Morgunblaðið - 11.05.1991, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 11.05.1991, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR 11. MAÍ 1991 59 KNATTSPYRNA/ U-16ARA LANDSLIÐIÐ Guðmundur fráíátta til tólf mánuði Guðmundur Benediktsson úr Þór frá Akureyri leikur ekki knattspyrnu næstu mán- uði. Hann meiddist í leiknum gegn Júgóslövum og í ljós kom að krossbönd í hné voru slitin. Guðmundur fór með föður sínum til Ekeren í Belgíu í fyrra- dag og einn þekktasti skurð- læknir Belga, sem hefur m.a. skorið upp Ruud Gullit og Arnór Guðjohnsen, fær hann til með- ferðar á mánudag. Sveinn Sveinsson, fararstjóri íslenska liðsins, sagði eftir læknum ytra að aðeins hefði verið tímaspurs- mál hvenær krossböndin færu. Hann sagði einnig að Stuttg- art og Ekeren hefðu verið tilbú- in að gera samning við Guð- mund, en af því yrði ekki. Eker- en hefði hins vegar boðist til að aðstoða Guðmund án allra skuldbindinga. ÚRSLIT Knattspyrna REYKJAVÍKURMÓTIÐ Leikur um 7. sætið: Fram - Ármann..............7:1 Jön Erling Ragnarsson 3, Baldur Bjama- son, Steinar Guðgeirsson, Rikharður Daða- son, Pétur Arnþórsson - Stefán Stefánsson. Undanúrslit: Víkingur - Valur...........1:2 AUi Helgason - Jón Grétar Jónsson 2. Körfubolti nba-deildin Urslitakeppni, þrjá sigra þarf til að komast áfram: Golden State - LA Lakers.........125:124 (Staðan er jöfn, 1:1) Boston Celtics - Detroit Pistons..109:103 (Staðan er jöfn, 1:1) Portland - Utah Jazz.............118:116 (Portland er yfir 2-0) FELAGSLIF Valur 80 ára Valsmenn halda upp á 80 ára afmæli Knattspyrnufélagsins Vals að Hlíðarenda í dag. Þeir bjóða öllum félagsmönnum og velunurum á félagssvæði sitt, en Sögu- og minjarsýning verður opnuð í félags- heimilinu kl. 15 og kl. 15.30 verður afmæliskaffi. Jóhannes Bergsteins- son verður þá útnefndur heiðursfé- lagi Vals. Valsmenn hafa samþykkt nýtt glæsilegt skipulag á félags- svæði sínu og geta félagsmenn séð framtíðarsvæði félagsins á sögu- sýningunni. Amælishátíð Vals verður síðan f kvöld á Hótel Sögu. Sjá nánar á bls. 20 Spánvevjamir vom of sterkir ÍSLENSKA drengjalandsliðið náði ekki að fylgja 2:1 sigri gegn jaf nöldrunum frá Júgó- slavíu eftir og tapaði 2:1 fyrir spænska liðinu í úrslitakeppni Evrópumótsins í gær. Spánveijar sóttu stíft í fyrri hálfleik og skoruðu á 35. mínútu eftir aukaspymu. Á síðustu mínútu hálfleiksins fengu íslend- ingar eina markfæri sitt, en gott skot Jóhanns Steinarssonar smaug rétt framhjá stöng. íslendingar komust meira inn í — Árni G. Arason hefur leikið vel í markinu. Þau mistök urðu að mynda- brengl var hér á síðunni á fimmtudag- inn. Hér er rétt mynd, en á fimmtudag- inn var mynd af Jóhanni Steinarssyni. Gengið hefur verið frá niðurröð- un leikja í B-keppninni í Aust- urríki 19. til 29. mars á næsta ári. Leikir A-riðils, sem ísland er í, fara fram í Linz og mætir ísland fyrst HoIIandi, en síðan Belgíu og loks Noregi. ísland og Holland leika fimmtu- daginn 19. mars. Laugardaginn 21. mars verður spilað við Belgíu og daginn eftir við Noreg. leikinn eftir hlé, en sköpuðu sér engin umtalsverð færi. Það gerðu Spánveijar hins vegar og þeir skor- uðu annað laglegt mark á 