Morgunblaðið - 16.05.1991, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 16.05.1991, Blaðsíða 37
______________________________MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 1991 Stríðsglæpir á fangaeyju Kvikmyndir Amaldur Indriðason Blóðeiður („Blood Oath“). Sýnd í Háskólabíói. Leikstjóri: Stephen Wallace. Aðalhlutverk: Brian Brown, George Takei, John Beck ogTerry O’Quinn. Ástralia. 1990. Blóðeiður er athyglisverð ástr- ölsk bíómynd er byggir á sönnum atburðum sem urðu á fangaeyju Japana í Suðaustur-Asíu í seinni heimsstyijöldinni. Um 1.100 ástr- alskir fangar voru þar í haldi Jap- ana en þegar stríðinu lauk voru aðeins 300 fangar eftir, hinir höfðu verið teknir af lífi án sýnilegra ástæðna. Myndin lýsir réttarhöldunum yfir Japönunum, fangabúðastjóranum, fangavörðunum og baróninum sem var yfir þeim og bar ábyrgð á aftök- unum. Sá ágæti leikari Brian Brown fer með hlutverk sérstaks saksókn- ara hersins sem í byijun hefur upp á fjöldagröfunum á eynni en kemst að því að ýmis tormerki eru á því að sækja Japanina til saka. Fyrir það fyreta skortir vitni en það er ekki öll sagan því yfirmaður búð- anna, baróninn, er of mikilvægur Bandaríkjamönnum í diplómata- pólitíkinni eftir stríðið til að hægt sé að taka hann úr umferð. Þannig snúast réttarhöldin upp í leit að blóraböggli til að uppfylla kröfur réttarins og hann er fundinn í ung- um liðsforingja, sem taldi sig vera að fara eftir réttmætum skipunum. Spumingin, sem myndin veltir fyrir sér, er sígild um ábyrgð í stríði. Er sá sem fer eftir skipunum yfírboðara síns jafnsekur og sá sem gefur skipanirnar? Eins og tíðkast um réttardrama eru bestu stundir myndarinnar í réttarsalnum þar sem Brown leggur fram sitt mál og leiðir fram vitni þó af skornum skammti séu. Átakanleg er lýsing eina eftirlifandi fangans sem vitni var að aftökunum en bróðir hans var eitt af fórnarlömbum Japan- anna. Myndin einkennist af þeim vönd- uðu vinnubrögðum sem við eigum að venjast frá Áströlum. Leikurinn er yfír höfuð góður. Brown er 37 traustur sem fyrr og dregur upp sannfærandi mynd af ákveðnum en líka örvæntingarfullum saksóknar- anum og hvernig hann lætur ekk- ert stoppa sig baráttu sinni til að fá réttlætinu framfylgt. Forvitnilegt er að sjá Terry O’Quinn („The Step- father“) leika Bandaríkjamann sem er í mun að þagga réttarhöldin nið- ur vegna þess sem hann kallar eins og sannur skrumari „víðara sam- hengi sem hafa verður í huga“. Ef það er eitthvað sem stendur eftir í lok myndarinnar er það hversu litlu máli líf áströlsku stríðsfanganna skipti þegar „víðara samhengið" var annafs vegar. 'AUGL YSINGAR LÖGTÖK Mánudaginn 13. maí 1991 var í fógetarétti Vestur-Skaftafellssýslu kveðinn upp svo- hljóðandi lögtaksúrskurður: Að beiðni innheimtumanns ríkissjóðs í Vestur-Skaftafellssýslu heimilast hér með að lögtök megi fara fram fyrir gjaldföllnum og ógreiddum gjöldum ársins 1991, sem og ógreiddum eftirstöðvum fyrri ára. Fyrir gjaldföllnum og ógreiddum þinggjöldum ársins 1990 og 1991, álögðum í Vestur- Skaftafellssýslu, en þau eru: Tekjuskattur, eignaskattur, sérstakur eigna- skattur, slysatryggingagjald v/heimilisstarfa, tryggingagjald, iðnlánasjóðs- og iðnaðar- málagjald, slysatryggingargjald skv. 20 gr., atvinnuleysistryggingagjald, vinnueftirlits- gjald, kirkjugarðsgjald, gjald í framkvæmda- sjóð aldraðra