Morgunblaðið - 16.05.1991, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 16.05.1991, Blaðsíða 46
46 Nýtt! D9NAMIC CARDS Litmyndir og tyggjó EINKAUMBOÐ UMBOÐS- OG HEILDVERSLUN SMIÐJUVEGI 11 • SÍM'I 64 10 05-06 ScefyteUtúnwitid en újá IHVAÐA VEÐRISEMER Með Meco þarftu ekki að hafa áhyggjur af veðrinu, það er alltaf hægt að grilla. 895 sWf h\uW ív\Q' Hönnun MECO: Loftflæðið gerir Meco að frábæru útígrilli: • Það sparar kolin. • Brennur sjaldnar við. • Hægt er að hækka og lækka grindina frá glóðinni. • Tekur styttri tíma að grilla og maturinn verður safaríkari og betri. • Auðveld þrif. 0 Heimilistæki hf SÆTÚNI8 SlMI 691515 ■ KRINGLUNNISÍMI691520 \/id eMuwSveúyaxÉegjÁ, i sajtuuti^um /V\§C MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 1991 -----------------n-hr+f—I-i—i—■—i—■■■■ rr-11 i i ;—i—I—rrt—i Þórunn Sigurðar dóttir - Minning Fædd 9. september 1899 Dáin 9. maí 1991 Mín indæla móðursystir, Þórunn Sigurðardóttir, lést á Dvalarheimili aldraðra sjómanna í Hafnarfirði 9. maí sl. á 92. aldursári. Þórunn var dóttir Sigríðar Stein- grímsdóttur og Sigurðar Pétursson- ar landspósts og bónda á Hörgsl- andi á Síðu. Eftir nokkurra ára búsetu á Hörgslandi, fluttist fjöl- skyldan þaðan þegar Sigurður keypti jörðina Arnanes nálægt Höfn í Hornafirði, þar sem hann bjó til dauðadags. Sigríður var dóttir Steingríms Jónssonar, silfur- og söðlasmiðs á Fossi á Síðu, og konu hans, Þórunnar Eiríksdóttur, bónda að Hlíð í Skaftártungu. Kona Eiríks var Sigríður Sveinsdóttir Pálssonar læknis í Vík. Kona Sveins var Þór- unn, dóttir Bjarna Pálssonar land- læknis og konu hans,iRannveigar; dóttur Skúla Magnússonar landfóg- eta. Sigurður faðir Þórunnar var sonur Péturs Jónssonar og Sigríðar Steingrímsdóttur konu hans sem bjuggu á Fossi á Síðu. Pétur var sonur Jóns hosspítalahaldara og Þorbjargar sem bjuggu á Hörgs- landi á Síðu. Þorbjörg var dóttir sr. Bergs á Hörgslandi og Katrínar, dóttur sr. Jóns Steingrímssonar eld- prests. Sigríður og Sigurður eignuðust 3 syni og 5 dætur, en tvær þeirra létust í æsku. Sigurður átti áður dóttur, Sigurlínu, og giftist hún Eyjólfi Eyjólfssyni á Hnausum og eignuðust þau einn son, Vilhjálm, sem lifir foreldra sína. Eftirlifandi sjístkini Þórunnar eru: Jústa, giftist Olafi heitnum Pálssyni sundkenn- ara og eignuðust þau 3 börn; Stein- grímur kaupmaður og fyrrv. kart- öflubóndi á Höfn í Hornafirði, gift- ur Vilborgu Ólafsdóttur og eiga þau eina dóttur. Systkini Þórunnar sem eru látin: Pétur, fulltrúi, giftist Kristínu heitinni Gísladóttur og eignuðust þau 5 börn; Geir, var lög-j regluþjónn í Reykjavík, en hann drukknaði í Reykjavíkurhöfn við skyldustörf árið 1937. Eiginkona hans var Kristín heitin Björnsdóttir og eignuðust þau einn son en hann lést af slysförum árið 1958; og Sig- ríður, giftist Erlingi heitnum Páls- syni yfirlögregluþjóni og eignuðust þau 10 börn. Eiginmaður Þórunnar var Jón heitinn Pálsson sundkennari og eignuðust þau 3 börn: Pál afgreiðsl- umann, ógiftur; Sigurð Kná. sem lést af slysförum um aldur fram; og Amalíu Svölu, gift Sigurði Karli Sigurkarlssyni ijármálastjóra og eiga þau 3 börn: Sindra Karl, Þór- unni og Önnu Sigríði. Amalía Svala er hjúkrunarfræðingur og hefir hún umvafið og hlúð að móður sinni af elsku og kærleika í veikindum henn- ar. Þórunn var einstaklega fríð kona, hafði dökk djúpblá augu og skipti fallega litum. Hún var ljúf í við- móti, viðræðugóð og skemmtileg, og reyndi alltaf að sjá björtu hlið- arnar ef á móti blés. Og ekki veitti af því, en við fæðingu elsta sonar- ins fékk hún barnsfararsótt og stí- fluðust æðar á öðrum fæti hennar sem leiddi til þess að eftir það gekk hún aldrei heil til skógar. Meira að segja kom til álita að taka af henni Fátt er erfiðara í lífinu en að kveðja kæran ástvin, en flest verð- um við • einhvémtíma á lífsleiðinni að horfast í augu við þá staðreynd að lífið er ekki endalaust. Stundum bankar dauðinn skyndilega á dyr hjá okkur og við stöndum algerlega varnarlaus og óviðbúin, en stundum fótinn, en Þórunn gat ekki hugsað sér það þrátt fyrir að hún hafí oft þurft að gangast undir skurðað- gerðir