Morgunblaðið - 18.05.1991, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 18.05.1991, Blaðsíða 30
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. MAÍ 1991 Þorsteinn Þór- hallsson - Minning Fæddur 21. apríl 1955 Dáinn 20. janúar 1991 Sunnudagurinn 20. janúar 1991 var bjartur og fagur hér við Eyja- fjörð. Sólin skein á alhvíta jörð, en það dimmdi snögglega um miðjan dag, þegar við fengum fregnir af því, að fallegi blái báturinn hans Steina bróður okkar hefði fundist mannlaus út við Gjögurtá. Lengi héldum við í vonina um að hann hefði komist í land, en svo urðum við að sætta okkur við raunveruleik- ann. Við áttum erfitt með að trúa því, að þessi stóri, hrausti maður, fullur lífsvilja og starfsorku, kæmi ekki aftur til baka úr sjóferðinni. Steini bróðir okkar fæddist á sumardaginn fyrsta, 21. apríl 1955. Hann var annað bam foreldra okk- ar, Þóru Þorsteinsdóttur og Þór- halls Einarssonar. Hann var snemma duglegur og kraftmikill strákur, og áhugasamur um allt sem hann tók sér fyrir hendur. Hann fór ungur í sveit, bæði í Fnjóskadal og austur á Langanes- strönd við Bakkafjörð, þangað sem hugurinn stefndi aftur, mörgum árum seinna. Steini lærði bifvélavirkjun á BSA á Akureyri. Þar eignaðist hann marga góða vini, sem og alls staðar þar sem hann var. Hann var líka sérlega frændrækinn og hafði mik- inn áhuga á að koma á ættarmóti austur á Bakkafirði með föðurfólki sínu. Steini réri nokkur sumur frá Bakkafírði, og einu sinni fréttum við að þar væri hann kallaður „fyrsti vorboðinn“. Það þótti okkur vænt um, því þá vissum við að hann var velkominn þangað. Fyrsti báturinn sem Steini eign- aðist hét Eyfell og hinir sem á eft- ir komu báru líka það nafn, sá síð- asti Eyfell ÞH 62. Hann var að vinna við að mála hann í haust og gera hann sem best úr garði fyrir veturinn. Eitthvað barst þá í tal, þegar hann var búinn og kominn með bátinn út, þessi blái litur. Þá sagði hann: „Finnst ykkur hann ekki fallegur, hann er allt öðruvísi en hinir bátarnir á Grenivík.“ Við vonuðumst til þess að hann fengi að njóta hans lengi, en því miður reyndist það ekki. Steini kynntist elskulegri konu, Sigurlaugu Sigurðardóttur frá Brúnastöðum í Lýtingsstaðahreppi. Þau gengu í hjónaband 19. ágúst 1978. Þá var einnig skírður dreng- urinn þeirra, Sigurður Baldur, er fæddist 28. apríl 1978. Seinna eign- uðust þau stúlku, Þóru Guðrúnu fædd 7. mars 1981. Þá var Steini stoltur, nú gat hann komið upp móðumafni sínu og ömmunafni líka. Hann unni mjög fjölskyldu sinni og bar hag hennar mjög fyrir brjósti. Þau settu fyrst saman heim- ili á Akureyri, en haustið 1980 fluttu þau til Grenivíkur og keyptu litla íbúð þar. En fyrir rúmum 2 árum keyptu þau einbýlishús þar, þar var margt ógert sem þau unnu að að bæta og var farið að sjá fyr- ir endann á því þegar Steini kvaddi. Hann stundaði sjóinn og vildi hvergi annars staðar vera, þar var hann i , ! 1 , ' i ánægður og sjálfs sín húsbóndi. En nú er komið að kveðjustund. Við viljum þakka Steina bróður fyr- ir allar ánægjustundirnar sem við áttum með honum, bæði við leik og störf. Við þökkum fyrir bjarta brosið hans og hlýjuna sem fylgdi honum. Við biðjum guð að blessa Sillu, Sigga og Þóru, svo og alla þá sem syrgja Steina. Við eigum öll bjartar minningar um hann, og söknum hans mikið. Far þú í friði, friður guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Dísa og Þrúður Fátt hefur þyngt spor okkar meira en sú fregn í janúar sl. að Steina væri saknað og báturinn hans hafi fundist mannlaus. Dag- arnir sem á eftir fylgdu voru erfið- ir, en fullir vonar um að við ættum eftir að hitta Steina aftur hressan og kátan eins og hann