Morgunblaðið - 11.05.1991, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 11.05.1991, Blaðsíða 60
Ríkisstjórnin fundar um ríkisfjármál í dag: Lánsfjárþörf ríkisins minnk- uð um allt að sjö milljarða kr. Áfengi og bensín hækki innan þjóðarsáttarramma Slj órnarflokkarnir; Togast á jum fjölda í þingnefnd- um Alþing’is EFTIR að Alþingi verður ein málstofa, verða tólf eða þrettán þingnefndir starfandi. Sjálfstæð- isflokkurinn telur eðlilegt að í hans hlut komi fjögur nefndar- sæti í hverri nefnd, en eitt í hlut Alþýðuflokks. Alþýðuflokkur aft- ur á móti telur eðlilegt að Sjálf- stæðisflokkur hafi fjóra menn í helmingi þingnefnda og for- mennsku, en þrjá í hinum og Al- — iþýðuflokkur tvo og formennsku. „Ég nefndi það áður við Jón Bald- vin að eðlilegt væri að Sjálfstæðis- flokkurinn fengi fjóra nefndarmenn í þingnefndir og Alþýðuflokkurinn einn. Miðað við stærð flokkanna sýnist mér það eðlilegt, en við höfum ekkert ákveðið í þessum efnum,“ sagði Davíð Oddsson. Hann sagði að formaður Alþýðuflokksins hefði í gærmorgun sýnt sér sínar hug- myndir um nefndaskiptingu, en hann _,öldi ekki tjá sig um þær, fyrr en -'nann hefði rætt þær í þingflokicnum. Jón Baldvin Hannibalsson sagði að í fyrri samtölum í aðdraganda stjórnarmyndunar hefði verkaskipt- ing í þingnefndum, að fjárveitinga- nefnd og utanríkismálanefnd undan- skildum, verið skilin eftir. „Tillögur okkar byggjast á því að meirihluti í þinginu fæst fyrir atfylgi beggja flokka. Sanngimissjónarmið mæla því með því að fimmti maður í níu manna nefndum skiptist á víxl milli flokkanna. Að öðru leyti tel ég ótímabært að ræða þetta, því nú kemur það í hlut þingflokksfor- manna að freista þess að ná sam- komulagi sín í milli,“ sagði Jón Bald- —^in. Formaður Alþýðuflokksins var spurður hvort það yrði ekki ærinn starfi hjá þeim fimm þingmönnum Alþýðuflokksins sem ekki eru ráð- herrar að manna nefndirnar og gegna formennsku í helmingi þeirra: „Annað eins hefur nú gerst í þing- inu. Þetta getur orðið nokkuð mikið starf, en vinnuálagið í nefndum er mismikið," sagði Jón Baldvin. RÍKISSTJÓRNIN kemur saman til aukafundar á hádegi í dag, þar sem farið verður yfir vanda ríkissjóðs og tillögur Friðriks Sophussonar fjármálaráðherra og Jóns Sigurðssonar viðskipta- ráðherra um aðgerðir í ríkisfjár- málum. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins gera tillögur ráðherranna ráð fyrir því að minnka lánsfjárþörf ríkissjóðs með því að nýta ekki lántöku- heimildir og rifta samningum sem fela í sér fjárskuldbinding- ar. Þessar tillögur gera þannig ráð fyrir að dregið verði úr láns- fjárþörf ríkisins um allt að sjö milljarða króna. Þá mun fjármálaráðherra gera tillögur um að hækka gjaldskrár í opinberri þjónustu, í þeim tilvikum þar sem slíkum hækkunum hafði verið frestað af ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar. Þar mun stefnt að því að hækkanirnar verði innan ramma fjárlaga og þjóð- arsáttar. Hér er meðal annars átt við hækkanir á gjaldskrám Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins og hækkun á bensíni. Þá hefur komið fram í fréttum að vextir af ríkisvíxlum hækka úr 11% í 14,5%. Stjórnarflokkarnir munu ásáttir um að engar þær ákvarðanir verði teknar í ríkisfjármálum, sem vafi getur leikið á um hvort standist það samkomulag sem gert var í febrúar í fyrra, þegar samningar um þjóðar- sátt voru undirritaðir. Friðrik Sophusson