Morgunblaðið - 19.05.1991, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 19.05.1991, Blaðsíða 8
MORGUISBUAÖIÐ. DAGBOK 'SUNÍfUiiAGURíJSJiMAÍ 1991 8 * 1"P| \ er sunnudagur 19. maí. Hvítasunna. 139. dagurársins 1991.ÁrdegisflóðíReykjavík kl. 10.25 og síðdegisflóð kl. 22.51. Sólarupprás í Rvík. kl. 4.02 og sólarlag kl.22.49. Myrkur kl. 25.14. Sólin í hádegis- stað í Rvík kl. 13.24 og tunglið er í suðri kl. 8.47 (Almanak Háskólans). En sjálfur Drottinn vor Jesús Kristur og Guð, faðir vor sem elskaði oss og gaf oss í náð eilífa huggun og góða von, huggi hjörtu yðar, styrki í sérhverju góðu verki og orði. (2. Þessal. 2,16.-17.) ÁRNAÐ HEILLA Qfkára afmæli. Næstkom- t/U andi miðvikudag, 22. maí, er níræð Ragnheiður Brynjólfsdóttir frá Ytri-Ey, A-Hún., Blönduhlíð 3 í Rvík. Hún ætlar að taka á móti gestum í safnaðarheimili Ás- kirkju á afmælisdaginn. pf Qára afmæli. Annan t) U hvítasunnudag, 20. maí, er fimmtugur Sigmund- ur Björnsson, Hvannavöll- um 6, Akureyri, áður Kollu- gerði. Hann tekur á móti gestum á heimili sínu á af- mælisdaginn, eftir kl. 16. f?Qára afmæli. Á þriðju- OU daginn kemur, 21. þ.m., er sextugur Óli Berg- holt Lúthersson, Ásbraut 21, Kópavogi. Eiginkona hans er Svana Svanþórsdótt- ir. Þau taka á móti gestum í fundarsal sjálfstæðisfélag- anna í Kópavogi, Hamraborg 3 (III hæð) kl. 18-21 á afmæl- isdaginn. SKIPIN REYKJAVÍKURHÖFN: í gær kom togarinn Ögri úr söluferð. Esja fór í strand- ferð. Kyndill var væntanleg- ur. Hann fer aftur í ferð á þriðjudag. Þá lagði Hvítanes af stað til útlanda. Annan hvítasunnudag eru að koma að utan Brúarfoss og Lagar- foss. Þá er Dísarfell væntan- legt að utan á þriðjudag svo og leiguskipið Kate. Þá er Asgeir væntanlegur af veið- um og Stapafell fer á strönd- ina. Breska herskipið York fer annan *hvítasunnudag. Eftirlitsskipið Hvitbjörnen fór út í fyrradag og um helg- ina á að ljúka viðgerð breska togarans Artic Ranger. HAFNARFJARÐARHÖFN: í dag er súrálsflutningaskip væntanlegt. Annan hvíta- sunnudág er Lagarfoss væntanlegur og Hofsjökull. LÁRÉTT: — 1 kúgun 5, stundi, 8 læna, 9 huggar, 11 líffæri, 14 hreyfingu, 15 óreglu, 16 fyrrum Banda- ríkjaforseti, 17 málmur, 19 beitu, 21 sjóða, 22 klukku- hengill, 25 keyri, 26 tók, 27 flani. LÓÐRÉTT: — 2 guð, 3 spíra, 4 borðar, 5 falinn, 6 trylli, 7 spils, 9 sjávardýrin, 10 skaði, 12 bálreiða, 13 gangur, 18 kvenmannsnafn, 21 tónn, 22 fæði, 23 tveir eins, 24 varðandi. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: LÁRÉTT: — 1 níska, 5 æsing, 8 áræði, 9 maila, 11 ugg- ur, 14 rýr, 15 gjóta, 16 illum, 17 tin, 19 lóan, 21 árið, 22 sárnaðij 25 rit, 26 óar, 27 róm. LÓÐRETT: — 2 íma, 3 kál, 4 Ararat, 5 æðurin, 6 stig, 7 níu, 9 magálar, 10 ljótast, 12 galdrir, 13 rómuðum, 18 inna, 20 ná, 21 áð, 23 ró, 24 ar. FRÉTTIR/MANNAMÓT ÞENNAN dag árið 1831 fæddist Steingrímur Thor- steinsson skáld. Á morgun eru liðin 47 ár