og skattur af verslunar- og skrifstofuhúsnæði. Einnig fyrir launaskatti, aðflutningsgjaldi, skipaskoðunargjaldi, vitagjaldi, lögskráning- argjaldi, lestargjaldi, bifreiðagjaldi, skoðunar- gjaldi bifreiða, slysatryggingagjaldi öku- manns, þungaskatti skv. ökumælum, skipu- lagsgjald af nýbyggingum, virðisaukaskatti af skemmtunum, sem og virðisaukaskatti sem í eindaga er fallinn, sem og fyrir viðbót- ar- og aukaálagningu virðisaukaskatts vegna fyrri tímabila. Ennfremur fyrir gjaldfallinni en ógreiddri staðgreiðslu opinberra gjalda áranna 1990 og 1991 og gjaldföllnum en ógreiddum út- svörum og aðstöðugjöldum. Lögtök mega fara fram á kostnað gjaldenda en á ábyrgð ríkissjóðs að liðnum 8 dögum frá birtingu úrskurðar þessa. Sýslumaður Vestur-Skaftafellssýslu, 13. maí 1991. KENNSLA Ferðamálaskóli MK Fræðist fyrst - ferðist svo Ætlarðu að ferðast um ísland í sumar? Fjögurra kvölda námskeið um áhugaverða staði og leiðir á hálendinu. Leiðbeinandi: Þórunn Þórðardóttir, fararstjóri. Upplýsingar og innritun í símum 74309 og 43861. Mermtaskólirm í Kópavogi. Stýrimannaskólinn í Reykjavík 100. skólaslit Stýrimannaskólans í Reykjavík verða í Háskólabíói föstudaginn 24. maí nk. kl. 15.00. Allir eldri nemendur skólans eru boðnir sérstaklega velkomnir í tilefni þess- ara tímamóta. Skólameistari. ATVINNUHÚSNÆÐI Kvosin Höfum til leigu 200 fm á annari hæð í Aðal- stræti 8, ásamt bílastæðum í bílgeymslu. Allar nánari upplýsipgar í síma 54644. Ci BYGGÐAVERK HF. Laugavegur Verslunar- og þjónustubygging Til leigu er 100-200 fm húsnæði á 3. hæð. Aðkoma er bæði frá Laugavegi og Hverfis- götu. Góð aðkorha fyrir hjólastóla. I húsinu eru verslanir, kaffitería, líkamsrækt, læknastofur, skrifstofur o.fl. Sanngjörn leiga fyrir góða leigjendur. Upplýsingar í síma 672121 á skrifstofutíma. FÉLAGSSTARF Sjálfstæðisfólk á Sauðár- króki og í Skagafirði Fyrirhuguð er skemmtiferð á vegum sjálfstæðisfélaganna sunnudag- inn 26. mai. Nánari upplýsingar gefa Steinunn i síma 36632, Unnar í síma 36058, Björn i síma 35254. Sjálfstæðisfélögin. Vörður FUS, Akureyri Fundur um sjávarútvegsmál verður haldinn í húsnæði flokksins í Kaupangi við Mýraveg sunnudaginn 20. maí kl. 20.00. Björn Dagbjartsson, formaður sjávarút- vegsnefndar Sjálfstæðisflokksins, mætir á fundinn og flytur erindi. Vörður FUS. Kópavogur - Kópavogur Sjálfstæðiskvenna- félagið Edda heldur fund í dag, fimmtu- daginn 16. maí, kl. 20.30 í Hamraborg 1, 3. hæð. Dagskrá: Kosning á landsþing Landssambands sjálfstæðiskvenna. Gestir fundarins verða Sigríður A. Þórðardóttir og Salome Þorkelsdóttir. Eddukonur fjölmennið. Stjórnin. KENNSLA Vélritunarnámskeið Notið sumarið og lærið vélritun. Vélritunarskólinn, s. 28040. FFLAGSLÍF Góðtemplarahúsið, Hafnarfirði Félagsvistin fimmtudaginn 16. maí. Byrjum að spila kl. 20.30 stundvislega. Allir velkomnir. Fjölmennið. famhjólp Almenn samkoma verður i Kap- ellunni í Hlaðgerðarkoti í kvöld kl. 20.30. Umsjón: Gerður Krist- dórsdóttir. Frá Félagi eldri borgara Gönguhrólfar fara af stað nk. laugardag kl. 10.00 frá Hverfis- götu 105. Skipholti 50b Almenn samkoma í kvöld kl. 20.30. Allir innilega velkomnir. I kvöld kl. 20.30 samkoma. Ofurstarnir Edle og Johnny And- ersen fré Noregi tala. Hersöng- sveitin syngur. Föstudagur kl. 20.30 þjóðhátíðarfagnaður Norðmanna. Allir velkomnir. Hvítasunnukirkjan Völfufelii Vakningarsamkoma ( kvöld kl. 20.30. Stjórnandi Garðar Ragn- arsson. Allir hjartanlega velkomnir. FERÐAFELAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU 3 & 11798 19533 Fimmtudagskvöld 16. maíkl. 