fjármálaráð- herra sagði í samtali við Morgun- blaðið í gær að embættismenn Seðlabanka, fjármálaráðuneytis og Þjóðhagsstofnunar kæmu á ríkis- stjórnarfundinn í dag. Fjármálaráð- herra vildi ekki ræða tillögurnar efnislega við Morgunblaðið í gær, og sagði að þær yrðu ekki fullfrá- gengnar fyrr en fyrir hádegi í dag, en ríkisstjórnin og embættismenn koma saman til fundar klukkan tólf á hádegi í dag. Eistland-Sovétríkin: * Málamiðlmi Islendinga ekki tímabær LENNART Meri, utanríkisráðherra Eistlands, sendi Jóni Baldvin Hannibalssyni, starfsbróður sinum á Islandi, bréf 12. apríl síðast- liðinn þar sem fram kemur að Eistland og Sovétríkin hafi þegar tekið upp viðræður og ekki reyni á umbeðna málamiðlun Islend- inga nema þær sigli í strand. Juuri Luik, aðstoðarmaður Meris, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að ekki mætti misskilja bréfið á þann veg að afskipta íslendinga af niálinu væri ekki vænst enda hefðu Eistlendingar sjálfir beðið íslendinga um að miðla málum. Hins vegar væru farnar af stað viðræður milli Eist- lcndinga og Sovétstjórnarinnar sem rétt væri að sjá hvernig lykt- aði áður en íslendingar kæmu til skjalanna. \ Lennart Meri og Edgar Savis- aar, forsætisráðherra Eistlands, heimsóttu ísland 20.-22. febrúar síðastliðinn. Þá óskuðu þeir eftir því að íslendingar leituðu sátta í deilu Sovétstjórnarinnar og Eystrasaltsríkjanna og féllust íslensk stjórnvöld á það. Einnig var rætt um að haldin yrði ráð- stefna hérlendis með fulltrúum EyStrasaltsríkjanna og Islendinga og boðuðu Danir að þeir myndu senda áheyrnarfulltrúa á slíkan fund. Það kom því nokkuð á óvart er Eystrasaltsráðið, samstarfs- vettvangur Eystrasaltsríkjanna, samþykkti í lok mars að óska eft- ir því að haldinn yrði fundur á vegum Ráðstefnunnar um öryggi og samvinnu í Evrópu (RÖSE) um Eystrasaltsdeiluna. Ráðið ályktaði þá ekkert um þátt íslendinga eins og búist hafði verið við. 15. apríl sl. tilkynnti Jón Baldvin hins veg- ar að Eystrasaltsríkip þijú hefðu tekið tilboði íslendinga um að miðla málum en viðræður þyr-ftu að fara fram um með hvaða hætti það yrði og í ljós þyrfti að koma hvort Sovétmenn væru reiðubúnir til samningaviðræðna. í lok mars kom þjóðréttarsér- fræðingur eistnesku stjórnarinn- ar, Clyde Kull, hingað og ræddi við starfsmenn utanríkisráðuneyt- isins. Juuri Luik segir að sú ferð komi í stað ráðstefnunnar fyrir- huguðu. Ferðin hafi verið gagnleg og margar hugmyndir fæðst sem nú sé byggt á í viðræðum Sovét- stjórnarinnar og Eistlands. Um bréf Meris til Jóns Baldvins segir Luik: „Ráðherrann tók einn- ig fram að eins og nú stæði á í viðræðunum væru litlir raunhæfir möguleikar á því að utanaðkom- andi málamiðlun kæmi að haldi vegna afstöðu Sovétríkjanna." Luik sagði að tilboð íslendinga hefði verið gagnlegt engu að síður því þar með hefði verið undirstrik- að að vandamálið væri alþjóðlegt. Kremlarbændur sæju að þeir gætu ekki farið með Eystrasalts- ríkin eins og hjáleigur og að það væru til aðilar sem væru reiðu- búnir að miðla málum. Luik full- yrti að töluverð hreyfing væri á samningaviðræðunum við Sovét- stjórnina. „Því miður verð ég að segja að félagar okkar Litháar, sem ég virði mikils, hafa rangtúlk- að sum skref okkar. E.t.v. helgast það af mismunandi áherslum í utanríkisstefnu þjóðanna. Sá munur veldur því að við ræðum við Sovétstjórnina hver í sínu lagi.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.