Morgunblaðið - 16.05.1991, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 16.05.1991, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐÍÐ FIMMTUDAGUR 1G. MAÍ 1991 TríiinifUi VORLINAN lympi Laugavegi 26 - Glæsibæ - Kringlunni 8-12 Frjálsræði í verðlagsmálum baráttumál Versluuarráðsins eftir Vilhjálm Egilsson Verðlagsmál hafa á undanförnum árum smám saman verið að víkja úr umræðu um þjóðfélagsmál. Ástæðan er einföld. Verðlagning fyrirtækja hefur færst í fijálsræði- sátt og lækkandi verðbólga hefur í för með sér aukinn stöðugleika. Ýmis starfsemi er þó enn háð verð- lagsákvæðum þrátt fyrir að mikið hafí miðað til betri vegar. Samstaða um frelsi Verslunarráð íslands hefur löng- um verið bakhjarl fijálsrar verð- myndunar og barist gegn verðiags- höftum í hvers konar mynd. Á árum áður stóð þessi barátta mikið í ijöl- miðlum og við stjórnvöld en á síðari árum hefur hún breytt um eðli og fyrst fremst farið fram á vettvangi Verðlagsráðs en í því á Verslunar- ráðið fulltrúa. Ástæðan fyrir þessari breyttu áherslu er einföld. Allar rík- isstjórnir frá árinu 1983 hafa haft á stefnuskrá sinni að auka frelsi í verðmyndun þótt áhuginn hafi að sjálfsögðu verið mismikill. Það hefur síðan komið í hlut Verðlagsráðs að koma þessari stefnu í framkvæmd en engar deilur hafa staðið um hvert skyldi stefna. í starfi sínu í Verðlagsráði hafa fulltrúar Verslunarráðsins leitast við að ná samstöðu allra aðila í ráðinu um skrefín sem stigin eru. Þeir sem skipa ráðið eru þrír fulltrúar laun- þegasamtaka, þrír fulltrúar sam- taka atvinnulífsins, tveir fulltrúar tilnefndir af Hæstarétti og fulltrúi ráðherra sem er formaður ráðsins. Ljóst er af samsetningu Verðlagsr- áðs að árangur næst ekki með flug- eldasýningum og yfirlýsingum í fjöl- miðlum sem vekja upp andstöðu og andsvör heldur fyrst og fremst með ákveðinni og þrotlausri málafylgju innan þess. Skref til frjálsræðis Meðal ólíkra áfanga til frjálsræð- is í verðlagningu sem náðst hafa nú síðust árin má nefna útselda vinnu iðnaðarmanna, steypu, taxta dagmæðra og verð á ýsuflökum út úr búð. Á öllum þessum sviðum hefur Verslunarráðið verið helsti málsvari ftjálsræðis og þá engu skipt hvort í hlut hafa átt litlir eða stórir aðilar, félagar í Verslunarráð- inu eða einhveijir sem hafa staðið utan þess. Nú nýverið hafa náðst nokkrir áfangar með því að ýmsir aðilar s.s. sérleyfishafar, leigubílstjórar og hópferðabílstjórar geta nú fengið viðurkenndar kostnaðarhækkanir inn í taxta sína án þess að þurfa að fara í gegnum formlega af- greiðslu í Verðlagsráði. Bensínverð hefur verið að færast í fijálsræðis- átt. Fyrst 98 oktana bensínið, síðan Ný þjónusta: BLÓMAllNAN simi 91- 689 070 Alla fimmfudoga ld.17 - 21. Hinn velþekkti garðyrkjumeistari, Hafsteinn Hafliðason verður þá við símann í Blómavali. Hann ræðir við alla sem vilja leita ráða um hvaðeina sem lýtur að garðyrkju og blómarækt, úti sem inni. Hafið samband við Blómalínuna, vanti svör við spumingum t.d. um plöntuval, jarðveg, áburðargjöf, hvað sem er. Síminn er 91 -689 070. Nýtið ykkur þessa nýju þjónustu Blómavals. bllémciTOl Vilhjálmur Egilsson „Ennfremur stefnir í að áfangar til frjálsrar verðlagningar á flutn- ingasviðinu náist fram fljótlega. Tillögugerð af hálfu Verðlagsstofn- unar um frjálsa verð- lagningu á farmgjöld- um stykkjavöru er í undirbúningi.“ 95 oktana bensínið og í framtíðinni munu öll skrefin til fijálsrar verð- lagningar á olíuvörum verða stigin eitt af öðru. Ennfremur stefnir í að áfangar til ftjálsrar verðlagningar á flutn- ingasviðinu náist fram fljótlega. Til- lögugerð af hálfu Verðlagsstofn- unar um fijálsa verðlagningu á farmgjöldum stykkjavöru er í undir- búningi. Miklar umræður hafa farið fram innan Verðlagsráðs um frelsi í verð- lagningu í farþegaflugi innanlands enda forsendur að breytast hratt á því sviði með aukinni samkeppni bæði á flugleiðunum sjálfum og ekki síst með aukinni samkeppni flugs við einkabíla. Má reikna með því að ekki líði á löngu áður en hreyfing verður á þessu sviði. Fagleg sjónarmið nauðsynleg Það hefur í gegnum tíðina ekki alltaf verið auðvelt fyrir fyrirtækin að búa við verðlagsákvæði. Hér á árum áður meðan verðbólgan var sem mest áttu fagleg