Morgunblaðið - 19.05.1991, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 19.05.1991, Blaðsíða 25
24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. MAÍ 1991 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. MAÍ 1991 25 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúarritstjóra Fréttastjórar Árvakur, Reykjavík FlaraldurSveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið. Leitin að hamingjunni ■fTVjögur orð, „vísindin efla alla dáð“, fela í sér nokkra lýsingu á vegferð mannkynsins á 20. öld- inni. Þekkingarleit mannsins, sem verið hefur víðfeðm, hefur fært honum hvern stórvinninginn á fæt- ur öðrum, á flestum sviðum mann- lífsins. Tæknin og þekkingin, sem eiga upphaf sitt í mannshuganum, hafa gjörbreytt heimsmyndinni: gjörnýtt margar auðlindir jarðar, lengt mannsævina umtalsvert, fært þjóðir heims í nábýli og leitt til rann- sókna á fjarlægum plánetum, svo fátt eitt sé nefnt af ávöxtum vísind- anna. Því lífsviðhorfí óx og ásmegin framan af öldinni, að manninum væri í raun fátt eitt ómáttugt. Þessi mennska „almættishyggja" stenzt þó ekki, þegar hún er brotin til mergjar. Þekkingarleit mannsins er að vísu góðra gjalda verð. Hún hefur búið okkur betra líf á margan veg. Og hún á ótvírætt eftir að leiða til margra nýrra sigra. Takmörk mannkynsins eru engu að síður augljós, eins og tvær heimsstyijald- ir á öldinni, náttúruspjöll sfðustu áratuga og ótímabær dauði milljóna manna víða í veröldinn á okkar dögum vitna glöggt um. Vísindin hafa og, jafnframt því að víkka sjóndeildarhring manna, opnað augu þeirra fyrir því, hve þekking okkar á alheiminum og tilverunni nær í raun og veru skammt. Menntun, þekking og tækni eru Guðsgjafir, sem fært hafa okkur ríkuleg tækifæri til betra mannlífs. ■J A n ÞEGAR I • ég var ungur blaðamaður kynntist ég mörgu fólki og sannfærðist ekki sízt um það íslenzk alþýða væri vel ræktuð og styddist við mikinn innri styrk. Vona ég hafi komið einhveiju af því til skila í Samtölum — M. En tímarnir breytast og nú virðist ástæða til að spyija hvort margnefndri þjóðarsál sé treystandi fýrir þeim arfi sem henni er ætlað að ávaxta. Hefur hún fyrrnefnt innra þrek? Er hún ræktuð með þeim hætti sem áður var? Eða er hún einungis spegilmynd af stjórn- málapopparanum Tyminski, hinum pólska? Hefur einnig orðið flauels- bylting hér? Hafa auglýsingamenn og poppmergð náð tökum á hugsun fólks og afstöðu allri? Erum við ein- ungis í snertingu við bláyfirborð þessarar hraðfleygu stundar sem er umhverfi okkar einsog stendur, rótlaus og án tengsla við arfleifð okkar? Eru sjónvarps- og ljósvaka- síbyljan svonefnd einungis goluþyt- ur á yfirborði? Er þögull meirihluti í raun kúgaður af hávaðasömum minnihluta? Sá sem hefur glatað uppruna sínum, glatar sjálfum sér. Rótlaus jurt er dauðanum ofurseld. Hún visnar jafnvel þótt hún sé vökv- uð. Þjóð sem hleypur frá einkennum sínum og sérstöðu er dauðanum vígð. Endum við sem alþjóðlegt frík og aðhlátursefni? Það er heldur harðneskjulegt að spyija með þessum hætti. En ef við spyijum_ ekki, þá hugsum við ekki heldur. íslenzka þjóðin hefur ávallt hugsað rækilega um þau áhrif sem hún hefur sótt til annarra. Hún er opin fyrir áhrifum, sem betur fer. Víxlfijóvgun er ein af aðferðum náttúrunnar til að viðhalda gróðri. Það æxlast ekkert í einangrun. Við erum ekki ánamaðkar. En útlend áhrif hafa