Morgunblaðið - 18.05.1991, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 18.05.1991, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. MAÍ 1991 Eiginmaður minn, + GEIR ARNESEN efnaverkfræðingur, Hvassaleiti 63, andaðist á heimili sínu 16. maí. Ása Valdís Jónasdóttir. t Hjartkær maðurinn minn, STEFÁN Þ. SIGURJÓNSSON, Brautarlandi 24, Reykjavík, andaðist í Borgarspítalanum 16. maí. Fyrir mína hönd og barna okkar, Aðalbjörg Jónsdóttir. t Konan mín og móðir okkar, HELGA GUNNARSDÓTTIR tónlistarfræðingur, Brekkustíg 3, Reykjavík, lést í Landspítalanum fimmtudagskvöldið 16. maí. Sigurgeir Steingrimsson, Steingrímur Sigurgeirsson, Gunnur Sif Sigurgeirsdóttir, Sólveig Ýr Sigurgeirsdóttir, Embla Sigurgeirsdóttir. t Ástkær eigimaður minn, faðir, tengda- faðir, afi og langafi, ÓLAFUR H. SIGURJÓNSSON, lést 3. maí. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þökkum auðsýnda samúð. Inga Bergþórsdóttir, Bergþór Ólafsson, Sigurjón Ólafsson, Guðný Rut Sigurðardóttir, Sigurberg Ólafsson, Krístborg Björgvinsdóttir, Ingibjörg Ólafsdóttir, Skúli Hreggviðsson, Hlöðver Ólafsson, Álfheiður Guðmundsdóttir. t Þökkum af alúð vináttu og hlýhug við andlát og útför systur okk- ar, mágkonu og frænku, HERDÍSAR MAGNÚSDÓTTUR, Reynimel 50. Sæunn Magnúsdottir, Jónas Óskar Magnússon, Alda Guðmundsdóttir, Ragnhildur Magnúsdóttir, Torfi Jónsson, Inga Magnúsdóttir, Teitur Þorleifsson og systkinabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför JÓNS ANTONS INGIBERGSSONAR járnsmiðs, Kleppsvegi 120, Reykjavík. Við þökkum læknum og hjúkrunarliði á deild 13-D, Landspítalan- um, fyrir góða umönnun. Einnig fá vinnufélagar í Áburðarverk- smiðjunni i Gufunesi og sambýlisfólk á Kleppsvegi 120 sérstakar þakkir. Þórunn Þorvarðardóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Sveinn Kristófers- son — Minning Fæddur 24. júní 1897 Dáinn 10. maí 1991 Sveinn Kristófersson fæddist í Kúskerpi í Engihlíðarhreppi og átti heima í Húnavatnssýslu alla sína ævi. Hann bjó á nokkrum stöðum í sveit, lengst á Blöndubakka og var lengi við þann bæ kenndur. Foreldrar hans voru Sveinsína Sveinsdóttir og Kristófer Jónsson, af Hnjúkaætt. Sveinn kvæntist eft- irlifandi konu sinn Teitnýju Guð- mundsdóttur 14. ágúst 1926. Þau eignuðust tvo syni, Guðmund sem fæddist 17. nóvember 1928, skip- stjóri á Akranesi, kvæntur Mar- gréti Guðbrandsdóttur og Gunnar Arna sem fæddist 15. desember 1939, skipstjóri og útgerðarmaður á Skagaströnd, kvæntur Hjördísi Báru Þorvaldsdóttur. Dóttir þeirra sem hét Elínborg Anna dó nýfædd. Með sveitabúskap sínum stund- aði Sveinn oft önnur störf, t.d. vega- vinnu og vörslu fyrir sauðfjárveiki- varnir, sem hann hafði með höndum í 9 sumur á hálendinu milli Hofsjök- uls og Langjökuls. Kom sér þá vel að eiga góða hesta og kunna með þá að fara. Sveinn hafði mikið yndi af hestum, hestamennsku og öllu sem að henni laut. Átti marga góð- hesta sem hann hafði tamið sjálfur og tamdi einnig fyrir aðra. Frábært minni hans vakti athygli allra sem kynntust honum. Heill sjór af vísum og kvæðum var honum tiltækur án minnstu umhugsunar. Sveinn þurfti ekki að heyra vísu