Morgunblaðið - 16.05.1991, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 16.05.1991, Blaðsíða 35
.. M(fl{GC]^jáb&:raMiJC£)AúúÍi' Mlímal:! Stjórnarskrá og þingsköp: Endurskoðun og tíma- bærar breytíngar I GÆR voru fundir í efri og neðri deild Alþingis. Til umræðu voru frumvörp sem varða Alþingi, starf þess og stöðu; að Alþingi starfi framvegis í einni deild. I efri deild var frumvarp um breytingu á sljórnarskránni rætt. Og í neðri deild var frumvarp um þingsköp Alþingis til umræðu. Bæði frumvörpin fengu jákvæðar undirtektir. Þingsköp Páll Pétursson (F-Nv) mælti í neðri deild fyrir frumvarpinu um þingsköp Alþingis en fulltrúar allra þingflokka standa að því. Framsög- umaður benti á, að vegna afnáms deildaskiptingar Alþingis yrði að endurskoða og gera nokkrar aðrar tímabærar breytingar á þingsköp- unum. Páll gerði síðan grein fyrir helstu breytingum og nýmælum, m.a. má nefna að varaforsetar þingsins verða fjórir og mynda ásamt aðalforseta forsætisnefnd þingsins. Verkefni forsætisnefndar- innar verður að gera starfsáætlun fyrir hvert þing og skipuleggja störf þingsins nánar. Verulegar breytingar verða á nefndastörfum þingsins. Fasta- nefndum fækkar úr 23 í 12. En lagt er til að í ölium nefndum sitji 9 þingmenn í stað 7 áður. Af þess- um 12 nefndum hafa 11 starfað áður en nýrri nefnd, umhverfís- nefnd, verður komið á fót. Heiti tveggja nefnda breytist, fjárhags- og viðskiptanefnd verður efnahags- og viðskiptanefnd og fjárveitinga- nefnd verður fjárlaganefnd. í frumvarpinu er það nýmæli að fjárlaganefnd skal að jafnaði vísa til annarra fastanefndaa þeim þátt- um fjárlagafrumvarpsins sem fjalla um málefnasvið þeirra. Gert er ráð fyrir því að fastanefndirnar geti annast viðtöl og tekið við erindum sem fjárveitinganefnd hefur hingað til haft á sinni hendi. Framsögu- maður tók skýrt fram að við athug- un á fjárlagafrumvarpinu störfuðu fastanefndirnar í umboði fjárlaga- nefndar. Form umræðna breytist nokkuð, m.a. verður heimilt að veita stutt andsvör við ræðum eins og tíðast á þjóðþingum erlendis. Er megintil- gangur þeirrar breytingar að gera umræður líflegri, skoðanaskipti hraðari en jafnframt styttri. Við meðferð venjulegra þingmála gilda sömu reglur og verið hafa að öðru leyti en því að hinn ótakmarkaði réttur ráðherra til þáttöku í umræð- um er nú bundinn við þann ráð- herra sem flytur mál eða ber ábyrgð á þeim málaflokki sem er til um- ræðu. Ræðutími í þingskaparum- ræðu verður takmarkaður. Enginn þingmaður má tala lengur en fimm mínútur í senn um þingsköp. Utan- dagskrárumræður verða takmark- aðar þannig að málshefjandi og ráðherrar mega ekki tala lengur en í hálftíma og aðrir þingmenn ekki lengur en í stundarfjórðung en allir mega tala tvisvar. Reglur um meðferð þingmála breytast verulega, t.a.m. er það nýmæli að skylt verði að vísa máli til nefndar, ef einhver þingmaður eða ráðherra krefst, hafi það tekið breytingum við 2. umræðu á annan hátt en þann sem þingnefnd leggur til. Frumvarpið gerir ráð fyrir nýjum og ítarlegri reglum um atkvæða- greiðslur með rafeindabúnaði. Kveðið er á um að slík atkvæða- greiðsla jafngildi nafnakalli, þannig að þeir þingmenn sem ekki greiða atkvæði, teljist taka þátt í atkvæða- greiðslunni. Jafnframt eru ákvæði um að ekki sé skylt að skrá í þing- tíðindi hvernig hver þingmaður greiðir atkvæði nema fram komi ósk um það. Þessar upplýsingar verða þó aðgengilegar í skjalasafni þingsins. Krafist er aukins meiri- hluta til að veita afbrigði um þing- mál; tvo þriðju hluta í stað einfalds meirihluta áður. Að endingu lagði Páll Pétursson til að þessu frumvarpi yrði vísað til sérnefndar sem enn væri ókosin. Frumvarpið hlaut um