Morgunblaðið - 18.05.1991, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 18.05.1991, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGÚR 18. MAÍ 1991 Digraneskirkja, staðarval - Andmæli nágranna - Sjónarmið sóknarnefndar eftir Jónas Frímannsson Inngangur Um áramótin 1989-90 sótti sóknarnefnd Digranessafnaðar um lóð fyrir kirkju á Digraneshæð, nánar tiltekið á vesturenda reitsins er markast af Gagnheiði, Mela- heiði, Tunguheiði og Lyngheiði. Umsóknin hefur hloti jákvæða umljöllun bæjaryfirvalda, er lögðu um síðastliðin áramót fram deili- skipulag af svæðinu, þar sem gert er ráð fyrir kirkjubyggingunni, sjá mynd. Skipulagstillagan var aug- lýst samkvæmt skipulagslögum nú í byijun árs. Athugasemdir við þessa staðsetningu kirkjunnar bár- ust frá íbúum í grennd við fyrirhug- aða kirkjulóð. Ritaði 101 maður nafn sitt undir athugasemdirnar. Fyrir síðustu jól heimsóttu sókn- arnefndarmenn íbúa í nær öllum húsum við göturnar næst lóðinni. Tilgangur þessara heimsókna var að kynna fyrrgreint deiliskipulag og heyra jafnfrarnt álit íbúanna á því. Andmæli nágranna Skoðanir voru skiptar meðal íbú- anna. Sumir þeirra voru hlynntir kirkjubyggingu, en aðrir mótfalln- ir. I húsunum vestast á svæðinu, þ.e. næst kirkjulóðinni, var þó ein- hugur meðal íbúanna og voru þeir mótfallnir byggingu kirkju á þess- um stað. Mótrök þessara íbúa eru talin hér á eftir: 1. Opna svæðið efst á Digranes- hálsinum er vinsælt útivistarsvæði, en byggingarframkvæmdir mundu rýra gildi þess. 2. Kirkjubyggingin mundi skyggja á sól og takmarka útsýni frá íbúðarhúsum í grenndinni og einnig frá útsýnisskífu á Víghól, sem er skammt vestan kirkjulóðar- innar. 3. Víghóllinn, þar sem kirkjan á að rísa, mun vera friðað svæði. 4. Aukinn umferðarþungi á nær- liggjandi götum mundi valda óþæg- indum. 5. Stórhýsi á borð við kirkju yki fokhættu vegna aukinna vind- sveipa á þessum veðrasama stað. 6. Byggingin drægi að sér snjó- skafla á vetrum. 7. Klukknahringingar mundu valda óþægindum. 8. Hætt er við að framkvæmdir tækju langan tíma og þeim fylgdi ýmiss konar röskun. 9. Fasteignaverð í nágrenninu mundi lækka. 10. Allt of stutt yrði milli Digra- neskirkju og Hjallakirkju. Sjónarmið sóknarnefndar Staðarval kirkjubyggingar hefur verið mjög til umræðu í sóknar- nefnd Digranessóknar. Er nefndin einhuga um þá skoðun að lóðin á Digraneshæð sé ákjósanlegur stað- ur fyrir guðshús. Síst af öllu kýs sóknarnefndin að framkvæmdir á vegum safnað- arins valdi sóknarbörnum tjóni eða óþægindum. A hitt er þó að líta að það er fremur regla en undan- tekning að áætlanir um opinberar byggingar veki tímabundin and- mæli íbúa í grennd. Við gerð deiliskipulags Digra- neshæðar hefur verið leitast við að koma til móts við hagsmuni ná- granna og annarra með margv- íslegum hætti. Er því lýst nánar hér á eftir og vísa númer einstakra greina til listans að framan. Enn- fremur er bent á teikningu af deili- skipuiaginu. 1. Útivistarsvæði. Jafnframt byggingu kirkju er reiknað með að gengið verði frá skrúðgarði og leikaðstöðu eystri hluta reitsins sem markast af Mela- heiði, Tunguheiði, Lyngheiði og eystri mörkum friðaða svæðisins á Víghóli, en land þetta er tæpir tveir hektarar, alls um 17.000 fermetar að stærð, fyrir utan friðaða svæð- ið. Þegar þess er gætt að kirkjuhú- sið áætlast 700 fm að grunnfleti eða einungis 4% reitsins og að eðli- leg tengsl verða við hinn friðaða Víghól vestan kirkjunnar, má hik- laust halda því fram að svæðið í heild verði betra sem útivistarsvæði eftir að fyrirhuguðum framkvæmd- um er lokið. 2. Skuggamyndun og takmörkun útsýnis. A vegum bæjarskipulags Kópa- vogs hefur verið gerð vönduð könn- un á skuggamyndun og takmörkun útsýnis og hefur kirkjunni verið valinn staður m.a. með það fyrir augum að hag íbúa í grenndinni verði sem best borgið að því er Jónas Frímannsson „Það er skoðun sóknar- nefndar að meirihluti sóknarfólks sé hlynntur því að falleg en látlaus kirkja rísi á Digranes- hæð.