Morgunblaðið - 19.05.1991, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 19.05.1991, Blaðsíða 4
4 FRETTIR/YFIRLIT ’tóöRtíl^NBÍÍASlfe’ /^tn%ffiÍíA<Sl%/Æ 'MáFWi ERLEIMT IIMNLENT Alviðræður í Ziirich Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra segir að fundir fjármögnunar- nefndar Atlantsálhópsins og samn- inganefndar Islands í Zurich um fjármögnun og ábyrgðir vegna nýs álvers hafi skilað málinu í rétta átt. Ráðherrann kveðst bjartsýnn á gang viðræðnanna. Fyrir fundinn hafði Davíð Oddsson forsætisráð- herra lýst því yfir að afturkippur væri kominn í viðræðumar hvað ábyrgðir varðar og hann taldi það rétt mat hjá forstjóra Alumax að um helmingslíkur væru á að samn- ingar tækjust. Bond Evans aðstoð- arforstjóri Alumax var staddur á landinu í vikunni til að kanna möguleika íslenskra fyrirtækja til að annast einstaka þætti í sam- bandi við byggingu álversins. Hann segir að áætlaður byggingartími sé 27 mánuðir og ljóst sé að um- fang framkvæmdanna verði svo mikið að íslendingar hafí ekki þann mannafla eða tækjakost sem til þurfi á þeim tíma. Lifði af 27 mínútur í ísköldum sjó 32 ára sjómanni, Jóhanni Jóns- syni, skipveija á Sjávarborginni GK, var bjargað heilum á húfí eft- ir að hann féll fyrir borð þar sem skipið var að rækjuveiðum á Dohmbanka. Félagi Jóhanns, Snorri Guðmundsson stýrimaður, klæddist flotbúningi, kastaði sér í sjóinn og hélt Jóhanni á floti uns hann náðist um borð eftir 27 mínútna vist í sjónum. Jóhann Axelsson prófessor segir fullvíst að Jóhann hefði ekki lifað af án aðstoðar Snorra og jafnframt að rétt viðbrögð áhafnar og þyrlu- læknis við ofkælingu hafí orðið honum til lífs. ERLENT Cresson skipuð forsætisráðherra Frakklands Edith Cresson, sem er þekkt fyr- ir að vera harðsnúinn stjórnmála- maður, varð á fimmtudag fyrsta konan sem gegnt hefur embætti forsætisráðherra Frakklands eftir að Michel Rocard sagði af sér. Af- sögn Rocards kom ekki á óvart því hann hefur að undanförnu sætt gagnrýni Fran- cois Mitterrands Frakklandsfor- seta, sem hefur áhyggjur af vax- andi atvinnuleysi í landinu. For- setinn sagði að Cresson væri best til þess fallin að leiða Frakka inn í innri markað Evrópubandalags- ins. Á óvart kom hversu fáar breytingar Cresson gerði á stjórn- inni. Fjórðu friðarferð Bakers lokið Fjórðu friðarferð James Bakers, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, til Austurlanda nær lauk á fímmtudag. Hann kvaðst ekki óánægður með árangurinn af ferðinni því þokast hefði í sam- komulagsátt í deilunni um ráð- stefnu um málefni Austurlanda nær. Sýrlendingar krefjast þess að ráðstefnan verði haldin á veg- um Sameinuðu þjóðanna en ísra- elar vilja ekki Ijá máls á því. Samið um sameiginlegan dómstól EB og EFTA Samkomulag náðist um sameigin- legan dómstól Evrópubandalags- ins (EB) og Fríverslunarbanda- Alþingi sett Alþingi kom saman til aukaþings, 114. löggjafarþings, á mánudag. 