Morgunblaðið - 19.05.1991, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 19.05.1991, Blaðsíða 48
varða i Landsbank íslands Banki allra landsmanna MORGUNBLAÐID, ADALSTRÆTl 6. 101 REYKJAVÍK TELF.X 2127, PÓSTFAX 681S11. POSTHÓLF 1555 / AKUREYRI: HAFNARSTRoETI 85 SUNNUDAGUR 19. MAÍ 1991 Bögglapóstur um allt land VERÐ í LAUSASÖLU 100 KR. NM í handknattleik: • • Oruggur sig- ur á Finnum ÍSLENSKA landsliðið í hand- - knattleik, skipað leikmönnum 19 ára og yngri, sigraði lið Finnlands 27:21 á Norðurlandamótinu í Finnlandi i gærmorgun. Þetta var annar leikur liðsins á mótinu, en í fyrsta leik lagði Island lið Svíþjóðar, 22:20. íslensku strákarnir höfðu sjö marka forskot í leikhléi, en náðu mest 8 marka mun um miðjan síðari hálfleik. Karl Karlsson var marka- hæstur með 9 mörk, eins og í leikn- um gegn Svíum. Jason Olafsson kom næstur með 5 mörk, Patrekur Jó- hannesson gerði 4, Dagur Sigurðs- son 3, Páll Þórólfsson 3, Ólafur Stef- ánsson 2 og Gunnar Kvaran 1. Borgarspítali: Samdrætti dreift á lengri tíma í sumar SAMDRÁTTUR starfsemi á Borg- -arspítalanum verður heldur minni í sumar en í fyrra, að sögn Sigríð- ar Snæbjörnsdóttur, hjúkrunar- forsljóra og í stað þess að loka deildum og færa starfsfólk milli deilda verður miðað að því að fækka hlutafallslega á deildum spítalans. Stefnt er að 18,6% fækkun legudaga yfir sumarmán- uðina fjóra, eða 6,2% fækkun á ársgrundvelli. Fjóra mánuði í sumar verður rúm- um á skurðlækningadeildum fækkað sem svarar til einni deild, hluta lyf- lækningadeildar og öldrunardeildar verður lokað frá miðjum júní og til ágústloka. Þá verður um helmings skerðing á starfsemi beggja endur- hæfingadeilda spítalans hluta tíma- bilsins. Sigríður Snæbjörnsdóittir sagði að breytingin frá síðasta ári fælist fyrst og fremst í því að reynt væri að dreifa auknu álagi á lengri tíma með því að láta lokanir teygja sig yfir fjóra mánuði en ekki þtjá. „Það er samt ekkert sem segir að þetta sumar verði auðveldara en undanfar- in sumur. Starfsfólkið hefur verið mjög ósátt við að flytja sig á milli deilda þannig að við vildum reyna hvort þetta fyrirkomulag hentar bet- ur en það verður ekki hægt að meta fyrr en að loknu sumri,“ sagði Sigríður. Morgunblaðið/Vaigeir Guðjónsson Haldið í víking GAUKSSTAÐASKIPIÐ svonefnda lét úr höfn í Björgvin í Noregi á föstu- daginn. Skipið, sem er eftirlíking samnefnds skips frá víkingaöld, á að sigla í kjölfar Leifs heppna til Norður-Ameríku til að minnast landafunda nor- rænna manna þar fyrir 1.000 árum. í leiðangurshópnum eru um 20 Norð- menn og 5 íslendingar. Áður en skipið hélt af stað skoðaði Jóhanna Sig- urðardóttir, félagsmálaráðherra, aðbúnað um borð, en hún er stödd í Noregi vegna fundar evrópskra félagsmálaráðherra. Á innfelldu myndinni sést ráðherrann í koju. Veltan á kvótamarkaði hefur tvöfaldast frá 1986: Kvóti fyrir 1,5 milljarð króna seldur árið 1990 Fimm stærstu kvótahafar hafa umráð yfir 11% kvótans VELTAN á kvótamarkaðinum hérlendis hefur stöðugt vaxið á síðustu árum og tvöfaldaðist hún á árunum 1986-1990. Á síðasta ára var veltan á markaðinum 1,5 milljarðar króna en árið 1986 nam þessi upphæð um 750 millj- ónuin króna. Á síðasta ári námu ^Þj óðmálakönnun Félagsvísindastofnunar: íslenclingar leggja mesta áherslu á umhverfisvemd ALMENNINGUR í landinu leggur mesta áherslu á umhverfisvernd, ef marka má niðurstöður nýrrar þjóðmálakönnunar, sem