Morgunblaðið - 18.05.1991, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 18.05.1991, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. MAÍ 1991 Skoðanakannanir í Svíþjóð: Jafnaðarmenn tapa þriðjungi fylgis síns Stokkhólmi. Frá Erik Lidén, fréttaritara Morgunblaðsins. GENGJU Svíar að kjörborðinu í dag mundu tveir flokkar sem ekki eiga fulltrúa í Rikisdeginum, Kristilegi demókrataflokkurinn (KDS) og Nýtt lýðræði, sópa til sin yfir 20% atkvæðanna. Fylgi jafnaðarmanna heldur áfram að minnka samkvæmt skoðanakönn- unum DN/Teomos og er nú lægra en nokkru sinni fyrr, eða 26,5%, en var 44% fyrir fjórum árum. Jafnaðarmannaflokkurinn sem nú heldur um stjórnvölinn í landinu hefur því tapað þriðja hveijum kjósanda frá því í kosningunum í september 1988. Fylgi Hægriflokksins (Moderat- erna) hefur farið minnkandi undanfarna þijá mánuði. í nóvem- ber á síðasta ári mældist fylgi flokksins hærra en nokkru sinni fyrr, eða 29%, en er nú 23,5%. Fylgi Þjóðarflokksins er lægra en nokkru sinni, 9%, en Miðflokkurinn hefur aukið fylgi sitt upp í 9,5%. Flokkur umhverfissinna lendir undir fjögurra prósenta markinu með 3-,5%. Kristilegir demókratar fá mesta fylgi sem þeir hafa feng- ið hingað til, 11%, og fast á hæla þeim kemur hægriflokkurinn Nýtt lýðræði með 10%. 14% kjósenda vilja ekki gefa upp hvað þeir ætla að kjósa og er það sjö prósentustigum lægra hlutfall ■ WASHINGTON - Við- skiptahalli Bandaríkjamanna við útlönd minnkaði um 26,5% í mars í 4,05 milljarða Bandaríkjadala og hefur ekki verið jafn lítill síðan í júní árið 1983, að sögn viðskipta- ráðuneytis Bandaríkjanna. Sam- dráttur hefur verið í efnahagslíf- inu í Bandaríkjunum síðan í júlí á síðasta ári og hefur mjög dregið úr vöruinnflutningi til landsins. Efnahagssérfræðingar hafa spáð því að lítil eftirspum verði eftir innfluttum vörum næstu mánuði. ■ VARSJÁ - Pólska stjómin ákvað á sérstökum fundi á fimmtu- dagskvöld að fella gengi pólska zlotysins um 14%. Gengi zlotysins gagnvart Bandaríkjadollar hefur verið 9,5 í meira en 16 mánuði en er nú 11 zloty fyrir hvern dollar. Útflytjendur höfðu lagt hart að stjómvöldum að fella gengi pólska gjaldmiðilsins en þau höfðu tjáð Alþjóðagjaldeyrissjóðnum í síð- asta mánuði að reynt yrði að halda því stöðugu til að koma í veg fyrir að verðbólga færi úr böndum. Pólska fréttastofan PAFnafði eftir íjármálaráðherra Póllands, Leszek Balcerowicz, að gengisfelling væri nauðsynleg nú til að styrkja stöðu pólsks útflutningsiðnaðar og vegna þess að gengi Bandaríkja- dollars hefði hækkað mjög undan- farið. AtvimmMf í Færeyjum en í október á síðasta ári, þegar þeir voru flestir, eða 21%. Leiðtogar stjómarandstöðu- flokkanna; Hægriflokksins, Mið- flokksins, Þjóðarflokksins og Kristilega demókrataflokksins, komu fram í sjónvarpsyfírheyrslu seint á þriðjudagskvöld og sögðu þá meðal annars frá því að þeir hygðust mynda samsteypustjóm saman ynnu þeir sigur í kosningun- um í september. Sænska krónan tengd ecu Stokkhólmi. Reuter. SEÐLABANKINN