nema einu sinni til að læra hana. Hann vissi oftast um höfund og tilefni þeirra vísna sem hann fór með. Hestar, vísur og víðáttur hálendisins voru honum hugstæð viðfangsefni. Bókmennta- maður var Sveinn í orðsins fyllstu merkingu. Las mikið úrvalsefni og átti gott safn bóka. Sveinn flutti með fjölskyldu sína til Skagastrandar árið 1949 og skömmu seinna urðum við sam- verkamenn hjá Hólanesi hf. Hann vakti strax athygli mína fyrir ýmsa augljósa mannkosti. Athugull ná- kvæmnismaður sem vann allt vel sem hann tók að sér og lét sig lítið varða um tíma eða fyrirhöfn. Öll hans störf báru með sér snyrti- mennsku og vandvirkni. Við urðum vinir og samherjar í ýmsum félags- málum. í stjóm Verkalýðsfélags Skagastrandar störfuðum við sam- an um árabil. Hann var þar gjald- keri, sem hafði næstum 100% inn- heimtu og öll sín gögn í góðu formi, ætíð tiltæk án fyrirvara. Félags- málastörf hans einkenndust af sam- viskusemi, nákvæmni og tölvísi. Auk þess var rithönd hans afar góð og greinileg með fágaðri áferð. Sveinn var einn af stofnendum Sparisjóðs Skagastrandar 1959. Hann var endurskoðandi hans frá upphafi og samfellt í 17 ár. Það var mikið lán fyrir Sparisjóðinn og alla þá sem að honum stóðu að Sveinn varð þar virkur þátttakandi frá upphafí. Meðal annars fékk hann til liðs við stofnunina vildar- vin sinn Guðmund Pétursson frá Höfðakoti, sem var traustur og vinsæll efnamaður. Þeir Sveinn og Guðmundur lögðu því sjóðnum til bæði fé, festu og tiltrú almennings, sem er nauðsynleg hveiju fyrir- tæki. Sparisjóðurinn var byggður á bjartsýni fárra en félítilla manna og þörfum Skagstrendinga fyrir Jón Bergmann Stur laugsson - Minning Fæddur 10. inars 1967 Dáinn 31. apríl 1991 Hugur minn um helga nótt blessar yfír bam sem sefur, bjarta soninn örmum vefur signir þig í svefn í nótt. (G.Þ.) Þessi vísa er í jólakorti til Jóns Bergmanns frá afa og ömmu í Hvammsdalakoti. Frammi í heiðardalnum, í Hvammsdal, voru tvíburarni Jakob Ingi og Jón Bergmann hjá foreldr- um sínum fyrsta sumar ævi sinnar. Þau Ragnhildur og Sturlaugur voru í sambúð í tvö ár, en slitu þá sam- vistir. Skammvinna ævi þú verst í vök þitt verðmæti gegnum lífið er fómin. (Einar Benediktsson) Tvíburarnir eignuðust þrjú hálf- systkini, frá móðurinni Björgvin Arnarson og frá föður sínum íris Einhildi og Jóhannes. Þetta unga fólk er heilbrigt og vel af Guði gert. Það hefur allt stofnað eigið heimili og á maka og börn. Barnabörn Ragnhildar eru tvö og Sturlaugur á fímm barnaböm, yndislegt ung- viði. Það er sorglegt að Jón okkar skuli vera horfínn frá hópnum og minnir okkur á, að enginn á morg- undaginn vísan. Myndir frá liðnum árum leita á hugann, þegar bræðurnir komu fyrst í heimsókn í burðarrúmunum sínum. Það er alltaf sérstök stemmning þegar maður horfíst í augu við lítið bam sér nákomið í fyrsta skipti, þetta voru tvíburar, það var dýrðlegt. Annar dagur er minnisstæður, það var sól og fjöllin spegluðust í fírðinum. Bína frænka var komin í heimsókn og systurnar Ransý og Bibba með tvíburana og Ragnar Halldór. Það var til fílma í vélina og það er ánægjulegt að eiga þess- ar myndir nú. Tveir af þessum