Morgunblaðið - 18.05.1991, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 18.05.1991, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ LAL'GARDAGUR 18, MAÍ 1991 © 1991 Jim Unger/Distributed by Universal Press Syndicate „JiengcUx þettcu upp l dc/hástncc, þcu gerum vio cmg'm misiöic. " gott uppeldi. TM Reg. U.S. Pat Off. — all rights reserved c 1991 Los AngelesTimesSyndicate Með morgunkaffinu Úttektin varð tölvunni of- raun, svo afgreiðslan tefst... Við gætum sem hægast verið tviburar, til að sjá...? HÖGNI HREKKVÍSI SKÓLA- SKRIFT Nú er skólum að ljúka, og börn- in sem komast í sveit drífa sig þangað hvert af öðru. Sumir taka með sér skriffæri og papír og skrifa línu heim. Börn læra heil- mikið með því að læra að stílfæra sínar hugsanir skemmtilega á blað. En það er eitt sem ég er ekki ánægð með og það er þessi nýja blokkskrift sem öllum er kennd núna. Ég má gera svo vel að skrifa mínum bönum bréf með þessari nýju skólaskrift. Og um daginn var ég í bókabúð að kaupa skriffæri, þar sem ég hitti eldri konu sem þótti ansi hart að börn- in skyldu ekki geta lesið skriftina hjá ömmu sinni. Spumingin er hver ræður þessari breytingu á skriftarkennslu og hvað eru við bættari með blokkskrift heldur en skriftina sem þorri þjóðarinnar hefur lært lengst af? Hver eigin- lega fann upp á þessu? Má þá ekki að minnsta kosti láta börnin læra gömlu og nýju skriftina. Með gömluskriftarkveðju. Munið - björgunarvesti fyrir alla bátsvetja. Klæðist hlýjum fatnaði og góðum hlífðarfötum í áberandi lit. Ofhlaðið ekki bátinn og jafnið þunganum rétt. Hreyfið ykkur sem minnst og sýnið sérstaka varúð, er skipta þarf um sæti. Mamma á miðjum aldri Þessir hringdu .. Góður boðskapur Séra Jón Habets hringdi: „Jóhannes skírari var rödd hrópandi í eyðimörkinni: Gerið beinar brautir Drottins. Séra Halldór Gröndal er rödd sem hrópar orðin Jesús Krists: Allir segja þeir eitt, eins og þú faðir ert í mér og ég í þér. Megi rödd Halldórs heyrast og eigi þagna á íslandi." Taska Svört tasaka úr tauefni með rennilás tapaðist mánudaginn 13. maí, sennilega í leið 7. I töskunni var ýmislegt dót. Finnandi er vin- samlegast beðinn að hringja í síma 13938. Læða í óskilum Brún og gulbröndótt læða fannst fyrir hálfum mánuði við Egilsgötuna. Upplýsingar í síma 76313. Kettlingar Gullfallegum gulrauðum kettlingum, átta vikna, vantar gott framtíðarheimili. Upplýsing- ar í símum 44245 og 27712. Úr Svart Casio drengjaúr tapaðist á leið frá Digranesskóla að Hlíðar- hjalla fyrir um það bil tveimur vikum. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 641949. Kettlingar Tveir veluppaidir kettlingar óska eftir að komast á gott heim- ili. Mjög gæfulegir og fallegir. Upplýsingar gefur Ingibjörg í síma 26538. Veski Veski týndist á leiðinni frá Asparfelli niður í Hlíðar eða frá Hlíðunum á leið vestur á Hring- braut. I því var háskólapassi með nafninu Nazanin Naimi og einnig skjal á arabískur sem er nauðsyn- legt fyrir viðkomandi manneskju að hafa til að komast aftur inn í föðurland sitt. Mikilvægt er að þetta skjal komist í réttar hend- ur. Finnandi er vinsamlegast beð- inn að hringja í Ingþór eða Carm- en í síma 651757. Úr 30. apríl tapaðist kvengullúr á leið frá Skálholtsstíg niður Þing- holtsstræti að Antmannsstíg. Finnandi er er vinsamlegast beð- inn að hringja í síma að deginum 636144 en eftir kl. 19 í síma 14193. Hjól Nýju rauðu og svörtu stráka- hjóli, af gefðinni Ice fos, var sto- lið frá Hlíðargerði 13. maí. Hjólið er 26 tommu og 21 gíra. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 82685. Frakki, jakki o. fl. Frakki, jakki, vesti og bindi voru_ fengin manni til varðveislu við Ármúlaskóla aðfaranótt laug- ardags en er til átti að taka var viðkomandi farinn af staðnum. Vinsamlegast hringið í Sævar í síma 686848 ef þessi föt hafa komið einhvers staðar í leitirnar. Kettlingar Kettlingar fást gefins. Upplýs- ingar í síma 52943. Víkverji skrifar Bókmenntamenn og sagnfræð- ingar hafa af því miklar áhyggjur að fólk tali of oft saman í síma, og skrifi því færri bréf en áður tíðkaðist. Persónuleg sam- skipti okkar verði afkomendum okkar hulin ráðgáta, vegna þess að þeir hafi engin bréf til að lesa og rannsaka. Menn spyrja t.d. hvernig hægt sé að skrifa ævisögur án þess að hafa aðgang að ástarbréfum. XXX Eendurreisn bréfaskrifta hefur átt sér stað á undanförnum árum. Ritsíminn (sem sumir kalla fax eða myndsendi) hefur leyst úr læðingi mikla bréfadrífu. Vanda- málið varðandi ritsímann er að bréf sem þannig eru send koma fyrir augu margra, ritara og stjórnenda, sem hafa kannski nokkrir aðgang að sama tækinu. Víkveiji hefur t.d. Ient í því að senda símbréf sem varðaði málefni, sem áttu að vera í leynum og ekki að koma fyrir augu nema eins manns. Ritsíminn hjá viðtakanda var hins vegar þann- ig staðsettur að hver sem er hafði aðgang að tækinu og gat lesið það sem þangað barst. Víkvetji hefur heyrt af því að menn hafi í svona tilvikum útbúið dulmál, viðkvæm málefni eru t.d. klædd í dulbúning meinleysislegra tilkynninga um fundi. Sagnfræðingar hafa ekki síð- ur áhyggjur af þessu en símtölun- um, því hætt er við því að menn lendi á villigötum, þegar þeir byija að ráða dulmálið. Annað verra kem- ur þó trúlega í veg fyrir að símbréf- in komi að haldi í sagnfræðirann- sóknum framtíðarinnar, en það er léleg ending þeirra. Allur texti verð- ur gufaður upp innann fárra ára og ekkert eftir nema visin blöð handa aumingja sagnfræðingunum. xxx Fyrir ekki alls löngu hóf blaða- kóngurinn Robert Maxwell að gefa út evrópskt vikublað, The European, sem ætlað var mikið hlutverk í Evrópufélaginu. Vinsæld- ir þess hafa verið minni en stofn- andi þess ætlaði og standa núna yfir breytingar á blaðinu sem eiga að tryggja því meiri útbreiðslu. Það kom Víkverja skemmtilega á óvart þegar hann sá hver uppskrift þeirra er; að minnka fréttir og auka um- fjöllun um menningu. Blaðaútgef- andinn frægi hefur greinilega upp- götvað að menning getúr verið góð söluvara.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.