Morgunblaðið - 18.05.1991, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 18.05.1991, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. MAÍ 1991 Þráhyggja tilfærslumanna eftir Hannes Hólm- stein Gissurarson Ritstjórar Morgunblaðsins, þeir Matthías Johannessen og Styrmir Gunnarsson, beita alkunnu bragði í Staksteinum sínum fimmtudaginn 16. maí. Það er að segja aðeins hálf- an sannleikann. Þeir benda þar harla hróðugir á það að forsætisráðherra landsins hefur opinberlega hafnað þeirri skoðun, að útgerðarmenn eign- ist miðin. Þeir sleppa hins vegar að geta þess, að við sama tækifæri lýsti ráðherrann því yfir, að hann væri andvígur veiðileyfasölu, en Morgun- blaðsritstjórarnir hafa um nokkurt skeið barist fyrir henni. Til þess er raunar augljós ástæða, að Davíð Oddsson hefur farið mjög varlega í þessu mikla máli. Hún er, að á næstu misserum hljóta að eiga sér stað miklar umræður um það, og þá er vitaskuld hyggilegast fyrir stjórn- málaforingja eins og hann að strika yfir öll stór orð og reyna að standa við hin minni. Eg er hins vegar ekki stjórnmálamaður og ætla hér að leyfa mér að leggja nokkur orð enn í belg. Þá er fyrst frá því að segja, að það er mér ekkert sáluhjálparatriði, að útgerðarmenn eignist fískimiðin. Raunar taldi ég mig gera næga grein fyrir skoðun minni í heilli bók, sem ég skrifaði um það á síðasta ári, Fiskistofnarnir við ísland: Þjóðareign eða ríkiseign? Þar komst ég að þeirri niðurstöðu, að eðlilegast væri að líta svo á, að fiskistofnar væru eins kon- ar almenningur. Svipaðar reglur ættu því að gilda þar og á íslenskum almenningum og afréttum. Einkaað- ilar væru að vísu ekki eigendur slíkra almenninga, en ríkið væri ekki held- ur eigandi þeirra. Þau mætti telja eigendalaus. En ég hélt því fram, að ekkert væri óeðlilegt við það, að einstaklingur og samtök þeirra ættu einkaafnotaréttindi af tilteknum knöppum gæðum í almenningum, þótt þessir aðilar ættu ekki sjálfa almenningana. Skyldu slík einkaaf- notaréttindi njóta verndar íslensku stjórnarskrárinnar, og væri það í samræmi við íslenska réttarvenju. Deila mín við Morgunblaðsritstjór- ana og skoðanabræður þeirra stend- ur því ekki um það, hvort útgerðar- menn skuli eignast miðin. Ilún snýst um það, hvort útgerðarmenn fái að halda þeim einkaafnotaréttindum af tilteknum fískistofnum, sem þeir öð- luðust með kvótakerfinu, eða hvort ríkið taki þessi réttindi fyrst af þeim og leigi þeim þau síðan. Rökin fyrir kvótakerfinu, fyrir endurgjaldslausri úthlutun ótímabundinna og framselj- anlegra kvóta, eru margvísleg. Flest- ir eru sammála um þau hagfræðilegu rök fyrir því, að þá sé útgerðarmönn- um kleift að lækka beinan kostnað við veiðar. Kvótamir lendi smám saman við fijálst framsal í höndum þeirra, sem best geti hagnýtt sér þá. Hinir hagsýnni útgerðarmenn geti keypt út hina óhagsýnni og notað skipakost sinn betur. Þar sem kvót- arnir gangi kaupum og sölum, beri náttúrugæðin verð, sem segi til um hlutfallslegan skort þeirra. Þessi rök gilda, hvort sem um er að ræða kvótakerfi eða veiðileyfa- leigu. En mörgum hefur sést yfir þrenn