Morgunblaðið - 19.05.1991, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 19.05.1991, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. MAÍ 1991 19 _ Sumarhús Serba var brennt eina nóttina. Pólit- ískir ofstækismenn voru að verki en hvort það voru Serbar eða Króatar er ekki á hreinu. Börnin eru af báðum þjóðum og hafa til þessa lifað í sátt og samlyndi í þorpinu. Morgunblaðið/Anna Bjarnadóttir við að Króatía áegði skilið við Júgó- slavíu og laust ríkjasamband tæki við. „Það væri eðlilegra að koma á sambandsríki þar sem völdin skipt- ast í samræmi við hlutfall þjóðanna sem byggja það,“ sagði hann. Hann sá enga aðra lausn á deilunum í Júgóslavíu en að Bandaríkin skær- ust í leikinn, kæmu á friði og skip- uðu þjóðunum í Júgóslavíu að kalla sig áfram Júgóslava. Babic, sem er 33ja ára tannlækn- ir, var að flytja ávarp í útvarp Knin þegar ég spjallaði við Macure á laugardaginn fyrir viku. Hann sagði á blaðamannafundi eftir ávarpið að hann hefði kvatt alla íbúa Krajina til að taka þátt í kosn- ingunum daginn eftir og greiða atkvæði í samræmi við samvisku sína. Krajina er langt og mjótt, stjálbýlt og fátækt landsvæði skammt frá Adríahafi. Stór hluti þorpanna þar eru byggðir Serbum. Forfeður þeirra settust þar að á 16. og 17. öld þegar svæðið var her- svæði á milli keisaradæmis Habs- borgara og Tyrkjaveldis, eða mörk kaþólskrar trúar og Múhameðstrú- ar í Evrópu. („Það gleymist oft að við björguðum Evrópu frá yfirgangi múslíma," minnti Macure mig á.) Krajina hefur lýst yfir sjálfstæði og samþykkti í kosningunum á sunnudag að sameinast Serbíu, sem er þó í nokkur hundruð kílómetra fjarlægð. Stjórnvöld í Zagreb taka ekkert mark á kosningum og segja þær ólöglegar. Nabilo sagði að um fjórðungur Serba í Króatíu byggi í Krajina, en yfir 600.000 Serbar búa í sambandslýðveldinu, sem telur tæpar fimm milljónir íbúa. Ekki er ljóst hversu mörg sveitafélög telja sig tilheyra Krajina en leiðtogar þess segja að helmingur Serba í Króatíu búi á svæðinu. Stjórnvöld í Zagreb eru sannfærð um að Babic og hans menn séu verkfæri stjóm- valda í Belgrad, höfuðborg Serbíu. En Macure sagði að þeir væru ekki hlynntir neinum sérstökum stjórn- málamönnum í Serbíu heldur Serb- íu sjálfri. Vopnaðir ófriðarseggir lokuðu veginum Skæruliðar láta að sér kveða í kringum Knin og serbneskir lög- regluþjónar eru á þeirra bandi. Járnbrautateinar hafa verið sprengdir, vegir lokaðir og skotið á hýbýli. Ferðafélagi minn og ég urð- um fyrst vör við ribbaldana rétt fyrir utan Knin. Tijábolur og dekk lágu á veginum og þrír vopnaðir, ljótir og skítugir karlar í herbúning- um og með rauða stjörnu júgóslavn- eska hersins í húfunni bentu okkur á að stöðva bflinn. Þeir báðu um pappíra og skoðuðu þá gaumgæfi- lega. Ég tók upp myndavélina en þeir harðbönnuðu að ég tæki mynd af þeim og gömlum, rauðum bruna- bíl sem stóð í felum við veginn. Mér fannst borga sig að hlýða þeim. Við fengum að fara leiðar okkar. Lögreglumenn merktir Krajina stöðvuðu okkur síðan á