vegna veika fótarins. Eitt af því sem Þórunn og Jón heitinn áttu sameiginlegt var að þau voru bæði gestrisin og góð heim að sækja og einstaklega hjálpsöm ef erfiðleikar steðjuðu að hjá skyld- fólki eða vandalausum. Þau voru sérlega barngóðar manneskjur og minnist ég þeirra með hlýhug og þakklæti frá æskuárum mínum. Við Ulfar gleymum ekki hvað Þórunn reyndist okkur vel. Hún passaði um tíma börnin okkar þegar þau voru lítil, og þá var gott fyrir mig að koma heim úr vinnunni. Einnig reyndist hún ídu, móður Úlfars, einstaklega vel með heimsóknum og upphringingum. Ef við skrupp- um í ferðalag þá gættu þær bús og barna á meðan og kom það sér dásamlega vel. Segja má að Þórunn og Jón hafí upplifað nýtt æviskeið, og það í betra lagi, þegar þau eignuðust barnabömin. Sindri Karl, fyrsta bamabarnið, var svo hraustlegur og kröftugur í vöggunni, og síðan var Sindri Karl farinn að ganga og afi kunni margar sögur. Og auðvit- að kom að því að Sindri Karl átti að læra að synda hjá afa. Síðan fæddist Þómnn, alnafna ömmu sinnar, augasteinn hennar og kom þeim nöfnunum ætíð mjög vel sam- an. Enn fjölgaði í fjölskyldunni og þriðja barnabarnið fæddist, Anna Sigríður, og fékk hún gælunafnið Körfublómið. fáum við aðlögunartíma, tíma til að meðtaka og sætta okkur við dauðann. í þetta sinn fengum við aðlögun og tíma til að átta okkur á og sætta okkur við það sem koma skildi. Mín kærasta vinkona og frænka, Auður Helga Óskarsdóttir, hefur fengið hvfldina. Undanfarnar vikur vissum við að hveiju stefndi. Dauðinn var óum- flýjanlegur. Hveiju fáum við mann- fólkið ráðið? Engu. Það er aðeins einn sem ræður, og það er Guð sem öllu stjórnar. Sum okkar fara blessunarlega Iétt út úr lífinu, erum heilsuhraust og lifum lífinu svo til áfallalaust. Svo eru aðrir sem fá misþunga krossa að bera í sínu lífi. Það er ekki léttur kross að bera að missa heilsuna, ung kona í blóma lífsins. Það fékk hún Auður mín að kynn- ast að góð heilsa er ekki hlutur sem við getum tekið sem sjálfsagðan. Við eigum ð þakka fyrir hvern þann dag sem Guð gefur okkur, að vera heilbrigð og hraust. Síðastliðin 15 ár átti Auður við heilsuleysi að stríða. Ég ætla nú ekki að rekja sjúkrasögu hennar hér, en alltaf mun ég dást af því hversu dugleg hún var, kát og glöð og stutt í fallega brosið hennar, þótt við vissum hvað hún leið. Krafturinn og þolið þrátt fyrir sjúk- an líkama var svo mikill að undrum sætti. Sjálf vildi hún lítið gera úr veikindum sínum og var mest um- hugað hvemig öðrum leið. Okkar vinátta spannaði 60 ár. Ég þakka fyrir þau ár. Þau voru EStH ÚTILÍF" ffffi1 Glæsibæ - Sími 82922 Auður Helga Öskars- dóttir - Kveðjuorð Fædd 26. mars 1931 Dáin 22. apríl 1991 AUKASÆTI 22. OG 29. MAI kur hefur tekist að bæta við 30 sætum í okkar ódýru Kaupmannahafnarferðir 22.og 29. maí. — Pl.UGFERDIR =SGLRRFLUC Vesturgata 12, Símar 620066, 22100 og 15331 En það má segja að bæði Jón heitinn og Þómnn vom lánsöm að hafa eignast slíkan tengdason sem Sigurð Karl, en hann reyndist þeim báðum einstaklega vel eins og að- eins bestu synir eða dætur geta reynst foreldrum sínum eða tengda- foreldrum. Elsku Palli minn, Svala, Siggi, Sindri, Þórunn og Anna Sigga. Við Úlfar og fjölskylda vottum ykkur innilega samúð, og þó að hvíldar virtist þörf þá er söknuðurinn hinn sami. Frú Ásdís Erlingsdóttir indæl og skemmtileg. Margt bröll- uðum við saman sem börn, ungar stúlkur og fullvaxta konur. Saumaklúbbarnir, sumarbústað- aferðirnar, og utanlandsferðirnar okkar saman, allt voru þetta yndis- legar stundir og gáfu mér mikið. Allar minningarnar um bernsku okkar og lífsgöngu saman mun ég geyma í hjarta mínu. Ég sakna hennar sárt, en minningarnar á ég og þær munu ylja mér um ókomna tíð. Ég og mín fjölskylda viljum þakka Auði kærleikann og góðvild- ina í gegnum öll árin og biðjum að Guð varðveiti sálu hennar og gefi henni frið. Gefi Guð öllum ættingj- um styrk í sorginni. Megi mín kær- asta vinkona og frænka hvíla í friði. Þess óskar, Maddý Lofta- plötur og lím Nýkomin sending Þ.ÞORGRfMSSON&CO Ármúla 29, Reykjavík, simi 38640
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.