57. mínútu. Á 72. fékk Þorvaldur Ásgeirsson að líta rauða spjaldið. Hann lenti í samstuði við mótheija og íslending- um var dæmdur boltinn, en Þorvald- ur sætti sig ekki við málalok og brást ekki rétt við að sögn Sveins Sveinssonar, fararstjóra. Hann hafði fengið gula spjaldið fyrr í leiknum. — Sigurbjörn Hreiðarsson úr Val skoraði mark íslenska liðsins gegn Spánveijum. Þijú efstu liðin fara áfram í milli- riðil með þremur efstu liðum úr B-riðli, en þar leika Danmörk, Pólland, ísrael og Afríkuþjóð. Leik- irnir fara fram í Innsbruck þriðju- daginn 24. mars, fimmtudaginn 26. mars og föstudaginn 27. mars. Leikir um sæti verða síðan í Vín og Bad Vöslau sunnudaginn 29. mars. Sigurbjörn Hreiðarsson, sem kom inná sem varamaður og var yngsti maður vallarins, minnkaði muninn á 80. mínútu, sótti upp hægri kantinn og skoraði laglega framhjá markverðinum í hornið nær. Sveinn sagði að Árni Arason, markvörður, hefði verið besti maður íslenska liðsins. Einar Árnason stóð sig vel í miðvarðarstöðunni og Hrafnkell Kristjánsson var góður á miðjunni. Sovétmenn unnu Júgóslava 3:1 eftir að hafa verið 1:0 undir og bendir því allt til að Spánverjar fari í fjögurra liða úrslit. Sveinn taldi reyndar að þeir myndu fara alla leið, því þeir hefðu mjög sterku liði á að skipa enda ieikmennirnir á samningi hjá þekktum spænskum liðum. Tveir í banni ísland mætir Sovétríkjunum á morgun og verða tveir menn í banni. Orri Þórðarson fékk gult spjald í gær og hafði fengið annað í forkeppninni og _Þorvaldur Ás- geirsson tekur út bann vegna rauða spjaldsins. Þá er Guðmundur Bene- diktsson farinn, þannig að vara- mennirnir verða aðeins tveir og annar á við meiðsl að stríða. HANDBOLTI EMJieyrnarlausra: ísland leikur um gullið EVRÓPUMEISTARAMÓT heyrnarlausra íhandknattleik stendur nú yfir í Lúbeck í Þýskalandi. íslenska liðinu hef- ur gengið mjög vel, sigraði alla mótherjana ■ riðlakeppninni og leikur gegn Þjóðverjum um Evrópumeistaratitlinn i dag. jr Íslendingar byijuðu á því að vinna heims- og Evrópumeistara Svía 17:11 eftir að hafa verið 9:3 yfir í hálfleik. Næst var leikið gegn Rúm- enum og unnu íslendingar 21:16 (9:6). í gær tryggðu þeir sér síðan keppni um guliið með 20:17 sigri gegn ítölum. Islensku strákarnir hafa staðið sig mjög vel og sérstaklega hefur Trausti Jóhannesson verið traustur, varði m.a. 20 skot gegn Svíum og 17 skot gegn Rúmenum. HANDKNATTLEIKUR B-keppnin íAusturríki: Fyrst leikid gegn Hollendingum KNATTSPYRNA HM undir þaki 1994? ÞRJÁR borgir, sem hafa sent inn umsóknir um að leikir í heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu íBandaríkjunum 1994, ætla að láta leika innan- húss, eða á völlum sem eru yfirbyggðir. Borgirnar eru Houston, New Orleans og Detroit. Ef FIFA samþykkir þetta verður það í fyrsta skipti í sögunni sem knatt- spyrnumenn leika listir sínar undirþakiíHM. Orðrómurinn um að allt sé svo stórt í Taxes sannast þarna, þv( að Houston er í Taxes. Höllin þar, Astrodome, tekur 62.000 áhorfendur í sæti, Superdome í New Orleans tekur 69.000 og Pontiac Silverdom tekur 80.000 áhorfendur í sæti. Allir þessir vellir hafa gervi- gras, en Bandaríkjamenn telja ekkert vandamál að tyrfa