Morgunblaðið - 18.05.1991, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 18.05.1991, Blaðsíða 44
TVÖFALDUR1. vinningur fllfflrgtisiMitfeifr 94mm VOLVO - Bifreiö sem þií getur trevst! LAUGARDAGUR 18. MAI 1991 VERÐ I LAUSASOLU 100 KR. Góð byrjun á humarvertíð hjá Eyjabátum: Vinnslustöðvum neit- að um undanþágu frá helgarvinnubanni Vestmannaeyjum. FISKVINNSLUSTÖÐVUM í Eyjum var í gær neitað um undan- þágu frá helgarvinnubanni vegna humarvinnslu nema að þær skrifuðu undir samning um að starfsfólk fengi í staðinn frí fyrsta virkan vinnudag á eftir og fengi greidda dagvinnu ofan á helgi- dagavinnuna þegar unnið er. Humarvertið hófst í vikunni og hefur veiðin verið mjög góð. Veiði er yfirleitt best fyrstu daga vertíðarinnar og berst þá mikill afli að landi. 15. maí tekur gildi helgarvinnubann fiskvinnslufólks í Eyjum. Til þess að geta unnið um helgina þurftu þær vinnslu- stöðvar sem vinna humar að fá undanþágu frá banninu. Verka- lýðsfélögin buðu stöðvunum upp á samning um það sem áður er getið en vinnslustöðvarnar höfn- uðu því allar nema Frostver sem skrifaði undir samkomulagið. Að sögn forsvarsmanna frysti- húsanna hafa þau fram til þessa fengið undanþágur frá helgar- vinnubanninu. í fyrra hafi það verið og þá hafi einungis reynt á það einu sinni. Flestir sem vinna í humri eru 13 til 15 ára unglingar og hófu þeir vinnu í vikunni þegar prófum lauk. Elsa Valgeirsdóttir formaður Snótar sagði að þau hefðu opnað vinnslustöðvunum leið til að vinna á laugardögum með því að bjóða upp á samninginn. „Við gerum þetta til þess að tryggja að sem minnst verði unnið á þess- um dögum því ef vinnslustöðv- arnar þurfa að borga aukalega fyrir þetta er örugglega ekki unnið nema nauðsyn krefji. Við erum oft minnt rækilega á að samningar séu í gildi þegar það snýr að okkur og það eru samn- ingar um þessi helgarvinnubönn sem við viljum að sé farið eftir. Þó opnuðum við möguleika með því að bjóða samninginn en þeir vildu ekki fara þá leið að einu frystihúsi undanskildu," sagði Elsa. Humar verður því ekki unninn í Eyjum í dag nema í Frostveri og af þeim sökum munu einhveij- ir humarbátar frá Eyjum sigla til Þorlákshafnar og landa aflan- um þar. — Grímur Morgunblaðið/Sigurgeir Humarvertíð fer vel af stað og hafa bátarnir aflað ágætlega. Þórir Jóhannsson kom með fyrsta aflann til Eyja á föstudagsmorg- un og þá hófst vinnsla strax. Myndin er tekin af hressum stelpum við humarvinnsluna í Frostver. Bond Evans aðstoðarforstjóri Alumax: Byggingartími álversins er áætlaður 2 7 mánuðir BOND Evans aðstoðarforstjóri Alumax hefur verið staddur hér á landi undanfarna daga til þess að ræða við íslenska verktaka og kynna þeim áætlanir þær sem Atlantsál hefur gert um fram- kvæmdir vegna nýs álvers á Keilisnesi, takist samningar þar um. „Eg er ánægður með það sem ég hef séð og heyrt þessa daga. I mínum huga er þó alveg ljóst að Islendingar eru ekki í stakk búnir til þess að annast alla þætti verksins einir, ef af Iðnaðarráðherra um álviðræður í Ziirich: Verulegrir árangiir í sumum þáttum JÓN Sigurðsson iðnaðarráðherra segir að samningafundir fjármögn- unarnefndar Atlantsálshópsins og Islands í Ziirich um fjármögnun og ábyrgðir vegna nýs álvers hafi verið mjög gagnlegir og skilað málinu í rétta átt. „Niðurstaðan var verulegur árangur I sumum þáttum, en minni í öðrum. Til dæmis náðist verulegur árangur i samningum um verklokaábyrgð," sagði iðnaðarráðherra í samtali við Morgunblaðið í gær. Iðnaðarráðherra kvaðst vera bjartsýnn á gang viðræðna um nýtt álver. Hann sagði ekki ástæðu á þessu stigi til þess að fara náið út í einstök atriði þeirra funda sem voru í Sviss, þar sem þeir tengdust mjög öðrum þáttum sem yrðu rædd næstu daga. Eftir helgina verður fundur um orkusamninginn í Atl- anta í Bandaríkjunum, einkum tæknileg atriði hans. „Þetta mál er nú óðum að skýrast í öllum sínum þáttum,“ sagði Jón Sigurðsson. Jóhannes Nordal, sem tók þátt í viðræðunum, tjáði fréttaritara Morgunblaðsins að fundurinn hefði gengið ágætlega og jákvæður tónn hefði verið í viðræðunum. Enn væru nokkur atriði