í Svíþjóð hefur ákveðið að tengja gengi sænsku krónunnar við ecu, mynteiningu Evrópu- bandalagsins (EB). Allan Larsson fjármálaráð- herra sagði að þetta væri mik- ilvægt skref í átt til náinnar samvinnu í gengismálum við aðildarríki bandalagsins. „Svíar ættu að bæta um betur og ganga sem fyrst í mynt- kerfí Evrópubandalagsins (EMS),“ sagði hann. Svíar stefna að inngöngu í Evrópubandalagið og er búist við þeir sæki um'aðild í sum- ar. Talsmaður seðlabankans sagði að ákvörðun bankans væri liður í því að laga sænsk- an efnahag að þeim skilyrðum sem Evrópubandalagið setur fyrir inngöngu, meðal annars að koma verðbólgunni niður á það stig sem tíðkast í Evrópu. # Reuter Tvær sprengjur á sólarhrmg Sjúkraflutningamenn bera særða konu í skjól eftir að sprengja sprakk í verslanamiðstöð í miðborg Jóhann- esarborgar í Suður-Afríku í gær. Sex manns særðust í sprengingunni, sem var önnur sprengingin í borginni á einum sólarhring. Bretland: Verkamannaílokkur- inn vinnur góðan sigur Ihaldsflokkurinn tapaði sæti í öðru tryggasta kjördæmi sínu í Wales St Andrews, frá Guðraundi H. Frímannssyni, fréttaritara Morgunbladsins. Verkamannaflokkurinn sigraði í aukakosningunum í Monmouth í Wales sl. fimmtudag. Monmouth var eitt tryggasta sæti íhaldsflokks- ins í Wales. Frambjóðandi Verkamanna- flokksins í aukakosningunum fékk 39,2% greiddra atkvæða, en fram- bjóðandi íhaldsflokksins fékk 33,9%. Fijálslyndir fengu 22,5%. Neil Kinnock, leiðtogi Verka- mannaflokksins, fagnaði þessum úrslitum og sagði þau sýna að flokk- urinn væri á sigurbraut. Hann myndi sigra í næstu þingkosningum, hve- nær sem þær yrðu. John Major forsætisráðherra og aðrir leiðtogar íhaldsflokksins, héldu því fram í gær, að sigur Verka- mannaflokksins byggðist á lygum og ósannindum um heilbrigðisþjón- ustuna. í kosningabaráttunni lagði Verka- mannaflokkurinn alla áherslu á breytingar á heilbrigðisþjónustunni, sem nú er verið að innleiða, og taldi þær sýna, að íhaldsflokknum væri ekki treystandi fyrir heilbrigðiskerf- inu. Mikið atvinnuleysi og erfíðleikar í efnahagsmálum gerðu þessar kosn- ingar einnig erfiðar fyrir íhalds- flokkinn. Monmouth var talið annað trygg- asta kjördæmi íhaldsflokksins í Wales. Þetta eru elleftu aukakosn- ingarnar, sem flokkurinn tapar á kjörtímabilinu, og aðrar aukakosn- ingamar, sem hann tapar eftir að John Major var valinn leiðtogi flokksins. Forysta íhaldsflokksins telur þó að bjartari tímar séu fram undan fyrir flokkinn vegna batnandi stöðu í efnahagsmálum. Fyrsta merki um efnahagsbata var að verðbólga lækkaði í gær um 1,8% niður í 6,4%. í kjölfarið gera menn sér vonir um lækkandi vexti og aukna efnahags- lega bjartsýni. AF ERLENDUM VETTVANGI eftir ELÍNU PÁLMADÓTTUR í eðlilegt horf á ný Kaupmannahöfn. Frá N.J. Bruun, frétla- ritara Morgunblaðsins. Vinnuveitendasamband Fær- eyja og samtök ófaglærðra verkamanna komust á fimmtu- dag að samkomulagi til lausnar vinnudeilum þeim sem staðið hafa í eina viku og lamað