aldrei breytt íslandi í útlönd. Þau hafa þvert á móti fijóvgað íslenzka menningu; breytt útlöndum í ísland. Og við ættum ekki að taka upp á því nú þegar allt leikur í lyndi að snúa þessu lögmáli við. Þess vegna verðum við að hugsa hvað að okkur snýr. Og hvernig við tökum á móti þeim er- lendum gestum sem eru fyrirferðar- mestir í íslenzku fjöl- miðlaveizlunni. Við eigum í raun aðeins einn kost; að breyta útlenzkum skelfiski í íslenzkan lax. -J A O OFT HEF ÉG VÍST -I- Tl O «talað um íslenzka tungu; bæði í Félaga orði og annars stað- ar; jafnvel rifizt við málfræðinga einsog í greinunum Viðbrögð frá íslandi og Gætum tungunnar sem birtust í Morgunblaðinu um og eft- ir mánaðamótin apríl—maí ’84. Ég er þeirrar skoðunar við ættum sár- alítið erindi við umheiminn ef við glötuðum tungunni. Ég er jafn- framt þeirrar skoðunar að umræður um hana, jafnvel allskyns deilur og rifrildi, séu betri en þögnin — og er ég þó orðinn langþreyttur á þrasi(!) Engin þjóð hugsar eða talar jafnmikið um tungu sína og við. Það er einfaldlega góðs viti. í grein- inni Nokkur orð um tunguna í Fé- laga orði minni ég á ég hafí jafnvel kveðið svo sterkt að orði „að íslend- ingar gegni varla öðru hlutverki í heimsbyggðarsögunni en geyma þessa tungu, efla hana og endur- skapa“. Enn er ég nokkurn veginn sama sinnis. Þess vegna hélt ég í einfeldni minni allir Islendingar hefðu sömu skoðun og ég á þessu mikla máli en hef síðar heyrt orð- ræður þess efnis bezt væri við tækj- um upp enska tungu og notuðum hana, svo miklu einfaldara sem það væri en hiksta á þessum steingerv- ingi sem væri hvorteð er alltaf að syngja sitt síðasta. En sem betur fer tala einungis fáir á þennan veg — aðminnstakosti enn sem komið er. Ég hélt því í sakleysi mínu ís- lendingar vildu sýna í verki ást sína á tungunni og þeim heimildum sem eru bakhjarl hennar, en það eru íslenzkar bækur. Var raunar þeirrar skoðunar þjóðin léti yfir sig ganga að greiða smáskatt til þjóðarbók- hlöðu sem skammtímaundantekn- ingu. En þá kom til kasta stjórn- málamanna sem sjaldnast lofa öðru en því sem þeir ætla að svíkja og þeim hefur tekizt það sem ég hélt engum öðrum gæti heppnazt — að koma óorði á íslenzkt bókasafn! Þjóðarbókhlaðan er orðið hrollvekja í höndunum á íslenzkum stjórn- HELGI spjall Því miður hafa þessar gjafir ekki verið nýttar alfarið til þess að auka á hamingju og heill mannkynsins, hvorki sem heildar né einstaklinga. Þess vegna er saga mannkynsins sem og samtímasaga okkar eins og raun ber vitni um. Þess vegna gengst Hjálparstofnun kirkjunnar •fyrir söfnun undir kjörorðinu „brauð handa hungruðum heimi“ á hátæknitímum þeim sem við nú lif- um. Þess vegna gengst Rauði kross- inn fyrir alheimsátaki til hjálpar stríðshijáðum þjóðum á síðasta ára- tug 20. aldarinnar. Þess vegna er umhverfisvernd eitt brýnasta sam- eiginlega verkefni þjóða heims í dag. Maðurinn lifir ekki á brauðinu einu saman, svo mikilvægt sem það þó er. Það þarf fleira til að tryggja heill hans og hamingju. Leit hans að fegurð og fullkomnun, til dæmis í listsköpun og listtúlkun hvers kon- ar, tengist leit hans að lífsfyllingu, sem á skortir, þrátt fyrir allt. En fyrst og síðast leitar mannshugur- inn til trúarinnar, til almættisins, til að öðlast innri frið, hugarró og sálaijafnvægi. Heilög ritning geymir vegvísa sem heyra til hinni trúarlegu leit. Hvítasunnan, þegar heilagur andi kom yfir lærisveinana, er einn þess- ara vegvísa. Pétur postuli kennir að svo skuli brugðizt við atburðum hvítasunnunnar: „Gjörið iðrun og sérhver yðar láti skírast í nafni Jesú Krists til fyrirgefningar synda yðar, og þér munuð öðlast gjöf heilags anda.