Morgunblaðið - 18.05.1991, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 18.05.1991, Blaðsíða 35
I6GI IAM .81 ÍRJDAuíLAOuAJ QJGAJHHUOflOM MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. MAÍ 1991 35 Helgi Ingólfur Sigur- geirsson — Minning Fæddur 29. júlí 1903 Dáinn 6. maí 1991 Föstudaginn 17. maí kvöddum við ástkæran afa og langafa, Helga Ingólf Sigurgeirsscn. Afí hafði átt við langvarandi veikindi að stríða. Síðasta árið varð honum þó erfiðast og dvaldi hann ýmist heima eða í sjúkrahúsinu í Keflavík. Afi var fluttur í sjúkrahúsið 5. maí og fékk hann sína hinstu hvíld eftir aðeins sólarhring. Öll eigum við ljúfar minningar um heimsóknir okkar á Hólagötuna til Lou ömmu og Helga afa. Þar hafa alltaf verið góðar móttökur, amma með veitingarnar og afi allan sinn fróðleik. Afí var mikill áhuga- maður um ættfræði, kveðskap og málefni líðandi stundar. Til hans var gott að leita upplýsinga og fé- lagsskapar og þrátt fyrir veikindi var alltaf stutt í gamansemi og meinlausa stríðni. Við viljum þakka elsku afa og langafa fyrir samfylgdina og allt sem hann kenndi okkur og biðjum góðan Guð að geyma hann. Afi mun alltaf lifa í minningu okkar. Ella, Helena, Helgi, Laufey, Ólöf, Ólöf Elín, Villi, Solla, Rabbi, Valbjörg og Ingibjörg. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tið. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skait. (V. Briem.) í dag er til moldar borinn tengda- faðir okkar, Helgi Ingólfur Sigur- geirsson. Helgi var fæddur á Oddstöðum í Hrútafirði Vestur-Húnavatns- sýslu, 29. júlí 1903. Foreldrar hans voru Sigurgeir Bjarnason og Helga Magnúsdóttir. Hann var yngstur átta barna þeirra hjóna sem öll eru látin. Auk þess átti hann fóstursyst- ur, Evu Þórarinsdóttur, sem er bú- sett í Vestmannaeyjum. Helgi flyst með foreldrum sínum að Söndum í Miðfirði. Eftir sex ára veru í Mið- fírði flytur fjölskyldan búferlum á Katadal á Vatnsnesi. Þó Helgi væri kominn á níunda árið taldi hann Vatnsnesisð sínar aðal æskuslóðir og bar ávallt hlýjan hug til þeirrar byggðar. Árið 1923 bregða foreldr- ar Helga búi og flytja til Hvamms- tanga. Eftir lát föður hans hélt hann heimili með móður sinni þar til hún lést árið 1934. Næstu árin er hann við ýmis störf í Reykjavík og á Drangsnesi við Steingríms- ijörð. Þar sest hann að árið 1939 ásamt eiginkonu sinni, Ólöfu Hekluganga Útivistar á morgun HEKLUGANGAN er raðganga hjá Útivist þar sem gengið úr Reykjavík til Heklu í 12 áföngum. Gengin er annan hvern sunnudag og hefst ganga þar sem þeirri síðustu lauk. Nú er lokið þrem áföngum og sá fjórði verður á sunnudaginn 19. maí og hefst klukkan 10.30 með rútuferð frá BSÍ. Ekið verður sem leið liggur austur að Úlfljótsvatni en þar lauk síðustu göngu. Gangan hefstu litlu neðar en Sog fellur úr Þingvallavatni og genginn verður Skálholtsmannavegur sem liggur frá Úlfljótsvatni austur Lyngdalsheiði sunnanverða. Bjarnadóttur frá Skarði í Bjarna- firði, dóttir Bjarna Jónssonar og Valgerðar Einarsdóttur. Frá Drangsnesi flytja þau árið 1955 til Ytri-Njarðvíkur. Þau keyptu íbúð á Holagötu 39 þar í bæ og hafa búið þar síðan. Helgi vann algeng sveita- störf þar til ársins 1930 að hann tók bílpróf og stundaði akstur um árabil. Eftir komuna til Njarðvíkur starfaði hann sem húsvörður og hefur einnig unnið ýmsa aðra vinnu, þar á meðal sem afgreiðslumaður hjá Kaupfélagi Suðurnesja 'um 12 ára skeið. Hin síðari ár átti Helgi við van- heilsu að stríða sem varð til þess að hann varð að hætta störfum fyrr en hann hefði óskað. Þau hjón, Helgi og Ólöf, eiga þtjú uppkomin börn. Þau eru Val- gerður, fædd 28. nóvember 1938, maki Einar Th. Hallgrímsson, Helga, fædd 31. júlí 1942, maki Rafn M. Skarphéðinsson, og Bjarni, fæddur 6. maí 1944, maki Inga Guðmundsdóttir. Barnabömin eru átta og barnabamabörnin þrjú. Helgi var fróður maður og stál- minnugur. Hann var ákaflega heil- steypt persóna, vandaður til orðs og æðis. Ein uppáhaldstómstunda- iðja hans var ættfræði. Að leiðarlokum viljum við þakka Helga öll árin, vináttuna og tryggð- ina, hún var okkur mikils virði. Elsku Lóa okkar, við vottum þér einlæga samúð, við höfum dáðst að þér hvað þú hefur verið sterk í veikindum Helga. Blessuð sé minning hans. Tengdabörn Skútuvogi 10a - Sími 686700 gróður MOSAEYÐANDI! JARÐVEGSBÆTANDI! I grasgarða og limgerði er best að dreifa og blanda kalkinu í gróðurmoldina við sáningu eða gróðursetningu. Gott er að dreifa kalkinu vor eða haust og raka það vel ofan í grassvörðinn með hrífu. Gróðurkalk er ætlað til notkunar fyrir gras, grænmeti, runna og limgerði. Það stuðlar að jafnari sprettu og heldur mosa og varpasveif- grasi í skefjum. Gróðurkalk eykur uppskeru garðávaxta og skerpir vöxt lauftrjáa. Gróðurkalk er hagstæð blanda af fínni mélu og grófari kornum sem er þjál í meðförum og auðveld í dreifingu. Fínmalað kalkið hefur strax áhrif en gróf kornin leysast upp smátt og smátt og stuðla að langtímaverk- un kalksins. Grænmetisgarða er hentugast að kalka á vorin eða á haustin. Best er að blanda kalkinu vel í gróður- moldina um leið og garðurinn er unninn. ATHUGIÐ. Vegna hættu á kláöa þarf ekki að kalka kartöflugarða nema þeir séu mjög súrir. Ekki er heldur ráðlegt að kalka skrautrunna sem þurfa súran jarðveg. Dreifing: HEILDSALA - SMÁSALA SÖLUFÉLAG GARDYRKJUUANNA SMIÐJUVEGI 5. 200KÓPAVOGUR, SÍMI 43211

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.