systrasonum, Jón og Halli, hafa kvatt þetta líf. Það voru þeir tveir sem voru í boltaleik þegar bíllinn keyrði á Halla, aðeins götubreiddin milli þeirra. Ekkert barn verður samt eftir að horfa upp á slíkan atburð og auðvitað enginn þeirra sem málið er skyldast. Halli var að verða sjö ára þegar hann kvaddi, hann var hraust bam og Iífskraftur og gleði geisluðu af andlitinu. Oft hef ég hugsað hversu yndislegt það hefði verið ef hann hefði fengið að leiða yngri systkini sín, en þau eru Ingibfórg Kristín, Ragnar Halldór og Eiríkur Haf- steinn Eiríksböm, öll efnisfólk. Frá fjögurra ára aldri þjáðist Jón af astma á háu stigi og má geta nærri að móðirin unga hefur oft verið lítið sofín og þreytt þegar hún fór til vinnu að morgni. Síðustu árin stundaði Jón sjómennsku. Á t Innilegar þakkir færum við öllum, sem sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og jarðarför BJÖRNS KRISTINS KJARTANSSONAR, Skipasundi 88, Reykjavík. Guðbjörg Guðnadóttir og aðrir aðstandendur. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð vegna andláts og útfarar RAGNHEIÐAR BJÖRNSDÓTTUR, Lynghvammi 4, Hafnarfirði. Jón Magnússon, Magnús Jónsson, Guðrún Þóra Jónsdóttir. peningastofnun á staðnum. Sveinn hafði einstakan hæfíleika til að umgangast fólk á jákvæðan og vinsælan hátt. Hann var alvóru- maður í störfum sínum en fijáls og glaður á vinafundum. Heimili þeirra hjóna var hlýtt og vingjarnlegt. Þar var gott að koma og kasta frá sér dagsins önn. Þiggja veitingar, ræða málin eða hlýða á nýjar vísur með skýringum. Bókmenntir voru vin- sælt umræðuefni, en hestasögur þótti mér ekki eins áhugaverðar, þar sem ég er ekki hlutgengur í þeirri grein. Sveinn og Teitný fluttu fyrir nokkrum árum frá Skagaströnd að Hnitbjörgum, dvalarheimili aldr- aðra á Blönduósi og hafa verið þar síðan, hann á sjúkradeild að und- anförnu. Að lokum vil ég þakka Sveini samfylgdina í rúm 30 ár, órofa tryggð hans og vináttu sem aldrei bar skugga á. Ég óska konu hans og aðstandendum farsældar í framtíðinni. Björgvin Brynjólfsson sjónum leið honum best. Um tíma bjó Jakob Ingi í Svíþjóð. Jón heim- sótti bróður sinn þangað í sumar- fríinu, það er dýrmætt þegar litið er um öxl að geta riijað upp ánægjulegar samverustundir. Það er ekki aðalatriðið hversu marga áratugi við lifum hér, heldur hversu vel við nýtum þann tíma sem við höfum til umráða. Við erum sem betur fer þannig gerð að við munum best það já- kvæða og góða, augnatillit, handar- tak, bros eða samverustund ein- lægra vina. Þetta eru verðmæti sem enginn getur tekið frá okkur, við varðveitum þau í handraða minn- inganna, sem við ein höfum aðgang að. Jakobína Jakobsdóttir, lang- amma bræðranna, var ein þeirra mörgu sem létu sér annt um þessa ungu menn. Þegar þeir fetuðu sin fyrstu spor sótti hún þá á barna- heimilið, þar sem Ásta frænka gætti þeirra og fylgdist alltaf með þeim upp frá því. Hafíð öll þökk fyrir það sem vel var gjört. Eg og fjölskylda mín vottum ástvinum öllum dýpstu sam- úð. Látum ekki erfíðleikana buga okkur því lífíð tekur aldrei enda. Föðursystir, Dóra frá Dal.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.