flest góðar viðtökur þingmanna, en það er ljóst að það er málamiðlun margra sjón- armiða. Anna Ólafsdóttir Björns- son (SK-Rn) taldi fjölniargt vera til bóta en Kvennalistakonur gerðu þó fyrirvara um þau tímamörk sem ættu að gilda um umræður utan dagskrár. Hún brýndi fyrir þing- heimi að hlutur stjórnarandstöð- unnar væri virtur varðandi stjóm þingsins og afgreiðslu þingmála. Pálmi Jónsson (S-Nv) taldi breyt- ingar á starfi fjárlaganefndar vera um margt til bóta, s.s. að hún hefði einnig til meðferðar lánsfjárlög auk fjárlaga. En Pálma fannst fullfor- takslaust kveðið á um að fjárlaga- nefndin skyldi vísa hlutum fjárlaga- frumvarpsins til annarra fasta- nefnda. Stefnan væri rétt en ef farið væri offari væri hætt við að málsmeðferð flækti um of störf við fjárlagagerðina. Ólafur Þ. Þórðar- son (F-Vf) taldi að almenningi hlyti að leika forvitni á að fá að vita hvernig þingmenn greiddu atkvæði með rafeindabúnaði og ættu þær upplýsingar að vera aðgengilegar í þingtíðindum. Ólafur taldi mjög þrengt að þingskaparamræðu og óskaði eindregið eftir viðveru Hall- dórs Blöndals landbúnaðarráðherra því leikni hans í túlkun ákvæða um þingskaparumræður væri annáluð. Ólafur taldi ljóst að samkvæmt frumvarpinu yrði hraðinn meiri en hann efaðist um að vinnubrögðin bötnuðu; það yrði auðveldara að gera vitlaus frumvörp að lögum. Þingmenn ræddu mörg önnur atriði frumvarpsins; kosti og lesti. Auk fyrrnefndra tóku til máls: Jón Kristjánsson (F-Al), Rannveig Guðmundsdóttir (A-Rn), Hjörleif- ur Guttormsson (Ab-Al) og Ólafur Ragnar Grímsson (Ab-Rn). Matthías Bjarnsson forseti neðri deildar frestaði atkvæðagreiðslu um frumvarpið til næsta fundar deiidar- innar sem er boðaður kl. 13.30 í dag. Stj órnarskrárbreytingar í efri deild var frumvarpið til stjórnsýslulaga um breytingu á stjórnarskránni rætt. Það framvarp var samþykkt á síðasta þingi með allgóðri samstöðu en tii að það verði Páll Pétursson að lögum verður nýkjörið þing að samþykkja það á nýjan leik. Nýir þingmenn virðast ekki síður fylgj- andi stjórnarskrárbreytingunum en þeir sem sátu á síðasta þingi. Björn Bjarnason (S-Rv) taldi — í sinni fyrstu þingræðu — breytinguna í eina málstofu vera framfaraspor og ný ákvæði um setningu bráða- birgðalaga vera til bóta. Umræður í deildinni snerust því nokkuð um þingsköp og starfsaðstöðu þingsins, STJÓRNARSKRÁ LÝÐVELDISINS ÍSLANDS FORSÆTISRÁÐUNEYTIÐ 1981 kosningadag Alþingis o.fl. Ýmsir stjórnarandstæðingar gerðu bygg- ingaframkvæmdir og húsakaup Reykjavíkurborgar í nágrenni við Alþingishúsið að umtalsefni. Mátti skilja að niðurstaða þeirra viðskipta væri Alþingi ekki hagkvæm. Ekki tókst að ljúkja umræðu um framvarpið en henni lýkur væntan- lega á næsta deildarfundi sem er boðaður kl. 13. Síðasta deildaskiptingin í FYRRADAG var valið í efri og neðri deild Alþingis. Það verður að teljast næsta liklegt að það hafi verið í síðasta sinn og eftir að þessu þingi lýkur muni þingismenn ræða málin í einni málstofu. Til efri deildar völdust 12 stuðn- ingsmenn ríkisstjórnarinnar og 9 stjórnarandstæðingar: Karl Stein- ar Guðnason (A-Rn), og er hann forseti deildarinnar, honum er til fulltingis Kristín Einarsdóttir (SK- Rv) fyrri varaforseti og Egill Jóns- son (S-Al) síðari varaforseti. Skrif- arar era Jóna Valgerður Kristjáns- dóttir (SK-Vf) og Lára Margrét Ragnarsdóttir (S-Rv). Auk fyrr- greindra eiga sæti í deildinni: Bjöm Bjarnason (S-Rv), Eiður Guðnason (A-Vl), Eyjólfur Konráð Jónsson (S-Rv), HalldórÁsgrímsson (F-Al), Jón Helgason (F-Sl), Margrét Frí- mannsdóttir (Ab-Sl), Ólafur G. Einarsson (S-Rn), Salome Þorkels- dóttir (S-Rn), Sigbjörn Gunnars- son (A-Ne), Stefán Guðmundsson (F-Nv), Steingrímur