“ Þegar grannt er gáð þjóna trúin og vísindin, sem eru Guðs gjöf, að sama marki í leit einstaklinganna og mannkynsins að ljósi og sann- leika. Morgunblaðið óskar lesendum sínum og landsmönnum öllum gleði- legrar — og slysalausrar — hvíta- sunnuhátíðar. málamönnum. Þeir hafa líka breytt skammtímaskattinum sem átti að koma Þjóðarbókhlöðunni upp á skömmum tíma í viðvarandi skatt- heimtu sem verkar einsog hvert- annað hundsbit. Skatturinn er orð- inn kækur í fjárlagapólitík stjórn- valda og sögulegt háðsmerki um getuleysi íslenzkra stjórnmála- manna; fum og fimbulfamb; en umfram allt vangetu þeirra til að stjórna því sem þessar misbresta- sömu atkvæðagreiðslur fjórða hvert ár trúa þeim fyrir. Og fólkið vill ekki sjá neinar þjóðarbókhlöður. Ekki meir, ekki meir, segja skatt- greiðendur. Kannski endar þetta með því þeir mega vart hugsa til tungunnar án þess setji að þeim hroll; og þá ekki heldur íslenzkra bóka. Lyktirnar yrðu svo auðvitað þær það vantaði ekkert nema háðs- merki í íslenzka skjaldarmerkið! Við eigum fleiri svona afrek íslenzkra stjórnmálamanna án þess hvarfli að mér að fara að tíunda þau hér. Við höfum farið heldur illa með lýðræðið. Og frelsið yrði dýr- keypt ef það kostaði okkur tung- una, arfínn — og sjálfsvirðingu okk- ar. Við skulum ekki nefna heiður. Það skyldi þó ekki eiga eftir að koma á daginn danska einveldið hafi getað varðveitt það sem lýð- veldið glutraði niður? Þessi spurn- ing er farin að sækja á mann æ fastar og raunar oftar en svo hún geti einungis átt rætur í hótfyndni og gálgahúmor. Þó ættum við helzt að vona svo væri. En einhvers stað- ar í námunda við svonefnt andlegt líf íslenzku þjóðarinnar um þessar mundir er stöðug 962 millibara lægð sem ræður menningariegri reisn þjóðfélagsins einsog nú hátt- ar. Allt lagt að jöfnu, gífuryrði not- uð um meðalmennsku, tilaðmynda í listum, og einatt fálæti um það sem mestu skiptir. Lýðræði er ekki hentugasta gróðurhús fyrir æðri plöntur. Þær geta að sjálfsögðu dafnað við sh'kar aðstæður en reynslan af kommúnismanum sýnir okkur ekkisízt þær geta verið þrek- meiri í andstreymi ofbeldis og of- sóknar en kringum þessi 962 milli- bör, þótt þar vanti ekki ókyrrðina og útsynninginn. M (meira næsta sunnudag) AFYRSTU DÖGUM hinnar nýju ríkisstjóm- ar urðu nokkrar deilur um það, hvort samið hefði verið um flutning ákveðinna verkefna frá landbúnaðarráðuneyti til umhverfisráðuneyt- is. Minntu þessar deilur óneitanlega nokk- uð á svipaðan ágreining, sem upp kom, þegar umhverfisráðuneytið var stofnað. Þessi skoðanamunur hefði vafalaust komið upp á yfirborðið jafnvel þótt Sjálfstæðis- flokkur hefði fengið umhverfisráðuneyti í sinn hlut og Alþýðuflokkur landbúnaða'r- ráðuneyti. Hér er m.