Morgunblaðið - 18.05.1991, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.05.1991, Blaðsíða 2
8 2 MÖRGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. MAÍ 1991 ASÍ og VSÍ: Launanefndir aðila vinnumarkaðarins ræða viðskiptakjör LAUNANEFNDIR Alþýðusam- bands Islands og Vinnuveit- Arnar aðstoð- ar Þorstein ÞORSTEINN Pálsson sjávarút- vegsráðherra hefur ráðið Arnar Sigurmundsson framkvæmda- stjóra í Vestmannaeyjum sem aðstoðarmann sinn. Hann mun hefja störf í byijun júní. Arnar Sigur- mundsson er fæddur árið 1943. Hann er fram- kvæmdastjóri Samfrosts hf. f Vestmannaeyj- um. Ennfremur er hann formaður Samtaka fisk- vinnslustöðva. Hann hefur setið í bæjarstjórn Vestmannaeyja fyrir Sjálfstæðis- flokkinn og gegnt fjölmörgum öðr- um trúnaðarstörfum. Arnar er kvæntur Maríu Vilhjálmsdóttur og eiga þau 3 börn. endasambands íslands koma saman i dag og ræða hvort bætt viðskiptakjör, umfram for- sendur þjóðarsáttarsamning- anna, eigi að skila sér í launa- hækkun. ASÍ hefur gert kröfu um það en VSI hefur ekki léð máls á slíku. Samkvæmt útreikningum Þjóð- hagsstofnunar og Hagstofu, sem lágu fyrir í gær, voru viðskiptakjör í apríl talsvert betri en kjarasamn- ingarnir eru miðaðir við. Að sögn Ara Skúlasonar, hag- fræðings ASÍ, var niðurstaðan sú að vísitala viðskiptakjara mældist rúmlega 113 en viðmiðun kjara- samninganna er 104. Ari sagði ekkert fordæmi í kjar- asamningum ASÍ og VSÍ um hvernig meta ætti viðskiptakjara- bata til launahækkunar. Laun eiga að hækka um 2% um næstu mánaðamót samkvæmt kjarasamningum en gert er ráð fyrir að þau hækki um 0,56% til viðbótar vegna meiri hækkunar framfærsluvísitölu en miðað var við. Laugarnes- og Langholtshverfi: Undirskriftír gegn veru Steingríms Njálssonar UNDIRSKRIFTALISTI hefur að undanförnu gengið meðal íbúa við Laugarásveg, þar sem þess er farið á leit við hlutaðeigandi yfirvöld að Steingrímur Njálsson, sem margoft hefur verið dæmd- ur fyrir kynferðisafbrot gegn ungum drengjum, verði fluttur á brott úr hverfinu. Hann býr nú í húsi við Laugarásveg. Sljómir foreldrafélaga Laugarnes- og Langholtsskóla ætla að koma saman eftir helgi og ræða hvernig foreldrar geti beitt sér í málum af þessu tagi. Að sögn viðmælanda Morgunblaðsins verður hugsan- lega gripið til þess að safna undirskriftum. Foreldrafélögin héldu sameigin- Barnaverndarnefnd Reykjavíkur sl. legan fund í Laugamesskóla síðast- liðinn fimmtudag þar sem Aðal- steinn Sigfússon sálfræðingur flutti erindi um kynferðislega misnotkun barna. Um 120 foreldrar sóttu fundinn. Viðmælandi blaðsins sem var á fundinum sagði það ekkert laun- ungarmál að tilefni þessa fundar væri koma ákveðins manns í hverf- ið og ætlunin með fundinum hefði verið að koma á framfæri fræðslu um viðbrögð við aðsteðjandi ógn frá kynferðisafbrotamönnum. Hann sagði að fjallað hefði verið um skýrslu Aðalsteins um mál af þess- um toga sem hafa komið fyrir átta ár. Viðmælandinn sagði að 800-900 börn væru í Langholts- og Laugar- nesskóla og kvaðst hann undrandi yfir því hve dræm aðsóknin var að fundinum með tilliti til þess. Hann sagði að tilgangurinn með þessum fundi hefði ekki verið að ákveða aðgerðir. „En það hafa verið undir- skriftir í gangi meðal íbúa á Laug- arásvegi sem hefur verið skilað til hlutaðeigandi yfirvalda. Eins og gefur að skilja er ótti í foreldrum. Þetta er eitt mesta útivistarsvæði í Reykjavík og það eru mörg börn á ferli þarna,“ sagði viðmælandinn. Morgunblaðið/Þorkell Ovenjumargir, aðallega unglingar, tóku sér far með rútum í Borgarfjörðinn í gær. Morgunblaðið/Sverrir Fjöldi iðnaðarmanna vinnur baki brotnu við frágang Borgarkringlunnar, sem á að opna 1. júní. Borgarkringlan: Þrjátíu verslanir verða opnaðar um mánaðamót FORMLEGUR opnunardagur Borgarkringlunnar, Kringlunni 4-6, verður laugardaginn 1. júní nk. kl. 13.30. Verða verslanir opnar þann dag til kl. 18.00. Ennfremur verður opið sunnudag- inn 2. júní. Að sögn Víglundar Þorsteinssonar stjórnarformanns