frá því að þjóðaratkvæðagreiðslan um lýðveldisstofnunina 1944 hófst. Þennan dag árið 1893 fæddist Ásmund- ur Sveinsson myndhöggv- ari. HÚSSTJÓRNARKENN- ARAFÉL. Íslands heldur fræðslufund í Kennslumið- stöðinni við Laugaveg nk. þriðjudag, 21. maí, kl. 15. Þar verður sagt frá Heilsudögum í tveim skólum: Ölduselsskóla í Rvík. og Lækjaskóla í Hafn- arfirði. Þá verður greint frá námsefni í heimilisfræði fyrir eldri bekki í grunnskólunum og námsefni fyrir yngri bekki grunnskólanna. FRIÐLÝSING æðarvarps. í Lögbirtingablaðinu tilk. sýslumaður Gullbringu- sýslu, Jon Eysteinsson frið- lýsingu æðarvarps í Miðnes- hreppi. Nær hún til fjögurra jarða þar: lands Bæjarskers, lands Bámgerðis, Norðurkots og Fuglavíkur. Það eru eig- endur þessara jarða sem hlut eiga að þessu máli Sigurður Björnsson, Bæjarskeri, Guðjón Hansson, Báru- gerði, Sigurður K. Eiríks- son, Norðurkoti og Magnús Bergmann, Fuglavík. Hinu friðaða svæði er lýst í tilk. sýslumanns. Það er kringum 1 ferkm. Markast af girðing- arhólfum Bæjarskers og Bárugerðis, neðan vegar meðfram Stafnesvegi til suð- urs að iandi Norðurkots. Frið- lýsingin er á tímabilinu 15. apríl til 14. júlí ár hvert. Öli skot eru bönnuð nær æðar- varpinu en 2 km. Bannað er á sama tímabili að leggja net nær varpinu en 'h km frá stórstraumsfjöru. SAMVERKAMENN Móður Teresu haida mánaðarlegan fund sinn nk. þriðjudags- kvöld, 21. maí, ki. 20.30 í safnaðarheimilinu á Hávalla- götu 16. VÉLSKÓLI íslands. í Lög- birtingablaði hefur mennta- málaráðuneytið augl. lausa stöðu skólameistara Vélskóla Islands. Ekkert er getið um menntunarkröfur. Umsókn- arfrestur er settur til 1. júní nk. KÓPAVOGUR Orlofsnefnd húsmæðra .í Kopavogi er að undirbúa sumardvöl hús- mæðra í sumar á Hvanneyri í næsta mánuði, frá og með 23. til 29. júní. Þessar konur taka á móti umsóknum um dvöl: Birna s. 42199, Ólöf s. 40388, Sigurbjörg s. 43774. AÐALSKIPULAG Mosfells- bæjar, árin 1983-2003, hefur verið tekið til endurskoðunar. Hinn endurskoðaði skipulags- uppdráttur liggur nú frammi í skrifstofu Mosfellsbæjar, í Hlégarði fram til 14. júní nk. vegna hugsanlegra athuga- semda eða ábendinga. Skulu þær berast skriflega til bæjar- stjórnar segir í tilk. um þetta í Lögbirtingablaðinu, fyrir miðjan júní. HANDKNATTLEIKS- SKÓLA ætlar Knattspyrnu- félagið Fram að starfrækja í bytjun næsta mánaðar. Verða námskeiðin fjögur, standa hvert í tvær vikur. Skólinn er jafnt fyrir telpur og drengi á aldrinum 6-13 ára. Nánari uppl. eru gefnar í síma 680344, síðdegis. VORDAGAR í Dómkirkju- sókn verða 3.