20 Fuglaskoðun og sólarlags- ganga á Áiftanesi Létt og Ijúf kvöldferð um strönd Álftaness. Þeir, sem huga að fuglum, fara hægar yfir (rútan fylgir hópnum), en hinir lalla um ströndina. Leiðbeinandi í fugla- skoðun verður með. Tilvalið að byrja I Ferðafélagsferðum með þessari göngu. Brottför frá BSÍ, austanmegin (stansað m.a. á Kópavogshálsi og v. Engidal.) Ferðafélag Islands. 'líftFndi fettf ÚTIVIST SRÓFINNI l • KEYKJAVÍK • SÍMIAÍMSVARII4606 Hvítasunnuferðir 17.-20. maí holl hreyfing - góður félagsskapur Dansað f Básum um hvítasunnu Það er tilvalið að fagna nýju sumri á þessu óviðjafnanlega svæði. Gönguferöir við allra hæfi, jafnt fjallageitur og þá, sem eru að byrja í gönguferöum. Góð gisting og hin ákjósanleg- asta aðstaða I Útivistarskálun- um Básum. Kvöldvökur, varðeld- ur, gömlu dansarnir á pallinum á laugardagskvöld. Fararstjóri Björn Finnsson. Verð aðeins 6.100/6.700. Skaftafell - Öræfasveit Farið að Jökulsárlóni og i Múla- gljúfur, gengið i Morsárdal og Bæjarstaðaskóg. Fararstjóri Egill Pétursson. Öræfajökull Hér býðst tækifæri til þess að fara á konung jöklanna. Gengin Sandfellsleið á jökulinn. Ekkert klifur, enginn sérstakur útbúnað- ur nauðsynlegur, aðeins góöir gönguskór og hlý föt. Listi yfir nauðsynlegan útbúnað á skrif- stofu. Fararstjóri Reynir Sig- urðsson. Gerðu eitthvað eftirminnilegt um hvítasunnuna og skelltu þér í Útivistarferð. Sjáumst. Útivist. FERÐAFELAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU 3 S: 11798 19533 Góðferðahelgi framundan: Hvítasunnuferðir Ferðafé- lagsins 17.-20. maí 1. Þórsmörk - Langidalur. Gistiaöstaða i Skagfjörðsskála er ein sú besta í óbyggðum. Ath. rútan verður i Þórsmörk yfir helgina. Það verður líf og fjör með fjölbreyttum göngu- ferðum og kvöldvökum. Sér- stakur fjölskylduafsláttur. Far- arstjóri: Hilmar Þór Sigurðsson. 2. Snæfellsnes - Snæfellsjökull. Jökullinn hefur sitt aðdráttarafl en óteljandi aðrir möguleikar eru til skoðunar og gönguferöa um þetta dulmagnaða svæði. Farið verður um svæði norðan Jökuls- ins m.a. gengið frá Öndveröar- nesi í Beruvík. Gist á Görðum i Staöarsveit. Silungsveisla. Stutt í sundlaug. Matsala á staönum. Eyjasigling. Farar- stjórar: Jóhannes I. Jónsson og Kristján M. Baldursson. 3. Öræfajökull (Hvannadals- hnjúkur) - Skaftafell. Þvi ekki að reyna að sigra hæsta fjall landsins. Leiðbeint í jöklatækni áður en lagt er upp. Útbúnaðar- listi á skrifstofunni. Gengin Virk isjökulsleið, ein besta útsýnis- leið á jökulinn. Fararstjórar: Anna Lára Friðriksdóttir og Árni Birgisson. 4. Skaftafell - Öræfasveit - Jökulsárlón. Göngu og ökuferö- ir. M.a. farið um nýju göngu- brúna á Morsá og gengið í Bæj- arstaðaskóg og jafnvel ( hina litriku Kjós. Svefnpokagisting eða tjöld á Hofi. Fararstjóri: Ás- geir Pálsson. f hvitasunnuferð- um ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Munið að félagar fá afslátt í helgar- og lengri ferðirnar; skráið ykkur f Ferðafélagið. Pantið tíman- lega. Brottför kl. 20 í allar ferð- irnar. Simar 19533 og 11798. Fax: 11765. Ferðafélag islands, ferðir fyrir þig.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.