ö.o. ekki á ferðinni pólitískt ágreiningsmál á milli flokka, miklu fremur hagsmunaárekstur innan kerfisins. Ef hið nýja umhverfisráðuneyti sækist eftir því að fá til sín verkefni frá öðrum ráðuneytum af ótta við, að hafa ekki nægi- leg verkefni á sinni könnu er það hins vegar áreiðanlega á misskilningi byggt. Hér er gífurlegt verk óunnið í umhverfis- málum en jafnframt fer tæpast á milli mála, að mikil _ umhverfisvakning er að verða í landinu. í grein, sem birtist í Morg- unblaðinu nú um þessa helgi, eftir Stefán Ólafsson, dósent við félagsvísindadeild Háskóla Ísíands, er birt niðurstaða úr nokkrum könnunum, sem Félagsvísinda- stofnun hefur gert í vetur á því, hvaða málefni fólk telur eðlilegt að leggja mesta áherzlu á um þessar mundir. Þar eru umhverfismál efst á blaði. í daglegu lífi okkar finnum við, að ungt fólk hugsar einna mest um þessi málefni, hvort sem um er að ræða æskufólk á grunnskólaaldri eða ungt fólk, sem komið er í framhaldsnám. Úr þessum aldursflokk- um kemur þrýátingur í skólum og á vinnu- stöðum' um breytt hugarfar í umhverfis- málum. Nú fyrir helgina var sagt frá miklu verkefni, sem nemendur í Fossvogsskóla hafa unnið að í umhverfismálum með að- stoð kennara sinna. Á vinnustöðum verða menn varir við þrýsting frá ungu fólki á notkun endurunnins pappírs og í matvöru- verzlunum má sjá ungt fólk ganga um í leit að svonefndum umhverfisvænum vör- um. Þess varð ekki vart, meðan á stjórnar- mynduninni stóð, að mikil barátta færi fram um það milli Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks, hvor flokkurinn fengi um- hverfisráðuneytið. Raunar höfðu menn frekar á tilfinningunni, að flokkarnir vildu vera lausir við það og teldu það litlu máli skipta. Sannleikurinn er auðvitað sá, að umhverfisráðuneytið gefur þeim stjórn- málaflokki, sem hefur það í sínum hönd- um, einstakt tækifæri til þess að ryðja sér braut á þeim vettvangi þjóðmálaumræðna, sem athygli kjósenda beinist nú mest að og jafnframt til þess að ná til ungs fólks og nýrra kjósenda. Að þessu leyti mega því Alþýðuflokksmenn vel við una þá verkaskiptingu, sem varð milli flokkanna, þótt það sjónarmið hafi heyrzt, að þeir hafi fengið lítið í sinn hlut. Þótt allir stjórnmálaflokkar hafi hin síðari ár fjallað töluvert um umhverfismál verður tæplega sagt, að nokkur víðtæk og almenn stefnumörkun hafi farið fram á þessu sviði. Að því leyti til höfum við verið á eftir ýmsum öðrum þjóðum í okkar heimshluta, þótt að vísu megi færa rök fyrir því, að vandi þeirra hafi verið brýnni. Ein þeirra þjóða, sem hafa fjallað mikið um umhverfismál á undanförnum árum, eru Þjóðveijar. Það má m.a. rekja til um- talsverðra áhrifa, sem hinir svonefndu græningjar hafa haft í þýzkum stjórnmál- um. Þótt græningjar hafi ekki komizt til valda í Þýzkalandi hafa þeir náð þar tölu- verðum áhrifum m.a. með því að vekja fólk til vitundar um umhverfisvandann, sem þýzka þjóðin stendur frammi fyrir. Þannig hafa þeir haft djúpstæð áhrif á stefnumörkun stærstu flokkanna. í kosn- ingunum, sem fram fóru til Sambands- þingsins í Bonn 1983, var lítið sem ekkert rætt um umhverfismál af hálfu talsmanna REYKJAYÍKURBRÉF Laugardagur 18. maí stóru flokkanna. Nú eru umhverfismál ríkjandi þáttur í stefnumörkun þeirra og málflutningi. Auk þeirra áhrifa, sem græningjar hafa haft með málflutningi sínum, er ástæðan fyrir miklum áhuga Þjóðveija í umhverfis- málum einfaldlega sú, að þeir hafa staðið frammi fyrir mikilli hættu á þeim vett- vangi um langt skeið. Lega landsins veld- ur því, að sú gífurlega mengun, sem við- gengizt hefur í Austur-Evrópu, hefur náð til þess hluta Þýzkalands, sem áður nefnd- ist Vestur-Þýzkaland. Umhverfisspillandi iðnaður í austurhluta Þýzkalands og ná- lægum