Morgunblaðið - 16.05.1991, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.05.1991, Blaðsíða 2
2 ieei IAM .91 HUOAaUTMMn SIQA.iaHUOHOI/ MORGÚNBLAÐIÐ FIMMTUDÁGÚR Í6TmmT99T Skipstjórinn á Eleseusi: Fékk munn- legt leyfi frá Siglinga- málastofnun Ólafsvík. SKIPSTJÓRINN á Eleseusi BA 328, sein færður var til hafnar á þriðjudag vegna þess að iiaffær- isskírteini bátsins var runnið út, segist hafa fengið munnlegt leyfi frá Siglingamálastofnun til að fara þennan túr. Hann segir þetta sóun á pcningum skattborgar- anna. „Mér finnst asnalegt að sóa pen- ingum skattborgaranna í svona has- ar misviturra embættismanna, að senda varðskip og flugvél alla leið úr Reykjavík. Þetta hlýtur að vera tilbreytingalaust líf hjá þessum mönnum. Ef þeir hefðu beðið eftir okkur þar til við kæmum næst til hafnar hefðu þeir getað sparað eina til tvær milljónir,“ sagði Níels Adólf Ársælsson skipstjóri á Eleseusi. „Ég hefði aldrei farið á sjó án þess að tala við Siglingamálastofnun áður. Það gerði ég að kvöldi sunnu- dagsins 5. maí og fékk munnlegt leyfi frá deildarstjóra hjá Siglinga- málastofnun með því fororði að skip- ið yrði tekið út næst þegar það kæmi til hafnar," svaraði Níels Adólf, þeg- ar hann var spurður hvemig stæði á því að hann færi á sjó án haffær- isskírteinis. Haffæriskírteini bátsins rann út 23. mars. „Það er ekki sama hvernig menn innan stofnunarinnar túlka reglumar. Það er til dæmis ekki sama hvar á landinu skipið er skoðað. Skipið hefur verið í klössun síðan í febrúar og við fórum ekki út fyrr en á uppstigningadag," segir Níels Adólf. Siglingamálastofnun setti út á' ýmislegt um borð í Eleseusi. Merkja- töflur og rofar í stýrishúsi uppfylla ekki reglur, útleiðsluaðvörun þarf að vera á hverju sjálfstæðu rafkeri. Merkja þarf aðaltöflu í vélarrúmi samkvæmt reglum og rauð strik vantar þar á ýmsa mæla. Auk þessa þarf að setja handrið á stiga niður í vélarrúm. Morgunblaðið náði ekki sambandi við umræddan deildarstjóra Siglinga- málastofnunar í gær. Alfons. Hugað að hraðanum Morgunblaðið/Sverrir Lögreglan í Reykjavík var í gær við hraðamælingar á götum borgarinn- ar. í hvert sinn, sem slíkt er gert, reynast allmargir ökumenn fara of hratt. Þá segir lögreglan áberandi, að þegar veður batnar fara menn sér hraðar og verða verstu slysin oft þegar færð er með besta móti. Beðið eftir vaxtahækkun á verðbréfamarkaði: Bruninn á Lindargötu 45: Eigendurnir gera húsið upp EIGENDUR hússins á Lindargötu 45 í Reykjavík, sem skemmdist illa í eldsvoða á þriðjudaginn, kveða tjón sitt vegna brunans til- finnanlegt, en eru samt sem áður staðráðnir í að gera það upp. Húsið á Lindargötu 45, Bakka- sagði Sveinbjörn, að þau hefðu búð, var reist árið 1884 af Þor- steini Þorsteinssyni skipstjóra. Húsið hefur staðið autt undanfar- in ár en í fyrra eignuðust þau Sveinbjörn Gunnarsson og Kol- brún Mogensen það. í samtali við Morgunblaðið áformað, að gera húsið upp og flytja það að Bakkastíg 3. Þau hefðu ætlað sér að gera á því nokkrar breytingar, sem einkum miðuðu að því að færa útlitið í upprunalegt horf. Undirbúningur þeirra hefði staðið í heilt ár og byijað hefði verið að grafa grunn- inn núna á þriðjudaginn. „Það varð auðvitað mikið tjón í brunanum," sagði Sveinbjörn. „Húsið var ekki tryggt. Við feng- um hvergi að tryggja það vegna þess að það var ekki búið í því. Efri hæðin og risið brunnu illa, þannig að þakið, og svo gólfið milli hæðanna, fór mjög illa út úr þessu. Auk þess veldur