önnur hagfræðileg rök, sem hníga að kvótakerfi, en gilda ekki um veiðileyfaleigu. I fyrsta lagi þok- ast veiðar því aðeins í átt til hámarks- hagkvæmni, að kvótar séu varanleg- ir: Þá og því aðeins munu útgerðar- menn skipuleggja veiðar sínar nægi- lega langt fram í tímann. í öðru lagi sparast svonefndur viðskiptakostn- aður, fái þeir menn gtrax kvótana, sem hvort sem er myndu kaupa þá. Hvers vegna ætti að úthluta einum aðila (til dæmis ríkinu) kvótum til þess eins að selja eða leigja öðrum (það er: útgerðarmönnum)? Er ekki hagkvæmara og einfaldara að út- hluta kvótunum beint og milliliða- laust? Síðast en ekki síst, veija nokk- ur þúsund útgerðaraðilar þeim fjár- munum, sem fiskveiðar gefa af sér, áreiðanlega betur en þeir sextíu og þrír atvinnustjómmálamenn, sem sitja á Alþingi. „Þeir benda þar harla hróðugir á það að for- sætisráðherra landsins hefur opinberlega hafnað þeirri skoðun, að útgerðarmenn eign- ist miðin. Þeir sleppa hins vegar að geta þess, að við sama tækifæri lýsti ráðherrann því yfir, að hann væri and- vígur veiðileyfasölu, en Morgunblaðsritstjór- arnir hafa um nokkurt skeið barist fyrir henni.“ Sum þessara atriða liggja að vísu ekki í augum uppi, og það kemur þess vegna ekki á óvart, að ritstjórar Morgunblaðsins skuli ekki gera sér fulla grein fyrir þeim. Hitt er und- runarefni, að margir háværustu hag- fræðingar landsins skuli ekki vita af þeim. í því sambandi dettur mér í hug samtal, sem ég átti einu sinni við Milton Friedman. Ég sagði hon- um, að sumir íslenskir hagfræðir.gar reyndu að vísa mér út úr umræðum um efnahagsmál, þar eð háskólapróf mín væru í stjórnmálafræði, sögu og heimspeki, en ekki í hagfræði. Fried- man svaraði: „Þar varst þú heppinn. Hefðir þú stundað háskólanám í hag- fræði hefðirðu vafalaust lært slæma hagfræði! Annað hefur varla verið kennt í háskólum fram á síðustu ár.“ Þetta er, hygg ég, laukrétt. Skoð- anir margra íslenskra hagfræðinga í sjávarútvegsmálum sýna einmitt, að þeir hafa ekki fylgst með hinni öru þróun fræða þeirra. Þeir hafa til dæmis ekki gert sér grein fyrir at- hyglisverðum kenningum Ronalds Coases og Harolds Demsetz um gildi eignarréttarins. Þeir hafa ekki heldur Hannes Hólmsteinn Gissurarson kynnt sér kenningar James Buchan- ans og Gordons Tullocks um hinar miklu takmarkanir, sem ákvarðanir á vettvangi stjórnmála eru háðar. Þessir íslensku hagfræðingar líta á menn eins og peð á skákborði, sem færa megi til að vild. Þeir halda ber- sýnilega, að leigjendur umgangist gæði og gögn jarðar eins skynsam- lega og eigendur. Þessir íslensku hagfræðingar aðhyllast einhvers konar tæknihyggju um stjórn efna- hagsmála. í augum þeirra er hag- kerfið eins og vél, sem stýra megi að settu marki, ekki gróður, sem hlúa þurfi að og búa skilyrði til að vaxa og dafna. Þótt margvísleg hagfræðileg rök hnígi þannig að kvótakerfinu, skipta hin siðferðilegu og stjórnmálalegu rök ekki minna máli. Aðalatriðið er það, að ef ríkið þjóðnýtir fiskistofn- ana, tekur í sínar hendur kvótana og leigir þá síðan útgerðarmönnum, hefur orðið einhver mesta tilfærsla hagvalds í