Morgunblaðið - 18.05.1991, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 18.05.1991, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. MAI 1991 -SA Markus Nurminen Myndlist Bragi Asgeirsson í FÍM-salnum í Garðastræti 6 sýnir þessa dagana og fram til 20. maí langt að kominn gestur, sem er Markus Valteri Nurminen frá Noika í Finnlandi. Nurminen, sem er aðeins 25 ára (f. 1966), stundaði nám við mynd- listarskóla Helsingfors í fjögur ár og útskrifaðist árið 1988, sem vís- ar til þess að ungur hóf hann list- nám. Hingað á hann að vera kominn á styrk frá finnska menntamála- ráðuneytinu, svo sem þar stendur, en spurningin er þó heldur, hvort það sé ekki öllu frekar frá menn- ingarmálaráðuneytinu, því naum- ast getur það verið frá kennslu- málaráðuneytinu, sem er heitið á menntamálaráðuneytinu þeirra, að ég best veit. Hér er töluverður skilningsmun- ur á hlutum og ber alls ekki að mgla saman, því að erlendis eru þessi ráðuneyti yfirleitt aðgreind sbr. Undervisningsministeriet og Kulturministeriet. Kulturministerium á norður- landamálum á síður að útleggja sem menntamálaráðuneyti á ís- lensku, en það er mjög algeng kórvilla og því er á það minnst hér vegna mikils misskilnings sem það veldur. Eins og að líkum lætur er hér um ungan listamann í mótun að ræða, sem virðist á báðum áttum hvert stefna beri í listinni. Slíkur ungæðisháttur er nú einmitt af hinu góða að mínu mati, því að oftar sér maður listspírur, sem koma með svo þroskuð verk á fyrstu sýningu, að svo er sem þeir séu síður í upphafi en frekar á enda listferils síns! Eins og nærri má geta eru slík viðbrögð, í flest- um tilvikum, sótt í smiðju annarra og mun þroskaðri listamanna, og er því aðfengin og tilbúin list, eins konar hönnun eða módelsmíði. „Noget som er villet, tilgjort og opstillet" eins og þeir hafa lengi og með lítilli virðingu skilgreint athöfnina á Norðurlöndum. í málverkum Nurminenes getur teikningin bæði verið klunnaleg sem markviss, þannig eru fígúrur hans frekar stórgerðar, en mýnd- heildir er minna á húsaþyrpingar markvisst teiknaðar og vel byggð- ar upp. Þannig beinist athyglin fljótlega að mydnunum „Húsa- sund“ og „Eldur“ fyrir trausta og nostursamlega myndbyggingu og í algerri andstöðu við fígúrumynd- irnar. Einnig vekur skúlptúrmynd- in í glugganum óskipta athygli fyrir það, hve sér á báti hún er, en þar er handverkið ekki eins nákvæmt og í fyrrnefndum mynd- um. Markus Nurminen virðist vega salt á milli hlutlægs og óhlutlægs veruleika, en slíks sér nú einnig stað hjá mun þroskaðri og nafn- kenndari listamönnum og er ekki gangrýnisvert í sjálfu sér. Hins vegar væri forvitnilegt að vita hvernig hann muni þróa myndstíl sinn á næstu árum. LJOSBROT List og hönnun Bragi Ásgeirsson í listhúsinu List í Skipholti 56, sýnir kornung listakona, Inga Elín, að nafni, verk af ýmsum toga á sviði listhönnunar. Inga er vel menntaður listhönn- uður, sem bæði hefur stundað nám við MHI og í skólanum fyrir Brúks- list í Kaupmannahöfn, en þaðan lauk hún námi árið 1988. Ekki hafa sýningarumsvif Ingu verið mikil til þessa, en þetta er þó önnur einkasýning listakonunn- ar og verk hennar hafa vakið at- hygli áhrifamanna á listhönnun sem sést m.a. á því, að hún hefur unnið að hönnun ýmissa glermuna fyrir Hadeland glerverksmiðjuna í Noregi og svo hlaut hún listiðn- aðarverðlaunin í Kaupmannahöfn 1988. Ljósið gegnir miklu hlutverki í listsköpun Ingu Elínar, er raunar veigurinn í öllu sköpunarferlinu, því að ýmist er um að ræða eins konar lampaskermaskúlptúra og loftljós eða glermyndir í giugga sem náttúrubirtan og ljóshvörf dagsins leika um. Þetta er lítil sýning hjá Ingu, eins konar kynningarsýning á framleiðslu hennar, en af verkun- um má ráða að hún kann margt fyrir sér á sínu sviði sem einskorð- ast alls ekki við almenna