Morgunblaðið - 18.05.1991, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 18.05.1991, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. MAÍ 1991 27 Minning: Aldís Schram Vegria tæknilegra mistaka féllu niður nokkrar línur úr tveimur minningargreinum um Aldísi Schram í blaðinu í gær, svo og tilvísun í aðrar greinar, sem voru á blaðsíðu 40 og 41. Þessar tvær minningargreinar eru birtar á ný. Morgunblaðið biður velvirðingar á þessum mistökum. Þar sem hún var, þar var engin önnur. Allar aðrar rósir fölnuðu við hlið hennar. Sem var einstök. Eldrauð, ilmandi og svo sláandi falleg. Hún amma mín og mamma, Aldís Þorbjörg Brynjólfsdóttir Schram. Svo fögur, því hún var rík að innihaldi þessi kona. Efni í þúsund síður. Um slíkar ódauðlegar konur hefur Njáluhöfundur skrifað. Shakespeare og Laxness líka. Um skörunga og húsmæður. Drottn- ingar og greifynjur. Alþýðukonur og vinnandi konur. Vitrar og vísar konur. Andríkar og eljusamar. Sterkar og stormasamar. Góðar og gjafmildar. Stórlyndar og skap- andi. Glaðar og gefandi konur. Þetta allt var hún amma mín og miklu meira. ítölsk mamma. Stolt í sinni hóg- værð. Ströng í sinni blíðu. Mild í sinni dómhörku. Og jú, jú, príma- donna. Enda draumadísin manns- ins síns, sem bar hana á höndum sér. Ljónynja, sem varði unga sína með kjafti og klóm. Um slíka móður yrkja menn ódauðleg ljóð. Vegna hennar drýgja menn hetju- dáðir. Fyrir hana rembast lítil börn við að „sigra heiminn“. Eflaust hjóm og húmbúkk í hennar aug- um. Hún ætlaðist til þess að börn- in sín yrðu manneskjur. Enda verður lífsafrek Aldísar ekki í titl- um talið. Henni sjálfri var nóg að sigra hjörtu afkvæma sinna. Sem og hún gerði. Eitt lítið bros og sólin skein. Eitt hlýtt orð og það var tilgangur í því að lifa. Eitt stutt faðmlag og maður elskaði heiminn. Þannig voru einhveijar sælústu stundir lífs míns sóttar til hennar. Þá hún lyfti hug í hæðir. Er hún sat við píanóið og spilaði og söng sín Ijúf- ustu lög. Er hún þuldi upp ljóðin eða las mér þessi gullkorn um iífið og tilveruna. Eða þegar hún ein- faldlega, nýkomin heim, endur- fyllti húsið lífi þá hún lýsti spaugi- legum atvikum dagsins með svona líka leikrænum tilbrigðum. Eða þegar hún rétti fram kræsingam- ar. Aldrei fór maður frá henni svangur, Þvert á móti, fullmettað- ur af heimagerðri list. Og oftar en ekki klæddur upp á nýtt. Því þannig var hún amma mín, Aldís Þorbjörg. Alltaf gefandi. Allt sem hún átti. Ekki af þrælslund og ekki í von um endurgjald. Heldur einfaldlega af því henni þótti sælla að gefa en þiggja. Sem ég held að hafi verið hennar lífsregla. Hún lét verkin tala. Iðjulaus maður fannst henni enginn maður. Og hversu oft ítrekaði hún ekki fyrir mér að „morgunstund gefur gull í mund“, svefnpurkunni. Hversu oft rak hún mig ekki á fætur, fyllti minn maga af hafragraut og lýsi og ýtti mér út í lífsins ólgu- sjó. Bíttu á jaxlinn og spjaraðu þig. Það vildi hún sagt hafa. En okkur skolaði alltaf aftur að landi, til móður jarðar. Nú er hún ekki lengur hér, konan sem gaf okkur líf. Lífsakkeri hennar hefur losnað frá jörðu, en taugin er römm. Við munum sigla áfram undir leiðar- ljósi Aldísar. Sem mun lýsa í myrkrinu, sterkar en nokkru sinni fyrr. Amma sjálf, líf hennar og breytni er okkur fyrirmynd. Ef aðeins við gætum lært af henni, um hvað allt þetta snýst, nefnilega að rækta garðinn okkar og að gefa, ef aðeins við gætum gefið okkar bömum slíka móðurást, þá hefur líf hennar borið ávöxt. Elsku hjartans afí og fjölskylda. Ragnar Jóns- son - Kveðjuorð Þegar ég frétti af andláti góðs vinar og velgjörðarmanns, Ragn- ars Jónssonar baðvarðar, hvarflaði hugur minn til