ríkjum, eins og Póllandi og Tékkó- slóvakíu ogjafnvel í Sovétríkjunum, hefur haft áhrif í vesturhluta Þýzkalands, meng- un borizt þangað með veðri og vindum eða þeim stórfljótum, sem renna um þessi lönd sameiginlega. Af þessum ástæðum hafa stjórnmála- menn í Þýzkalandi jafnvel rætt um sér- staka Marshall-áætlun í umhverfismálum fyrir ríkin í Austur-Evrópu og telja, að peningar, sem notaðir yrðu þar, mundu nýtast betur til þess að efla umhverfis- vernd í Þýzkalandi, en fjármunir, sem notaðir væru heima fyrir. Þetta eru tölu- vert breytt viðhorf frá þeim tíma, þegar Vestur-Þjóðveijar borguðu Austur-Þjóð- veijum fyrir að taka við umhverfisspillandi úrgangi frá vestur-þýzkum iðnaði! Sameig- inleg vandamál Evrópuþjóðanna á þessu sviði koma bezt fram í því, að það dugar lítt að reyna að hreinsa upp skítugan Norðursjó, nema samkomulag takist milli Þjóðveija og Tékka um að hreinsa upp Saxelfi. Grundvall- armál KRISTILEGIR demókratar, flokk- ur Kohls kanslara, hafa lagt umhverf- ismálin fyrir kjós- endur á þann veg, að um grundvallarmál sé að ræða. Mannfólkið beri ábyrgð gagn- vart Sköpunarverkinu. Ábyrgðarleysi gagnvart því sé ábyrgðarleysi gagnvart mannlífinu og lífi á jörðu yfirleitt. Tals- menn Kristilegra demókrata telja, að ungt fólk hafl svo þungar áhyggjur af umhverf- isspillingu, að það taki beinlínis ákvörðun um að eignast ekki börn af þeim sökum. Þess vegna hafi raunhæf og uppbyggileg umhverfismálastefna mikil áhrif í þá átt að skapa ungu fólki lífsskilyrði, sem það telji viðunandi. Einn helzti talsmaður flokksins í umhverfismálum hefur sagt að í því að sýna ábyrgð gagnvart Sköpunar- verkinu felist samstaða með kynslóðum framtíðarinnar. Við, sem nú lifum, getum ekki leyft okkur að byggja velmegun okk- ar á því að veðsetja framtíðina og ætlast til að nýjar kynslóðir greiði þær veðskuld- ir. Við hljótum að greiða sanngjarnt um- hverfisverð fyrir velmegun okkar og leggja ekki byrðar á framtíðina með athæfí okk- ar nú. Innan flokks Kristilegra demókrata eru öfl, sem eru sannfærð um, að umhverf- isvernd sé Iangtímaforsenda fyrir lífi á jörðinni á komandi tímum. í þessu felist einnig að sýna þurfi samstöðu með þriðja heiminum. Það dugi ekki, að 20% þeirra, sem búi á jörðinni noti 80% af allri orku, sem framleidd er. Eins og af þessu má sjá eru umhverfis- mál í Þýzkalandi rædd á töluvert viðtæk- ari grundvelli en hér og sett í nokkuð annað samhengi, en við eigum að venjast. En auðvitað fara þessar umræður einnig fram á jarðbundnari forsendum, ef svo má að orði komast. Þannig hefur mikil áherzla verið lögð á það í Þýzkalandi á undanförnum árum að koma fyrir full- komnum mengunarbúnaði í bifreiðum. Sagt er, að fyrir tæpum áratug hafi slíkur útbúnaður ekki verið í bílum þar, þótt hann hafí verið á boðstólum bæði í Banda- ríkjunum og Japan. Nú er sagt að um þijár milljónir bifreiða í Þýzkalandi séu útbúnar á þennan veg og frá og með yfir- standandi ári eiga allir nýir bílar að vera með slíkum útbúnaði. Þessum árangri hef- mr m.a. verið náð með því að beita sköttum til þess að hvetja menn til að taka upp búnað af þessu tagi bæði í fólksbílum og flutningabílum. Úðabrúsar, sem seldir voru í Vestur- Þýzkalandi einu, voru á sínum tíma taldir innihalda um 50 þúsund tonn af umhverfis- spillandi efnum. Nú hefur sá árangur náðst, að slíkir brúsar innihalda einungis 1.000 