Morgunblaðið - 11.05.1991, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 11.05.1991, Blaðsíða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR 11. MAÍ 1991 KNATTSPYRNA Náttúrulækningafélagið í Hveragerði TUGIR MILLJÚNA TEKNAR UTUR REKSTRINUM Fjölskyldumar Hverjar eru þær? Eru þær til? Hverjir tala um þær? Og af hverju eru þeir alltafað tala um þær? Lánasjóður íslenskra námsmanna MILLJÓNASAMNING JJR GERDUR VID TENGDA- RETT FYRIR K08NINGAR Hvemig á að Ijúga, svtkja ogpretta en halda samt ærunni LeiObeiningar til karlmanna um drengskap á þessum síðustu og verstu timum. ÞJÓBLEIKHÚSIO KAOPIR LEIKRIT EFTIR 7J0DLEIKHÓ88TJÓRA Úlfúð í Þjóðleikhúsinu í kjöifar uppsagna PRESSAN Bernard Tapie: Óvenjulegur og umdeild- ur milljarða- mæringur ÁRIÐ 1986 var f ranska 1. deildarliðið Olympique Marseille illa statt fjárhagslega og ímynd þessa fornfræga félags hafði mikið látið á sjá síðan það var flaggskip franskrar knattspyrnu fyrir um 20 árum. Fall í 2. deild var hlutskiptið og áhangendur þess höfðu algerlega yfirgefið hið sökkvandi skip. Þá kemur fram á sjónarsviðið maður nokkur að nafni Bernard Tapie. Þá var hann tiltölulega óþekktur kaupsýslumaður en hann átti svo sannarlega eftirað setja mark sitt á þetta lið. Bernard Tapie erfæddur árið 1946 í fátækrahverfi í úthverfi Parísarborgar og er hann því fremur ungur miðað við öll umsvifin sem hann hefur í dag. Hann þurfti snemma að sjá fyrir sér og fljótlega varð Ijóst að strákur var lunkinn að græða peninga. Hann þótti glúrinn f að kaupa og selja fyrirtæki i matvælaiðnaði og varð stórauðugur á nokkr- um árum. Franz Beckenbauer, þjálfari heimsmeistara V-Þýskalands og ráðgjafi hjá Marseille, og Bernhard Tapie. Þeir félagar ferðast um á einkaþotu Tapie og þá er Tapie við stýrið. Hákon Gunnarsson skrifar Tapie hefur samt aldrei gleymt uppruna sínum og hann skipaði sér fljótt undir merki sósíalista og er hann á hraðri uppleið í flokki Mitterrands forseta sem ku hafa miklar mætur á honum. Umsvif Tapie í S- Frakklandi gerðu það að verkum að hann bauð sig fram til borgarstjórnar í Marseille, og stofnaði þar samtök sem berjast gegn kynþáttahatri. Flokkur Jean Marie Le Pen sem byggir stefnu sína á útlendingahatri, Front Natio- nal, hefur náð mikilli fótfestu í borginni þar sem er hæsta hlutfall araba frá N-Afríku í landinu. Þótt Tapie hafi tapað þeirri kosningu þótti hann standa sig vel og metn- aði hans á pólitíska sviðinu er hvergi nærri fullnægt, segja kunn- ugir. Marseille Evrópumeistari? En það er knattspyrnan sem hef- ur unnið honum mesta frægð og allir eru sammála um að hann er heilinn á bak við þetta albesta knattspyrnulið landsins. Franskt félagslið hefur aldrei sigrað í Evr- ópukeppni og þykir mörgum Frökk- um það súrt í broti þar sem þeir bera sig oft saman við Itali og þar er samanburðurinn óhagstæður svo ekki sé meira sagt. Marseille á góða möguleika á að verða fyrst franskra liða til að vinna Evrópubikarinn, en félagið leikur til úrslita gegn Rauðu Stjörnunni frá Júgóslavíu í Bari á Ítalíu 29. maí. Dæmdur í bann Fyrir skömmu dæmdi franska knattspyrnusambandið (Federation Francaise de Fooball — FFF) Bern- ard Tapie í 8 mánaða bann frá öll- um opinberum afskiptum af franskri knattspyrnukeppni. Ástæðan var sú að Tapie talaði ansi tæpitungulaust, sem hann reyndar gerir ávallt, en nú urðu franskir dómarar fyrir högginu og hann ásakaði þá um mútuþægni, heimsku og þaðan af verra. Þegar þessi dómur var kveðinn upp ákvað Tapie að standa upp og Leikmenn Marseille fagna. Þeir geta unnið deild og bikar í Frakklandi og Evrópukeppni meistaraliða. hætta