liðins tíma. 9 ára gömul lærði ég sund í Austurbæj- arskólanum í Reykjavík. Það voru fyrstu kynni mín af þeim ágætu hjónum Ragnari Jónssyni og Björgu Guðfinnsdóttur. Ekki datt krakkanum í sundfötunum í hug að hún ætti eftir að verða búsett í Svíaríki í 14 ár, en þangað lá leið mín á unglingsárunum. Eftir tvö ár í Svíþjóð flutti ég til Guð- fínnu dóttur þeirra hjóna Ragnars og Bjargar. Ég var unglingur á erlendri grund, og reyndist Guð- finna mér sem uppeldismóðir, svo nærri má geta að um náin tengsl er að ræða. Það eru bjartar minningar sem leita upp í hugann, þegar ég hugsa til þess tíma, er ég fékk að njóta þeirra forréttinda að vera á meðal fjölskyldu Ragnars bæði heima og erlendis. v, Nú er liðið á þriðja áratug frá því undirrituð kynntist sinni þriðju ætt, og minningarnar góðar. Ragnar var maður af góðum ættum, eðlisgreindur, söngelskur, léttur í spori, og tók ófá dansspor- in, heimilisfólkinu til ánægju, því hann var mikill hæfileikamaður á íþróttasviðinu. Það er einnig ógleymandi fyrir Norðlending af minni kynslóð þegar Reykvíking- urinn Ragnar fræddi mig um lífið í Reykjavík og eftir síðustu alda- mót. Þar sem nú stendur blokkin var bóndabær og á túninu í kring var heyjað. Þetta var frásögn sem ekki var fengin úr bókum, heldur þau auðæfi sem kynslóð Ragnars býr yfír. Ragnar var fjölskyldu sinni ómissandi, og brást aldrei föður- skyldum sínum. Megi Guð leiða lítinn dótturson, dætradætur eig- inkonu og dætur. Ég votta ykkur innilegustu samúð mina. Guð leiði ykkur um ókomin ár. Anna María Guðmundsdóttir Við grátum ekki þessa konu. Það væri ekki í hennar anda, sem kynntist dauðanum aðeins átta ára að aldri. Við gleðjumst. Því við erum rík. Af góðum minningum. Um mæta konu og milda móður. Sem við elskuðum, virtum og dáð- um. Aldís Baldvinsdóttir Að leiðarlokum leitar hugurinn til horfinna daga. Á þessari stundu fínnst mér það næstá ótrúlegt að meir en hálf öld skuli liðin frá því fundum okkar Aldísar bar fyrst saman. Það var á sólbjörtum sum- ardegi við lognkyrran Eyjafjörð- inn. Björgvin, yngsti bróðir föður mins, var kominn norður til þess að kynna heitkonu sína, Dídí, fyr- ir eldri bróður sínum og fjölskyldu hans. Næm má geta að þar urðu miklir fagnaðarfundir. Mér er í barnsminni hve fögur og glæsileg þessi nítján ára Reykjavíkurstúlka var. Af henni ljómaði lífsgleðin og á skammri stundu hafði hún unnið hug og hjörtu okkar allra sem þá tengdumst henni vináttu-, og tryggðaböndum sem vöruðu ævina alla. Það var líka ljóst á þessum degi að hér hafði Björgvin fundið hamingjuna í lífi sínu, sólina sem geislaði við hlið hans árin og ára- tugina alla sem þau bjuggu saman í óvenju ástúðlegu og farsælu hjónabandi. Ungu hjónin settu fyrst saman bú í vesturbænum, ekki langt frá æskuheimili Björgvins á Stýri- mannastíg, gerðu stuttan stans í austurbænum en fluttu síðan í veglegt hús í Sörlaskjóli árið 1948 þar sem þau bjuggu ætið síðan. Þar ólust börnin upp, þau Bryndís, Ellert, Margrét, Björgvin, Magda- lena, Ólafur Magnús og Anna Helga. Nú um stundir er algengt að tala um hina svokölluðu kjai'nafjöl- skyldu og miða flestar þjóðhags- stærðir við hana. Slika fjölskyldu mátti að sönnu finna i Sörlaskjól- inu en í þeirri merkingu að þar bjó óvenju kjarngott fólk. Sú fjöl- skylda var sannkölluð stórfjöl- skylda, barnahópurinn óvenju fjöl- mennur og vinir og vandamenn daglegir gestir. Stundum hvai-flaði að manni að þar væri kominn vísir að félagsmiðstöð hverfisins þegar bömin stækkuðu og engum vafa var undirorpið að þar var starf- rækt útibú frá KR, bæði í yngri og eldri flokkum, enda húsbóndinn fræknastur knattspymumaður landsins