tonn af slíkum efnum. Fyrir áratug var um einni og hálfri milljón tonna af eiturefnum hent í Norðursjóinn á ári hveiju. Nú er fullyrt, að engum slíkum efnum sé hent í sjóinn a.m.k. frá Þýzka- landi. Kristilegir demókratar hafa verið gagn- rýndir fyrir umhverfisstefnu sína á þeirri forsendu, að þeir stefni þýzkum iðnaði í hættu með of mikilli kröfugerð á þessu sviði. Talsmenn þeirra hafa svarað því til, að sterk umhverfísmálastefna hafí m.a. þau áhrif að takmarka notkun iðnaðar á ýmsum náttúrulegum efnum og slíkur skortur leiði til tækniframfara. Þess vegna hafi umhverfisstefnan í Þýzkalandi átt þátt í að efla framleiðslu á umhverfísvæn- um vörum þar í landi, sem stóraukin eftir- spum sé eftir um allan heim og hafi þar af leiðandi orðið til þess að efla þýzkan iðnað í stað þess að draga úr honum kraft. Þeir halda því einnig fram, að þau ríki eða fyrirtæki, sem reyni að stytta sér leið í þessum efnum, eigi eftir að standa frammi fyrir enn meiri kostnaði en ella ‘og stofni þar með efnahagslegri framtíð sinni í hættu. Loks telja þeir, að ábyrg umhverfisstefna sé í fullu samræmi við skynsamlega stefnu í efnahagsmálum. Umhverfissinnaðir neytendur muni sjá til þess, að markaðurinn kalli á umhverfis- vænar vörur og þeirri kröfu markaðarins eigi m.a. að svara með því að skylda fyrir- tæki til þess að merkja vörur sinar með upplýsingum um efni þeirra og áhrif á umhverfið. ■■■■■■■■■■ ÞOTT her HAFI Ffnníino-s- fyrst °S fremst ver- ibinanags ið vitnað til stefnu leg- áhrif og málflutnings Kristilegra demó- krata 1 Þýzkalandi í umhverfismálum fer því íjarri, að Jafnaðarmenn eða Frjálsir demókratar hafi ekki lagt mikla áherzlu á þessi málefni í málflutningi sínu. Jafnaðar- menn hafa t.d. rætt um þessi mál á þann veg, að bati í lífskjörum hafi yfirleitt verið á kostnað náttúrunnar og að hingað til hafi lítið verið gert af því að reikna méð umhverfisspillandi kostnaði, þegar rætt er um framleiðslukostnað í iðnaði t.d! í sam- ræmi við þetta hafa þeir lýst þeirri af- stöðu, að taka eigi umhverfisþáttinn inn í alla efnahagslega útreikninga og umfjöll- un. Verndun og endurnýjun náttúrunnar hljóti að skipa jafnan sess í þjóðmálaum- Qöllun eins og stöðugt verðlag, næg at- vinna og fijáls samkeppni. Fijálsir demókratar hafa að sumu leyti staðið nær Jafnaðarmönnum en Kristileg- um demókrötum í þessum umræðum, t.d. í afstöðu til orkumála, þ. á m. til þess að fórna alveg kjarnorku til friðsamlegra nota en að öðru leyti er afstaða þeirra áþekk skoðunum Kristilegra demókrata og þá ekki sízt á þann veg, að þeir flokk- ar tveir leggja mikla áherzlu á skyldur hvers einstaklings og hverrar fjölskyldu í umhverfismálum svo og á það að samtök neytenda geti gegnt mikilvægu hlutverki á þessu sviði. Þótt töluverð samstaða sé með þýzku stjórnmálaflokkunum í umhverfismálum greinir þá á um það, að hve miklu leyti eigi að ná þessum markmiðum með skatt- lagningu. 