Morgunblaðið - 19.05.1991, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 19.05.1991, Blaðsíða 23
og líkama. Allir fá vítamín og sumir fá einnig róandi lyf ef það er talið nauðsynlegt að mati læknis. Ráðgjaf- ar sjúkrastöðvarinnar eru óvirkir alkóhólistar og þeir hafa umsjón með vinnuhópum þar sem tekin eru fyrir hin ýmsu vandamál sjúklinganna. Auk þess halda ráðgjafar og læknar fyrirlestra á hveijum degi um hinar margvíslegu hliðar og hliðarverkanir alkóhólisma. Yfirleitt koma nýir sjúklingar inn á Vog á hveijum degi. Sumir koma að læknisráði þó ekki sé nauðsynlegt að hafa læknisvottorð til að komast í meðferð þar. Enginn sjúklingur kemst í meðferð nema hann óski þess sjálfur að ná tökum á áfengis- sýkinni. í fæstum tilfelium kemst fólk fyrirvaralaust í meðferð, á bið- lista eru alla jafna um 100 manns. Venjan er sú að þeir sem hafa áður verið í meðferð bíða lengur eftir sjúkraplássi en þeir sem óska eftir meðferð í fyrsta sinn. Sumir koma aftur á Vog vegna þess að þeir eru á tæpasta snúningi, þ.e.a.s. í þann mund að falla inná ranga braut og hefla neyslu að nýju. Þetta eru óvirk- ir alkóhólistar sem hafa lifað eðlilegu lífi án áfengis eða annarra vímuefna í lengri eða skemmri tíma, en finnst þeir þurfi á stuðningi að halda til að hefja ekki neyslu á nýjan leik. Ennfremur kemur fyrir að óvirkir alkóhólistar sem gangast undir að- gerðir á sjúkrahúsi og fá lyfjagjafir í kjölfarið komi inn á Vog, því hætta er á ferðum fyrir alkóhólista ef þeir taka inn ákveðin lyf, sem oft eru gefin á sjúkrahúsum í kjölfar að- gerða. Margir þeirra sem voru í meðferð á Vogi þegar ég var þar, voru aug- ljóslega afar illa farnir af drykkju og óreglu. Sumir skulfu eins og lauf- blöð í vindi, aðrir svitnuðu ógurlega og enn aðrir voru uppstökkir. Eftir- köst neyslunnar fóru ekki framhjá neinum og þessu fólki leið afar illa þó hluti þeirra reyndi að bera sig vel. Einnig voru þarna margir sem litu vel út og virtust horfa björtum augum til lífsins. Á Vogi eru sjúkl- ingar á öllum aldri og úr flestölium stéttum okkar „stéttlausa" þjóðfé- lags. Þó ég hafi ekki blandað mér í hóp sjúklinganna, sá ég að þeir styðja vel við bak hvers annars. Dagurinn hefst snemma á Vogi. Mannskapurinn er vakinn klukkan sjö og allir eiga að vera komnir í ró fyrir miðnætti. Aginn er töluverður en samt ekki óþægilegur. Starfsfólk- inu tekst á ótrúlegan hátt að vera elskulegt í viðmóti og umhýggjusamt en halda samt aga og reglu. Sjúkling- ar á Vogi eru tilbúnir að gera allt til að losna undan böli áfengissýkinn- ar. Sumum tekst vel til í fyrstu til- raun, en aðrir þurfa að reyna aftur og aftur. Einnig eru þeir til sem aldr- ei auðnast að ná tökum á vandamál- inu. Mér var tjáð að tveir einstakling- ar sem ættu met í meðferðum á Vogi, hefðu komið allt að 30 sinnum í meðferð, væru nú óvirkir alkóhólist- ar og lifðu heilbrigðu og skemmtilegu lífi, en hefðu áður verið „í ræsinu" engum þægilegt að horfast í augu við slíkan sannleika og þess vegna reynir þessi hluti meðferðarinnar mikið á einstaklinginn.“ Þegar Þórarinn er spurður hvort honum þyki ekki óþægilegt að sjá suma sjúklingana koma oft inn á Vog, eða hvort honum sárni ekki þegar hann sér að fólk útskrifast og augljóst er að það muni ekki ná þeim árangri sem stefnt er að, segir hann hæversklega: „í starfi eins og þessu verður fólk að temja sér ákveðin viðhorf. Ég er læknir og hlutverk mitt hér er að líkna því sjúka fólki sem kemur hingað. Eg er í rauninni í sömu aðstöðu og aðstandendur alkóhólista: Ég hef ákveðnum skyldum að gegna gagn- vart hinum sjúku, en ég ber ekki ábyrgð á gjörðum þeirra eða líðan.“ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. MAI 1991 23 eins og sagt er. þetta var reyndar svar sem ég fékk eftir að hafa kom- ið þeirri skoðun minni á framfæri að mér þætti í hæsta máta óeðlilegt að fólk væri endalaust lagt inn á Vog og engin takmörk væru fyrir fjölda innlagna hjá hveijum og ein- um. Mikið er lagt uppúr fræðslustarfi í meðferðinni og er ekki gerður grein- armunur á neyslu áfengis eða ann- arra vímuefna þó talað sé um alkó- hólisma. Meirihluti þeirra sem fer í meðferð hefur neytt fleiri vímuefna en áfengis og sumir í afar langan tíma. í fyrirlestrum tala ráðgjafar og læknar um ýmislegt sem á beinan eða óbeinan hátt tengist ofneyslu vímuefna, og með ótrúlegri lagni tekst þeim að koma fróðleiksmolum áleiðis á tungumáli sem sjúklingamir þekkja mætavel. Talað er um að koksa, fá black-out, fá tremma, ver’á bömmer, drepast, skjóta, vera í nál- inni, fá sér dísu, fá sér í hausinn, kýl’á eina feita, vera kex-ruglaður, ver’ á snúrunni, vera útvíraður, vera grýttur, og fleira í þeim dúr, sem er í samræmi við þá máliýsku sem töluð er „í sukkinu“. Það skal tekið fram að þetta er ekki það málfar sem al- mennt er notað í fyrirlestrum heldur er hluti þess öðru hvoru notaður til að ná athygli hlustenda, sem enn- fremur fá á tilfinninguna að sá sem talar þekki af eigin raun það líf sem hann er að lýsa. Félagar úr AA-samtökunum halda fundi með sjúklingum á hveiju kvöldi. Sem dæmi um það hversu öflugur félagsskapurinn er hér á landi má geta þess að í Reykjavík em haldnir fleiri AA-fundir en í Lon- don sem telur 14 milljónir íbúa. í AA-samtökunum er megintilgangur fólks að neyta ekki vímuefna og aðstoða aðra alkóhólista til að gera slíkt hið sama. Síminn á Vogi hringir látlaust á daginn og einnig er töluvert um að hringt sé á kvöldin og um nætur. Ég var með starfsfólki á næturvakt á Vogi, en það var róleg nótt eins og starfsfólkið sagði. Lítið var um símhringingar og engin vandamál komu upp utan þess að tveir sjúkling- ar áttu erfitt með að sofna. Þeim var gefín flóuð mjólk og brauð og eftir það fóra þeir í háttinn. Sjúklingum sem koma inn í slæmu ástandi eru gefín lyf til að minnka líkur á öflug- um fráhvarfseinkennum, svo sem krampa og ofskynjunum. Eftir tvo daga á Vogi, sem er fyrst og fremst afvötnunarstöð, eða afeitr- unarstöð, þar sem í flestum tilfellum er um að ræða neyslu á fleiri vímu- efnum en áfengi, var ég einhveiju nær um vandamálið alkóhólisma en áður, og er það vel. Það má enda- laust deila um hvort alkóhólismi er sjúkdómur eða ekki, en í sjálfu sér skiptir það ekki máli, í landi þar sem tekin hefur verið sú ákvörðun að líkna þeim sem sjúkir era. Ef það er ekki sjúkt að drekka frá sér allt vit og missa alla kjölfestu, hvað er þá sjúkt? STARFSEMI SÁÁ SÁÁ, Samtök áhugafólks um áfengis- vandamálið, hafa um átta þúsund manns innan sinna vébanda. Samtök- in hafa byggt meðferðarstofnanir fyrir vímuefnaneytendur og munu, innan skamms, hefja byggingu á nýju meðferðarheimili í landi Saltvíkur sem stefnt er að því að opna næsta haust. Gert er ráð fyrir að kostnaður vegna byggingarinnar verði 70 millj- ónir króna og nú um helgina hefur staðið yfir söfnun vegna þessa