“ þessa þætti varðar. Um útsýni frá útsýnisskífunni á Víghól er þess að geta að kirkjan verður á þeim hluta sjóndeildahringsins, séð frá skífunni, sem þegar er að hluta hulinn húsum. Þá má geta þess að hugmyndir hafa komið fram um nýjan útsýnisstað í kirkjuturni eða klukknaporti, sem taka mundi öll- um öðrum fram. 3. Kirkjubygging á friðuðu svæði. Misskilningur er að kirkjulóðin sé á friðuðu svæði. Kirkjunni er ætlað að rísa austan marka hins friðaða svæðis á Víghóli. 4. Umferðarþungi. Gert er ráð fyrir sérstökum bíla- stæðum fyrir kirkjuna, þannig að nær aldrei verður þörf á að leggja bílum við göturnar. Benda má á að umferð dreifist á þrjár aðkomu- leiðir, þ.e. Gagnheiði og Tunguheiði að norðan og sunnan, þannig að þungi umferðar verður lítill. 5. Fokhætta. Við hönnun kirkjunnar og rækt- un gróðurbelta verðúr þess gætt að fokhætta minnki fremur en auk- ist. Sandfok af núverandi spark- velli hverfur, þar eð nýr sparkvöllur verður grasi gróinn, en bílastæði verða með bundnu slitlagi. 6. Snjóskaflar. Núverandi sparkvöllur verður lækkaður, þannig að háir kantar hans, sem í dag byrgja útsýni frá nálgæum húsum og draga að sér snjóskafla, hverfa. 7. Klukknahljómur. Sjálfsagt er að stilla klukkna- hringingum í hóf og taka eðlilegt tillit til nágranna. 8. Langur framkvæmdatími. Það hefur oft tekið mjög langan tíma að reisa kirkjur og er því full- komlega eðlilegt að nágrannar ótt- ist langan framkvæmdatíma. Digraneskirkju er unnt að reisa á skömmum tíma, þannig að allri útivinnu ljúki á innan við einu ári en mannvirkið verði fullgert á minna en tveimur árum. Ástæður fyrir þessu eru tvær: a) Ætlunin er að reisa fallega. og notadijúga en yfirlætislausa safnaðarkirkju. (Núverandi Kópa- vogskirkja prýðir merki bæjarins og það á ekki að skyggja á hana á neinn hátt með nýrri kirkju.) b) Fjárhagur safnaðarins leyfir fyrrgreindan framkvæmdahraða. 9. Fasteignaverð lækkar. Hið almenna lögmál, sem gildir um alla heimsbyggð, er að þétting byggðar og hækkun fasteignaverðs fylgjast að. Engin ástæða er til þess að ætla að svo illa takist til um þær framkvæmdir, sem hér eru til umræðu að þetta snúist við. Sóknarnefndin hefur fullan hug á því að til verksins verði á allan hátt vandað þannig að hverfinu verði að því fengur og álitsauki. Hver talar um lækkun fasteigna- verðs í grennd við Kópavogskirkju á Borgunum? 10. Of stutt verður á milli Digra- neskirkju og Hjallakirkju. Digranessöfnuður og Hjallasöfn- uður hafa fyllilega náð þeirri stærð, að bygging kirkju stendur fyrir dyrum í þeim báðum. Það hefur komið til umræðu að söfnuðirnir sameinuðust um byggingu kirkju- miðstöðvar. Niðurstaða þeirrar umræðu varð þó sú að ákveðið var að reisa sjálfstæðar safnaðarkirkj- ur og fylgja þannig ríkjandi hefð. Ein meginástæða þes var sú að söfnuðirnir verða á allra næstu árum svo fjölmennir að ekki var talið gerlegt að byggja á einum stað til þess að fullngæja þörfum þeirra. Ekki verður séð að ijarlægð milli kirknanna þurfi að vera sérs- takt áhyggjuefni. Víðar er skammt milli kirkja. Geta má þess að ekki mun sjást á milli Digraneskirkju og Hjallakirkju. Lokaorð Hér að framan hefur verið fjallað um athugasemdir nágranna, sem fram hafa komið við byggingu kirkju á Digraneshæð. Leitast hef- ur verið við að sýna fram á að bæjaryfirvöld og sóknarnefnd vilja hvor um sig taka tillit til þessara athugasemda og eru reiðubúin til þess að haga framkvæmdum eftir því sem unnt er þannig að allir megi vel við una. Það er skoðun sóknarnefndar að meirihluti sókn- arfólks sé hlynntur því að falleg en látlaus kirkja rísi á Digranes- hæð. Höfundur er ritari sóknarnefndar Digranessafnadar. REXAULT NEVADA 4x4 ... fjórhjóladrifinn skutbíll í fullri stærð Framdrif, afturdrif og læst mis- munadrif að aftan gcrir Rcnault Nevada að cinstökum ferðabíl við allar aðstæður. Rcnault Nevada er búinn 2000 cc 120 ha. vél með bcinni innspýtingu, lúxusinnrctt- ingu, 5 gíra gírkassa, fjölstillanleg- um sætum, rafdrifnum rúðum, fjarstýrðum samlæsingum, vökva- stýri, farangursgrind og farang- urshillu. Vcrð frá kr. 1.489.000. Bílaumboðið hf Krókhálsi 1, simi 686633, Reykjavík. RENAULT Ker á kostum S| ]!9 ]Sl ij E3K1 EE 3E 'fei cðAm 'ömruf Vöí __'J %=^ N I U± OIGRANESKIRKJA OG UMHVERFI. TILLAGA. BAJARSKIPULAG KÓPAVOGS / GAROTRKJUOEILO KÓPAVOGS NÓVEMBER mO. BHS / EES / Sl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.