Morgunblaðið - 19.05.1991, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 19.05.1991, Blaðsíða 16
•16 M0RGUX13LADID aUN’NÍJDAGUR 19. AlAl 1991 Vestmannaeyjar: „Mamma, þú veist að ég á að hafa hjálminn þegar ég fer út að hjóla“ — sagði Sturla Arnarsson við móður sína áður en hann fór út, þar sem hann varð fyrir bíl skömmu síðar - Talið er að hjálmurinn hafi bjargað lífi hans V estmannaeyjum. FULLVÍST er talið að öryggis- hjálmur hafi bjargað lífi 7 ára drengs sem ekið var á í Vest- mannaeyjum síðastiiðinn sunnu- dag. Drengurinn var að hjóla utan við heimili sitt á Hásteins- vegi er hann varð fyrir bíl. Skall drengurinn á bílnum og kastað- ist síðan yfir hann og í götuna. I fyrstu var talið að meiðsli hans væru alvarleg en eftir ítarlega rannsókn kom í ljós að hann var fingurbrotinn, marinn og hrufl- aður en ekki slasaður að öðru leyti. Drengurinn var með barnahjálm á höfði þegar slysið varð og ber lögreglu, læknum og sjónarvottum að slysinu sam- an um að hjálmurinn hafi bjarg- að lífi drengsins. í kjölfar slyssins hefur vakn- að mikil umræða I Eyjum um öryggisgildi slikra hjálma. Ágúst Birgisson lögregluþjónn, sem hefur sýnt öryggi barna í umferðinni mikinn áhuga, hefur haft frumkvæði að því að á næstu dögum verða 7 ára börn- um í Eyjum gefnir slíkir hjálm- ar. Drengurinn sem ekið var á á sunnudag heitir Sturla Arnars- son. Hann var fluttur til rann- sóknar í Reykjavík strax eftir slysið en er nú komin heim. Morgunblaðið heimsótti Sturlu og ræddi við hann og Jakobínu Sigurbjörnsdóttur, móður hans. Sturla var hress og ekki að sjá að hann hefði lent í slysi fyrir nokkrum dögum. Hann hljóp um og hoppaði enda alltaf verið kraftmikill krakki að sögn móð- ur hans. Hreinasta hörkutól. „Pabbi hans gaf honum hjálm- inn fyrir rúmu ári,“ sagði Jakob- ína. „Fyrst var hann duglegur að nota hann og fannst það voða flott og spennandi að vera með hann á höfðinu en þar sem fáir krakkar eru með slíka hjálma þá hætti hann að vilja hafa hjálminn á sér. Hann vildi ekki vera einn með hann. Ég hef verið mjög stíf á að láta hann nota hjálminn, alltaf þegar hann fer út að hjóla, og því er hann yfirleitt með hann. Ég hef þó oft þurft að elta hann héma í nágrenninu til að koma á hann hjálminum ef hann hefur laumast af stað á hjólinu án þess að vera með hann. Mér hefur alltaf fundist mikið öryggi í því að vita af honum með hjálminn á höfðinu. Ég hef haft einhveija trú á því að hann gæti hjálpað ef eitthvað kæmi fyr- ir,“ sagði Jakobína. Hún sagði að það hefði verið skrýtið á sunnudaginn þegar slysið varð að þá vildi Sturla endilega hafa hjálminn þegar hann fór út að hjóla. „Við vomm búin að vera á skóladeginum uppi í bamaskóla frá hádegi. Við komum hérna heim rétt fyxir fjögur og þá vildi Sturla fara út að hjóla. Það var hálf nap- urt úti og þar sem hann hefur verið slæmur í eyrunum setti ég á hann eyrnaband tit að hlífa eyrun- um, og ætlaði að sleppa því að hafa hjálminn á honum því hann komst þá ekki á. En þá leit hann á mig stómm augum og sagði: „Marama, þú veist að ég á að nota hjálminn þegar ég fer út að hjóla.“ Síðan tók hann af sér eyrnaband- ið, skellti hjálminum á höfuðið og fór út að hjóla.“ Jakobína segist alltaf hafa haft áhyggjur af stráknum þegar hann hafi verið úti að hjóla því bílarnir aki svo ótrúlega hratt, þó gatan sé þröng og mikið af bömum að leik við hana. Hún segist því ætið hafa litið eftir honum annað kastið út um gluggann. „Rétt eftir að Sturla fór út var komið hér að safna í Rauða kross-söfnunina. Ég gaf í hana, lokaði hurðinni og var rétt komin inn í holið þegar ég heyrði hræðileg óhljóð úti. Óskur, brothljóð, bremsuvæl og högg og það fyrsta og eina sem kom upp í huga minn var Sturla. Ég fann það strax á mér að eitthvað hafði komið fyrir hann. Ég rauk út í dyr og sá þá Sturlu liggja hreyfíngar- lausan á götunni. Mér datt ekki annað í hug en að barnið væri stórslasað. Eftir á hefur mér líka verið sagt af fólki sem sá þegar slysið varð að því hafi ekki komið annað til hugar en að drengurinn væri stórslasaður. Ég fékk hálf- gert lost þarna á tröppunum, fraus alveg og man ekki glöggt hvað gerðist fyrr en það kom kona til mín og sagði mér að fara til stráks- ins því hann væri að kalla á mig. Hann var með rænu og þegar sjú- krabíllinn kom sagðist hann ekki vilja fara í hann, hann vildi bara fara inn með mömmu. Eftir stutta rannsókn á spítalanum var ákveðið að senda hann strax til Reykjavík- ur til frekari rannsóknar þar sem einkenni gátu bent til þess að hann væri alvarlega slasaður. Sturla var fluttur á Borgarspítalann þar sem hann var rannsakaður mjög ítar- lega. Út úr þeim rannsóknum kom að hann hefði ekki hlotið nein al- varleg meiðsli. Einungis fingur- brot, skrámur og mar víða um líka- mann.