gler- steypu, því að einnig vinnur hún fleiri efni svo sem keramik og post- ulín, sem hún svo fagurlega málar, og í einu tilvikinu notast hún við blikk til að binda saman rísandi skúlptúrverk sem ber nafnið „Varða“ og er viðamesta verkið á sýningunni og jafnframt það veiga- mesta. Hér hefur hún tekið allt í senn í þjónustu sína keramik, gler og blikk og innan um alla þessa smágerðu hluti allt um kring rís varðan upp sem voldugt minnis- merki og dregur til sín athygli skoðandans. Sakna ég þess að ekki skuli vera fleiri verk á sýningunni, því að gerandinn virðist eiga erindi inn á svið þesas tegundar rýmis- verka. Dálítið truflar augað þó hið hráa blikk, sem er burðargrind vörðunnar, en þó einungis frá hlið. Toppurinn á vörðunni er gler' sem er formað sem ljós, þannig að varðan minnir á vita, en getur einnig verið tákn hlutverks vörð- unnar um aldir í óbyggðum íslands. Hlutirnir á sýningunni bera hin- um vandaða hönnuði vitni, en geta varla talist frumlegir og einnig mættu sjást meiri átök við efnivið- inn og formið í þeim, en það er einnig mikil list að gera vel á sí- gildu sviði og það hafa ýmsir nú- tíma hönnuðir glímt við með frá- bærum árangri og orðið nafn- kenndir fyrir. Það sem máli skiptir í nútíman- um er að vera samkvæmur sjálfum sér og vinna vel úr efnivið sínum, en leiða hjá sér stefnur og tísku- strauma, sem eru þegar svo er komið, nær alltaf tilbúningur markaðsaflanna í listaheiminum og lifa skamma stund. Þetta held ég að Inga Elín geri sér ljóst og er það trúa mín að það verði henni farsælt veganesti í framtíðinni. Vorsýning MHÍ1991 Hið nýja hús listaskólanna i Laugarnesi. ________Myndlist_____________ Eiríkur Þorláksson Vorsýning útskriftarnema Mynd- iista- og handíðaskóla íslands hefur um langt árabil verið fastur liður í myndlistarlífinu. Nú er brotið blað í sögu skólans, því þessi sýning er haldin í fyrsta sinn í framtíðarhús- næði stofnunar sem enn er ekki komin til sögunnar, Listaháskóla Islands, en hér er um að ræða þá frægu byggingu í Laugarnesi, sem nýlega var keypt af Sláturfélagi Suðurlands. Þessar nemendasýningar hafa verið vel sóttar í gegnum árin af list- unnendum, því nemar dagsins í dag eru jú listafólk morgundagsins. Það er stór og mislitur hópur, sem er að útskrifast úr MHÍ á þessu vori, alls fimmtíu og fimm manns, auk fjögurra gestanemenda. I sýningar- skrá er hægt að fá örlitla kynningu á öllu þessu fólki, og hefur slíkt nokkuð heimildagildi upp á framtíð- ina (þó að innihaldi bókarinnar sé ekki raðað saman á neinn skiljanleg- an hátt, þ.e. hvorki eftir stafrófsröð né eftir deildum). í bókinni er tekið fram að í skólanum starfi átta deild- ir, en nemendur eru greinilega mis- jafnlega áhugasamir um þær. Hér er rétt að kasta fram nokkr- um tölum: í ár útskrifast t.d. aðeins tveir úr textíldeild, en flestir úr gra- fískri hönnun, málunar- og fjöltæk- nideildum (rúmlega 60% af hópn- um). Konur eru hér í stórum meiri- hluta hér (um þrír fjórðu útskriftar- nema), og er það víst í samræmi við þróun kynjaskiptingar í öðru námi hér á landi. Loks má nefna að nem- endur eru að ljúka fjögurra ára námi, en meðalaldur útskriftarnema er tuttugu og níu ár; þau yngstu í hópn- um eru tuttugu og tveggja, en hin elstu fjörutíu og sex ára. Allir eiga nemendurnir verk á sýningunni, mismörg eftir stærð, umfangi og staðsetningu. Þau dreif- ast um alla bygginguna og út fyrir hana, og í kynningu var sagt að nemendur hafi unnið lokaverkefni sín sérstaklega með þessi rými í huga. Því miður gengur dæmið ekki upp sem skyldi. Þrátt fyrir að verk einstaka nemenda nái þokkalega að njóta sín, þá bókstaflega gleypir húsið sýninguna, og fæst af því sem fyrir augu ber nær að stöðva rennsli gesta um það gímald, sem þarna birtist. Það er helst að verk sem staðsett eru í afmarkaðri