sem þyrfti að leysa. verður. Umfangið er einfaldlega svo gríðarlega mikið, að þið haf- ið ekki þann mannafla eða tækja- kost sem til þarf, til þess að hægt verði að Ijúka byggingu álversins á þeim hraða sem við stefnum að, en það eru 27 mán- uðir,“ sagði Evans í samtali við Morgunblaðið í gær áður en hann flaug til Atlanta á ný. Evans sagði að innlend þátttaka í verkinu yrði mjög mikil, ef af yrði og á öðrum sviðum yrði um samstarf við erlenda aðila að ræða. „Mér finnst sem verktakarnir hér á landi hafí í samtölum við mig sýnt fullan skilning á þessu og geri sér grein fyrir því að slíkt samstarf þarf að vera. Þetta hefur ekkert með hæfni eða færni að gera, heldur einurigis magn. Verkið í heild er svo stórt að íslenskir verk- takar ráða ekki við það á þeim tíma sem til ráðstöfunar verður,“ sagði Evans. Evans sagði að Atlantsálhópur- inn myndi leggja mikla áherslu á að framkvæmdahraðinn yrði sem mestur, þegar í verkið yrði ráðist, „því lauslega áætlað myndi verk- smiðjan tapa um einni milljón doll- ara í framleiðslu á dag, hvern dag sem verkið dregst á langinn, um- fram þann tíma sem við gefum okkurtil þess að reisa verksmiðjuna og gangsetja hana,“ sagði Evans. Hann sagði að Alumax hefði byggt álbræðslur á undanförnum árum á níu ársfjórðungum, eða 27 mánuð- um og þetta væri því hægt. Rigning- in í maí að slá öll met ALLT bendir til þess að maí verði metmánuður hvað varðar úr- komu á höfuðborgarsvæðinu. Urkoman er þegar helmingi meiri en hún er í maímánuði öll- um í meðalári og að sögn Magn- úsar Jónssonar veðurfræðings er ekki útlit fyrir að vætutíðinni sé að slota. Meðalúrkoma í Reykjavík í maí er um 40 millimetrar en úrkoman var um miðjan mánuðinn komin upp í 80 millimetra. Maí 1989 var metmánuður hvað úrkomu snertir og gæti það met fallið núna. Magnús sagði að slík vætutíð væri að mörgu leyti hag- stæð, einkum fyrir gróðurinn, og hún væri á engan hátt vísbending um hvernig veðurfarið yrði í sumar. Vestmannaeyjar: Trilla sendi neyðarkall Vestmannaeyjum ÁRNI Páls, 6 tonna trilla, sendi í gærkvöld út neyðarkall. Trillan var stödd við Hellisey er hún varð vélarvana skammt undan berginu. Talsvert brim var en skipverjum tókst að koma út akkeri sem hélt trillunni frá berginu þar til aðstoð barst. Loftskeytastöðin kallaði út fé- laga í Björgunarfélagi Vestmanna- eyja, laust upp úr klukkan átta. Fóru þeir strax á bát sínum, Kristni Sigurðssynij til hjálpar. Þeir voru komnir að Árna Páls rétt fyrir hálf níu. Trillan var þá um 15 metra frá berginu og hafði dregist að því þar sem ankerið hélt ékki fullkomlega. Árni Páls var að feija eggjatöku- menn í Heilisey þegar óhappið varð. Einn eggjatökumannanna var kom- inn upp í eyna, en sex menn voru um borð, þegar gírinn í trillunni gaf sig. Kristinn Sigurðsson tók Árna Páls í tog og kom með hann til Eyja laust fyrir hálf ellefu í gær- kvöldi. — Grímur Raf- o g vélbúnaður í Fljótsdalsvirkjun: Norræn fyrirtæki áttu lægsta tilboð ABB Generation frá Svíþjóð og Kvaerner Eureka frá Noregi áttu lægsta tilboðið í raf- og vélbúnað fyrir Fljótsdalsvirkjun, en tilboð voru opnuð í gær hjá Landsvirkjun. Tilboðið var 239 millj- ónum undir kostnaðaráætlun. Tilboð ABB og Kvaerner í hverfla og rafala virkjunarinnar er upp á 1.685.983.150 krónur, eða 87,6% af kostnaðaráætlun Landsvirkjunar sem var 1.925.200.000 krónur. Þýska fyr- irtækið Noell átti næst lægsta til- boðið, rúmlega 1.835 miiljónir króna og var það 95,4% af kostn- aðaráætlun. Fyrrnefnd tilboð voru þau einu sem voru undir kostnaðaráætlun. Alls bárust 13 tilböð auk 8 frá- vikstilboða og var hæsta tilboðið 64,2% hærra en áætlanir gerðu ráð fyrir. Fyrirtækin sem buðu voru frá sjö löndum og þar af voru íslensku fyrirtækin Stál- smiðjan hf. og Rafborg hf. sem buðu í samvinnu með þýsku og svissnesku fyrirtæki. Tilboð þeirra var fimmta lægsta, 14,7% hærra en kostnaðaráætlun. Tilboðin verða nú könnuð með tilliti til útboðsgagna og borin saman. Stjórn Landsvirkjunar mun síðan taka afstöðu til hvaða tilboði skuli tekið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.