alltaf var. Smám saman dó sú von og við neyddumst til að horfast í augu við þá staðreynd að góður vinur væri horfinn frá okkur. Það sannast víst alltaf þegar vin- ur fellur frá að enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Svo er með okkur þjónin nú þegar við hugsum til þess að kveðja Steina vin okkar hinstu kveðju og minning- amar um ánægjulegar samveru- stundir með honum og Sillu konu hans hrannast upp í huganum. Leiðir okkar lágu saman á Akur- eyri þar sem við vorum við nám og störf. Fljótt þróaðist með okkur ein- læg vinátta sem m.a. leiddi til þess að við hófum okkar sjálfstæða bú- skap undir sama þaki. Þar ríkti lífs- gleði og létt kæruleysi yfir heimsins áhyggjum og ýmislegt var brallað svo sumum fannst ef til vill nóg um. Margar góðar ferðirnar fómm við saman og eru þar sérstaklega minnisstæðar ferðir á sæluviku Skagfírðinga. Þar var Steini hrókur alls fagnaðar, enda kunni hann vel að skemmta sér í góðra vina hópi og söng þá gjaman af fölskvalausri gleði og einlægni. Þetta tvennt, gleði og einlægni, var einmitt ein- kennandi fyrir Steina og alltaf sér maður hann fyrir sér brosandi og hressan. Eftir að Steini og Silla fluttu til Grenivíkur urðu samvemstundimar stöðugt færri, en alltaf vom uppi áform um að fjölga þeim í framtíð- inni. En enginn veit sína ævina fyrr en öll er. Æviskeið Steina var ekki langt. Hann dó löngu fyrr en við vinir hans höfðum reiknað með. Eftir standa allar ljúfu minningam- ar. Þær eigum við nú sem huggun harmi gegn. Við þökkum Steina alla vináttuna og biðjum Guð að geyma hann og blessa. Elsku Silla, Siggi og Þóra. Við biðjum þann sem öllu ræður að varðveita ykkur og styrkja. Við hugsum einnig til foreldra Steina og systra hans. Þeirra missir er líka mikill, en megi minningin um góðan dreng styrkja þau og hugga. Minningin um góðan vin mun lifa. Óskar og Jóna Hví er hugur svo hljóður, hví er drunginn svo mikill, hví er birta gærdagsins svo fjarri? Hvar em glaðværu stundirnar, hvemig er lífi okkar markaður farvegur, af hveiju verða slys? í þessa vem leitar hug- urinn orða þegar ég minnist míns kæra tengdasonar, Þorsteins Þór- hallssonar, sem fórst af bát sínum Eyfelli ÞH 62, 20. janúar sl., og kvaddur er í dag við minningarat- höfn. Það er örðugt að reyna að skilja þann tilgang í lífsferli þegar ungir og hraustir menn em hrifsað- ir brott úr þessum heimi frá öllu sem þeim er kærast, fjölskyldu sinni, frændliði og vinum. Steini var fæddur í Reykjavík 21. október 1955, sonur hjónanna Þóm Þorsteinsdóttur og Þórhalls Einars- sonar. Hann ólst upp með foreldrum sínum og systmm tveim, fyrst í Reykjavík en síðan á Akureyri, en þangað flutti íjölskyldan þegar Steini var sjö ára að aldri. Á Akureyri lifði hann sín upp- vaxtarár, hann lærði bifvélavirkjun og starfaði á þeim vettvangi um hríð, meðal annars á Bílasölu Norð- urlands, sem faðir hans starfrækti alllengi. Við kynni okkar vakti strax at- hygli mína hressileg framkoma, þróttmikil rödd hans og glaðværð stráðu í kring um hann líflegu and- rúmslofti og léttri gleði. Hann var opinn og hreinskilinn og ræddi tæp- itungulaust um allt sem bar á góma, var fróður um margt og hafði Minning: Guðni Sigurðsson frá Háarima Fæddur 7. mars 1902 Dáinn 9. maí 1991 Elsku afi í Háarima er dáinn. Hann dó saddur lífdaga í sjúkra- húsinu á Selfossi þann 9. maí sl. eftir rúmlega 5 vikna sjúkralegu og alvarleg veikindi. Afi var fædd- ur 1902 og var því 89 ára gamall. Þó að afi væri orðinn gamall mað- ur þá var hann það svo sannarlega ekki í anda, vissulega var hann bam síns tíma, en það gerði hann ekki gamlan. Fyrstu minningar um afa eru þær að hann var alltaf að leggja fyrir okkur krakkana hinar ýmsu þrautir og gátur og segja okkur skondnar sögur, enda var hann mjög gamansamur. Endalaust gat hann sagt okkur sögur og þulið upp kvæði úr öllum áttum. Hann átti heldur ekki í erfiðleikum með að fara með hlutverkin sín né annarra úr leikritum sem hann lék í á yngri árum.