25 nýir þingmenn tóku þá sæti á Alþingi. Helstu verkefni þingsins verða breytingar á stjórnarskrá, sem leiða til þess að Alþingi starfí í einni málstofu, og þær breytingar á þingskaparlögum sem því fylgja. Salóme Þorkelsdóttir var kjörin forseti sameinaðs þings. Lánsfjárþörf 31 milljarður Ráðherrarnir Davíð Oddsson, Friðrik Sophusson og Jón Sig- urðsson áttu í upphafi vikunnar fundi með fulltrúum aðila vinnu- markaðarins um stöðu ríkisfjár- mála, en talið er að hrein lánsfjár- þörf ríkisins verði að óbreyttu 31-32 miiljarðar króna á þessu ári en ekki 24 milljarðar eins og fjár- lög gerðu ráð fyrir. Ákvarðanir um aðgerðir, þar á meðal hugsanlegar vaxtahækkanir, verða teknar um eða eftir helgina, að sögn Friðriks Sophussonar fjármáiaráðherra. Vali borgarsljóra frestað Borgarstjómarflokkur sjálfstæðis- manna kom sér ekki saman um eftirmann Davíðs Oddssonar á fundi á miðvikudag og var ákveðið að Davíð tæki sér sumarleyfi og að Jón G. Tómasson borgarritari gegni starfínu til 1. júlí. Sala ríkisfyrirtækja fyrir 20-30 milljarða til aldamaóta Tekjuauki ríkisins af sölu ríkisfyri- tækja yrði l‘/2-2 milljarðar á ári af því að selja opinber fyrirtæki á almennum markaði fyrir um 20-30 milljarða króna til aldamóta, að mati Sigurðar B. Stefánssonar hagfræðings. lags Evrópu (EFTA) á ráðherra- fundi bandalaganna í Brussel á mánudag. í dómstólnum eiga að sitja þrír dómarar frá EFTA-ríkj- unum og fímm frá EB. Enn eru þó ýmis málefni óafgreidd, þar á meðal tollfijáls verslun með fisk- afurðir, viðskipti með landbúnað- arafurðir og stofnun þróunar- sjóðs. Ráðherramir ítrekuðu þann vilja sinn að ljúka samningum fyrir júnílok. Winnie Mandela dæmd í fangelsi Rétt.ur í Jóhannesarborg dæmdi á þriðjudag Winnie Mandela, eig- inkonu suður-afríska blökku- mannaleiðtogans Nelsons Mand- ela, í sex ára fangelsi fyrir aðild að mannráni og að hafa verið í vit- orði með lífvörð- um sínum, sem misþyrmdu íjór- um ungum WinnieMandela blökkumönnum. Hún fær þó að fara fijáls ferða sinna gegn trygg- ingu þar til hæstiréttur landsins hefur úrskurðað í málinu. Júgóslavar án forseta Spennan í Júgóslavíu fór enn vax- andi í vikunni og forsætisráð landsins hafnaði Króatanum Stipe Mesic í embætti forseta á miðvikudag. Ráðið er skipað full- trúum júgóslavnesku lýðveldanna sex o g tveggja sjálfstjómarhéraða og skiptast þeir á um að gegna embættinu. Komið var að Stipe Mesic en Serbar komu í veg fyrir kjör hans. Júgóslavar voru því án forseta og her landsins, sem hefur hótað að grípa í taumanna vegna þjóðaólgunnar í Iandinu, án æðsta yfirmanns síns. Gdith Cresson Forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á næsta ári: Quayle verður að öllum lík- indum varaforsetaefni á ný PÓLITÍSK framtíð Dans Quayles, varaforseta Bandaríkjanna, hefur verið eitt helsta umræðuefni fréttaskýrenda og embættis- manna hér í Washington undanfarna daga eftir að í Ijós kom að George Bush forseti á við smávægileg veikindi að stríða. Kannanir sýna að meirihluti bandarísku þjóðarinnar telur Quayle ekki hæfan til að gegna embætti forseta, færi svo að Bush félli frá eða yrði af heilsufarsástæðum ófær um að sinna starfi sínu. Kannanir leiða einnig í ljós að meirihluti kjósenda Repúblikanaflokksins telur að bjóða eigi annan mann fram í embætti varaforseta er Bush sækist eftir endurkjöri haustið 1992. Viðmælendum Morgunblaðsins ber þó saman um að eng- ar líkur séu á því að Quayle verði ekki í framboði í næstu kosningum. ing- og fréttamenn, sem kynnst hafa Quayle, eru sammála um að hann sé prýði- lega vel gefinn maður. Því gagn- stæða hefur verið haldið fram, svo sem alkunna er, allt frá því kosningabaráttan hófst árið 1988, en henni lauk með stór- sigri George Bush yfir frambjóð- anda Demókrataflokksins, Mic- hael Dukakis. Quayle hefur hins vegar átt í erfíðleikum er hann kemur fram á opinberum vett- vangi, ekki síst í sjónvarpi og því hefur verið haldið fram að orðheppinn geti maðurinn aldrei talist. Bush for- seti hefur jafnan stutt við bakið á Quayle og vænt fjölmiðlamenn um að hafa blásið til herferðar gegn varaforsetanum en þó er hermt að forsetinn sé ekki alls kostar ánægður með frammi- stöðu Quayles. 