allri íslandssögunni frá mörgum útgerðarmönnum til eins ríkis. Krafa tilfærslusinna um þjóð- nýtingu fiskistofnanna virðist raunar orðin að blindri þráhyggju, þar sem engin rök komast að. En hvort stuðl- ar að meiri valddreifmgu, að þessi auðlind sé í höndum nokkur þúsund útgerðaraðila eða sextíu og þriggja manna á Alþingi? Hitt er annað mál, að ég vil ganga enn lengra í valddreifingu en þegar er orðið. I bók minni um skipulag fiskveiða reifa ég þá hugmynd, að útgerðarfyrirtæki fái þá og því aðeins kvótana til varan- legrar eignar, að þau opnist og við- bótarhlutabréf séu seld starfsfólki og öllum almenningi vægu verði. Þá öðlast allir þeir, sem það vilja, að- gang að fiskistofnunum, séu þeir sjálfir tilbúnir til að leggja eitthvað fram á móti. I þessu sambandi er nýleg sameining útgerðarfyrirtækja á Akranesi mjög athyglisverð. Út- gerðai-menn á Skaganum hafa skilið það, sem fleiri útgerðarmenn þurfa að átta sig á, að þeim er það lífsnauð- syn að eignast bandamenn. Nýir hluthafar í útgerðarfyrirtækjunum, helst mörg þúsund þeirra, væru slík- ir bandamenn. í stað þess, að ríkið taki kvótana af útgerðarmönnum og geri þá þann- ig að ríkiseign, ættu kvótarnir ein- mitt að verða sameign allra þeirra, sem eru tilbúnir til að leggja eitthvað af mörkum til útgerðar á íslandi. Alþýðukapítalismi á heima í íslenskri útgerð eins og annars staðar. Höfundur er lektor við félagsvísindadeild Háskóla Islands. Aths. ritstf. Hannes Hólmsteinn Gissurarson segir, að ritstjórar Morgunblaðsins segi aðeins hálfan sannleikann. Til rökstuðnings þessari staðhæfíngu segir hann: „Þeir sleppa hins vegar að geta þess, að við sama tækifæri lýsti ráðherrann því yfir, að hann væri andvígur veiðileyfasölu ...“ í Staksteinum þeim, sem Hannes Hólmsteinn gerir athugasemd við, eru birt orðaskipti Páls Magnússonar og Davíðs Oddssonar. í Staksteinum sagði: Páll Magnússon: Vilt þú sölu veiðileyfa? Davíð Oddsson: Nei, ég er andvígur því. SAA - starf í þágu heimil- anna og atvinnuveganna eftir Halldór Björnsson Áratugum saman stóð íslensk alþýða oft ráðþrota gagnvart því böli sem áfengið skapaði á heimil- unum, á vinnustöðunum og á förn- um vegi. Það er ekki langt síðan að það var algeng sjón að sjá ógæfufólk undir áhrifum veltast um göturnar. Vissulega var reynt af hálfu heilbrigðisyfirvalda að stemma stigu við vandanum, en svo virtist sem einhvem herslumun vantaði; herslumun þess að allur almenningur tæki höndum saman, viðurkenndi vandann og sameinað- ist í að taka á honum með uppréttu höfði. Bylting — bjartari framtíð þúsunda. En fyrir tólf árum varð sú bylting í viðhorfi landsmanna til áfengis- vandans, sem dugði til að ryðja brautina fyrir þá sem hingáð til höfðu barist sinni baráttu í skugga fordóma, fjölskylduharmleikja og atvinnumissis. Stofnun samtaka áhugafólks um áfengisvandamálið SÁA, vakti slíka athygli og fékk þann stórhuga meðbyr að öllum mátti vera ljóst hversu víðfeðmur þessi vandi er. Áfengissýkin spyr hvorki um stétt né ættir, efnahag né aðrar aðstæður. Hún læsir klón- um í einstaklingana, hrífur fjöl- skyldumar með á ýmsan hátt og ógnar atvinnuöryggi og afkomu heimilanna. Hjá Dagsbrún varð okkur snemma ljóst hversu þungar þær Halldór Björnsson „Við sáum félaga okkar mæta endurnýjaða og styrka til vinnu, sáum fjölskyldur þeirra blómstra á nýjan leik.