“ Jakobína segir það ótrúlegt hversu vel Sturla hafi sloppið úr slysinu. „Ég held að ég geti fullyrt að hjálmurinn bjargaði lífi hans. Það er talið að hann hafi skollið tvisvar á bílnum, er hann kastaðist upp á hann, og þaðan flaug hann svo í götuna. Hjólið hans er lítið skemmt þannig að hann hlýtur að hafa fengið mest af högginu á sig sjálfan. Það má líka sjá það á hjálminum að höggið hefur verið mikið því hann er sprunginn í sund- ur.“ Sturla vill lítið tala um slysið. „Þetta er bara draumur," er það eina sem hann segir þegar talað er um það. „Hann sagði þetta strax eftir slysið uppi á spítala og segir það enn,“ segir Jakobína. „Hann man eflaust ekkert eftir þessu en þó finnst mér stundum eins og hann sé eitthvað hræddur að tala um þetta. Það er eins og honum finnist hann hafa gert eitthvað rangt með því að fara út á götuna og verða fyrir bílnum." Sturla talar um vist sína á Borg- arspítalanum og man eftir rann- sóknunum sem hann fór í þar. „Ég Sturla Arnarsson með hjálminn sem talið er að hafi bjargað honum Höggið hefur verið mikið enda er lijálmurinn sprunginn. var þar í einn og hálfan sólarhring og fór í tæki sem var eins og geim- flaug,“ segir hann. Jakobína segir að henni finnist hraðinn í umferðinni hræðilega mikill. „Hér í Eyjum þar sem vega- lengdirnar eru allar svo stuttar þá getur fólk ekki þurft að keyra svona hratt. Það munar svo sára- litlu hvað fólk er fljótara á þessum stuttu spottum hér á milli þó það aki svona hratt. Aftur á móti skap- ar þessi hraði óskaplegar hættur. Sérstaklega fyrir börnin sem er(u að leik við götumar. „Ég er þakklát fyrir hversu vel Sturla slapp úr þessu og þakka það hjálminum. Eins og ég sagði þér áðan þá hefur mér alltaf fund- ist öryggi að því að vita af honum með hjálminn og það öryggi sann- aðist rækilega á sunnudaginn. Ég vil því beina þeim orðum til allra foreldra að þau hugi að öryggi bama sinna og láti þau nota slíka hjálma þegar þau em úti að leika sér á hjólum, hjólabrettum, hjóla- skautum eða öðrum slíkum leik- tækjum. Það getur skipt sköpum fyrir líf þeirra og heilsu,“ sagði Jakobína. Grimur Ferbasalerni Ferðasalemin frá Atlas sérstökum öryggisloka sem trj hámarí hreinleika við losun. Líttu við og kynntu þér þessa gæðavöru. Atlas Borgartúni 24 s: 62 11 55 Landakotsspítali kaupir tölvu- sneiðmyndatæki fyrir gjafafé Birna Jónsdóttir, röntgenlæknir, sýnir Sighvati Björgvinssyni heil- brigðisráðherra hið nýja tæki. Þorkell Bjarnason yfirlæknir á rönt- gendeild fylgist með. NÝTT tölvusneiðmyndatæki var formlega tekið í notkun á Landa- kotsspitala á fimmtudaginn. Tæk- ið kostaði 27,5 milljónir og það var fyrst og fremst höfðingskapur Sigurgeirs Guðbjarnasonar sem gerði spítalanum kleift að eignast tækið, en hann ánafnaði spítalan- um nær öllum eigum sínum, 14,5 milljónum króna er hann lést. Sigurgeir ánafnaði spítalanum nánast öllum eigum sínum þegar hann lést hinn 7. apríl í fyrra. Féð vildi hann að notað yrði til kaupa á tæki eða tækjum til spítalans. Gjöfin er gefín í minningu foreldra hans, þeirra Halldóru Þorsteinsdóttur og Guðbjarna Guðmundssonar, sem síðast bjuggu að Jafnaskarði í Staf- holtstungum í Mýrasýlsu. Þegar upp var gert kom í ljós að dánargjöf Sigurgeirs nam 14,5 millj- ónum króna. Ákveðið var að nota 11 milljónir til kaupa á tölvusneið- myndatækinu, en 3,5 milljónir renna til kaupa á tækjum til speglunar á meltingarfærum. Fullorðin kona, Ástríður Einarsdóttir, hefur í mörg ár fært spítalanum bankabækur að gjöf með 50-100 þúsund króna inni- stæðum. Að þessu sinni gaf hún spítalanum 600 þúsund og hefur alls gefið 1,6 milljón til spítalans. Styrkt- arsjóður St. Jósefsspítala gaf það sem á vantaði til kaupa á tækinu. Uppistaðan í tekjum sjóðsins er 4% af launum lækna spítalans sem renna í hann, en einnig berast sjóðnum oft gjafir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.