Morgunblaðið - 19.05.1991, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 19.05.1991, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. MAÍ 1991 i i'i> ■ 11 l/ ( I l.'l.i/il ;\,\A (IWI/.,!!!,/' í;)'1M7T Norðmenn. Þjóðimar verði áhrifa- lausar nema þær stígi skrefið til fulls. „Mörg vandamál í viðræðun- um núna tengjast því að upphaf- lega litu allir á EES sem frambúð- arlausn og opinber stefna EFTA er enn að efnahagssvæðið geti gegnt því hlutverki fyrir þau ríki sem kjósa að standa utan EB,“ sagði Bildt á ráðstefnu fyrir skömmu um Svíþjóð og Evrópu. Sænskir jafnaðarmenn virðast nú vera kaþólskari en páfinn þegar kemur að EB-aðildinni. Ingvar Carlsson forsætisráðherra segir í nýrri samtalsbók að Evrópumark- mið jafnaðarmanna séu langtum víðtækari en hægrimanna og þjóð- arflokksmanna. „Þeirviljabara ganga í EB og komast inn á sam- eiginlega markaðinn. Metnaður okkar er meiri, við viljum hafa áhrif, koma breytirtgum til leiðar! Bildt vill að aðildin geri honum kleift að koma því í framkvæmd sem honum hefur ekki tekist hér heima: skattalækkunum og minni ríkisafskiptum. Nú verður sænska þjóðin að ákveða hverjum hún treysti til að semja um aðild — þeim sem liggja hundflatir fyrir öllum kröfum markaðsaflanna og vilja láta þau stýra velferðarkerfinu okkar eða þeim sem vilja að teknar verðar sameiginlegar ákvarðanir á vettvangi Evrópuþjóðanna um að treysta velferðina, atvinnuöryggið og umhverfið." Finnar eru að ýmsu leyti í sömu sporum og Svíar en hafa einkum áhyggjur af því að þeir verði að varpa hlutleysisstefnunni fyrir róða. Ljóst er að hægrimenn, annar öflugasti stjórnarflokkurinn, er fjarri því að vera sannfærður um að EES leysi vandann þó að flokk- urinn gangi ekkijafnt langtog skoðanabræðurnir í Svíþjóð og Noregi og mæli með aðild. Esko Aho, formaður Miðflokksins og for- sætisráðherra, gaf nýlega í skyn að flokkurinn gæti ekki útilokað að EES yrði aðeins undanfari EB- aðildar. Vegið að hlutleysinu Öryggis- og varnarmálin voru lengi talin óyfirstíganlegur þrö- skuldur í vegi Sví a og Finna inn í EB. Hlutleysisstefna Svía stendur á afar gömlum merg og Finnar hafa gætt þess að styggja ekki nágrannann volduga í austri, Sov- étríkin. Eftir stríð mæltu Kreml- verjar lengi gegn því að Finnar tækju þátt í samstarfi vestrænna lýðræðisríkja, töldu að með því væri öryggishagsmunum kommún- istablokkarinnar á norðurslóðum ógnað. Með hruni Varsjárbanda- lagsins og þíðunni í samskiptum risaveldanna eru allar slíkar for- sendur á hverfanda hveli og hug- takið hlutleysi orðið æði þokukennt eins og margir stjórnmálaskýrend- ur hafa bent á. Fredrik Braconier, fréttaskýr- andi Svenska Dagbladetí Svíþjóð bendir á að Svíar geti ekki látið nægja að taka afstöðu til Evrópu- bandalagsins eins og það sé nú heldur verði þeir að horfa til fram- tíðar. „Þau öfl sem sjá fyrir sér aukið samstarf í varnarmálum munu að sjálfsögðu ekki hleypa Svúm inn ef það er ætlun okkar að verða dragbítur á varnarsam- starf í framtíðinni. írar, eina hlut- lausa EB-þjóðin, lýstu yfir því áður en þeir fengu aðild að þeir myndu sætta sig við varnarsamstarf af einhveiju tagi milli bandalagsríkj- anna.“ Braconier bendir á að sænskir jafnaðarmenn tali enn um þörfina á „ákveðinni og markvissri hlutleysisstefnu" í skrifum sínum um stefnuna í alþjóðamálum. Hann segir að slíkum skoðunum sé aðeins hægt að flagga meðan V-Evrópu- sambandið, samstök níu evrópskra ríkja í Atlantshafsbandalaginu, sé ekki orðið hluti EB-samstarfsins, en að því hljóti að koma. Jafnaðar- menn verði frekar fyrr en síðar að horfast í augu við raunveruleikann. Orðsending fra LffeyrissióAi malreiöslumanna Lífeyrissjóður matreiðslumanna sendi í mars yfirlit til allra sjóðfélaga sinna, sem greiðslur bárust fyrir á árinu 1990. Yfirlit þessi voru send á heimilisföng sem sjóðfélagar höfðu 1. desember skv. þjóðskrá. Þeir sjóðfélagar, sem telja sig hafa greitt til sjóðsins á síðasta ári en ekki hafa fengið sent yfirlit, eru beðnir um að hafa samband við viðkomandi vinnuveitanda og skrifstofu sjóðs- ins að Skólavörðustíg 16, Reykjavík, sími 17588. Lífeyrissjóður matreiðslumanna. r Sölutjöld 17. júní 1991 í Reykjavík r\ Þeir sem óska eftir leyfi til sölu úr tjöldum á þjóðhátíðardaginn 17. júní 1991 vinsamlegast vitjið umsóknareyðublaða að Fríkirkjuvegi 11, opið kl. 08.20-16.15. Athygli söluhafa er vakin á því að þeir þurfa að afla viðurkenningar Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkursvæðis á sölutjöldum og leyfis þess til sölu á viðkvæmum neysluvörum. Umsóknum sé skilað í síðasta lagi miðvikudaginn 5. júní kl. 12.00. Vakin er athygli á því, að öll lausasala frá tjöldum og á hátíðarsvæðinu er stranglega bönnuð. MENNT R MÁTTUR TJARNAR SKÓLi EINKASKÓU VIÐ TJÖRNINA LÆKJARCÖTU 14b - 101 REYKJAVfK - SÍMAR 16820 OG 624020 Síðastliðin 6 ár hafa hátt á annað hundrað nem- endur fengið góðan undirbúning fyrir framhalds- nám í Tjarnarskóla. Vinnutími nemenda er sam- felldur frá kl. 8.15-16.00. Nemendur læra vönduð vinnubrögð, kynnast atvinnulífinu með heimsókn- um í fyrirtæki og fyrirlestrum gestakennara. Sem sagt: Hressir unglingar, góð vinnubrögð og heil- brigður lífsstíll! Einungis 25 nýir nemendur fá skólavist í 8. bekk ár- lega. Óvenjulegt er að pláss losni í 9. og 10. bekk. Byrjað er að taka á móti umsóknum fyrir skólaárið 1992-1993. Umsækjendur eru hvattir til að senda inn umsóknir sem fyrst.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.