Morgunblaðið - 16.05.1991, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 16.05.1991, Blaðsíða 29
Aukakosningar í Bretlandi: Frambjóð- anda Verka- mannaflokks spáð sigri St. Andrews. Frá Guðmundi H. Frí- mannssyni, fréttaritara Morgun- blaðsins. Aukakosningar verða haldnar í dag, fimmtudag, í kjördæminu Monmouth í Bretlandi. Búist er við tví- sýnum kosningum og jafn- framt að verði úrslitin óhagstæð íhaldsflokknum muni John Major forsætis- ráðherra vart boða til nýrra kosninga á þessu ári. Sir John Stradling Thomas, fyrrum þingmaður íhalds- flokksins í Monmouth, lést skyndilega fyrr á árinu, en hann hafði ákveðið að bjóða sig ekki fram við næstu þing- kosningar. Þegar þingmaður fellur frá í einmenningskjör- dæmi verður að halda auka- kosningar. í kosningunum 1987 fékk íhaldsflokkurinn 47,5% at- kvæða í kjördæminu, Verka- mannaflokkurinn 27,7% og fijálslyndir 24%. Kosningabar- áttan að þessu sinni hefur mótast af því, að almennar þingkosningar nálgast hröðum skrefum. Allir flokkar hafa sent forystumenn sína í kosn- ingabaráttuna. Niðurstöður skoðanakönnunar, sem birtust á þriðjudag, benda til sigurs Verkamannaflokksins. Sam- kvæmt þeim niðurstöðum hafði flokkurinn 8% forskot á íhaldsflokkinn en fæstir eiga hins vegar von á afdráttar- lausum sigri Verkamanna- flokksins, telja að þær verði tvísýnar. Sigri Verkamannaflokkur- inn í þessum aukakosningum, útilokar það vafalaust þing- kosningar í júní en John Major forsætisráðherra hefur neitað að vísa þeim möguleika á bug fram að þessu. skuli aðgang að fiskimiðum aðgangi að mörkuðum sé ónýt. Hún sé þraut- reynd og hafi aldrei virkað, samning sem hafi verið gerður við Kanada á þessum nótum hafi Kanadamenn ein- hliða numið úr gildi 1987. í Brussel er bent á að á þessari reglu sé önnur hlið. Það sé rétt að reglan hafi fælt ríki frá samningum um greiðari að- gang að mörkuðum EB en það sð álitamál hvort bandalagið hafí ein-' hveiju tapað á því. Sem stendur er eftirspurn eftir sjávarafurðum mun meiri en framboðið, hvort heldur er til vinnslu eða neytenda. Vinnslunni innan EB er að hluta til tryggt inn- flutt hráefni með takmörkuðum tollaívilnunum á nauðsynlegu hráefni og jafnvel með sérstakri bókun, s.s. við Islendinga. Neytendur innan EB hafi undanfarið greitt tolla af sjávar- afurðum möglunarlaust og töluvert muni um tollatekjurnar sem renna í sjóði EB. Benda megi á að tolla- greiðslur íslendinga vegna innfluttra sjávarafurða til EB á yfirstandandi ári koma til með að nema sem svar- ar nýlegri úthlutun EB til endurnýj- unar á flota bandalagsins og fram- kvæmda í fiskeldi. Það er grátt gaman fyrir íslend- inga að innflutningur þeirra á sjávar- afurðum til EB stendur að hluta til undir styrkjakerfinu sem þeim er hvað mestur þyrnir í augum. Vegna samninganna við EFTA er bent á að verði gerð undanþága vegna ís- lendinga frá samningsreglunni muni aðrir fylgja í kjölfarið og kreijast hins sama. Framkvæmdastjórn EB hafi ekki áhuga á að standa í stappi við t.d. Bandaríkjamenn vegna frí- verslunarkjara á sjávarafurðum. jeei íam ai fflJOAgUTMlÖ? ŒOAJaMuaflöM •MORGUNBLAÐIÐ FJMMTUDAGUR 16. MAI-1991- - Nýkomnir BIRKENSTOCK sandalar í úrvali Laugavegi 41, s. 13570. Skóverslun Þórðar, Kirkjustræti 8, sími 14181. Reuter Jiang Zemin og Míkhaíl S. Gorbatsjov ræðast við í Kreml í gær. Leiðtogi kínverskra kommúnista í Moskvu: Stefnt að bættri sambúð ríkjanna Moskvu. Reuter. JIANG Zemin, leiðtogi kínverska kommúnistaflokksins, kom í gær í opinbera heimsókn til Moskvu og er markmiðið að bæta sambúð ríkjanna en leiðtoga þeirra greinir meðal annars á um hugmynda- fræði marxismans. Jiang er hæstsetti ráðamaður alþýðulýðveldisins