morgun- blaðinu 23. desember 1990, þá hræðist fólk að láta nafns síns get- ið af ótta við að vera ekki álitið með öllum mjalla. Slíkum þanka- gangi þarf að breyta. Einar Ingvi Magnússon Uppvakningar — at- hyglisverð kvikmynd Það vakti furðu mína er ég las í sunnudagsblaðinu 28. apríl hversu léleg aðsókn hefur verið að kvik- myndinni Uppvakningarnir sem sýnd er í Stjörnubíói um þessar mundir, þetta er mynd sem allir hefðu gott af að sjá, sérstaklega aðstandendur Parkinsonsjúklinga. Hún lýsir á raunsæjan hátt þeirri sálarkvöl sem Parkinsonsjúklingar líða. Robert De Nire sem leikur sjúklinginn og Robin Williams sem .leikur læknirinn fara á kostum í túlkunum sínum á þessum mönn- um. Ég er Parkinsonsjúklingur sjálfur og lifði mig inn í hveija sekúndu myndarinnar vegna reynslu minnar á sjúkdómnum. Þarna kemur ýmis- legt fram, svo sem skilningsleysi fordóma og neikvæðni margra og jafnvel sumra lækna á eðli sjúk- dómsins. Ég held að Parkinsonsam- tökin ættu semja við forráðamenn Stjörnubíós að fá sýningar fyrir meðlimi samtakanna og aðstand- endur þeirra og yfirleitt alla sem þurfa að umgangast sjúklinga með heilaskaða. Um leið og ég vil þakka forráða- mönnum Stjörnubíós fyrir að taka þessa kvikmynd til sýningar, hvet ég alla sem málefnið skiptir til að fara og sjá þessa frábæru mynd, því hún er svo sannarlega lærdóms- rík fyrir alla. Með fyrirfram þökk fyrir birtinguna. Parkinsonsjúklingur Víkverji Víkveiji þurfti nýlega að fara á slysavarðstofuna með ungan vin sinn, sem datt og hlaut höfuð- högg, sem ekki reyndist alvarlegt sem betur fer. Víkveiji dvaldist vegna þess á slysavarðstofunni í tæpa þijá klukkutíma. Svo er guði fyrir að þakka að Víkveiji þarf ekki oft að stíga inn fyrir dyr slysavarð- stofunnar, en þennan tíma sem hann dvaldist þar varð hann vitni að afburða þjónustu sem starfsfólk- ið lét í té. Nærgætni, hlýja, vand- virkni og áreiðanleiki eru þau orð sem Víkverja koma helst í hug þeg- ar lýsa á viðmóti hjúkrunarfræð- ings, aðstoðarlæknis og læknis. Það , SKIPAPLOTUR-INNRETTINGAR PLÖTURí LESTAR SERVANTPLÖTUR SALERNISHÓLF BAÐÞIUUR ELDHÚS-BORÐPLÖTUR ' A LAGER -NORSK HÁGÆÐA VARA .SKIPAPLOTI m Þ.ÞORGRIMSSOW&CO Ármúla 29,-Múlatorgi - s. 38640 skrifar gerist ekki oft, að slík þjónusta nái til allra starfsmanna sem maður þarf að eiga viðskipti við á sama vinnustað. Oftast eru þeir sárafáir sem eru sér meðvitaðir um gildi góðrar þjónustu, og hinir miklu fleiri, sem vinna störf sín ákaflega þröngt afmörkuð. Þess vegna var svo gaman að vera vitni að því að allir þeir starfsmenn, sem hinn ungi vinur Víkveija og hann sjálfur, áttu samskipti við, voru samtaka um að veita afburða þjónustu. xxx T^jónusta er alls staðar mikilvæg. Jtr Það skipti ekki öllu máli hvort um er að ræða veitingahús eða sjúkrahús. Gamla skilgreiningin á þjónustu sjúkrahúsa felst í sjúk- dómsgreiningu og lækningu; það er sú „afurð" sem framleidd er á sjúkrahúsum og er óáþreifanleg í flestum tilvikum. Stjórnandi veit- ingahúss, sem þjálfar starfsmenn sína til að veita gestum góða þjón- ustu gerir það til að aukagildi þeirr- ar afurðar sem hann er að selja, máltíðarinnar. Starfsmenn sjúkra- húsa sjá ekki svona einfalt sam- h'engi milli -vinnu'sinrrai'; viðbótar- þjónustunnar og afurðarinnar. Sjúklingarnir eru að vísu skatt- greiðendur og eru í raun búnir að borga sjúkrahúsvist sína fyrirfram, eða eiga eftir að borga hana, eftir því á hvaða aldrei þeir eru. Aðsókn á sjúkrahúsin eykst ekki þó þjónust- an þar batni, en hins vegar borgar a.m.k. Víkverji skattana sína með glaðara geði en áður þegar hann hefur reynt góða þjónustu Borg- arspítajans. XXX Yíkveija finnst að borga ætti starfsfólki sjúkrahúsa, sem sýnir afburðaþjónustu í starfi, launaauka. Sum bandarísk sjúkra- hús hafa farið þá leið að veita ár- lega ákveðinni upphæð í sérstakan þjónustusjóð. Þeir sjúklingar sem fært geta rok fyrir kvörtunum sínum, hvort heldur er kaldur matur eða óeðlilega löng bið á slysavarð- stofu, fá síðan greitt úr sjóðnum. Það sem eftir verður af þessum sjóði um áramót fá starfsmenn greitt. Umbun fyrir vel unnin störf er ör- ugglega meira virði fyrir fyrirtæki og stofnanir en umbun fyrir mikla ■ vinnu:................. ''
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.