Morgunblaðið - 18.05.1991, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 18.05.1991, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. MAÍ 1991 f Otgefandi Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið. Ríkisbú í rúst VIÐRÆÐUR UM EVROPSKT EFNAHAGSSVÆÐI Þijátíu ræður fluttar á Alþingi um skýrslu utanríkisráðherra SAMNINGARNIR um hið evrópska efnahagssvæði hafa verið nefndir einir þeir mikilvægustu og yfirgripsmestu sem ísland hefur verið aðili að. Skýrsla utanríkisráðherra um stöðu þessara viðræðna um evrópskt efnahagssvæði var rædd lengi á Alþingi á fimmtudag. Ríkisstjórn Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks þarf mikið þrek og þor til að ráðast gegn þeim risavaxna vanda sem við er að etja í ríkisfjármálum. Dregið skal í efa, að nokkur ríkisstjórn í sögu lýðveldisins hafi skilið eftir sig jafn torleyst verkefni í ríkisbúskapnum og ríkisstjórn Steingríms Her- mannssonar. Höfuðábyrgðin hlýtur að hvíla á fjármálaráð- herra Alþýðubandalagsins í þeirri ríkisstjórn, Ólafí Ragnari Grímssyni. Vandinn, sem við er að glíma í ríkisfjármálum, felst í því, að halli ríkissjóðs er nú áætlaður um 10 milljarðar króna, ef ekk- ert verður að gert, en sam- kvæmt fjárlögum síðustu ríkis- stjórnar átti hann að vera 4,1 milljarður. Yfirdráttur ríkissjóðs í Seðlabankanum í aprílmánuði var 8-9 milljarðar króna. Láns- fjárþörf opinberra aðila í ár er nú áætluð 32-33 milljarðar, en var áætluð 20,9 milljarðar af Ólafi Ragnari Grímssyni, þegar frumvarp til lánsfjárlaga var lagt fram á Alþingi fyrir síðustu jól. Þetta eru hreint ótrúlegar tölur. Það, sem gerir ríkisfjárvand- ann svo torleystan og alvarlegan er, að fyrstu fjóra mánuði ársins tókst ekki að afla ríkissjóði einn- ar einustu krónu upp í lánsfjár- þörfina heldur var útstreymið 1,1, milljarður. Á þeim átta mánuðum, sem þá eru eftir árs- ins, þarf því að fullnægja allri láns^árþörfinni að viðbættum þessum 1,1 milljarði króna. Þetta er að sjálfsögðu stóralvar- legt mál og i raun óleysanlegt nema með erlendum lántökum. Þetta sést bezt á því, að nýr innlendur spamaður á þessu ári var áætlaður 38 milljarðar króna, en samkvæmt nýjustu upplýsingum Seðlabankans mun nýr sparnaður aðeins verða 26 milljarðar við óbreyttar aðstæð- ur. Það sér hver heilvita maður að dæmið gengur ekki upp, því samkvæmt þessu er lánsfjárþörf hins opinbera allt að 7 milljarðar króna umfram sparnaðinn. Ekki króna til fyrir atvinnulífið eða einstaklinga. Það segir sig sjálft, að þessi viðskilnaður ríkisstjómar Steingríms Hermanssonar, og fjármálastjórn Ólafs Ragnars, býður heim vaxtasprengingu á lánsfjármarkaðnum. Stórfelldar erlendar lántökur, eins og yfir- drátturinn í Seðlabankanum, veldur þenslu í efnahagslífinu og verðbólguþrýstingi. Þetta er vandinn í hnotskurn, sem ríkis- stjórn Davíðs Oddssonar á við að stríða. Morgunblaðið hefur ítrekað bent á, að þessi vandi verði ekki leystur nema með stórfelldum niðurskurði á opinberum út- gjöldum og umsvifum ríkis- báknsins. Það sama gildir um lántökuáformin. En þetta verður ekki gert nema á alllöngum tíma til að koma í vég fyrir kollsteypu í efnahagslífinu og illvígar deil- ur. Það er brýn þörf á viðreisn í