Morgunblaðið - 18.05.1991, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 18.05.1991, Blaðsíða 36
MORGUNBLAÐIÐ LAIUGAKÐAQHJR 48:iMAÍ' 1991 36 félk í fréttum BILL WYMAN Það var teno’damamma sem Hin frægu íyrrum hjón Bill Wyman bassaleikari Roll- ing Stones og fyrirsætan, hin tvítuga Mandy Smith hafa nú loks lokið öllum formsatriðum skílnaðarins sem var með þeim umtalaðri ekki síst fyrir þær sakir að Wyman lét það vera sitt fyrsta verk að krefjast skiln- aðar er frú hans reis úr rekkju, loks alheil eftir margra mánaða glímu við dularfull veikindi sem næstum riðu henni að fullu. Það kom allt mögulegt upp á í yfir- heyrslum lögmanna þeirra skötuhjúa er rædd voru málefni eins og forsendur og meðlög. Wyman sagði til dæmis fyrir haimvildi dómstólnum, að þó hann hefði verið yfír sig ástfanginn af Mandy á sínum tíma, eða þegar hún var aðeins 13 ára þá hafi slíkar tilfinningar rokið út í veð- ur og vind er hann var kynntur fyrir • tilvonandi tengdamóður sinni, Bibbi Smith, sem er nú 39 ára gömui. Bibbi var þá nokkrum árum yngri og Bill seg- ir að samvistimar eftir kynnin hafi verið kvöl og pína því það hafi verið tengdó sem hann vildi í raun og veru! Það hafi heillað sig hvað þar hafí farið lífsreynd- ur en samt óbeygður og jafn framt glæsilegur kvenkostur. Ekki greiddist úr flækjunni er rúmlega tvítugur sonur Wymans fyrirhitti Bibbi og tókust ástir með þeim sem litlum sögum fer af hvort enn séu glæður með. Sagt er að skilnaðurinn hafi verið töluvert áfall fyrir Mandy sem hafði vonast til þess að geta stofnað heimili að veikindunum yfirstignum. Kunnáttumenn hafi komið henni í skilning um að sjálfsásökun ætti hér ekki við heldur miklu fremur grái fíðring- urinn, enda hefur Wyman verið við þær margar kenndur síðan að Mandy lagðist sjúkdómsleg- una. Sú nýjasta heitir Charlotte Walden og er 31 árs gamall snyrtisérfræðingur. BUl Wyman í miðið með þeim Bibbi og Mandy Smith. Systir Charlotte lét hafa eftir kynntur fyrir móður þeirra sér í viðtali í breska blaðinu systra og hún gæfi systur sinni Daily Mirror fyrir skömmu, að það ráð að gera það síðar fremur Wyman hafi enn ekki verið en fyrr... GOÐSÖGN Ef forseta- stóllinn freistaði - bara að nefna það! Bamatíminn er sagður vinsæl- asti sjónvarpsþátturinn í Brasilíu og jafn vel þótt víðar væri leitað í Suður Ameríku. Haft er fyrir satt, að á meðan hann er í loftinu sjáist varla fólk á götum úti í heilu þorpunum og bæjum. Nema þá einstaka kvenmaður. Skoðanakannanir hafa staðfest þetta. Hér er um 2 til 4 klukku- stundir að ræða dag hvern og ástæðuna fyrir vinsældunum er að finna á meðfylgjandi mynd. Þetta er umsjónarmaður barnatímans, 24 ára ljóshærð fegurðardís að nafni Xuxa. Hún er kölluð kynbom- ban í barnafötunum í heimalandi sínu. Hún segist hafa gaman af og ít- rekar að allt sé þetta fyrir börnin gert og Xuxa er goðsögn í lifanda lífi í Brasilíu. Börnin elska hana og dá enda er hún vinur þeirra. Dag hvem syngur hún og dansar fyrir þau í stóði bangsa og kjúkl- inga og annarra kynjadýra sem eiga sín hólf í barnshugunum. Hún brosir til þeirra og í söngtextum hennar leggur hún börnunum lífs- reglur og þau hlýða. Má nefna að hún segir þeim að bursta alltaf tennurnar og hlýða alltaf mömmu og pabba. Þess vegna er hún einn- ig vinsæl meðal kvennanna þó svo að karlarnir láti sig ekki vanta við hlið barna sinna við skjáinn, því stúlkan er falleg og aldrei klædd meira heldur en brýn nauðsyn kref- ur. Gott dæmi um það má sjá á meðfylgjandi mynd, en oft em búningarnir þó efnisminni. Vinsældir Xuxu fara síst minnk- andi og í ofanálag starfar hún af krafti sem poppsöngkona í Brasilíu og bæði þar sem og víðar í Suður Ameríku hafa plötur hennar selst í milljóna upplögum. Hún hefur auðgast gífurlega og er langur COSPER COSPER 11109 Það góða er, að hér getur maðurinn minn ekki haldið fram hjá mér. L Xuxa heillar alla, konur sem karla og ekki síst bömin. vegur að þarna fari hin sama Xuxa og fyrst varð þekkt fyrir að vera vinstúlka knattspyrnugoðsins Pele um skeið fyrir fimm ámm síðan. Þá var hún ekki þekkt fyrir annað. Auk þess að vera stjarna stjarn- anna í suður ameríska sjónvarpinu og poppinu, hefur hún stofnað eða fest kaup á ferðaskrifstofu, versl- unarsamstæðu að hætti Kringl- unnar, bara margfalt stærri og hljómplötu- og myndbandafram- leiðslu. Og henni er ekki legið á hálsi fyrir nirfilshátt, stórlæti eða grobb. Stór hluti gróða hennar fer til þurfandi barna heima fyrir og veitir ekki af sem kunnugt er. Síðustu fregnir herma að Xuxa sé farin að læra ensku og undir- búningur sé hafin að koma henni í sjónvarp í Norður Ameríku. Hún er orðin þekkt af afspurn víða á þeim slóðum og marga farið að fýsa að sjá stúlkuna að störfum. Þar næst hyggur hún á Evrópu- mið. Það er ekki hlegið að þeim í Brasilíu sem segja að ef Xuxa hefði áhuga á því að verða forseti landsins, þá þyrfti hún aðeins að nefna það, það myndi enginn þora á móti henni! FRAMTAK Heliulagnarsamstarf Þessi mynd var tekið af foreldmm og börnum á leikskólanum á Hvolsvelli en þau söfnuðust saman eitt rigningakvöldið í vikunni til að helluleggja lóðina í sjálfboðavinnu. (Því er haldið fram að skúringakonan á leikskólanum gleðjist sérstaklega yfír þessum framkvæmdum.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.