^Minni afa var með ólíkindum gott óg oftar en einu sinni þuldi hann upp þann fyrsta stíl sem hann var látinn skrifa, þegar hann byij- aði í skóla. Hann átti heldur ekki í erfiðleikum með að þylja íslend- ingasögurnar og Biblfuna kunni hann nánast utanbókar. Afi var fróðleiksbrunnur alls konar sagna og þuia. Lífshlaup afa var afar erfítt. Þegar hann var 19 ára dó faðir hans. Þá voru börnin 8 og yngsta rétt ófætt. Þá þurfti afi að gera upp við sig hvort hann myndi reyna að hjálpa móður sinni að halda fjöl- skyldunni saman eða að hún sundr- aðist. Afi tók þann kostinn að hjálpa móður sinni, þar sem hann var elstur bræðranna. En í þá daga tíðkaðist að sundra fátækum fjöl- skyldum ef fyrirvinnan féll frá. Afi gerðist því bóndi í Háarima þrátt fyrir að hann langaði ekki til að eiga heima í sveit. Með dugnaði tókst þeim að halda íjölskyldunni saman. Það var eitt í fari afa sem var nokkuð sérstakt en það var hversu mikið hann var á móti allri hjátrú. Hann gerði í því að fara þvert á við alla hjátrú, og afi sagði okkur sögur af því hvernig hann gerði tilraunir með hina og þessa hjá- trúna. Afi giftist ömmu okkar, Pálínu Kristínu Jónsdóttur frá Unhól, fyrsta vetrardag 1929. Þau eignuð- ust 5 böm, 4 þeirra settust að í Þykkvabænum en ein dóttir þeirra býr í Reykjavík. Afkomendur afa eru orðnir nokkuð margir, barna- bömin em 26 og barnabarnabörnin 44. Árið 1937 tóku amma og afi að sér vanheila konu sem heitir Jóhanna. Hún bjó hjá þeim alla tíð, og eftir að amma dó þá hélt hún áfram að búa hjá afa. Rétt áður en afi lést þá flutti Jóa (eins og hún er kölluð) á Dvalarheimilið Lund á Hellu. Á meðan amma lifði og gat hugsað um þau þá var það alveg í hennar verkahring og Jou að sjá um inniverkin. En þegar amma dó í febrúar 1980 þá tók afi sig til eins og ekkert væri og byijaði að elda, baka, þvo og gera við fötin á gömlu fótstignu sauma- vélina hennar ömmu eða „flækja í“ eins og hann kallaði það. Á haustin tók hann slátur, gerði bjúgu o.m.fl. Afí skaut mörgum húsmæðmm ref fyrir rass, því allt- af þegar gesti bar að garði í Háa- rima þá var alltaf til þessi fína heimabakað jólakaka og fleira bak- kelsi og aldrei fannst afa við hafa borðað nóg. Afi var ótrúlega lúnk- inn við að baka og semja uppskrift- ir enda ekki smeykur við að prófa sig áfram. Hann bakaði líka iðulega öll sín brauð. Þrátt fyrir áföll og veikindi í lífinu var afi alltaf stað- ráðinn í að standa á meðan stætt væri. Eitt er víst að afi var einstak- lega sjálfstæður, duglegur, vel gef- inn og skemmtilegur maður. Við emm víst ófá barnabörnin sem höfum óskað okkur að við hefðum erft eitthvað af þessum gáfum hans afa. Hans slagorð í lífinu var ábyggilega eitthvað á þá leið að vera sjálfum sér nógur, og sitja helst aldrei auðum höndum. Lækkar lífdaga sól. Löng er orðin mín ferð. Fauk í faranda skjól, fegin hvíldinni verð. Guð minn, gefðu þinn frið, gleddu’ og blessaðu þá sem að lögðu mér lið. Ljósið kveiktu mér hjá. (Herdís Andrésdóttir) Með þessum orðum viljum við þakka elsku afa fyrir samfylgdina og allt sem hann kenndi okkur með einstöku lífsviðhorfi sínu. Systkinin Borgartúni í dag verður til moldar borinn föðurbróðir minn, Guðni Sigurðs- son, bóndi, Háa-Rima, Þykkvabæ. Guðni fæddist að Þúfu í Landeyjum 7. mars 1902 og var næstelstur í hópi 9 systkina. Foreldrar hans vom hjónin Guðfínna