ríkisfjármálum og það er ánægjuefni, að ríkisstjórn Al- þýðuflokks og Sjálfstæðisflokks hefur uppskurð ríkisfjármála á stefnuskrá sinni og ætlar sér kjörtímabilið fyrir það umbóta- starf. Fyrrum fjármálaráðherra, Ólafur Ragnar Grímsson, ritaði nýlega grein í Morgunblaðið til að mótmæla þeirri fullyrðingu blaðsins, að um risavaxinn vanda væri að ræða í ríkisfjár- málum. Blaðið stendur fast á þessari fullyrðingu sinni og telur sig hafa fært fyrir henni full rök, eins og sjá má hér að fram- an. Hitt er annað mál, að í grein sinni kýs Ólafur Ragnar að reyna að afsanna fullyrðingar Morgunblaðsins með því að fjalla einungis um halla ríkis- sjóðs með samanburði við mesta ríkissjóðshalla fyrri ára. Morg- unblaðið fjallaði ekki um ríkis- sjóðshallann sérstaklega heldur vandann í ríkisfjármálum í heild. Ólafur Ragnar segir í grein sinni, að halli ríkissjóðs í ár verði minni, eða allavega ekki meiri, en árin 1975 og 1988. Það má rétt vera, en þess ber þó að gæta, að árið 1988 tók hann sjálfur við sem íjármálaráðherra í ríkisstjórn jafnréttis og félags- hyggju, sem hóf þegar opinber- an fjáraustur í samræmi við málefnasamning sinn. Ríkis- sjóðshallinn 1975 á rætur að rekja til óráðsíu vinstri stjórnar- innar, sem fór frá völdum haust- ið 1974. En það kom í hlut ríkis- stjórnar Geirs Hallgri'mssonar að endurreisa efnahagslífið eftir feril þeirrar stjórnar, sem inn- leiddi óðaverðbólgu á íslandi. Þegar Ólafur Ragnar hverfur úr embætti fjármálaráðherra er ríkissjóðshallinn áætlaður um 10 milljarðar króna. Þetta gerist þrátt fyrir_ gífurlegar skatta- hækkanir. Ásgeir Valdimarsson hjá Hagfræðistofnun Háskóla Islands skýrði frá því nýlega, að hlutfall tekjuskatts af lands- framleiðslu hefði hækkað um 75% á tveimur árum. Hagfræð- ingurinn telur, að skattahækk- anir Ólafs Ragnars á samdrátt- artíma í efnahagslífinu hafi „hneppt þjóðarbúskapinn í fjötra og komið í veg fyrir hagvöxt sem annars hefði orðið“. í fyrrakvöld og fyrrinótt var hún rædd frá kl. 20.30 til kl. 2.55. En fyrr á fimmtudag var rætt um málið í tæpar fimm klukkustundir. Alls voru 30 ræður haldnar o'g komu þingmenn bæði fyrrverandi og núverandi ríkisstjórnar inná fjölmargar hliðar og efnisatriði þessa máls. Stjómarandstæðingar kröfðu ráðherra ríkisstjórnarinnar sérstaklega um svör og skýringar. Davíð Oddsson forsætisráðherra svaraði nokkrum spumingum sem Halldór Ásgrímsson hafði beint til hans. Forsætisráðherra sagði — til að taka af öll tvímæli — að eftir því sem hann fengi séð væri ekki á dagskrá ríkisstjórnarinnar hvorki í bráð né lengd að fara að fjalla um beina aðild að Evrópu- bandalaginu. Jón Baldvin Hannibalsson ut- anríkisráðherra varð einnig að svara fjölda spurninga. Ráðherra skýrði m.a. hvernig fyrirhuguðu öryggisákvæði í samningnum skyldi beitt, m.a. með hliðsjón af því að það kæmi í stað varanlegra fyrirvara. Utanríkisráðherra vakti athygli á því að það væri algjör- lega á valdi hverrar ríkisstjómar að beita slíkum öryggisákvæðum. Ráðherrann svaraði einnig um hvað gerðist ef samningar tækjust ekki, hvort leitað yrði þá eftir inn- göngu í Evrópubandalagið. Ráð- herrann svaraði þeirri spurningu „nei“. Utanríkisráðherra gerði einnig að umtalsefni