47% repúblikana vilja ekki Quayle i framboð Á það er á hinn bóginn bent að embætti varaforseta sé í besta falli óspennandi, hann fái tak- mörkuð tækifæri til að koma fram í hlutverki leiðtoga. Þetta segja menn að hafí komið sérlega illa fyrir Danforth Quayle og er honum jafnframt borið á brýn að hafa ekki tekið af skarið, t.a.m. með því að skapa sér ákveðna sérstöðu á sviði tiltek- inna málaflokka bandarískra stjómmála. Það er almennt álitið að George Bush sé sáttur við þessa skipan mála og bent er á að hann hafí verið fremur litlaus er hann gegndi embætti varafor- seta í tíð Ronalds Reagans. Umræður um meint vanhæfi varaforsetans jukust til muna á dögunum er George Bush þurfti að gangast undir læknisrann- sókn vegna hjarsláttartruflana. Nú segja læknar hér vestra að veikindi þessi séu smávægileg og allir þeir sem Morgunblaðið hefur rætt við telja fullvíst að Bush verði í framboði á ný á næsta ári. Hins vegar hafa kann- anir leitt í ljós að 47% repúblik- ana telja að Quayle eigi ekki að vera í framboði í næstu kosning- um og 52% segja að það yrði þeim áhyggjuefni færi svo að hann tæki við störfum forsetans af einhveijum sökum. Þess ber raunar að geta að 42% repúblik- ana telja að bjóða eigi Quayle fram á ný en hann á trausta fylgismenn einkum í röðum þeirra sem taldir eru lengst til hægri innan flokksins. Bush getur leyft sér að halda í Quayle Viðmælendur Morgunblaðsins í Washington, þingmenn, að- stoðarmenn þeirra og frétta- menn, telja fjarska ólíklegt, ef ekki öldungis útilokað, að Bush ákveði að fínna nýjan mann í stað Quayles. Röksemdimar fyr- ir þessu eru einkum þijár. Lík- urnar á því að Bush tapi kosning- unum eru taldar litlar sem eng- ar. Af því leiðir að Bush getur í krafti sterkrar stöðu sinnar leyft sér að sýna varafprsetanum hollustu og stuðning. í öðru lagi benda menn á að Bush þurfi á Quayle að halda til þess að friða hægri vænginn í flokknum sem löngum hefur haft efasemdir um pólitísk grundvallarviðhorf for- setans og nánustu samstarfs- manna hans, sem þykja full sveigjanlegir. Þessi sjónar- mið koma ekki síst fram í sam- tölum við and- stæðinga forsetans. „Við erum mjög vongóðir en teljum nú að sigurlíkur okkar séu ekki mikl- ar,“ sagði Steny H. Hoyer, þing- maður Demókrataflokksins í fulltrúadeild Bandaríkjaþings og formaður þeirrar nefndar þings- ins sem fer með málefni er varða Ráðstefnuna um öryggi og sam- vinnu í Evrópu (RÓSE/CSCE), í samtali við Morgunblaðið. Hann kvaðst telja ástæðu til að ætla að ástandið sem nú ríkir á vett- vangi bandarískra stjómmála gæti breyst á næstu mánuðum enda væri sýnt að bandarískir kjósendur beindu sjónum sínum í auknum mæli að viðfangsefn- um sem við blöstu hér vestra. „Ég tel hins vegar engar líkur á því að Quayle verði hafnað og nýr maður boðinn fram í emb- ætti varaforseta," sagði