Morgunblaðið - 16.05.1991, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 16.05.1991, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 1991 19 Kvótinn og eitt prósentstefnan eftir Markús Möller Hannes Gissurarson skrifar enn einu sinni um kvótann í Morgunblað- ið á miðvikudaginn (8. maí) og er við sama heygarðshorn og fyrr. Aðalatriðin í grein hans eru fjögur. Fyrst er skens til Morgunblaðsins um að veiðileyfasala njóti 6% stuðn- ings í skoðanakönnunum. í öðru lagi andmælir Hannes þeirri skoðun blaðsins (og minni) að yfirvofandi veiðileyfagjald myndi leiða til skjót- ari hagræðingar en gjafakvótinn. Hann andmælir í þriðja lagi því áliti Mogga (og mínu), að gjafakvóta- stefnan feli í sér tilfærslu eigna (og tekna) frá þjóðinni allri til fámenns hóps útgerðarmanna. Hannes full- yrðir í fjórða lagi að útgerðarmenn sem hafa greitt fyrir ótímabundinn kvóta, verði fyrir eignasviptingu ef tekin verða up veiðigjöld. Síðast- nefnda atriðið hefur hann meðal annars eftir Jóni Steinari Gunn- laugssyni, sem hélt þessu fram í grein í Morgunblaðinu. Ég hef gert athugasemdir við málflutning Jóns hér í blaðinu og læt því nægja að fjalla um hin atriðin þijú. Skoðanakannanir og eittþrósentmenn Skoðanakönnunin sem Hannes vitnar til er einhver ómerkilegasti talnaleikur sem hér hefur sést lengi. Brýnt er að fá því svarað, hvort ágallar hennar stafa af seinheppni eða ásetningi. Að því verður spurt á réttum vettvangi, í Sjávarfréttum, sem létu gera könnunina, eða í Fiski- fréttum sem lúta sömu ritstjórn. Þarna sigldi málstaður Hannesar undir flagginu „núverandi kvóta- kerfí“ og fékk 62% jákvæðar undir- tektir, meðan sala veiðileyfa án frek- ari skýringa fékk 6% fylgi þeirra sem svöruðu. I könnun sem Félagsvísind- astofnun Háskólans gerði fyrir réttu ári og er laus við gallana sem eru á könnun Sjávarfrétta, fékk „óbreytt kerfi“ 45% stuðning, byggðakvóti 35% og sala veiðileyfa 7%. Þar var líka boðið upp á stefnu Hannesar án felumálningar. 1,3% svarenda vildu að útgerðarmenn eigi kvótann. Niðurstaða ærlegra skoðanakann- ana er sem sagt að óskilgreindu kostirnir „óbreytt stefna“ og „byggðakvóti" eiga mun meiri stuðning en óskilgreind „sala veiði- leyfa" en veiðileyfasalan burstar stefnu Hannesar. Þegar fylgismenn gjafakvótans sýna sitt rétta andlit, eru þeir eittprósentmenn og aldeilis ekki meirihluti. Einhveijum kann að finnast það ofmælt að núverandi kvótakerfi jafn- gildi því að útgerðarmenn eignist fiskistofnana. Hannes Gissurarson er þó nógu vel inni í málinu til að vita að svo er. Má til dæmis rifja upp umfjöllun hans um frumvarp að núverandi kvótalögum (Mbl. 20. mars 1990). Grein Hannesar heitir þar „Útgerðarrétturinn á auðvitað að vera í höndum útgerðarmanna". Þar byijar Hannes á að segja að deilur um frumvarpið snúist fyrst og fremst um hveijir skuli eiga fiski- stofnana, ríkið eða útgerðarmenn, og segist hlynntur eignarrétti út- gerðarinnar. Greininni lýkur svo með yfirlýsingu um að kvótafrumvarpið sé bæði skynsamlegt og réttlátt. Hagræðingarhraðinn Svo svarað sé öðru meginatriðinu í máli Hannesar, þá fer það varla milli mála að hagræðing verður hraðari ef sala veiðileyfa vofir yfir heldur en ef útgerðarmenn eignast kvótann um alla framtíð. Slakur útgerðarmaður, sem rekur fyrirtæki sitt á núlli, er mun líklegri til að hætta strax, ef hann veit, að hann heldur ekki kvótanum nema í fimm ár heldur en ef hann telur sig eiga Markús Möller „Víst er það rétt að með skynsamlegri fiskveiði- stjórnun verður arð- semi fiskistofnanna miklu meiri en við frjálsan aðgang. En er ekki skylt að verja ábat- anum til hagsbóta fyrir þjóðina alla að svo miklu leyti sem það er framast hægt?