þau rök, að aðild að evrópska efnahagssvæð- inu væri áfangi inn í Evrópubanda- lagið. Hann sagði að á móti kæmu þau rök með að aðild að evrópska efnahagssvæðinu væri svo tryggi- lega gengið frá hagsmunum Is- lands að þess gerðist ekki þörf að ganga í bandalagið. Utanríkisráðherra ítrekaði að stefnan í samningaviðræðunum væri óbreytt og hann hlyti að ætla að fyrrum samstarfsaðilar væru enn sömu skoðunar. Þeim fyrirvörum sem hefðu verið settir í síðustu ríkisstjóm hefði öllum verið til skila haldið, það ætti við sjávarútveginn, orkulindir, búsetu- rétt og rétt útlendinga til kaupa á lóðum og lendum, ef við sinntum skyldum okkar heima fyrir. Nefndi t.d. í því sambandi breytingar á lögum um jarðahald og eignarhald á orkulindum. Jón Baldvin gagn- rýndi Steingrím J. Sigfússon fyrr- um landbúnaðarráðherra fyrir að- gerðarleysi í að veija „perlur Aðal- dals“ og aðrar jarðeignir íslen- skar. Jón Baldvin ítrekaði það að ekki væri verið að afsala fullveldi, framselja vald frá Alþingi íslend- inga eða frá ríkisstjóm íslands. Ræðumaður tíundaði fjölmörg at- riði: Eftirlitsstofnun EFTA gæti ekkert gert nema með ákvörðun- um innlendra stjórnenda. Engar ákvarðanir yrðu teknar innan æðstu stofnana evrópska efna- hagssvæðisins nema með sam- stöðu og yrðu að vera samþykktar af þjóðþingum landanna. Dómstól- inn sem gert væri ráð fyrir í samn- ingunum kæmi ekki í stað Hæsta- réttar. Ráðherra sagði einnig að fyrir því fyndust mörg fordæmi að við hefðum gert alþjóðasamn- inga sem skuldbyndu okkur til að hlíta einhvers konar gerðardómi, og nefndi Mannréttindadómstólinn og Alþjóða vinnumáladómstólinn í Genf. Hefðum við afsalað full- veldi? Utanríkisráðherra lét það skýrt í ljós að það væri túlkunar- ágreiningur um hugtakið „yfir- þjóðlegt" og hann væri ósammála ákveðnum lögfræðingi í Háskóla íslands og norrænum „toppkröt- um“ þegar þeir hefðu rangt fyrir sér. Það kom síðar fram í umræð- um að hér var vísað til ummæla Gunnars G. Schram lagaprófess- ors og Gro Harlem Brundtland forsætisráðherra Noregs. Jón Baldvin sagði nokkrar at- huganir hafa verið gerðar á hugs- anlegum ávinningi að aðild að efnahagssvæðinu og benti flest til þess að eftir verulegu væri að slægjast. Fáir aðilar væru jafn bjartsýnir og fjármálaráðuneytið í skýrslu sem gefin var út í apríl 1991, um Evrópu 1992 og ríkis- fjármálin. Ræðumaður lofaði þessa útgáfu fjármálaráðherra. Tollfrelsi skilyrði þátttöku Þorsteinn Pálsson sjávarút- vegsráðherra furðaði sig á undrun fyrrverandi ráðherra á stöðu samninganna núna; minnti t.d. á að í sameiginlegri yfírlýsingu ráð- herra EFTA- ríkjanna frá 19. des- embér síðastliðnum hefði verið tekið fram með skýrum hætti að sett yrði upp sjálfstæð EFTA- stofnun til að beita samkeppnis- reglum og slík stofnun ætti að hafa samsvarandi umboð og hlut- verk og framkvæmdastjórn Evr- ópubandalagsins. Þessu ákvæði hefðu komið til umræðu og ríkis- stjómin hafnað því að í textanum fælist nokkurt yfirþjóðlegt vald. Þorsteinn Pálsson á hinn bóginn hugði að framhjá því yrði ekki lit- ið að slík stofnun hefði ákveðið yfirþjóðlegt vald. Sjávarútvegsráðherra sagði að meginhagsmunir okkar væru að tryggja að íslenskar sjávarafurðir