á sinni tíð og forystumað- ur um langt árabil í þeirri íþrótt. Dídí var miðpunkturinn á þessu annasama heimili og veitti þar öll- um af hlýju, gestrisni og höfðings- skap svo enginn fór þar bónleiður til búðar. Raunar mátti hún sjálf muna tímana tvenna í þeim efnum. Hún var alin upp á kreppuámnum þegar flestum var naumt skammt- að til hnífs og skeiðar og margoft máttu foreldrar hennar, Margrét og Brynjólfur, skipta um húsnæði eftir að þau fluttust að austan á mölina í Reykjavík. Sú reynsla hefur eflaust mótað lífsskoðanir hennar að veralegu leyti og það fór ekki fram hjá neinum að jafn- aðarstefnan átti hauk í horni þar sem hún var og síst var henni á móti skapi að sumir tengdasynir hennar legðu þar gjörva hönd á plóginn. Á áram mínum i háskólanum var ég tíður gestur í Sörlaskjóli og stundum búsettur þar. Mér er það minnisstætt frá þeim tíma hve einstakur heimilisbragurinn þar allur var. Bömum sínum var Dídí Ræktendu r Waterworks eru kristallarsem draga í sig hundraðfalt rúmmál sitt af vatni, stuðla þannig að jafnri vökvun, betra ioftstreymi í moldinni og draga úr vaxtarsveiflum. Samkvæmt tilraunum ræktenda vex gróðurinn 20-40% hraðar. Waterworks er jafnt fyrir gróður innandyra sem utan og er skaðlaust lífríkinu. Kyrnið fæst í 56,7 g bréfum, mjölið og duftið í Vz, 3, 5 og 23,8 kg umbúðum. íslenskur leiðarvísir. Gerið ykkar eigin tilraun. Waterworks er til sölu í öllum helstu blómaverslunum. Heildsölubirgðir: Heildverslun Þórhalls Sigurjónssonar. Sími 641299. Fax 641291. mikill félagi og trúnaðarvinur og vinum og frændum var tekið af hlýju og frábæm alúð. Oft lék hún á píanóið á góðri stund enda gædd mikilli tónlistargáfu og fæmi hennar í tungumálum var sérstök þótt ekkert hefði hún langskóla- námið að baki. Áhugi hennar á því sviði var slíkur að á sjötugs- aldri hóf hún nám í frönsku sem hún síðan talaði ágæta vel. Stærð- fræðin var þó hennar uppáhald og lengra þurftu börnin ekki að leita einkakennara eftir að mennta- skólanámið hófst. í mannlegum samskiptum átti Dídí fáa sína líka. Kom þar bæði til eðlislæg hátt- vísi, glaðværð og óvenjulegur glæsileiki í allri framgöngu. Eng- inn var glaðari á góðra vina fundi og enginn gat rætt málin af meiri hreinskilni og næmari tilfinningu en hún, ef svo bar undir. í raun- inni skipti engu máli hvert um- ræðuefnið var hverju sinni, þjóð- mál, íþróttir, brids eða unga fólkið sem var að alast upp undir handar- jaðri hennar og hún taldi mikil- vægast af öllu að koma til manns. Hún var jafnan miðpunkturinn með sína léttu, léikandi lund, lif- andi frásagnargáfu og sérstæðu persónutöfra. Á þann hátt brá hún lit á dagana svo ekki gleymist. Þegar litið er yfir farinn veg að leiðarlokum má í sannleika segja að Dídí hafi verið hamingju- kona í lífinu. Hún eignaðist ung hinn prýðilegasta mann, og bjó með honum í óvenju ástríku hjóna- bandi þar til yfir lauk. Af börnum sínum og barnabörnum var hún maklega stolt og þau vora henni augasteinn lífsins. Nú þegar hún er horfín á braut er mestur missir- inn Björgvins. En minningin um góða konu mun lifa. Honum og fjölskyldunni allri sendum við hug- heilar samúðarkveðjur. Gunnar G. Schram RflYMOND WEIL GENEVE IC TÍMPS CRÉATEUR FIDELIO Sígild hönnun, handunnið, með 18 K. gullhúð, vatnsþétt. Einnig til í dömustærð með eða án steina. Útskriftarfyöfin í ár GARÐAR ÓLAFSSON, úrsmiður, Lækjartorgi, sími 10081 ^SKIPAPLOTUR - INNRETTINGAR PLÖTUR í LESTAR JliXn SERVANT PLÖTUR I I 1 I | SALERNISHÓLF jm * * BAÐÞIUUR ELDHÚS-BORÐPLÖTUR Á LAGER -NOfíSK HÁGÆÐA VARA Þ.ÞOBSRÍMSSON&CO Ármúla 29 - Múlatorgi - s. 38640

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.