Morgunblaðið - 19.05.1991, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 19.05.1991, Blaðsíða 10
I 10 I (- MQRGUNBLAÐIÐ SUNNUIJAGUR 19. MAÍ 1991 Viðhorfalmennings samkvœmt þjóðmála- könnunum Félagsvísindastofnunar eftir dr. Stefón Ólafsson í LÝÐRÆÐISRÍKJUM er gjarnan litið svo á, að stjórnmálamenn og flokkar taki tillit til viðhorfa og óska almenn- ings, eða í það minnsta að sérhver flokk- ur hegði sér í samræmi viðhorf og óskir kjósenda sinna. Það skiptir því máli fyrir stjórnendur einstakra flokka, og fyrir ráðherra í ríkisstjórnum, hver sjónarmið almennings í helstu stefnu- málum eru. Nú þegar ný ríkissljórn hefur tekið við völdum er fóðlegt að huga lítillega að viðhorfum almennings til nokkurra stefnumála, sem til um- ræðu voru í kosningabaráttunni fyrir nýafstaðnar kosningar. A árum áður byggðu stjórnmálamenn slíkar upplýs- ingar á bijóstviti sínu, og gjarnan var vitnað til sjónarmiða „hins þögla meiri- hluta“. Nú á dögum hafa menn áreiðan- legri leiðir til að mæla viðhorf almenn- ings, þ.e. með skoðanakönnunum. Þegar vel tekst til með gerð slíkra kannana geta þær endurspeglað sjónarmið al- mennings, og þar með gert sljórnmálin lýðræðislegri. Skoðanakönnuðir eru hins vegar mennskir eins og aðrir menn og geta auðveldlega gert mistök. Það er því ætíð nauðsynlegt að niðurstöður skoðanakannana séu lesnar með gagn- rýnu hugarfari. Skoðanakannanir geta birt villandi mynd af sjónarmiðum al- mennings ef framkvæmdamáti þeirra er allaður, einnig ef orðalag spurninga er gallað, og loks getur verið hætta á að niðurstöður séu settar fram á vill- andi hátt. Eitt af því sem máli skiptir við mælingar á viðhorfum er stöðlun, sem gerir mögulegan samanburð milli málefna, milli þjóðfélagshópa og yfir tíma. Slíkur staðlaður samanburður gefurskoðanakönnun yfirleitt aukið gildi. I grein þessari langar mig að segja frá niðurstöðum á mælingum á viðhorf- um almennings til nokkurra stefnu- mála, sem gerðar hafa verið af Félags- vísindastofnun Háskóla íslands. Iþjóðmálakönnunum Félagsvísindastofn- unar hefur verið spurt um viðhorf al- mennings til ýmissa þjóðmála. Á tíma- bilinu frá febrúar til apríl sl. var með- al annars spurt á staðlaðan hátt um viðhorf kjósenda til verkefna næstu ríkisstjórnar. Sama spurning var lögð fyrir svarendur í nokkrum könnunum á eftirfarandi hátt: „Finnst þér að næsta ríkisstjórn ætti að leggja mikla, nokkra eða litla áherslu á eftirfarandi málaflokka?" Síð- an voru taldir _upp nokkrir málaflokkar í hverri könnun. Úrtökin voru í öllum tilvikum 1.500 manns á aldrinum 18-75 ára, valin með hendingaraðferð úr þjóðskrá. Svarenda- hópurinn endurspeglar kjósendur á öllu iandinu ágætlega. Niðurstöður úr könnunum þessum eru dregnar saman í meðfylgjandi töflum. í efstu töflunni eru svör allra svarenda sýnd en í miðtöflunni er aðeins miðað við þá sem taka afstöðu. Þá er í neðstu töfiunni sýnt hvernig stuðningsmenn einstakra stjórnmálaflokka svara spurningum þessum á ólíka vegu. Athyglisvert er hversu stór hluti svarenda almennt leggur mikla áherslu á að stjórn- völd taki til hendinni í mörgum málaflokkum. Hlutfall þeirra sem segja að litla áher'slu eigi að leggja á tiltekna málaflokka er í flestum tilvikum lítið, eða frá 1,2% (bæta efnaleg kjör þjóðarinnar) upp í 31,3% (orkufreka tirfnrandi malaflokka? Mikla Nokkra Litla Veitekki/ óherslu óherslu óherslu neitar Fjöldi Umhverfisvernd 85,3 12,2 1,4 1,1 1068 Bæta efnaleg kjör þjóóarinnar 83,3 12,3 2,7 1,7 1068 Jöfnun lifskjara 81,6 13,3 1,2 3,9 1177 Hækkun skattleysismarka 75,2 12,4 9,9 2,5 1068 A& hækka ekki skatta 74,7 17,3 4,3 3,7 1177 Einsetinn, samfelldan skóladag 70,8 16,0 8,4 4,8 1068 Dagvistun barna 57,8 27,0 12,7 2,5 1068 Eflingu ísienskrar menningar 55,8 25,1 11,2 7,8 1177 Bætta innheimtu skatta 52,5 23,7 19,3 4,5 1068 . t i *. i « | .