afskiptum af fótbolta. Þá risu allir leikmenn Marseille upp með Jean-Pierre Papin og Manuel Am- oros fremsta í flokki og kváðust mundu gera það sama ef dómnum yrði fylgt eftir. Kannski ekki skrítið því skattyfirvöld eru ekki allt of hress með sum þeirra „lána“ sem sumir leikmanna hafa hjá félaginu. Þau eru meira og minna vaxtalaus og í raun hrein launauppbót. Eftir miklar samningaviðræður ákvað Tapie að halda áfram en láta ekki sjá sig í heiðursstúkum en hann má hins vegar valsa inn og út úr búningsherbeijum! Þessi mál urðu til þess að enn á ný tókst Tapie að snúa mótvindi upp í meðvind og ný könnun meðal Frakka sýnir að Borötennisskðli Víkings og Tönabæjar Innritun í Borðtennisskóla Víkings og Tónabæjar verður í dag frá kl. 13-17 íTónabæ. Sími 35935. 75% þeirra vilja að hann haldi áfram sem forseti Marseille. Sumir halda því reyndar fram að þarna hafi Tapie enn einu sinni sýnt kænsku sína og þetta sé vel heppnaður liður í stjórnmálaframa hans. Ekki sagt sitt síðasta orð Það er ljóst að Bernard Tapie hefur ekki sagt sitt síðasta orð í franskri knattspyrnu né þjóðlífi al- mennt. Hann er t.d. aðalhvatamað- urinn að því að gera Michel Platini að oddvita franska fótboltans og þessir tveir menn eru óumdeilanleg- ir merkisberar íþróttarinnar þar í landi og þrátt fyrir núverandi kreppu ætla Frakkar sér að halda heimsmeistarakeppnina árið 1998. Joao Havelange forseti FIFA tel- ur málefni franskra félaga ekki skaða umsókn Frakka um keppnina sem þeir eigi nú í keppni um við 10 aðrar þjóðir. „Frakkland á ennþá góða möguleika," segir Brasilíu- maðurinn enda ýmsu vanur heiman frá sér. Það skaðar tæplega að einn helsti stuðningsaðili FIFA, íþrótta- vörufyrirtækið Adidas, seldi meiri- hluta hlutafjár síns fyrir nokkrum mánuðum í hendur manns að nafni — Bernard Tapie! FRJALSAR Fríða bætir sig verulega í 1.500 m FRÍÐA Rún Þórðardóttir, UM- FA, hljóp 1.500 metra á þriðja besta tíma íslendings á há- skólamóti í Bandaríkjunum í vikunni — 4:22,90 mín. Fríða Rún bætti sig verulega því besti tími hennar áður voru 4:27,00 mín. Hún varð í 2. sæti á mótinu og er alveg við lágmark fyrir bandaríska háskólameistara- mótið. Hún hyggst gera eina tilraun enn til að ná lágmarkinu. Ragnheiður Olafsdóttir, FH, á Islandsmetið í 1.500 m, 4:15,75 og Lilja Guðmundsdóttir, ÍR, hljóp best á 4:19,3 á sínum tíma. Þess má geta á háskólamótinu í vikunni bætti Fríða Rún persónu- legan árangur sinn í 800 m hlaupi um hálfa sekúndu; fékk tímann 2:14,31 mín. Jóná 15:00,11 Jón Stefánsson, UFA, bætir sig einnig stöðugt þessa dagana. Ný- lega hljóp hann 5.000 m á 15:00,11 mín. á háskólamóti. Iþróttir helgarinnar Glíma Íslandsglíman fer fram í íþrótta- húsi Kennaraháskólans kl. 17 í dag. Golf Fyrsta mótið sem gefur stig til landsliðsins, Flugleiðamótið, verður haldið hjá Keili um helgina. Allir bestu kylfingar landsins taka þátt i mótinu. LEK-mót verður haldið í Grindavík á morgun, sunnudaginn 12. maí, og hefst kl. 9. Tekið við þátttökutilkynn- ingum í skálanum i síma 92-68720. Frjálsíþróttir Götuboðhlaup íslands verður hald- ið á sunnudag kl. 11. Hlaupið fer fram við KR-heimilið við Kapla- skjólsveg. í sveitakeppni karla eru fjórir i sveit en þrír ! sveitakeppni kvenna. Skránin fer fram á staðnum frá kl. 10. Knattspyma KR - Fylkir leika í undanúrslitum Reykjavíkurmótsins á gervigrasvell- inum í Laugardal kl. 17 í dag. Á morgun kl. 17 leika Þróttur - ÍR um fimmta sætið. Á mánudaginn kl. 20 verður leikið um þriðjasætið og úr- slitaleikurinn fer fram á þriðjudaginn kl. 20.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.