sjónarmið varðandi verðaákvarðanir ekki alltaf jafn mikið uppá pallborðið hjá stjórnvöldum og meirihluta Verð- lagsráðs. Verslunarráðið hefur hins vegar alltaf haldið fram þeirri stefnu að hver sá aðili sem þyrfti að búa við verðlagsákvæði ætti rétt á fag- legri umljöllun um sín mál. Gildir þar einu hver á í hlut. Þannig hefur Verslunarráðið jafnt verið málsvari dagmæðra sem stórfyrirtækja að þessu leyti. Samkvæmt lögum um verðlag samkeppnishömlur og óréttmæta viðskiptahætti á að miða ákvarðanir Verðlagsráðs um verðlagningu við afkomu fyrirtækja sem rekin eru á tæknilegan og ijárhagslega hag- kvæman hátt og nýta eðlilega af- kastagetu. Á mæltu máli þýðir þetta að vel rekin fyrirtæki eigi að geta skilað hagnaði. Mikil misbrestur var á því að ákvarðanir Verlagsráðs uppfylltu þessi skilyrði og kom þar til barátta stjórnvalda við fram- færsluvísitöluna. I seinni tíð hefur ákvarðanataka Verðlagsráðs tekið miklu meira mið af faglegum sjón- armiðum. Innan Verslunarráðsins hefur jafnan verið eindregin samstaða um þá stefnu að berjast fýrir frelsi í verðlagsmálum og að þau fyrirtæki sem byggju við verðlagsákvæði ættu rétt á faglegri umfjöllun um erindi sín. Þessi samstaða hefur verið afar mikilvæg vegna þess að oft er til- hneiging til þess hjá stjórnvöldum að etja atvinnugreinum og fyrir- tækjum hveiju gegn öðru. Nánast aldrei hefur komið til þess að einn aðili innan Verslunar- ráðsins ætlaðist til þess að fulltrúar þess í Verðlagsráði færi að taka þátt í því að misbeita því stjórnvaldi sem Verðlagsráð er með ófaglegri umijöllun um málefni fyrirtækj- anna. Til þess hafa að sjálfsögðu verið ýmis tækifæri enda hagsmun- ir félaga Verslunarráðsins afar mis- munandi. Sem betur fer hafa félag- ar Verslunarráðsins hingað tii borið gæfu til þess að hafa langtímahags- muni alls atvinnulífsins að leiðar- ljósi og ekki látið glepjast af ímyn- duðum skammtímahagsmunum. Aldrei hefur til dæmis komið til þess að farið væri að togast á í stjórn Verslunarráðsins milli viðskiptaað- ila um verðlagsmál einstakra fyrir- tækja sem hafa verið með erindi fyrir Verðlagsráði. Enda væri slíkt alger misbeiting á því sljórnvaldi sem Verðlagsráð er og Verslunar- ráðið þá í í lítilli stöðu til að gagn- rýna aðra fyrir misbeitingu á þessu valdi ef það ætlaði að taka þátt í þvi sjálft. Framtíðarhlutverk Verðlagsráðs í framtíðinni er ljóst að frelsi í verð- lagsmálum nær yfirhöndinni m.a. fyrir þrotlausa baráttu Verslunar- ráðs Islands. Það er óhugsandi að horfið verði til baka til þess tíma er allir áttu að sækja til stjórnvalda með verðlagningu á vöru eða þjón- ustu. HlutVerk Verðlagsráðs mun því breytast í framtíðinni og fulltrúar Verslunarráðsins í Verðlagsráði hafa haft frumkvæði að umræðum innan ráðsins um hvert stefna skyldi. Vilji Verslunarráðsins hefur verið sá að Verðlagsráð hætti sem mest afskiptum af verðlagsmálum einstakra fyrirtækja eða atvinnu- greina en tæki að sér umíjöllun og stefnumótun í samkeppnismálum á brejðari grundvelli. Á þeim sviðum eru mörg spenn- andi verkefni og tækifæri til þess að skapa fleiri skilyrði fyrir almenn- ar framfarir í íslensku atvinnulífí sem skila sér í betri lífskjörum þjóð- arinnar. Vonandi hefur Verslunarráðið um ókomna tíð til að bera innri styrk og afl útávið til þess að sinna slíkum framfaramálum. Höfundur er framkvæmdastjóri Verslunarráðs Islands. Kaj Munk í Kópavogs- kirkju og Hveragerðiskirkju UM hvítasunnuhelgina verður leikriti Guðrúnar Ásmundsdótt- ur um Kaj Munk í uppfærslu Hlínar Agnarsdóttur sýnt í Kópa- vogskirkju og Hveragerðis- kirkju. Verkið hefur nú verið sýnt átta sinnum í Hafnarkirkju, Höfn Hornafírði, við góðar undirtektir. Hákon Leifsson leikur Kaj Munk. Með önnur helstu hlutverk fara Ólöf Guðrún Helgadóttir, Þorvaldur Viktorsson, Ingvar Þórðarson, Jón Guðmundsson, Sigrún Eiríksdóttir, Hreinn Eiríksson, Erla Einarsdóttir, Hjalti Vignisson og Auður Bjarna- dóttir listdansari sem samið hefur dansa við verkið. Sýningar í Kópavogskirkju verða á hvítasunnudag kl. 21 og á annan í hvítasunnu kl. 14. Sýning í Hvera- gerðiskirkju verður næstkomandi laugardag kl. 16. Miðar verða seld- ir við innganginn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.