Morgunblaðið - 19.05.1991, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 19.05.1991, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ OAOUM/.J^ «J«A\fl/1pU2\q?3A\/TU ,)!«!/,-n/UOHOM UTVARP/SJONVARP sunnudagur 19. maí 1991 47 Gárur eftirEIínu Pálmadóttur Bara of dýrt 9.00 Páll Þorsteinsson á vaktinni. Fréttir frá frétta- stofu kl. 9.00. íþróttafréttir kl. 11. Umsjón Valtýr Björn. 11.00 Haraldyr Gislason. 12.00 Hádegisfréttir. 14.00 Snorri Sturtuson. íþróttafréttir kl. 14. Umsjón Valtýr bjöm. Fréttir frá fréttastofu kl. 15. 17.00 Island i dag. Jón Ársælil Þórðarson og Bjami Dagur Jónsson: 18.30 Kristófer Helgason. 21.00 Góðgangur. Hestaþáttur Juliusar Brjánsson- ar. 22.00 Hafþór Freyr Sigmundsson. 2.00 Heimir Jónasson á næturvaktinni. FM#957 7.00 A-Ö. Steingrimur Ólafsson. 8.00 Fréttayfirjit. 9.00 Jon Axel Ölafsson. 10.00 Fréttir. 10.40 Korndu i Ijós. Jón Axel. 11.00 iþróttafréttir. 11.05 ívar Guðmundsson i hádeginu. 12.00 Hádegisfréttir. 12.30 Vertu með ivari í léttum leik. 13.00 Ágúst Héðmsson. Tónlistarþáttur. 14.00 Fréttir. 16.00 Fréttir 16.05 Anna Björk Birgisdóttir. 16.30 Fregnir af flugi og flugsamögnum. 17.00 Topplag áratugarins. 17.30 Brugðið á leik. 18.00 Kvöldfréttir. 18.05 Anna Björk heldur áfram. 18.20 Lagaleikur kvöldsins. 18.45 Endurtekið topplag áratugarins. 19.00 Halldór Backmann. Bióin. 22.00 Auðun G. Ólafsson á kvöldvakt. 01.00 Darri Ólason. HUÓÐBYLGJAN Akureyri FM 101,8 16.00 Tónlist. Pálmi Guðmurdsson. 17.00 ísland i dag (frá Bylgjunní). Kl. 17.17 eru frétt- ir frá fréttastofu Bylgjunnar og Stöðvar 2. FM 102 A 104 7.30 Tónlist. Páll Sævar Guðjónsson. 10.00 Tónlist. Ólöf Marin Úlfarsdóttir. 13.00 Sigurður Ragnársson. 16.00 Klemens Arnarson. 19.00 Guðlaugur Bjartmarz. 20.00 Kvöldtónlistin þin. Amar Bjamason. Ef þú villt að draumar þínir rætist verðurðu að vakna, sagði sá spaki maður J.M. Power. Og þótti nokkuð gott hjá karli. Nú erum við íslend- ingar víst nauðugir viljugir að vakna upp við vondan draum. Þau andstyggilegu sannindi blasa við að við getum víst ekki fengið allt gott sem við viljum. Af hveiju? spytjum við eins og krakkarnir. Svarið liggur á borðinu: Af því að það er of dýrt! Hvað skal þá til ráða? Ekki hægt að taka lengur út á krítar- kortið. Við skyldum þó ekki komin í þá vondu klemmu að þurfa að fara að velja og hafna? Jafnvel þar sem okkur hrýs hugur við og enginn vill nærri koma. En eins og Benjamín Franklin sagði svo réttilega í ámóta klemmu: Við verðum að hanga saman því annars munum við fýrirsjáanlega hanga hver í sínu lagi. Og hér kemur það: Kostn- aðurinn við heilsugæsluna hef- ur á verðlagi þessa árs vaxið um 4-5 hundruð milljónir á ári hveiju í ijölmörg undanfarin ár. Kemur að því að sjóðurinn og skattborgararnir geta ekki meir — ef ekki er nú þegar komið að þessum fyrrnefndu andstyggilegu sannindum. Er ekki merki um að svo sé að sjúkrastofum er lokað og að- eins hefur verið hægt að taka 4 af 7 uppsteyptum hæðum B-álmu Borgarspítalans í gagnið allar götur síðan 1977, meðan fólk bíður illa haldið sjúkrahúsvistar? Verður ekki að fara að velja? Og um leið auðvitað komið að upphrópun- unum: Ekki ég! Eftir hveiju á þá að fara? Að lækna mikið þjáðan eða fársjúkan sjúkling fyrst, síðan þá sem ekki finna til en mundi líða betur og vera ánægðari ef þeir fengju sitt bætt? Eða taka bara slatta af öllu og skilja eftir úti í samfélaginu slatta af þjáðu fólki, slatta af fárveik- um, slatta af fólki með smá- kvilla og slatta af fólki með frómar og gildar óskir um ánægjulegra og betra líf? Er það ekki i raun núverandi þumalputtaregla? Hvað á að hafa forgang í tiltækt opinbert rekstrarfé? Sárþjáð fólk í bið- röðinni eftir að fá gert við mjaðmarlið, eða bíðandi hjar- tauppskurðar, svo dæmi séu tekin, eða þá til dæmis barn- laus manneskja sem þráir til- raun til gervifijófgunar eða einhver sem bíður fegrunarað- gerðar? (Misskiljið nú ekki eða snúið út úr, hér er ekki settar undir fegrunarbætur lýtalækn- ingar eftir slys, afnám illkynja æxlis eða slíkt.) Til skýringar má kannski tala um þá sem vilja af feguyð- arástæðum fá minnkað eða stækkað á sér nefið eða bijóst- in. Eða kannski