verk- efnis. Auk þess að reka þijú meðferðar- _ heimili fyrir alkóhólista hefur SÁÁ unnið mikið fræðslu - og kynn- ingarstarf um skaðsemi áfengis og annarra vímuefna frá stofnun sam- takanna 1977. Slíkt fræðslustarf fer fram árlega í grunnskólum og fram- haldsskólum landsins og einnig á vinnustöðum. Ráðgjafar samtakanna hafa skrifstofu í Síðumúla 3-5, þar sem einnig er starfrækt svokölluð fjöl- skyldudeild og göngudeild fyrir alkó- • hólista. Allir geta leitað til ráðgjaf- anna sem benda á leiðir til úrbóta, sé um vandamál af völdum ofneyslu að ræða. Fræðslufund_ir_ eru haldnir reglulega í húsnæði SÁÁ í Síðumúla þar sem rætt er um sjúkdóminn alkó- hólisma. Þar er ennfremur kynnt starfsemi AA og Al-Anon samtak- anna. í lögum SÁA segir meðal annars um tilgang samtakanna: að leggja jafn mikla áherslu á fræðslu og fyrir- byggjandi aðgerðir sem og endurhæf- ingu hinna sjúku. Ennfremur: að út- rýma hindurvitnum, vanþekkingu og fordómum á áfengisvandamálinu á öfgalausan hátt og hafa áhrif á al- menningsálitið með markvissri fræðslu um eðli sjúkdómsins alkóhól- isma. Auk sjúkrastöðvarinnar Vogs rek- ur SÁA endurhæfingarheimili að Sogni í Ölfusi og Staðarfelli í Dölum. Heimilið á Sogni er í eigu Náttúra- lækningafélags íslands og hefur SÁÁ hingað til leigt húsnæðið. Nú hefur leigusamningnum hins vegar verið sagt upp svo samtökin hyggjast byggja nýtt heimili í landi Saltvíkur, þar sem hægt verður að taka á móti 30 sjúklingum í senn. Á Vogi og í endurhæfingarheimil- unum er lagður grannur að eðlilegu lífí alkóhólista án vímuefna. Auk þess að sækja AA-fundi sem sumir kalla „eina meðalið við alkóhólisma" leita margir til göngudeildarinnar sem starfrækt er í Siðumúla 3-5. Þar eru einnig starfræktir stuðningshópar og haldin fræðslunámskeið sem standa í tólf vikur. SÁÁ leggur áherslu á að aðstand- endur alkóhólista leiti aðstoðar hjá samtökunum, því oftast leiði það til þess að alkóhólistinn takist á við vanda sinn. ERT Þð ALKÖHÖUSTI? HVORT SEM það er til gamans eða ekki látum við fylgja spuming- alista úr handbók bandariska geð- læknafélagsins. Þar er greint frá alkóhólisma sem sjúkdómi. Ein- staklingur er greindur með sjúk- dóminn svari hann þremur af eftir- farandi spurningum játandi. Hér er ekki gerður greinarmunur á neyslu áfengis eða annarra vímu- efna. INotar þú vímugjafann oft í lengri ■ tíma og meira magni en þú hugðist gera í upphafí neyslunnar? 2. Hefur þig langað til að hætta vímu- efnaneyslu þinni, langað til að stjórna henni, eða gert tilraunir til þess, án árangurs? 3. Eyðir þú miklum tíma í vímuefna- neyslu, að undirbúa hana, eða jafna þig eftir hana? 4. Ert þú oft undir áhrifum' vímu- gjafa eða timbraður í vinnu, skóla, akstri eða við gæslu bama? 5. Hefur þú hætt eða dregið veralega úr ýmsum heilbrigðum venjum, svo sem tómstundaiðju, félagsstarfí eða vinnu vegna vímuefnaneyslu? 6. Heldur þú áfram neyslu þó að þú gerir þér grein fyrir að neyslan valdi þér félagslegum skaða, sálrænum erfiðleikum, líkamlegum skaða eða hafí magnað upp sjúkdóm sem þú hafðir fyrir? 7. Þolir þú sífellt meira magn vímu- efna? 8. Hefur þú fundið til fráhvarfsein- kenna sem lýsa sér í skjálfta á hönd- um, augnlokum eða tungu og vara í nokkra klukkutíma? (Hér er fyrst og fremst átt við áfengisfráhvarf eftir fjögurra daga/eða lengri drykkju.) 9)Notar þú afréttara?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.