vellina. Spurningin er aðeins hvað lengi er hægt að halda grasinu lifandi innanhúss. Þijár borgir hafa sóst eftir að sjá um úrslitaleikinn í HM. Það eru Miami með Joe Robbie-leik- völlinn, sem tekur 76.000 áhorf- endur, Los Angeles með Memorial Coliseum, sem tekur 92.000 áhorfendur og Pasadena með Rosa Bowl, sem tekur 104.000 áhorfendur, en þar fór fram úr- slitaleikurinn í knattspymu á Ólympíuleikunum 1984. Nú er spurningin; Fer heims- meistarakeppnin í knattspyrnu 1994 undir þak? Mm FOLX ■ RUUD Gullit meiddist enn einu sinni og þarf að gangast undir fjórða uppskurðinn á liðlega tveim- ur árum á sama hnénu. Hollenski landsliðsmaðurinn meiddist fyrst í leik AC Milan gegn Real Madríd í undanúrslitum Evrópukeppninnar vorið 1989. ■ MÖRG belgísk knattspyrnufé- lög verða að leika fyrir luktum dyr- um í haust, fari þau ekki eftir fyrir- mælum og geri ráðstafanir varð* —■ andi öryggi á leikvöngunum fyrir lok september. ■ ROMARIOvar með þrennu fyr- ir PSV Eindhoven í 3:3 jafntefli gegn Maastricht á fimmtudag. Ajax er aðeins tveimur stigum á eftir PSV í hollensku deildinni og á leik til góða. ■ HUGO Sanchez er ekki lengur á leikmannalista Real Madríd. Hann var tekinn af honum, svo lið- ið gæti teflt fram argentíska leik- manninum Juan Esnaider, spænsk lið mega aðeins vera með þijá erlenda leikmenn. Fyrir eru Spasic og Hagi. ■ NÆR allir dómarar í 1. og 2. deild 'aSpáni verða í verkfalli um helgina vegna þess að einn þeirra var dæmdur í sex vikna bann fyrir að neita að dæma leik hjá Atletícó Madríd. Jesus Gil, formaður Atlét- ícó, fann dómurum allt til foráttu, sagði þá dæma með Real Madríd og Barcelona og dómarar sættu sig ekki við þessi ummæli. ■ JOHAN Cruyff hvetur Spán- verja tii að hætta að reykja í ný- gerðri sjónvarpsauglýsingu. „Ég er Johan Cruyff. í lífinu hef ég fall- ið fyrir tvennu, reykingum ogr-~ knattspyrnu. Knattspyrnan hef- ur gefið mér allt, en reykingarn- ar voru að taka allt frá mér,“ segir þjálfari Barcelona í auglýs- ingunni og sparkar síðan sígarettu- pakka í burtu. Hann sagði að lækn- ar hefðu sagt sér að héldi hann áfram að reykja ætti hann skammt eftir. Cruyff sagðist hafa reykt til að róa taugarnar, en reykingarnar hefðu í raun ekki breytt neinu. ■ RANDY Barnes, heimsmethafi í kúluvarpi (23,12m), hefur gert samning við bandaríska ruðnings- liðið San Francisco 49ers. Barnes féll á lyfjaprófi í fyrra og var dæmd- ur í tveggja ára bann af alþjóða fijálsiþróttasambandinu. •* ■ MARK Spitz gengur illa að endurheimta forna frægð í sundinu. Spitz, sem er 41 árs og vann til sjö gullverðlauna á Óiympíuleik- unum í Miinchen 1972, hefur ekki náð að sigra á þremur mótum, sem hann hefur tekið þátt í að undanf- örnu, og varð síðastur í 100 m flug- sundi á fimmtudag, synti á 58,77, nær fjórum sekúndum á eftir sigur- vegaranum. Hann verður að vera undir 55.59 sek. til að fá að taka þátt í úrtökumóti fyrir næstu Ólympíuleika. m FELAGSLIF Afmælishátíð Týs Knattspyrnufélagið Týr f Vest- mannaeyjum heldur upp á 70 ára afmæli félagsins í nýja íþróttahús- inu í kvöld. Húsið verður opnað klukkan 19, en borðhald hefst klukkan 20.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.