rasskinnarnar? Það getur verið alvöramál engu síður en hitt. Ágæt kona sem hafði sjálf fengið tekið af þung- um bijóstum sem plöguðu hana sagði eftirfarandi sögu: Þau hjónin voru á ferðalagi í Brasil- íu er þetta barst í tal. Fylgdar- maður þeirra var glæsileg tág- grönn stúlka. Hún sagði að þar í landi væri talið afleitt og mikið lýti á stúlku ef hún hefði ekki dálítið myndarlegan botn. Enda nauðsynlegur til þess að geta dillað með sóma í suður- amerískum dönsum. Slíkt gæti farið á sinnið á sómakærum stúlkum. Sjálfri þætti henni afleitt að vera svona holdlaus á þessum stað. Hún spurði þvi lýtalækni, sem sérhæfir sig í að stækka bijóst, hvort ekki mætti allt eins sprauta plasti í rassinn eins- og í bijóstin til að fá rétta og fyllri lögun. Læknir- inn kvað það svo sem hægt. Hann mundi þó ekki ráðleggja það eða framkvæma. Það mæddi nefnilega svo mikið á botninum, sem notaður er til að sitja á, að plastið gæti færst til. Og þarmeð var draumur fylgdarkonunnar búinn. Þetta var henni þó nógu mikið mál að hún var reiðubúin til að borga vel fyrir það sjálf. Kannski gæti það verið mælikvarðinn á nauðsynina. Fyrsta skilyrði við allt er auð- vitað að vita hverju þarf til að kosta. Eitt bölið við margvís- lega þjónustu hér á landi er að neytandinn, hér sjúklingur- inn, fær aldrei að vita hvað þessi aðgerðin eða meðferðin kostar. Auðvitað ætti það að koma honum við, hver svo sem borgar. Eitt sinn flutti þessi skrifari og þáverandi borgar- fulltrúi um það tillögu í borgar- stjóm Reykjavíkur að á öllum reikningum eða miðum sem niðurgreiddir eru af borginni (strætisvagnamiðum, bama- heimilareikningum o.s.frv.) væri prentaður sundurliðaður kostnaður neytandans og hins opinbera, svo hann gæti ávallt séð hvers virði þjónustan er í raun. Eina leiðin til að meta hana rétt og hafa skoðun á því hvort hún er þess virði sem greitt er fyrir hana. Burt séð frá því hver greiðir. Þetta var auðvitað kveðið niður með skömmum í mörgum ræðuni, og veigamestu rökin að sjúkl- ingar mættu alls ekki vita hvað hlutirnir kostuðu. Hefði kannski átf að láta það að kenningu verða og gerast ekki svo fífldjörf að skrifa svona voðalegan pistil. Líklega er hér ömggast svar Georgs Bush Bandaríkjafor- seta við því hvaða tillögur hann mundi leggja fyrir fomstu- menn flokks síns um að draga úr fjárlagahalla Bandarikj- anna. Hann sagði einfaldlega: Þetta er mjög góð spurning, hrein og bein, og ég ætla ekki að svara henni! Hagstæðu flugferðirnar okkar til London og Kaupmannahafnar njóta gífurlegra vinsælda - þegar meira en 5000 bókanir. Dagfiug alla miðvikudaga frá 1. maí til 25. sept. Til Kaupmannahafnar áraegis (kl .08:00). Til London síðdegis (kl. 16:00). Fuílbókað er í margar ferðir og fá sæti laus í flestar hinna. Lí n DON KR. 14.700 BROTTFARARDAGAR: 1. - 8. MAÍ - 25. SEPT VERÐ: 1 VIKAKR. 14.700 2 VIKURKR. 15.800 3VIKURKR. 16.900 MAÍ 15.22. 29. JÚNÍ5. 12. 19. 26. JÚLÍ3. 10.17. 24.31. ÁGÚST7.14.21.28. SEPT. 4. 11.18. VERÐ: 1 VIKAKR. 16.900 2VIKURKR. 17.700 3 VIKUR KR. 18.800 Kau 1 1 L N KR, 15,801 1 ,/ 1 BROTTFARARDAGAR: }M 1.-8. MAÍ, 5. JÚNÍ, i VERÐ: 1 ViKAKR. 15.800 2VIKUR KR. 16.900 3 VIKUR KR. 17.700 JÚNÍ12. 19.26. JÚLÍ3. 10.17. 24.31. ÁGÚST7. 14. 21.28. SEPT. 4. 11. 18. VERÐ: 1 VIKA KR. 1 7.400 2 VIKUR KR. 17.900 3VIKURKR. 18.900 Vegna stórsamninga okkar við hótel, sumarhús og bílaleigur njóta farþegar okkar ótrúlega hagstæðra samningsverða. Frá brottför fyrsta hópflugs sumarsins til Kaupmannahafnar. Guðbjörg Árnadóttir flugfreyja Atlantsflugs býóur farþega velkomna um borð. Fólk á biðlista mætti með ferðatöskur á Keflavíkurflugvöll í von um að einhverjir farþegar tilkynntu forföll á síðustu stundu. íslensk, dönsk og bresk flugmálayfirvöld hafa vegna hagsmuna almennings veitt okkur leyfi fyrir þessum óaýru flugferðum í fimm mánuoi frá 1. maí. Sannkölluð kjarabót á tímum þjóðarsáttar og frjálsari viðskipta í samgöngum Evrópuþjóða. FLUCFERÐIR SGLRRFLUG Vesturgata 12, Símar 620066, 22100 og 15331 Ath. Öll verð eru staðgreiðsluverð miðað við gengi I. febr. 91. Flugvallagjald og forfallatrygging ekki innifalin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.