Sveinsdóttir og Sigurður Guðnason er bjuggu fyrst á Þúfu í Landeyjum, en fluttu síðan að Háa-Rima í Þykkvabæ og þar bjó Guðni alla tíð síðan. Faðir hans féll frá um fertugt, en þá var Guðni 18 ára gamall og tók hann við búinu og uppeldi systkina sinna. Af systkinahópnum stóra eru nú aðeins tvær systur eftir, þær Vigdís í Landeyjum og Bára í Vestmannaeyjum. Guðni giftist Pálínu Jónsdóttur, sem var frá Unhól í Þykkvabæ og eignuð- ust þau 5 börn, sem öll em gift og eiga börn. Konu sína missti Guðni 1980 og eftir það bjó hann einn í Háa-Rima og hugsaði um heimilið og hana Jóu, en hún er andlega vanheil og var til heimilis í Háa-Rima í rúm 50 ár. Bernskuminningar undirritaðrar tengjast að vemlegu leyti Þykkva- bænum. Á hveiju sumri fóru for- eldrar mínir með okkur systkinin austur í Þykkvabæ, en þar bjuggu þá þrír föðurbræður mínir og ein föðursystir. Á stóru mannmörgu heimilinu í Háa-Rima vargestrisnin í fyrirrúmi og húsbóndinn glaður og reifur. Guðni var einstakur maður, hann var svipmikill og karlmannlegur, dökkur á brún og brá, með glettnis- blik í augum. Hann hafði ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum og lét þær í ljós umbúðalaust. Hann var með afbrigðum barn- góður og hafði gott lag á börnum. Á árum áður þegar litla matvanda Reykjavíkurtelpan var í sumardvöl í Háa-Rima og skata var á borðum lýsti hún því yfir að hún borðaði ekki skötu, bara saltfisk. Guðni tíndi þá allan saltfískinn úr sköt- unni handa henni og hún borðaði með góðri lyst. Sérstakt og náið samband var milli föður míns og Guðna, sérstak- lega í seinni tíð, en báðir voru þeir einbúar í fjölda mörg ár. Á hveijum sunnudagsmorgni töluðu þeir sam- an í síma og þá var margt skegg- rætt, bæði andleg og veraldleg mál voru til umræðu. Guðni hafði ævin- lega frá einhvetju skemmtilegu að segja, hann hafði næmt auga fyrir því skoplega, ekki síst hjá sjálfum sér og gat látið áheyrendur sína hlæja að óhöppum sem höfðu hent hann. Á hveiju sumri fór faðir minn í heimsókn til Guðna og kom það oft í hlut undirritaðrar að keyra hann þangað eða sækja. Guðni var höfð- ingi heim að sækja og tók á móti gestum af miklum rausnarskap. Nú eru þessir tveir bræður látnir með aðeins hálfs árs millibili. Ég heimsótti Guðna tveimur vik- um áður en hann dó. Hann var þá mjög sjúkur og þjáður. En hugsun hans var jafn skýr og áður. Blikið var enn í augunum og höndin var heit og sterk. Hann hafði meiri áhuga á að tala um lasleika frænku sinnar en eigin veikindi, en vonaði þó að þetta yrði ekki langt úr þessu. Hann kvaddi þennan heim á upp- stigningardag, 9. maí, á sama hátt og hann lifði; æðrulaus og sáttur við alla. Blessuð sé minning hans. Þóra Sveinsdóttir Nú er elsku afi í Háa-Rima dáinn eftir erfiðar vikur á Sjúkrahúsi Suðurlands. Margar góðar minningar vakna og söknuður okkar er sár, en vitn- eskjan um að hvíldin var honum kærkomin og að þjáningum hans er nú lokið veitir okkur huggun. Það var okkur mikil gæfa að fá að kynnast afa og þeirri lífsreynslu sem hann bjó yfir og miðlaði til okkar á sinn einlæga hátt. Þegar amma heitin dó héldum við að búið væri með bakstur og eldamennsku á þeim bæ, en raunin varð önnur, því afi sá um sig og sína fram á það síðasta. Hann bak- aði kökur og eldaði fínasta mat, þannig að hver húsmóðir hefði get- að verið stolt af. Minningin um afa mun alltaf lifa í hjörtum okkar. Með tryggð til máls og manna á mátt hins góða og sanna þú truðir traust og fast. Hér er nú starfsins endi. í æðri stjómar hendi er það, sem heitt í hug þú barst. (Einar Benediktsson) Guðný, Stína, Gréta, Fjóla, Sigga og Lúlli

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.