leiðinni út úr Knin. Hún leit á pappírana og veifaði okkur áfram. Við vorum á þjóðvegi sem liggur í gegnum þorpið Kijevo, sem er 20 km frá Knin, í átt að Adríahafi. Við ókum fram á sandhrúgu sem hafði lokað veginum, stóra steina og trjábol en komumst auðveldlega fram hjá. En við urðum að stöðva þegar skriðdreki júgóslavneska hersins varð á vegi okkar og snyrti- legur, alvöru hermaður með vél- byssu um öxl bað um skilríki. Hann var vingjarnlegur og sagði að við gætum ekið áfram en hann óttaðist að við kæmumst ekki til Split. „Það hafa nokkrir vopnaðir, vitlausir þorpsbúar lokað veginum." Króatíska lögreglan, sem liefur „taflborð“ króatíska skjaldSmerkis- ins í húfunni, stöðvaði okkur rétt áður en við komum inn í Kijevo. Hún veifaði okkur áfram. Vegurinn til þorpsins hafði verið opnaður daginn áður eftir að það var lokað frá umhverfinu í tæpan hálfan mánuð. Það var enn vatns- og raf- magnslaust. Serbar höfðu slitið leiðslurnar og herinn hafði enn ekki séð sér fært að fylgja viðgerðar- mönnum að eyðileggingunni. Tveir flutningabílar með mat og lyf höfðu komið til þorpsins um morguninn en íbúarnir máttu ekki aka sorpinu út fyrir bæinn og það var farið að hlaðast upp. - Það kom til átaka eftir að króatísk lögreglustöð var opnuð í Kijevo í Iok apríl, en íbúarn- ir þar eru um 1.000 talsins og allir Króatar. Einn karlmannanna sem gekk í lögregluna varð fyrir því að það var skotið inn í húsið hans úr hlíð skammt frá um miðja nótt. Konan og börnin vöknuðu og heyrðu stóra kúlu þjóta yfír húsþak- ið og bijóta grein af tré við það. Allt hefur verið rólegt síðan herinn tók sér stöðu við þorpið. En hermaðurinn utan við Kijevo hafði haft rétt fyrir sér. Eftir að hafa ekið fram hjá lögreglu og her- mönnum við hinn enda þorpsins ókum við fram á vopnaða, skítuga menn í rússajeppa við næsta þorp. Þeir skipuðu okkur að nema staðar en höfðu engan áhuga á skilríkjum heldur bentu okkur á að snúa við og aka aftur til baka. Nokkrir vel vopnaðir náungar sátu hjá við Lada-bifreið og fengu sér neðan í þvi. Við ákváðum að malda ekki í móinn og snerum við hið snarasta. Hermennirnir gátu ekkert fyrir okkur gert. Þeir ypptu bara öxlum, kölluðu þorpsbúana bjána og bentu okkur á aðra leið til hafnarborgar- innar Split. Þjóðernisrembing'ur eykst á báða bóga Þar var allt með kyrrum kjörum á yfirborðinu en króatiskir fánar í langflestum gluggum í miðbænum bentu til að það ólgaði undir niðri fyrir. Sama var að segja um borg- ina Zadar, sem er einnig við Adría- hafið. Króatískir þjóðernissinnar gengu berserksgang þar um mán- aðarótin eftir að það fréttist að herforingi í borginni hefði sagt á fundi að það væri réttast að slátra króatísku ríkisstjóminni. Rúður serbneskra verslunareigénda voru mölvaðar og merki þess sjást enn í miðborginni. Móðir eins barns, sem býr nú ásamt 100 öðrum börn- um á hóteli í bænum Benkovac, tæpa 40 km frá Zadar, sagði að hún hefði farið þangað með barnið svo að það gæti gengið áfram í serbneskan skóla en það væri ekki