É | Gerð jarðgangna til samgöngubóta 48,3 46,9 21,9 29 5 250 19,9 4,8 3 1068 1068 I 1068 H Orkufreka stóriðju 31,2 31,3 31,3 6,3 1068 1 á oftirfarandi snalaflokka? í>eir sem tóku ofstöðu Mikla áherslu Nakkra áherslu Litia áherslu Fjöldi Umhverfisvemd Bæta efnaleg kjör þjóöarinnar Jöfnun lífskjara Hækkun skattleysismarka Að hækka ekki skatta Einsetinn, samfelldan skóladag Dagvistun bama Eflingu íslenskrar menningar Bætta innheimtu skatta Orkufreka stóriðju 86,3 12,3 1,4 -1056 84,9 13,9 Ú2 1131 84,8 12,5 2,8 1050 77,5 18,0 4,5 1134 77,1 12,7 10,2 1041 74,3 16,8 8,8 1017 60,6 27,3 12,2 1085 59,3 27,7 13,1 1041 55,0 24,8 20,2 1020 23,0 26,3 1017 48,7 30,6 20,7 1029 47,3 25,2 27,5 810 33,3 33,4 33,4 1001 oftir stuðningi við fiokk Umhverfisvemd Bæta efnaleg kjör þjóðarinnar Jöfnun lífskjara Hækkun skattleysismarka Að hækka ekki skatta Sinsetinn, samfelldan skóladag Dagvistun bama Gflingu íslenskrar menningar Bætta innheimtu skatta A B D G V Óróðnir 87,4 84,9 82,7 90,3 96,3 87,7 89,1 76,8 87,7 82,6 84,9 85,8 91,1 86,9 79,8 91,9 94,4 84,1 78,9 69,7 78,9 72,2 85,3 79,3 77,5 72,0 86,1 53,2 75,5 74,0 80,6 68,7 72,1 63,9 90,7 76,3 67,8 58,3 51,7 73,2 73,2 61,9 56,6 55,6 61,6 58,1 75,9 57,2 58,3 59,2 49,9 65,0 75,5 53,2 É stóriðju). Hlutfall óráðinna er yfirleitt lágt, nema þegar spurt var um breytta fiskveiði- stefnu, en þá sögðu um 24% „veit ekki“ eða neituðu að svara. Sá málaflokkur virðist því hafa sérstöðu, því hann er flókinn og þekk- ing almennings á núverandi fískveiðistefnu og öðrum valkostum er takmörkuð. Þegar litið er á svör þeirra sem afstöðu taka er því rétt að hafa í huga að óvenju stór hluti svarenda er óráðinn varðandi fískveiðistefn- una. í samræmi við ríkjandi lífsskoðun í ná- grannalöndunum er mest áhersla lögð á umhverfisvernd þegar spurt er um æskileg verkefni ríkisstjómarinnar. Umhverfisvernd og hollusta virðast vera ein stærstu hugsjón- amál samtímans. í hugum íslendinga er efna- hyggja þó með nærri jafn mikla áherslu, annars vegar sú ósk að efnaleg kjör þjóðar- innar batni og hins vegar að kjör séu jöfn- uð, sem væntanlega má túlka þannig að kjör Iáglaunafólks verði bætt meira en annarra. Um 85% kjósenda sem afstöðu taka vilja að ríkisstjórnin leggi mikla áherslu á þetta. Hið sama kemur á daginn þegar svör við spurn- ingum um skattheimtu eru skoðuð. Þar kem- ur annars vegar í ljós almennur ótti við hækkun skatta og hins vegar samúð með þeim sem eru í lægri tekjuhópum, þ.e. með stuðningi við hækkun skattleysismarka. Um 77% þeirra sem afstöðu taka vilja að ný ríkis- stjóm leggi mikla áherslu á að hækka ekki skatta og álíka stór hluti vill minni skatt- byrði með hækkun skattleysismarka. Þar næst koma félagsleg og menningarleg mál, þ.e. einsetinn og samfelldur skóladagur fyrir grunnskólaböm, dagvistun barna og efling íslenskrar menningar. Mun meiri áhersla er þó lögð á einsetinn og samfelldan skóladag en á hin tvö málefnin. Um 60% þeirra sem afstöðu taka vilja mikla áherslu á eflingu íslenskrar menningar og bætta dagvistun bama, en um 74% vilja að mikil áhersla sé lögð á einsetinn og samfelldan skóladag. Aftur koma skattamálin á dagskrá, og þá em það atriði er tengjast innheimtuaðferðum skattanna. Um 55% leggja mikla áherslu á bætta innheimtu skatta og um helmingur styður sérstakan hátekjuskatt. Sá hópur sem viíl að stjórnvöld leggi litla áherslu á þessa málaflokka er hins vegar mun stærri en í fyrri liðum, og er því meiri