Borgarkringlunnar verða mikil hátíðahöld og uppákomur fyrstu dagana, meðan verið er að kynna húsið. Um þijátíu verslanir verða í Borgarkringlunni ásamt ýmsum þjónustufyrirtækjum. Tvær verslanir eru langstærst- ar, Kringlusport, sem er á 800 fm svæði og selur alhliða íþrótta- vörur, og verslun Sigfúsar Ey- mundssonar, sem er á tæplega 300 fm svæði. Auk karlmanna-, bama- og kvenfataverslana verða í húsnæðinu skóverslanir, listmunaverslanir, blómaverslun, skartgripaverslun, raftækjaversl- un, úraverslun, verslun með tölv- ur og tölvuleiktæki, ljósmynda- vöruverslun, sérverslun með kaffi og te, sölutum, verslun með hatta og hárskraut, fataverslun fyrir verðandi mæður, gleraugnaversl- un, bakarí og kaffihús. Hins veg- ar verður engin matvöruverslun í verslunarsamstæðunni. Inn af einni versluninni, Koti, sem selur ýmsa húsmuni og bandarísk búsáhöld, verður gall- eri, þar sem ýmsir listamenn munu halda sýningar. Fyrstur ríður á vaðið Hringur Jóhannes- son, sem opnar sýningu laugar- daginn 1. júní. Af þjónustufyrirtækjum má nefna Ferðaskrifstofuna Atlant- ik, Snyrtistofuna NN, Sólbaðs- stofuna Sólina, og lögfræðiskrif- stofur verða í Kringlunni 6. Veitingahúsin Kringlukráin og Amma Lú verða áfram starfrækt í Kringlunni 4-6. ístess á Akureyri: Hluthafi í fyrirtækinu ætlar að keppa við það Skrettíng AS í Noregi hyggst flytja fóð- ur til Færeyja, stærsta markaðar Istess Akureyri FLEST bendir til þess, sam- ing AS, sem er stór hluthafi í kvæmt heimildum Morgunblaðs- ístess hf. á Akureyri, ætli sér ins, að norska fyrirtækið Skrett- að flytja sjálft fóður beint á Hvítasunnuhelgin verður vætusöm: Flestír í Borgcirfjörð Ferðamannastraumurinn um hvítasunnuna virðist liggja til Borgarfjarðar. Þar er dansleikur að Logalandi, en tjaldstæði landsins eru flest lokuð. Veðurstofa gerir ráð fyrir vætusamri helgi. Veðurfræðingar vara við vegna slæms veðurútlits. Flestir ætla að leggja Teið sína í Borgarfjörðinn um helgina ef marka má aðsókn í áætiunarferðir hjá Umferðarmiðstöðinni. Lögregla í Borgarfirði hefur ekki sérstakan viðbúnað um þessa helgi og að sögn hennar eru öll tjaldstæði í Borgarfírði lokuð. Lögreglan á Hvolsvelli bjóst ekki við miklum önnum, enda ekki veður til mikillar útiveru. Tjaldstæði á Laugarvatni og Þingvöllum eru lok- uð og lögreglan á Selfossi gerði ráð fyrir venjulegri helgi þar um slóðir. ferðum upp á jökla um helgma Veðurstofan gerir ráð fyrir þokkalegu veðri í dag, smáskúrum vestanlands en björtu veðri nyrðra og eystra, en það fari að_ hvessa með kvöldinu af suðaustri. Á morg- un er spáð suðaustan 6-8 vindstig- um og rigningu um allt land. Veð- urstofunni hafa borist fyrirspurnir varðandi veðurútlit til jöklaferða og sagði Magnús Jónsson veður- fræðingur að slíkar ferðir gætu orðið mjög varasamar méð tilliti til veðurútlitsins. Færeyjamarkað, en slíkt hefði mikla erfiðleika í för með sér fyrir ístess, sem flytur á þann markað meira en helming af sinni framleiðslu. Ákveðnir erfiðleikar hafa verið í samstarfi eigenda fyrirtækisins, en þar á Akureyrarbær stæstan hlut, um 40%. Aðrir eigendur, auk Skretting AS og Akureyrarbæjar, eru Kaupfélag Eyfirðinga, Byggða- stofnun og Hraðfrystistöð Þórs- hafnar. Á síðustu vikum hefur orðið ljóst að Skretting, sem er stórt fóður- framleiðslufýrirtæki í Noregi, ætlar sér að flytja sitt fóður beint inn til Færeyja og telur hag sínum betur borgið með því. Forráðamenn fyrir- tækisins hafa verið nokkuð tvístíg- andi í samstarfi við hina íslensku aðila síðustu vikur, samkvæmt heimildum blaðsins, og virðist sem nú stefni í samkeppni á milli þess- ara aðila á Færeyjamarkaði. Rúm- ur helmingur framleiðslu ístess hefur verður fluttur út á Færeyja- markað þannig að þessi samkeppni norska fyrirtækisins mun hafa mikla erfiðleika í för með sér fyrir ístess. Ráðgert er að stjórn ístess haldi fundi í næstu viku og er þá reiknað með að línur skýrist í málinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.