“ búsiijar voru sem Bakkus olli heim- ilum og atvinnuvegunum. Því fögn- uðum við tilkomu SÁA og hófum fyrstir allra stéttarfélaga að greiða úr sjúkrasjóðum áfengismeðferð félagsmanna. Vissulega urðum við fyrir aðkasti vegna þessa; meðlimir annarra stéttarfélaga notuðu okkur óspart sem dæmi um æskilega fyrir- greiðslu. En sá árangur sem starf SÁÁ skilaði inn í raðir okkar félags- manna var slíkur að það hvarflaði aldrei að okkur að láta undan ytri þrýstingi. Við sáum félaga okkar mæta endumýjaða og styrka til vinnu, sáum fjölskyldur þeirra blómstra á nýjan leik. Það nægði okkur fyllilega til að hvika hvergi frá okkar stefnu og sem betur fer hefur hún orðið mörgum að for- dæmi. Stöndum enn saman — styðjum SÁÁ Nú fyrir skemmstu ákvað Dags- brún í ljósi reynslunnar, að styðja enn við starf samtakanna og gaf því milljón til nýju eftirmeðferðar- stöðvarinnar sem stendur fyrir dyr- um að reisa á Kjalarnesi. Okkur hjá Dagsbrún hefur aldrei blandast hugur um að hjá SÁÁ er unnið mannræktarstarf sem árlega skilar þjóðarbúinu stórum ljárhæð- um í heilbrigðum, fullvinnandi ein- staklingum. Því vil ég nú á fjáröfl- unardögum þessara nauðsynlegu og gagnmerku samtaka hvetja sem flesta til að leggja þeim lið sitt með því að kaupa álfínn sem nú er boð- inn til sölu við dyr allra lands- manna. Þessi litli álfur er tákn heil- brigðs- og gefandi lífs, í stað van- máttar og niðurlægingar þúsunda íslendinga úr öllum stéttum þjóðfé- lagsins. Kaupum því þennan álf — boðbera vonar um betra líf okkur öllum til handa. Höfundur er varaformaður Verkamannafélagsins Dagsbrúnar. Sigríður Rósinkarsdóttir listmálari. Myndlist í Kirkjulundi SIGRÍÐUR Rósinkarsdóttir list- málari heldur myndlistarsýn- ingu í Kirkjulundi í Keflavík, um hvítasunnuna. Sigríður er fædd að Snæfjöllum á Snæ- fjallaströnd 14. nóvember 1937. Hún hefur stundað nám við myndlistardeild Baðstofunnar, þar sem aðalkennari hennar hefur verið Eiríkur Smith, myndlistarmaður. Hún hefur tekið þátt í samsýningum í Dan- mörku, Sandgerði og Keflavík. Þetta er fimmta einkasýning Sigríðar og verður sýningin opin sem hér segir: Laugardaginn 18. maí kl. 15-20, hvítasunnudag 19. maí kl. 15-20, mánudaginn 20. maí, annan í hvítasunnu verður sýningin opin kl. 15-20, þriðju- dagskvöldið 21. maí verður opið frá kl. 20-22 og loks laugardaginn 25. maí kl. 15-20 og sunnudaginn 26. maí kl. 15-20. -------------- Vísnavinir endurvaktir VÍSNAVINIR hafa nú endurvak- ið félag sitt eftir nokkurt hlé. Þriðjudaginn 21. maí kl. 20.30 ætla þeir að hittast í kaffistofu Norræna hússins og taka þar í gít- ar og jafnvel fleiri hljóðfæri. Allir þeir sem hafa áhuga á vísn- asöng og tónlist og hafa jafnvel eitthvað í pokahorninu sem þeir vilja koma á framfæri, eru eindreg- ið hvattir til að láta sjá sig. (Fréttatilkynning)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.