Félags- vísindastofnun hefur gert um hvað nýrri ríkisstjórn beri að leggja áherslu á. Bætt efnaleg kjör þjóðarinnar eru einnig ofar- lega á blaði hjá landsmönnum og stór hluti svarenda vill að stjórn- völd taki til hendinni í niörgum málefnum. Fiskveiðistefnan virð- ist vefjast fyrir mörgum. % í grein eftir dr. Stefán Ólafsson, forstöðumann Félagsvísindastofn- unar háskólans, í blaðinu í dag kem- ur fram að umhverfisvernd og holl- usta virðast vera ein stærstu hug- sjónamál Islendinga um þessar mundir og sé það í samræmi við ríkjandi lífsskoðun í nágrannalönd- um okkar. Efnalegur bati þjóðarinnar er einnig ofarlega í hugum margra og fylgir fast á eftir umhverfisvernd- inni. Hið sama cr uppi á teningnum þegar spurt er um skattamál. Þar telja um 77% að ekki eigi að hækka skatta og sami fjöldi telur að hækka eígi skattleysismörkin. Hlutfall óráðinna er yfirleitt lágt, nema þegar spurt er hvort fólk vilji breytta fiskveiðistefnu. Þá bregður svo við að 24% svarenda segjast ekki vita það eða neita að svara. Kvennalistafólk og alþýðubanda- lagsmenn leggja meiri áherslu á umhverfisvernd en stuðningsmenn annarra flokka. Sjálfstæðismenn leggja áberandi mesta áherslu allra flokka á að skattar verði ekki hækk- aðir og þeir eru lægstir á blaði hvað varðar bætta innheimtu skatta og sérstaka’n hátekjuskatt. . Sjá nánar á bls. 10 tilfærslur á kvóta milli skipa ígildi um 70.000 tonna af þorski. Af því magni voru 42.000 tonn leiga til eins árs milli skipa ekki í eigu sömu útgerðar. Markaðs- verð á slíkri ársleigu er nú á bilinu 30-40 krónur fyrir ígildi kílós af þorski. Samkvæmt upplýsingum frá sjávarútvegsráðuneytinu er til- færslunum á kvóta skipt í fjóra flokka. I fyrsta lagi er um að ræða flutning milli skipa í eigu sömu útgerðar og i fyrra var hann ígildi 21.000 tonna af þorski. í öðru lagi er flutningur á milli skipa frá sömu verstöð og nam harm ígildi 14.000 tonna af þorski. í þriðja lagi er skipting á heimildum á jafnaðar- grundvelli, það er á einni tegund fyrir aðra, og voru þær 7.000 tonn. í fjórða lagi er svo sala, eða leiga til eins árs, milli skipa frá ólíkum verstöðvum og nam hún ígiidi 28.000 tonna af þorski. Fram að síðustu áramótum var ekki hægt að selja kvóta af skipi til frambúðar án þess að úrelda við- komandi skip og því voru flestallar kvótasölur í formi leigu til eins árs. En með lagabreytingu um áramót er þetta nú hægt. Verð á kvóta við sölu til frambúðar er nú 160 krónur fyrir ígildi kílós af þorski. Miðað við að ársaflinn nemi ígildi 500.000 tonna af þorski er verð á heildar- kvótanum 80 milljarðar króna. Fimm stærstu kvótahafarnir hafa nú umráð yfir 11% af heildar- kvótanum. Stærstur þeirra er Út- gerðarfélag Akureyringa með 2,87% eða ígildi 13.214 tonna af þorski. „Kvótaeign" þeirrar útgerð- ar nemur því 2,1 milíjarði króna á kvótamarkaði. Næststærsti kvóta- hafi er Hraðfrystistöð Vestmanna- eyja hf. með 2,16% af kvótanum en hin þrjú fyrirtækin eru Sam- heiji hf., Grandi hf. og Sildarvinnsl- an hf. Tuttugu stærstu kvótahafarnir hafa umráð yfir 26,6% af heildar- kvótanum. Miðað við fyrrgreindar forsendur nemur markaðsverð þeirra á kvóta, miðað við sölu til frambúðar, um 19 milljörðum króna. Miðað við leigu til eins árs er upphæðin 4,3 milljarðar króna. Sjá bls. 14 og 15. Morgunblaðið kemur næst út miðvikudaginn 22. maí.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.