-5. júní næst- komandi fyrir böm í vestur- bænum: Vettvangsferðir, skapandi verkefni m.m. í létt- um dúr. Börnin eyða þessum dögum saman kl. 13-17 hvern dag. Þessar konur veita nán- ari upplýsingar um þessa vor- daga: Bára s. 39279 og Guð- björg í s. 624756. SÉRFRÆÐINGAR. í tilk. í Lögbirtingi frá heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu segir að Hjalta Kristjáns- syni lækni hafí verið veitt leyfí til að starfa sem sér- fræðingur í heimilislækning- um, svo og Þóri Vilhjálmi Þórissyni lækni, sem einnig starfar sem heimilislæknir. MOSFELLSBÆR. Tóm- stundastarf aldraðra. Næst- komandi þriðjudag, 21. þ.m., kemur fulltrúi frá Trygginga- stofnuninni til að kynna fólki tryggingamál aldraðra. Þessi fundur með fulltrúanum verð- ur í safnaðarheimilinu Þver- holti 3 og hefst kl. 15. EYFIRÐINGAFÉL. heldur aðalfund sinn nk. fhnmtudag á Hallveigarstöðum kl. 20.30. HEIMAEY, kvenfél., heldur aðalfund á Hotel Holiday Inn nk. þriðjudagskvöld kl. 20.30. Tískusýning að loknum fund- arstörfum. FRÍMERKI. Næstkomandi fímmtudag koma út hjá Pósti og síma þijú frímerki. í fyrsta lagi er um að ræða smáörk með þremur frímerkjum. Verðgildi hvers þeirra er 50 kr. Verð hverrar arkar, ásamt yfirverði, er 215 kr. segir í tilk. um frímerkin í Lögbirt- ingablaðinu. Sama dag koma líka út tvö svokölluð Norður- landafrímerki: 26 kr. verð- gildi og 31 kr. verðgildi. SAMTÖK græningja halda almennan fund á Café Garði, Garðatorgi, Garðabæ, kl. 16. Yfirskrift fundarins er: Græn framtíð íslands. Nánari uppl. s. 29042. FÉLAG eldri borgara. Dansað verður í Goðheimum kl. 20 annan hvítasunnudag. Lokað er í Risinu. Nk. laugar- dag verður farin dagsferð: Selvogur, Herdísarvík, Hveragerði. Uppl. á skrifstof- unni. KIRKJUSTARF ÁRBÆJARKIRKJA: Nk^ þriðjudag er opið hús í safnað- arheimili kirkjunnar fyrir mæður og feður ungra barna í Ártúnsholti og Árbæ kl. 10-12. FELL A/HÓL AKIRK J A: Fyrirbænir í kirkjunni þriðju- dag kl. 14. ORÐABOKIN Náttúrlegur - náttúrlega í seinni tíð virðist vera farið að rita ofangreind orð á annan veg en lengi hefur verið venja og tengja þau við samsetn- ingar af no. náttúra. Af því orði eru leidd orð eins og náttúrugreind, nátt- úrulækningar, náttúru- vísindi o.s.frv. Nú skrifa menn og segja hins vegar náfcííírulegur og náttúru- lega, þar sem í reynd á ekkert u að vera. Orðin á að rita og bera fram eins og stendur hér í fyrirsögn- inni. Lo. náttúrlegur og eins ao. náttúrlega eru vitaskuld fengin að láni úr dönsku, og trúlega vilja hreintungumenn fremur nota hér í staðinn orð eins og eðlilegur og auðvitað. Annars koma þessi orð þegar fyrir í fornmáli og hafa því hlotið fastan sess í málinu. Eins þekkist lo. náttúrulegur, en þá nán- ast sama og meðfæddur: eptir náttúrulegu eðli. En nú skjóta nýjar orðmyndir upp kollinum. Ég sá aug- lýsingu um leðurvörur í nýlegu tímariti. Og þar stóð þetta í stórri fyrir- sögn: „Náttúrulega leð- ur.“ Hér hefði átt að standa: Náttúrlega leður. Auglýsingin hefði jafnvel orðið enn áhrifameiri, ef þar hefði staðið: Auðvitað leður eða Að sjálfsögðu leður. Fyrir stuttu sá ég skrifað í ritgerð: „Það er náífcúrulega ekki fram- kvæmanlegt á einni nóttu.“ — JAJ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.