“ kvótann að eilífu. Sameining eða sala í hvelli eru þá eina leiðin til að hafa nokkuð upp úr krafsinu. Það er vel til í dæminu að fullar leigutekj- ur fyrir kvótann í fímm ár (og þó þau væru sex) dugi til að losa hann úr skuldum og jafnvel gott betur, ef nokkuð fæst fyrir bát og búnað. Ef hins vegar gjafakvótinn festir rætur, mun fjöldinn allur af íhalds- sömum ástríðufiskimönnum án efa halda áfram útgerð með alltof háum tilkostnaði og reksturinn í núlli, jafn- vel þótt mun hagkvæmara vær að selja eða sameina og láta hagsýna menn um veiðamar. Þannig láta þeir arðinn af fiskistofnunum óbeisl- aðan. Ef tíundi partur af kvótanum rennur þannig út í sandinn, kostar það þjóðarbúið 1-2 milljarða á ári. Slík er hagkvæmni. Þjóðargróði eða þjóðargjöf Þriðja atriðið, hvort rausn Hann- esar við útgerðina er í raun stuldur á þjóðareign, er höfuðatriði. Hannes segir „Sá gróði sem kann að mynd- ast í íslenskum sjávarútvegi er ekki tekinn frá neinum, heldur verður hann til við hreinan sparnað.. .“. Víst er það rétt að með skynsam- legri fiskveiðistjórnun verður arð- semi fiskistofnanna miklu meiri en við fijálsan aðgang. En er ekki skylt að veija ábatanum til hagsbóta fýrir þjóðina alla að svo miklu leyti sem það er framast hægt? Þar á ofan er mér ekki grunlaust um að gjafak- vótinn geti leitt til almennrar kjara- skerðingar, eins og ég raunar ýjaði að í grein hér í blaðinu fyrir rúmu ári (Mbl. 24. mars 1990). Viðmiðun Hannesar og útgangspunktur er að það sé fullgott í almúgann ef hann tapar ekki beinlínis á upptöku gjaf- akvótans. Sjónarhóllinn er lágur og útsýnið eftir því. Þjóðaratkvæði um kvótann Mergurinn málsins er, hvort ís- lenskur almenningur fær til sín meira af arði fiskistofnanna með því að leggja á veiðigjöld heldur en með því að festa í sessi sægreifa Hannes- ar. Ef almenningur græðir á gjald- töku þegar allt er talið og til reikn- að, þá er honum í lófa lagið að hirða þennan gróða. Ef einhver hins vegar gæti sýnt fram á það með haldbær- um rökum að almenn dreifing ábat- ans væri ekki möguleg og að þjóðar- gjöfin væri öllum almenningi að skaðlausu, þá skyldi ég ekki öfund- ast, þótt vinir Hannesar ættu rei- turnar. Ég er þess hins vegar full- viss að almenn dreifing er ekki ein- ungis möguleg heldur auðveld, þótt það sé efni í annan texta. Einu má bæta við: Ef þjóðin getur höndlað gróðann eða varist tapi, en kýs engu að síður með opnum augum að af- sala sér fiskistofnunum til útgerðar- manna, þá getur enginn bannað henni. Á þetta er sjálfsagt að láta reyna í þjóðaratkvæðagreiðslu, enda er málið miklu stærra og afdrifarík- ara fyrir þjóðina en aðild að EB. Þar eru menn til í þjóðaratkvæði að vel upplýstu máli, og því þá ekki um kvótann? Hvað sem líður síngirni eða ör- læti þjóðarinnar, á og verður sú vinna sem framundan er við endur- skoðun kvótalaganna, að beinast að því að skera úr, hvaða kvótastefna komi íslenskum almenningi best í lengd og bráð. í því starfí koma sálmakyijur hreintrúaðra frjáls- hyggjumunka að litlu haldi, heldur verður að byggja á bestu hagfræði- greiningu sem vö! er á. Ef þurfa þykir, verður að sækja hana út fyrir landsteinana. Það kann nefnilega einhveijum að finnast vandfundnir hlutlausir rannsakarar innanlands, ef svo er sem mér sýnist að íslensk- ir hagfræðingar skiptist í tvo hópa: Þá sem eru eigendur og starfsmenn í útgerðarfyrirtækjum og samtökum og hina sem aðhyllast gjaldtöku fyr- ir veiðileyfi. Eða skyldi skiptingin gefa vísbendingar um rétta lausn á dæminu? Höfundur er hagfræðingur. Við viljum að þú reynsluakir þessari bifreið! Volvo 940 er ríkulega útbúin lúxusbifreið. Sem dæmi um staðalbúnað í Volvo 940 má nefna: 2.3 lítra 130 hestafla vél með beinni innspýtingu og fullkominni mengunarvörn, sjálfskiptingu, vökvastýri, læst drif, samlæsingu á hurðum, rafstýringu á rúðum og speglum, álfelgur, útvarp og segulband með fjórum hátölurum og innbyggðan barnabílstól í aftursæti sein ekki er fáanlegur í nokkurri annari bifreið en Volvo. Þetta eru áþreifanlegir hlutir, en þegar komið er að því að lýsa hvernig tilfmning það er að aka Volvo 940 mega orð sín lítils. Þess vegna viljum við bjóða þér í ógleymanlegan reynsluakstur - vertu velkomin(n)! Volvo 940 GL sjólfskiptur kostar kr. 2.495.000 stgr. á götuna. VOLVO - Bifreið sem þú getur treyst! faxafenis• sími91 -68ssro
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.