rýmum nái að stöðva umferðina. Þannig ná leirlist- in og grafíkin í efsta sal hússins upp skemmtilegri stemningu, og þar eru nokkur athyglisverð verk; einkum má nefna formhreimar og einfaldar úrlausnir Helgu Jóhannesdóttur, og skemmtileg tilbrigði Jóhönnu Jak- obsdóttur við hið klassíska form amfórunnar eru grípandi. Nokkur þrívíddarverk ná einnig að marka sitt rými. Áslaug Thorlac- ius leikur skemmtilega með hvemig óspilltri náttúru landsins er hampað, með því að gera landslagsmyndir að hnöppum á flauelspúðum. Með innsetningu sinni býður Guðrún Hjartardóttir gestum að nota öll skilningarvit til að tengjast verkinu (augu, eyru, nef, munn og hendur), og verk Olafar Önnu Jónsdóttur, sem hún nefnir „Gnýr“, blasir við vegfar- endum utandyra, þar sem því er ætlað að efna til samvinnu við nátt- úruöflin. Fleira gott mætti tína til á sýning- unni, og ljóst að námið hefur skilað sér í tæknilega mjög hæfu verkfólki^' á mörgum sviðum, t.d. í málun og grafískri hönnun. En tæknilega kunnáttu þarf að nýta til að blása lífi í eigin sköpunarneista, ekki bara til að fylgja straumnum. En það er eðlilegt að fyrstu skrefin séu varfær- in, svo það er lítil ástæða til að hafa áhyggjur af framtíðinni. Vorsýningar útskriftarnema MHÍ 1991 verður væntanlega fyrst og fremst minnst fyrir að vera fyrsta sýningin í væntanlegu húsnæði skól- ans, og þau tímamót munu skráð stórum stöfum í sögu hans. Sýning útskriftarnema MHI stendur því miður aðeins stuttan tíma, og lýkur mánudaginn 20. maí, á annan dag hvítasunnu. 0 Asmundur Stefánsson: Hvetur evrópsk verka- lýðsfélög að styðja málstað Islands Orðsendino trá ÁSMUNDUR Stefánsson, forseti Alþýðusambands íslands, hélt ræðu á þingi Evrópusambands verkalýðsfélaga síðastliðinn fimmtudag. Sagði hann að sérkennilegt væri ef eina fiskveiðiþjóðin í Evrópu sem gæti rekið fiskveiðar sínar án ríkisstyrkja fengi nú ekki að taka þátt í frjálsri samkeppni í markaðslöndum Evrópu. Hvatti hann verkalýðs- samtök í Evrópuríkjunum að þrýsta á ríkisstjórnir sínar um að styðja málstað íslendinga i samningunum um evrópskt efnahagssvæði (EES). „Er einhver hér á þessu þingi sem myndi vilja mæla með því við félags- menn sína í heimalandinu að ganga til samninga um efnahagssvæði þar sem 70% af útflutningi lands ykkar fengi ekki sanngjörn kjör á markaðs- svæðinu?" spurði Ásmundur gesti þingsins þar sem fjallað var um málefni Evrópu. Þing Evrópusambandsins er hald- ið í Lúxemborg í þessari viku en í því eru öll helstu samtök stéttarfé- laga í löndum Vestur-Evrópu. Ás- mundur sagði í ræðu sinni að samn- ingarnir um evrópskt efnahagssvæði vörðuðu hagsmuni Islendinga meira en reyndin væri um nokkra aðra þjóð sem þátt tæki í samningunum þar sem þeir skiptu sköpum fyrir fiskveiðar íslendinga. Sagði hann það undarlega stað- reynd að á sama tíma og alvarlegar samningaviðræður stæðu yfir um það hvernig tryggja megi sem best heilbrigða samkeppni við framleiðslu og sölu iðnaðarvara sé mikil hætta á því að EES-samningarnir fari í hnút vegna þess að eini sjávarútveg- urinn í Vestur-Evrópu, sem upfylli öll skilyrði sem gerð eru til fram- leiðslugreina í iðnaði, oski eftir að fá að keppa við sjávarútveg annarra þjóða á jafnréttisgrundvelli. Lfleyrissjóði verksmiðjufólks Lífeyrissjóður verksmiðjufólks sendi í mars yfirlit til allra sjóð- félaga sinna, sem greiðslur bárust fyrir á árinu 1990. Yfirlit þessi voru send á heimilisföng sem sjóðfélagar höfðu 1. desember 1990 skv. þjóðskrá. Þeir sjóðfélagar, sem telja sig hafa greitt til sjóðsins á síðasta ári en ekki hafa fengið sent yfirlit, eru beðnir um að hafa samband við viðkomandi vinnuveitanda og skrifstofu sjóðs- ins á Skólavörðustíg 16, Reykjavík, sími 17588. Lífeyrissjóður verksmiðjufólks.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.