ágreiningur um þessi mál, og þá meiri um hátekjuskattinn. Álíka stór hópur þeirra sem afstöðu taka vill mikla áherslu á gerð jarðganga til sam- göngubóta og breytta fiskveiðistefnu, um 47—48%, en þeir sem vilja litla áherslu á breytta fískveiðistefnu em hins vegar stærri, eða um 27%. Eins og að ofan var greint, eru um 24% óráðnir í þessu máli, en athygli- svert er þó að samanlagt em það um 55% allra svarenda og um 72% þeirra sem af- stöðu taka sem vilja að stjómvöld leggi mikla eða nokkra áherslu á breytta fiskveiðistefnu. Minnstan stuðning fá síðan orkufrek stór- iðja og stytting vinnutíma launafólks, um þriðjungur svarenda sem afstöðu taka vill að stjórnvöld leggi mikla áherslu á þessi mál, og er sá hógur álíka stór sem vill litla áherslu á þau. Áður hefur komið fram í könnunum Félagsvísindastofnunar að mikill meirihluti þjóðarinnar styður fyrirliggjandi áform um byggingu nýs álvers hér á landi, en hins vegar virðist sem landsmönnum finn- ist að nóg sé að gert í bili á því sviði. Stytt- ing vinnutíma fær frekar litla áherslu, en rétt er að hafa í huga að það mál snertir svarendur á mjög mismunandi hátt. Áður hefur komið fram í könnun Félagsvísinda- stofnunar að beint samband er milli lengdar vinnutíma svarenda og afstöðu þeirra til styttingar vinnutíma almennt. Þeir sem vinna langan vinnutíma leggja mesta áherslu á að vinnutími í þjóðfélaginu sé styttur, en hinir sem em með hóflegan vinnutíma eða ekki stunda launaða vinnu leggja mun minni áherslu á það. Síðarnefndu hóparnir eru stór- ir og er það því skiljanlegt að ekki sé al- mennt lögð ýkja mikil áhersla á styttingu vinnutíma þegar allir kjósendur eru spurðir, bæði þeir sem eru í launaðri vinnu og aðrir. í neðstu töflunni má sjá að stuðningsmenn Kvennalista og Alþýðubandalags leggja meiri áherslu en aðrir á umhverfísvernd og jöfnun lífskjara. Stuðningsmenn Alþýðuflokks Ieggja þó einnig mikla áherslu á jöfnun líf- skjara. Alþýðuflokksmenn og stuðningsmenn Sjálfstæðisflokks leggja heldur meiri áherslu en aðrir á bætt efnaleg kjör þjóðarinnar. Kvennalistafólk leggur mesta áherslu á hækkun skattleysismarka, og stuðningsmenn Sjálfstæðisflokks leggja áberandi mesta • áherslu á að skattar verði ekki hækkaðir. Alþýðubandalagsmenn leggja hins vegar mun minni áherslu á það en aðrir. Kvennalistafólk, Alþýðuflokksmenn og sjálfstæðismenn leggja mesta áherslu á ein- setinn og samfelldan skóladag, og stuðnings- menn Kvennalista og A-flokka leggja mikla áherslu á bætta dagvistun barna. Sérstakur hátekjuskattur nýtur áberandi minnst stuðn- ings meðal sjálfstæðismanna, en mestur stuðningur við hann er hjá fylgjendum Kvennalista og Alþýðubandalags. A-flokka- menn og sjálfstæðismenn leggja mesta áherslu á breytta fískveiðistefnu, en fram- sóknarmenn leggja minnsta áherslu á það. Stuðningsmenn Kvennalista og Alþýðuband- alags leggja loks mesta áherslu á styttingu vinnutíma, og fylgjendur Alþýðuflokks og Sjáífstæðisflokks vildu (fyrir kosningar) í mun meiri mæli en aðrir að næsta ríkisstjórn legði mikla áherslu á stóriðju. Staðlaður samanburður á viðhorfum til ofangreindra málefna er gagnlegur tii að meta áherslur þær sem almenningur leggur á einstaka málaflokka af þeim sem spurt var um. Greining svaranna meðal stuðnings- manna einstakra flokka er þýðingarmikil til að sýna straumlínur hins pólitíska landslags. Hins vegar ber að hafa þann fyrirvara á, að hér er auðvitað ekki tæmandi lista yfír hugsanleg verkefni ríkisstjórnar að ræða. Höfundur er dósent við llúskóln Islands og forstöðumaður Félagsvísindastofnuimr Háskólans

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.