sem sótt hefur Kremlverja heim frá því Mao Zedong var einvaldur í Kína. Heimsókn Jiangs stendur í fimm daga og formlega er um að ræða samskipti kommúnistaflokka land- anna. Sovéski flokkurinn hefur að nafninu/til afsalað sér lögbundnu forystuhlutverki í landinu en kín- verskir kommúnistar halda fast í einræði flokksins. Samt sem áður tók varaforseti Sovétríkjanna, Gennadíj Janajev, á móti Jiang á flugvellinum en Míkhaíl S. Gor- batsjov Sovétforseti er einnig leið- togi sovéska kommúnistaflokksins. Hann fór í heimsókn til Kína árið 1989 er mikil stjórnmálaólga var þar í landi og umbótasinnar hróp- uðu nafn Sovétleiðtogans til árétt- ingar kröfum sínum. Fáeinum dög- um eftir heimsóknina myrtu kínver- skir hermenn þúsundir vopnlausra borgara á Torgi hins himnneska friðar í Peking er mótmæli lýðræð- issinna voru brotin á bak aftur. Sovéskir embættismenn sögðust búast við að Jiang og Gorbatsjov myndu ræða öryggis- og vamarmál við norðvesturhluta Kyrrahafs og reyna að flýta áætlunum um gagn- kvæma fækkun í heijum á landa- mærum ríkjanna auk þess sem fjall- að yrði um fleiri svið traustvekjandi aðgerða. Edith Cresson, forsætisráðherra Frakklands: KRAFTVERKFÆRI^ -ÞESSISTERKU RAFMAGN^HANDVERKFÆRI " FYRIR ÞA KRÖFUHÖRÐU HJOLSOG STINGSOG nK, 4495H - 450 vatta - 60 mm sögunardýpt . - snúningsblað PH865U -1200 vatta m-Karbitblað - öryggisrofi SLÍPIPÚÐI BELTASLIPIVEL 7576U -180 vatta 26000 sn/mtn -1,4 kg 1205H - 600 vatta 130-200 m/mín - 2,8 kg SLIPIROKKUR 9420H -710vatta -10000 sn/mín - 2,0 kg ^■Pgihl. taska, borar, SDS patróna HEFILL FRÆSARI 92H - 705 vatta 15000 sn/mín 1835U í - 800 vatta 25000 sn/mín - 3,2 kg SKIL - KRAFTVERKFÆRI HENTA ÞEIM KROFUHORÐUSTU Eigum ávallt fjölbreytt úrval SKIL rafmagnshandverkfæra og fylgihluta jafnt til iðnaðar- sem heimilisnota. SÖLUAÐILAR VÍÐA UM LAND. ÞEKKING - REYNSLA - ÞJÓNUSTA FA L K 1 N N r SL0URLANDSBRALTT 8 SÍMI84670 J Harðsnúin baráttu- kona sem aldrei vill viðurkenna ósigur París. Reuter. EDITH Cresson sem varð forsætisráðherra Frakklands í gær er þekkt fyrir að vera harðsnúinn stjórnmálamaður sem ávailt neitar að viðurkenna ósigur. Ekki eru nema átta mánuðir síðan Cresson lét af störfum sem Evrópumálaráðherra vegna ágreinings um efna- hagsmál við Michel Rocard sem hún leysir nú af hólmi. Edith Cresson fæddist 27. janúar 1934 í Boulogne-sur-Seine og gift- ist Jacques Cresson árið 1959. Þau eiga tvær dætur. Leið Cresson á tindinn hefur verið löng og ströng en hún er mikil baráttukona og sneri ósigrum ætíð á endanum upp í sigur. Francois Mitterrand Frakk- landsforseti gerði hana að landbún- aðarráðherra í fyrstu ríkisstjóm sinni 1981. „Franskir bændur voru svo íhaldssamir og miklir kvenhat- arar að kvenkyns ráðherra, sósía- listi að auki, jafngilti næstum ögr- un,“ sagði hún síðar. Menn gagn- rýndu hana fyrir að hafa ekkert vit á landbúnaði og eitt sinn þurfti lög- regla að forða henni í þyrlu undan froðufellandi bændum. En árið 1982 átti hún þátt í því að tekjur franskra bænda jukust um 10%. Hún var gerð að utanríkisvið- skiptaráðherra og í því embætti barðist hún gegn innflutningi frá Japan. Til þess að leggja áherslu á þá baráttu ferðaðist hún um París á frönsku hlaupahjóli og sagði það jafngott japönsku mótorhjólunum. Þegar Mitterrand var endurkjör- inn forseti 1988 valdi hann Cresson til að gegna embætti Evrópumála- ráðherra. Hún ávann sér enn frek- ara traust Mitterrands á síðasta ári er hún neitaði að íeggjast á sveif með einhverjum þeim sósíalistaleið- togum sem börðust um að vera eft- irmenn Mitterrands. Þess í stað skoraði hún á flokksmenn að slíðra sverðin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.