Hoeyr og viðurkenndi að staða Bush forseta hefði styrkst mjög á und- anfömum mánuðum eftir stríðið fyrir botni Persaflóa. Samkvæmt skoðanakönnunum hefur 81% bandarískra kjósenda þá skoðun á George Bush forseta, sem verð- ur 67 ára í næsta mánuði, að þar fari hæfur maður. Hoeyr kvaðst hallast að því að fram- bjóðandi demókrata í næstu kosningum yrði Richard Gep- hardt, sem er leiðtogi flokksins í fulltrúadeildinni og mjög áhrif- amikill þingmaður. Bush metur hollustu Quayles mikils Jon Kyl, þingmaður frá Ariz- ona, sem situr í hermálanefnd fulltrúadeildarinnar og er repú- blikani, tók í sama streng í sam- tali við Morgunblaðið. Líkt og Hoyer tók hann fram að þeir sem teljast mega lengst til hægri inn- an Repúblikanaflokksins væru mjög sáttir við Quayle, en hann hefur meðal annars viljað sýna aukna hörku í samskiptum við Sovétríkin og leiðtoga kommúni- staflokksins, Míkhaíl S. Gor- batsjov. „Bush metur hollustu og tryggð mikils,“ sagði Kyl og kvaðst telja að þetta væri jafn- framt líklegast sterkasta rök- semdin fyrir því að Quayle yrði ekki ýtt til hliðar. Þessi viðhorf BAKSVIÐ eftir Ásgeir Sverrisson Dan Quayle til trúnaðar og hollustu hefðu ávallt einkennt framgöngu Bush í embættistíð Reagans. „Ákvæði Bush að hafna Quayle væri hann þar með að viðurkenna að það hefðu verið mistök að velja hann sem varaforseta árið 1988. Nú, við vitum auðvitað allir að hann ...,“ bætti þingmaðurinn við hlæjandi og gaf greinilega í skyn að hann teldi það hafa ver- ið hæpna ráðstöfun að hefja Quayle til þeirra metorða sem hann nú nýtur. Vangaveltur um þarnæstu kosningar Hér í Vesturheimi eru menn þegar teknir að velta því fyrir sér hveijir komi til með að beij- ast um að hljóta tilnefningu sem frambjóðendur Repúblikana- flokksins í forsetakosningunum árið 1996. Það er sem sagt við- tekin skoðun að kosningamar á næsta ári séu nánast formsat- riði, þó svo menn viðurkenni jafnframt að stjórnmálaástandið geti breyst mjög snögglega. Mörg nöfn hafa verið nefnd en talið er víst að James Baker III, núverandi utanríkisráðherra, og Dick Cheney varnarmálaráð- herra geti vel hugsað sér að setj- ast að í Hvíta húsinu við Pennsyl- vania-breiðgötuna í miðborg Washington. Raunar taldi frétta- maður einn, sem ekki verður nafngreindur hér, að Cheney yrði hugsanlega í framboði sem varaforsetaefni flokksins á næsta ári en aðrir viðmælendur töldu það útilokað, það yrði í raun skref niður á við miðað við þau völd sem hann hefur nú um stundir, auk þess sem hann þyk- ir hafa staðið sig sérlega vel í starfí sínu. Verður Quayle forsetaframbjóðandi 1996? í raun virðist það vera sam- dóma álit þeirra sem teljast mega sérfróðir um bandarísk stjórmál að hagsmunir allra þeirra sem í hlut eiga séu best tryggðir með því að engar breytingar verði gerðar á stöðu Danforths Quay- les innan valdakerfisins í Was- hington. Þá telja margir með öllu ótímabært að gera ráð fyrir því að hann eigi enga möguleika er slagurinn hefst fyrir forseta- kosningamar 1996. Quayle er á besta aldri, 44 ára, og kann að eiga framtíðina fyrir sér þó svo flestir virðist hallast að því að dapurleg frammistaða hans í fjölmiðlum, lygileg mismæli og óyfirvegaðar yfirlýsingar hans á undanförnum árum, muni ávallt vinna gegn honum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.