lengur öruggt í Zadar. Fáni Rauða krossins blakti við hún á hótelinu en starfsmaður þess gerði lítið úr að þetta væru-flóttamannabúðir. Hvorki Serbum né Króötum finnast þeir vera óhultir á þessu svæði. Það borgar sig að veifa kró- atíska fánanum til að komast hjá aðkasti þjóðemissinna á ströndinni og betra að vera á bandi Serba þegar nær dregur Knin. Nabilo sagði að það væri skiljanlegt að fólkið á ströndinni væri orðið þreytt á ástandinu, Serbar hefðu spillt fyrir ferðaiðnaðinum í fyrra og nú væri óttast um hann í ár. Almenn- ingur vildi að lög og regla kæmust aftur á og þess vegna hefði verið fjölgað mjög í króatísku lögreglunni að undanförnu. Stór hluti hennar var áður Serbar en nú hefur hlut- fall Króata verið aukið. Serbum stendur stuggur af því og’það er yfirleitt í sambandi við nýja lögregl- ustöð eða -foringja sem sýður upp úr og ólæti bijótast út. Nabilo sagði að 43% skemmda í Krajina hefðu verið unnar á eigum Serba sem eru ekki fylgjandi stefnu Babic og gömlu kommúnistanna í Serbíu. Við sáum hús sem hafði verið brennt til kaldra kola eina nótt í síðustu viku. Eigandinn er Serbi og starfar í Þýskalandi. Bæði Serbar og Króatar búa í þorpinu. Tveir karlar, hvor af sinni þjóð, sögðu að allir lifðu þar í sátt og samlyndi en einhveijir pólitískir ofstækismenn hefðu eyðilagt húsið. Hvort það voru Serbar eða Króatar er ekki á hreinu, Króatar segja að það hafi verið Serbar og Serbar segja að það hafi verið Króatar. Alois Mock, utanríkisráðherra Austurríkis, hefur lagt til að svo- kallað „vitringaráð" eriendra full- trúa, jafnvel undir forystu Willys Brandts, fv. kanslara Vestur- Þýskalands, hafí milligöngu um friðarumleitanir í Júgóslavíu. Ut- anríkisráðherrar Evrópubandalags- ins hafa tekið þessu vel og Naboli sagði að stjórnvöld í Króatíu myndu fagna því en óttaðist að Slobodan Milosevic, forseti Serbíu, og hans menn myndu ekki taka hugmynd- inni vel. Serbar eru á móti hug- myndum um laust ríkjasamband og vilja að allir Serbar lifi áfram sam- an í einu sambandsríki, ef ekki Stór- Serbíu. Það er erfítt að trúa því að Willy Brandt, eða einhveijir aðrir erlendir „vitringar", geti talað um fyrir þeim og körlunum í Krajinu. Þeir eiga örugglega eftir að láta vopnin tala lengi enn og Júgóslavía mun varla losna Iéttilega við vaxta- verki lýðræðisins. KYNNIR ÞAD BESTA Í 4 HEIMSÁLFUM WJH S. AMERIKA: CHILE, ARGENTÍNÁ, BRASILÍA, apríl 1992 EVRÓPA: LISTABORGIR MIÐ-EVRÓPU, maí 1992 LISTA-, ÓPERU- og SÆLKERFERÐ, ág/sept '91 AUSTUR ASÍA: FILIPPSEYJAR, JAPAN, TAIWAN, THAILAND, okt. 1991 AFRÍKA: DRAUMUR NÁTTÚRUSKOÐARANS OG UÓSMYNDARANS, nóv. 1991. LANDIÐ SEM HEFUR ALLT AÐ BJÓÐAÁ LÁGU VERÐI. Allar ferðirnar eru sérskipulagðar af Ingólfi Guðbrands- syni, sem einnig er aðalfararstjóri. Ferðirnar í ár eru upppantaðar, en óstaðfestar pantanir verða seldar miðvikudaginn 22. maí. Afgreiðsla hjá VERÖLD. Upplýsingar gefur Halldór Lárusson. 1111A M 19 SID flIH wm AUSTURSTRÆTI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.