nytu sömu stöðu innan hins nýja evrópska efnahagssvæðis og iðn- aðarvörar annarra þjóða. Islend- ingar hefðu fylgt því eftir að af- nám tolla á sjávarafurðum væri lágmarkskrafa af þeirra hálfu. Um það hefði verið algjör samstaða að við myndum aldrei fallast á veiðiheimildir í skiptum fyrir toll- fijálsan aðgang að Evrópumark- aðinum. Einnig að mjög víðtæk og almenn samstaða hefði verið um að við ætluðum ekki að hleypa Evrópuþjóðunum bakdyramegin inn í íslenska fískveiðilögsögu með því að heimila erlendar fjárfesting- ar í sjávarútvegi. í þessu hefðu engar breytingar orðið. Þorsteinn Pálsson taldi fulla ástæðu til að taka það skýrt fram að forsenda fyrir því að við gerðumst aðilar að væntanlegum samningi um evrópskt efnahagssvæði væri að við fengjum kröfunni um tollfijáls- an aðgang fyrir sjávarafurðir framgengt. Viðsemjendum okkar yrði að vera ljóst að við ætluðum ekki að hvika frá því að afnám tollanna væri það atriði sem skipti okkur öllu máli, og ef við fengum því ekki framgengt, þá gerðumst við ekki aðilar að samningnum um hið evrópska efnahagssvæði. Ólafur Ragnar Grímsson (Ab- Rn) taldi málflutning utanríkisráð- hen-a um flest ámælisverðan; „pólistískir orðaleikir“. Hann sagði það þverstæðu að halda því fram að enginn munur væri á því sem hefði gerst á ráðherrafundum ut- anríkisráðherranna 19. desember og 13. maí en halda því hins veg- ar fram að verulegur árangur hefði náðst. Það kom einnig fram í ræðu Ólafs Ragnars að skýrslan sú frá fjármálaráðuneytinu sem utanrík- isráðherra hefði vitnað til, hefði verið gerð að beiðni þáverandi for- sætisráðherra og hefði hún ekki komið fyrir sín augu. Satt best að segja hefði hann ekki lesið hana en hygðist bæta úr því á næstu dögum. Ólafur Ragnar taldi það sem fram hefði komið í ræðu Þorsteins Pálssonar hið merkasta, sérstak- lega þau ummæli að ekki kæmi til álita að gerast aðili að hinu evrópska efnahagssvæði nema ís- lendingar fengu tollfijálsan að- gang fýrir sjávarafurðir. Ólafur Ragnar spurði hvort Davíð Odds- son forsætisráðherra væri þessu sammála. Forsætisráðherra kvaðst myndu svara þessu síðar úr ræðustól. Ólafur Ragnar beindi því næst sömu spumingu til Jóns Baldvins Hannibalssonar utanrík- isráðherra. Ráðherrann svaraði spurningunni neitandi. Sömu spurningu var einnig beint til Jóns Sigurðssonar iðnaðar- og við- skiptaráðherra. Jón svaraði einu orði: „Athyglisvert.“ Ólafur Ragn- ar taldi að í ljós hefði komið grund- Þorsteinn Pálsson Afnáir umfor Utanríkisráðherra s ÞORSTEINN Pálsson sjávarúfr fimmtudagskvöld, að ef tolla verði ekki afnúmdir á mörkuði Islendingar ekki gerast aðilai efnahagssvæði. Jón Baldvin 1 sagðist hins vegar ekki vilja út þótt ekki verði tollfijáls aðgai lenskar sjávarafurðir. Þorsteinn Pálsson sagði í þing- ræðu, að íslendingar hefðu ákveðið að halda fast við kröfu um afnám tolla á sjávarafurðum í samningum um evrópskt efna- hagssvæði. Hann hefði þó heyrt því fleygt í umræðum að undan- förnu að Islendingar þyrftu að velta því fyrir sér hvort til greina kæmi að þeir samþykktu samn- inga þó svo þessari höfuðkröfu fengist ekki framgegnt. Þorsteinn sagði að sér fyndist

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.