það miklu tjóni fyrir okkur að allar áætlanir varðandi endurbygging- una raskast." Sveinbjörn sagði að þrátt fyrir þetta tjón hefðu þau ekki fallið frá áformum sínum um að endur- reisa húsið. „Þetta verður bara til þess að við brettum ermarnar ofar, enda höfum' við tekið miklu ástfóstri við þetta hús,“ sagði hann. Kaupendur verðbréfa fjárfesta aðallega í skammtímabréfum Kolbrún Mogensen og Sveinbjörn Gunnarsson. Á myndinni, sem er tekin um aldamótin, stendur Þorsteinn Þor- steinsson skipsljóri ásamt konu sinni við húsið á Lindargötu 45, en núverandi eigendur þess hafa hug á að færa útlit þess í sína upprunalegu mynd. KAUPENDUR verðbréfa á verðbréfaþingi hafa undanfarið fjárfest í skammtímabréfum, svo sem ríkisvíxlum og bankavíxlum, frekar en langtímabréfum eins og spariskírteinum og húsbréfum. Verðbréfasal- ar segja að þeir sem hyggist kaupa langtímabréf haldi að sér höndum meðan þeir bíði eftir að vextir á þeim hækki. Búist hefur verið við hækkun á í næstu viku. Forvextir ríkisvíxla vöxtum spariskírteina ríkissjóðs, en nafnvextir þeirra hafa verið 6% meðan markaðsvextir á verðbréfa- þingi hafa verið um og yfir 8%. Nú hefur verið ákveðið að vöxtunum verði ekki breytt fyrr en í fyrsta lagi voru hins vegar hækkaðir fyrir skömmu úr 11% í 14,5%. Að sögn forsvarsmanna verð- bréfamarkaða hafa menn undanfarið frekar fjárfest í skammtímabréfum, til að draga úr vaxtaáhættu. Friðrik Jóhannsson framkvæmdastjóri Fjár- festingarfélagsins sagði að þessi þróun hefði verið greinileg síðustu vikur þar sem margir hefðu greini- lega gert ráð fyrir að vextir á lang- tímabréfum myndu hækka. Gunnar Helgi Hálfdánarson for- stjóri Landsbréfa sagði að verðbréfa- viðskipti hefðu verið frekar dauf frá áramótum. Það hefði þó verið merkj- anlegt að menn hefðu haft meiri áhuga á skammtímabréfum en hald- ið að sér höndum við kaup á lang- tímabréfum. Og engin breyting hefði orðið á því þótt vextir á slíkum bréf- um hefðu verið að hækka á verð- bréfaþingi undanfarið. „Það er eng- inn vafi á því að menn eru að bíða eftir því hvað ríkið gerir, og hvort það muni hafa áhrif til leiðréttingar á öðrum hliðum fjármagnsmarkaðs- ins,“ sagði Gunnar Helgi. Sigurður B. Stefánsson fram- kvæmdastjóri Verðbréfamarkaðar íslandsbanka sagði að þeir sem hyggðust fjárfesta í skuldabréfum með föstum vöxtum héldu greinilega að sér höndum og biðu eftir að vaxtaþróunin skýrðist. Sumir keyptu ríkisvíxla eða bankavíxla í stuttan tíma meðan þeir biðu átekta. Sigurð- ur sagði að þetta hefði orðið hejdur meira áberandi, eftir að umræða um hækkun á vöxtum spariskírteina rík- issjóðs fór í gang. Hins vegar hefðu vextir verið á hraðri. uppleið í allt vor og fjárfestar því beðið með ákvörðun { von um ennþá hærri vexti. Samkvæmt upplýsingum frá fjár- málaráðuneytinu hafa ríkisvíxlar selst fyrir um 2,7 milljarða króna síðan forvextir þeirra hækkuðu 6. þessa mánaðar. Þar með eru nú 7,8 milljarðar útistandandi í ríkisvíxlum, sem er um 500 milljónum minna en um áramótin. Hins vegar hafa spari- skírteini ríkisjóðs ekkert hreyfst undanfarið. Útsýnishúsið: Perlan skal það heita BORGARRÁÐ Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum á þriðjudag að útsýnishús Hita- veitunnar á Öskjuhlíð hljóti nafnið „Perlan“. - Homsteinn var lagður að út- sýnishúsinu á laugardaginn og er vígsla þess fyrirhuguð í júní- mánuði. Þá mun jafnframt hefj- ast þar rekstur veitingahúss.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.