J. Sigfússon (Ab-Ne), Sturla Böðvarsson (S-Vl), Svavar Gestsson (Ab-Rv), Tómas Ingi Olrich (S-Ne), Valgerður Sverrisdóttir (F-Ne) og Þorsteinn Pálsson (S-Sl). í neðri deild eru 24 stuðnings- menn ríkisstjórnarinnar og 18 stjórnarandstæðingar. Matthías Bjamason (S-Vf) er deildarforseti, Hjörleifur Guttormsson (Ab-Al) fyrri varaforseti og Össur Skarp- héðinsson (A-Rv) sá síðari. Skrif- arar eru Gunnlaugur Stefánsson (A-Al) og Kristinn H. Gunnarsson (Ab-Vf). Auk þessara þingmanna sitja í neðri deild: Anna Ólafsdótt- ir Björnsson (SK-Rn), Árni R. Árn- ason (S-Rn), Árni Johnsen (S-Sl), Árni Mathiesen (S-Rn), Davíð Oddsson (S-Rv), Eggert Haukdal (S-Sl), Einar Kr. Guðfinnsson (S-Vf), Finnur Ingólfsson (F-Rv), Friðrik Sophusson (S-Rv), Geir H. Haarde (S-Rv), Guðjón Guðmunds- son (S-Vl), Guðmundur Bjarnason (F-Ne), Guðmundur Hallvarðsson (S-Rv), Guðni Ágústsson (F-Sl), Guðrún Helgadóttir (Ab-Rv), Halí- dór Blöndal (S-Ne), Ingi Björn Albertsson (S-Rv), Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir (SK-Rv), Ingibjörg Morgunblaðið/Sverrir Pálmadóttir (F-Vl), Jóhann Ár- sælsson (Ab-Vl), Jóhanna Sigurð- ardóttir (A-Rv), Jóhannes Geir Sigurgeirssbn (F-Ne), Jón Baldvin Hannibalsson (A-Rv), Jón Krist- jánsson (F-AI), Jón Sigurðsson (A-Rn), Kristín Ástgeirsdóttir (SK- Rv), Ólafur Ragnar Grímsson (Ab- Rn), Ólafur Þ. Þórðarson (F-Vf), Páll Pétursson (F-Ne), Pálmi Jóns- son (S-Nv), Ragnar Arnalds (Ab- Nv), Rannveig Guðmundsdóttir (A-Rn), Sighvatur Björgvinsson (A-Vf), Sigríður A. Þórðardóttir (S-Rn), Sólveig Pétursdóttir (S-Rv), Steingrímur Hermannsson (F-Rn) og Vilhjálmur Egilsson (S-Nv). Reykjavík: Ráðstefnugestum fjölgaði um rúmlega 50% milli ára RÁÐSTEFNUGESTUM fjölgaði í Reykjavík um rúmlega 50% milli áranna 1989 og 1990. Árið 1989 voru haldnar í borginni 54 erlendar ráðstefnur og fundir af ýmsum toga, sem 7.756 erlendir gestir sátu, en árið 1990 sóttu 11.735 útlendingar 84 ráðstefnur, fundi og hvata- ferðir í Reykjavík. í fréttatilkynningu frá ferðamál- anefnd Reykjavíkur kemur fram að á árinu 1990 var fjöldi gistinátta á gistihúsum borgarinnar vegna ráð- stefna og funda samtals 49.594, eða að meðaltali 4,2 nætur fyrir hvern þátttakanda. Áætlaðar brúttótekjur vegna ráðstefnúhalds í Reykjavík á árinu nema tæplega einum milljarði króna, sem er lið- lega 84 þúsund krónur fyrir hvern ráðstefnugest. Ferðamálanefnd Reykjavíkur hefur látið gera sérstakt kynningar- rit um ráðstefnuborgina Reykjavík, sem þegar hefur komið út á ensku, frönsku, þýsku og japönsku, en nú er verið að undirbúa útgáfu á sænsku, norsku og dönsku. Þessum ritum hefur verið dreift ásamt öðr- um ferðaupplýsingum um land og þjóð til þúsunda fyrirtækja í Bret- landi, Frakklandi, Þýskalandi, Belg- íu, Hollandi, Bandaríkjunum, Japan og víðar, með sérstöku kynningar- bréfi frá borgarstjóra, sem hvetur forráðamenn umræddra fyrirtækja til að kynna sér kosti Reykjavíkur sem ráðstefnuborgar. I haust hefst sambærilegt átak til að kynna borg- ina fyrir forráðamönnum fyrirtækja og samtaka á hinum Norðurlöndun- um. Safnað fyrir sjúkrabíl Patreksfirði. RAUÐA kross deild V-Barðastrandarsýslu sem orðin er tólf ára göm- ul vinnur nú að því að endurnýja sjúkraflutningabílinn á Patreksfirði. Ýmis félagasamtök- önnur leggja þeim lið við þetta mál en nýi bíllinn er dýr og mikið má ef duga skai. Sunnudagskvöldið 4. maí lagði Li- onsklúbbur Patreksfjarðar fram sinn skerf þegar varaformaður klúbbsins afhenti formanni Rauða kross deild- arinnar, Símoni Símonarsyni, tvö hundrað þúsund. - Hilmar Morgunblaðið/Hilmar Ámason lÉÍll.Í’...... Frá afendingu styrksins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.