Morgunblaðið - 19.05.1991, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.05.1991, Blaðsíða 1
96 SIÐUR B/C ttnomifclftMfe STOFNAÐ 1913 111. tbl. 79. árg. SUNNUDAGUR 19. MAI1991 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Gervitenn- ur kæfa þjóf 56 ÁRA gamall spænskur þjófur kafnaði í vikunni eftir að hafa gleypt fölsku tennurnar sínar er hann var á flótta undan konu, sem hafði staðið hann að verki. Maðurinn kom á heimili konunnar í Alicante, þóttist ætla að gera við saumavél hennar og hljóp á brott með 18.000 peseta (um 9.000 ÍSK). Konan veitti honum eftirför út á götu og í flýt- imini gleypti hann tennurnar. Vegfar- endur reyndu að ná þeim út úr honum en án árangurs og þjófurinn dó áður en hann komst á sjúkrahús. Stelur skóm í skjóli nætur Lögreglumenn í borginni Kassel í Þýskalandi leita nú ljósum logum að manni sem situr fyrír konum og stelur af þeim skónum. Hann hefur ráðist á 12 konur á aldrinum 20 til 40 ára. Sum- ar þeirra fengu taugaáfall en flestar brugðust við af rósemi. „Hann ræðst á konur sem eru einar á ferð á kvöldin, tekur þær úr skónum og hleypur út í myrkrið," sagði Gerhard Dippmann, rannsóknarlögregluþjónn í Kassel. „Hann hefur aðeins áhuga á skónum og engum peningum hefur verið stolið." Presturinn vill byssuleyfi Faðir Agostino Acireale, prestur á Sikil- ey, segir bænirnar ekki duga sér til verndar — hann vill fá byssu. Að sögn lögreglunnar í bænum Valguarnera sótti presturinn um byssuleyfi „af öryggisá- stæðum". Dagblöð segja að Acireale, hafi sótt um leyfið vegna þess að þjófar hafi brotist inn í kirkjuna hans nokkrum sinnum. En það eru ekki allir sáttir við umsókn hans og hefur yfirmaður hans, biskupinn af Enna, fengið allmörg nafn- laus bréf þar sem kvartað er yfir henni. Stakk af frá 85 köttum Chessy Hawkins gafst upp í baráttu sinni við heilbrigðisyfirvöld í Berkeley í Kaliforníu í Bandaríkjunum í síðustu viku. Þá yfirgaf hún hótel, þar sem hún leigði herbergi, í fylgd fjögurra katta og hefur ekki sést siðan. Eftir i herberg- inu urðu hins vegar 85 kettir sem urðu 87 nokkrum dögum seinna þegar ein læðanna gaut tveimur kettlingum. Kon- an hélt því alltaf fram að hún ætti „ekki nema" 30 ketti en heilbrigðisyf irvöldum fannst víst nóg um þann fjölda. ROLAÐ UTIEITT Morgunblaðið/RAX Það er gaman að vera til þegar maður er lítill og fullur af fjöri. Þá getur maður bara rólað sér allan daginn og þarf ekki að hafa áhyggjur af einu eða neinu. Og það gerir ekkert til þótt það rigni svolítið eða jafnvel mikið. Viðræður Kúrda og Iraksstjórnar: Samningur í aðalatriðum um lýðræði og siálfstjórn Bagdad. Reuter. LEIÐTOGAR Kúrda sögðu í gær, að þeir hefðu náð grundvallarsamkomulagi við íraksstjórn um lýðræðislega stjórnarhætti í landinu og sjálfstjórn Kúrda í norður- hluta landsins. Væri nú aðeins ágreiningur um mörk sjálfstjórnarhéraðsins, einkum hvað varðaði oliuborgina Kirkuk. Rúmur helmingur þeirra 440.000 Iraka, flestir Kúrdar, sem flýðu til Tyrklands, hefur snúið aftur tíl Iraks. Massoud Barzani, helsti leiðtogi og samn- ingamaður Kúrda í viðræðunum við íraks- stjórn, efndi til blaðamannafundar í Bagdad í gær og skýrði þar frá samkomulagsdrögun- um, sem eru i 20 atriðum. Samkvæmt því verður komið á fjölflokkakerfí í írak og frjálsar kosningar haldnar. Sagði hann, að nú væri aðeins deilt um qlíuborgina Kirkuk, sem Kúrdar krefjast en íraksstjórn er treg til að láta af hendi. Þar er unninn um fjórð- ungur írösku olíunnar en Kúrdar hafa sjálfir nefnt, að íraksstjórn fái olíuna gegn því, að Kúrdar fari með stjórn borgarinnar og hér- aðsins að öðru leyti. Auk þess vilja þeir fá sinn hlut í fjárlögum ríkisins í samræmi við fólksfjölda eða 20%. Sami Abdul-Rahman, einn kúrdísku leið- toganna, sagði á fundinum, að íraksstjórn hefði fullvissað Kúrda um, að þróunin í átt til lýðræðis væri óafturkallanleg og Barzani sagði, að í samningnum væri ákvæði um almenna sakaruppgjöf, sem ætti að auðvelda Kúrdum að setjast aftur að í sínum átthög- um. Saddam Hussein íraksforseti átti sjálfur frumkvæði að viðræðunum við Kúrda og virðist honum mikið í mun að semja við þá til að geta bent á, að þar með hafi vestræn ríki enga ástæðu til að vera með herlið í Norður-írak. Fréttaskýrendur og erlendir stjórnarerindrekar í arabalöndum eru þó fullir efasemda og finnst með mestu ólíkind- um, að Saddam hyggist standa við samninga við Kúrda og koma á lýðræði í írak. Tyrkneskir embættismenn sögðu í gær, að af 440.000 kúrdískum flóttamónnum í Tyrklandi væru 259.000 farnir til griðasvæð- anna, sem hermenn bandamanna hefðu kom- ið upp í Irak. Ljóst er, að ógjörningur er að eyðileggja eldflaugar og efnavopn íraka á 45 dögum eins og kveðið er á um í vopnahlésskijmálun- um, sem Sameinuðu þjóðirnar settu írökum. I írak eru nú 34 kjarnavopnasérfræðingar frá SÞ en þeir segja í skýrslu til samtak- anna, að íraskir embættismenn geri flest til að torvelda þeim starfið. a liaiíli r 1,5 milliarði b. 16 Baráttan við Bakkus Viðhorf almennings samkvæmt þjóðmála- könnunum Félagsvísinda- stofnunar VERKEFNI NÝRRAR RÍKISSTJORNAR IHEIMSOKN HJA FRIÐARGÆSLU- SVEITINNIÍ GÓLANHÆÐUM c

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.