1 þeim efnum vilja Jafnaðarmenn ganga mun lengra en Kristilegir demó- kratar. Hinir fyrrnefndu telja, að þar sem mikil orkunotkun sé alvarlegasta ástæða umhverfisspillingar eigi að beita skattlagn- ingu til þess að draga úr henni með því að hækka skatta á þeim, sem nota um- hverfisspillandi aðferðir við framleiðslu, en taka upp skattaívilnanir fyrir hina, sem Morgunblaðið/RAX ' lllll HIiHt beita umhverfisverndandi tækni. í þessu sambandi mundu þýzkir jafnaðarmenn taka upp margvíslega skattlagningu á orkuneyzlu til þess að draga úr henni og þeir mundu einnig leggja umhverfisskatt á þá, sem selja vörur í umbúðum, sem ekki er hægt að endurvinna eða nota aft- ur, á þá sem valda mengun í andrúms- lofti o.sv. frv. Þar sem markmið slíkrar skattlagningar sé ekki að auka tekjur ríkisins mundu jafn- aðarmenn lækka aðra skatta á móti, þann- ig að heildartekjur ríkisins af skattheimtu yrðu óbreyttar. Kristlegir demókratar vilja ekki ganga jafn langt í því að beita skatt- lagningu á þennan hátt en telja þó að hægt sé að draga úr orkunotkun með því að hækka skatta á olíuvörum. Þar eins og annars staðar, þar sem rætt er um ein- hvers konar nýja gjaldtöku af atvinnulífi, koma fram áhyggjur hjá forsvarsmönnum atvinnulífs um, að slík skattheimta verði viðbótarskattheimta við það, sem fyrir er, en ekki tilfærsla á skattgreiðslu frá einu formi til annars. Það skal tekið fram, að þær upplýsing- ar, sem hér hafa verið settar fram um umnhverfísmál í Þýzkalandi, eru teknar úr sérstöku upplýsingariti, sem brezka vikublaðið Economist hefur gefið út um þessi málefni. EINS OG SJÁ MÁ af þessum tilvísun- um í umræður og akur afstöðu flokka í Þýzkalandi er mikið starf óunnið hér á íslandi í umhverfismál- Oplæg-ður um. Þess vegna þarf umhverfisráðuneytið ekki að sækjast eftir verkefnum annarra ráðuneyta. Meiri ástæða er til að ráða þangað hóp ungs fólks, með sérmenntun til þess að vinna að nýrri og merkilegri stefnumótun í umhverfismálum á íslandi. Umræður um þessi málefni hafa verið á afar takmörkuðu sviði. Það er nauðsynlegt að færa út kvíarnar í þeim efnum. Stjórn- málaflokkarnir sjálfir hafa ekki bundið sig við ákveðna afstöðu að nokkru ráði. Þess vegna eru verulegir möguleikar á nokkuð víðtækri pólitískri samstöðu. Við stöndum vel að vígi. Hér hefur ekki orðið umtalsverður umhverfísskaði, þótt víða sé hætta á ferðum. Kannski er stærsta verkefnið að breyta hugsunarhætti fólks. Svo að dæmi sé nefnt: mikill áróður er rekinn fyrir því að leggja vegi um hálend- ið til þess að stytta ökuleiðina milli suðvest- urhornsins og Norður- og Austurlands. Hver er umhverfiskostnaður slíkrar hug- myndar? Óbyggðirnar eru perla íslenzkrar náttúru. Hingað koma fleiri og fleiri er- lendir ferðamenn til þess að kynnast þess- ari náttúru. Við höfum af þeim töluverðar tekjur. Hálendisvegirnir mundu eyðileggja þessa náttúru. Og raunar er urn fleiri fram- kvæmdir að ræða en vegalagningu í þessu sambandi. Nefna má hápsennulínur, sem gerðar voru að umtalsefni hér í Reykjavík- urbréfi fyrr á þessu ári. Eiður Guðnason, umhverfisráðherra, og núverandi ríkisstjórn hafa mikið verk að vinna í umhverfismálum. Það verk er tæp- lega hafið en líklega er þetta eitt mest spennandi verkefni í íslenzkum stjórnmál- um um þessar mundir. „Sannleikurinn er auðvitað sá, að umhverfisráðu- neytið gefur þeim stjórnmálaflokki, sem hefur það í sínum höndum, einstakt tækifæri til þess að ryðja sér braut á þeim vettvangi þjóð- málaumræðna, sem athygli kjós- enda beinist nú mest að og jafn- framt til þess að ná til ungs fólks og nýrra kjós- enda. Að þessu leyti mega því Al- þýðuflokksmenn vel við una þá verkaskiptingu, sem varð milli flokkanna, þótt það sjónarmið hafi heyrzt, að þeir hafi fengið lítið í sinn hlut.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.