at- hafnalíf í Færeyjum að miklu leyti. Launþegasamtökin samþykktu samkomulagið með fyrirvara um samþykki félagsmanna sinna. Það á að gilda í eitt ár og gerir ráð fyrir launahækkun sem nemur 64 aurum (um sex ÍSK) á tímann. Launþegar höfðu farið fram á tvær krónur og 50 aura en vinnu- veitendur vildu hins vegar lækka kaup um sömu fjárhæð. Engin friðarráðstefna án SÞ - segir Tajara hershöfðingi í Sýrlandi JAMES Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur undanfarið gert úrslitatilraun til að fá araba og ísraela til að setjast að samninga- borðinu um frið í Miðausturlöndum. Nýlokið er ljórðu ferðinni milli ráðamanna í hlutaðeigandi löndum á tveimur mánuðum. Enn strandar á óbifanlegum ágreiningi um tilhögun slíkrar friðarráðstefnu og vonirn- ar hafa dvinað síðustu daga um að af henni geti yfirleitt orðið eftir að Baker var á miðvikudag í Israel og á mánudag í Sýrlandi. Hafez al-Assad Sýrlandsforseti stendur blýfastur á því að friðarráðstefna verði að vera með verulegri þáttöku Sameinuðu þjóðanna en Yitzhak Shamir, forsætisráðherra ísraels, er jafn fastur á því að þeir verði ekki með ef Sameinuðu þjóðirnar komi þar nærri. Þessi afstaða hefur borist reglulega í fréttum eftir hvem fund Bakers með þeim og fólk hefur átt erfitt með að átta sig á hverju það sæti. Sama daginn sem Baker átti níu klukkustunda fund í Damaskus með Assad forseta í þriðju ferðinni og lýsti yfir á blaðamannafundi að honum hefði ekki tekist að hnika Sýrlendingum frá þessari afstöðu sinni, átti blaðamaður Morgunblaðs- ins viðtal við háttsettan mann í Sýr- landi, Tajara hershöfðingja, þann hinn sama sem samdi og skrifaði undir vopnahléssamninga þessara þjóða í Genf 1974 ásamt Herzel Sahfr frá ísrael og fulltrúa Samein- uðu þjóðanna. Þar með var stofnað friðargæslusvæði í Gólanhæðum. Tajara hershöfðingi er í fjölskyldu varaforsetans Abd al-Halem Khadd- ams. Getur því verið fróðlegt að heyra nú rök manns í innsta hring í stjóm Sýrlands. Tajara hershöfðingi var ekki bjart- sýnn, raunar virtist hann nokkuð sannfærður um að tilraunir Bakers yrðu til einskis. Og hann kvað raun- ar engan endi sjáanlegan á deilunum um Gólanhæðir, þar yrði áfram óbreytt ástand með því fyrirkomulagi sem samið var um 1974. Ástæðan væri sú að ísraelar mundu aldrei víkja um þumlung og ekki sætta sig við að hafa friðarráðstefnu í anda Sameinuðu þjóðanna, sem þeir teldu óvini sína. „Höfðum við ekki heyrt í fréttun- um þennan sama morgun, meðan Baker var að ræða við Assad og áður en hann kæmi til ísraels með málamiðlunartillögur sínar á morg- un, að Shamir flýtti sér að lýsa því yfir fyrirfram að hann mundi hafna þeim?“ Það voru þó Sameinuðu þjóðirnar sem stofnuðu til ísraelsríkis 1948, ekki rétt? „Jú,“,sagði Tajara, „en þá töldu þeir stofnunina líka til vina sinna, það hentaði þeim. Við studdum band- amenn í seinni heimsstyijöldinni gegn Tyrkjum og svona launuðu þeir okkur, settu rýtinginn í bakið á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.